Fréttaskýring#Stjórnmál#Húsnæðismál#Alþingi

Velvilji gagnvart gölluðum frumvörpum

Nefndarmenn velferðarnefndar eru á einu máli um að frumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra fari aldrei óbreytt í gegn um þingið þó að þau séu þeim velviljuð. Annar fulltrúi Framsóknar gagnrýnir sjálfstæðismenn harðlega í málinu.

Sunna Valgerðardóttir5. febrúar 2016

Frum­vörp Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, um almennar íbúðir og hús­næð­is­bætur hafa verið lengi í smíð­um. Þau eru nú á borði vel­ferð­ar­nefndar Alþingis sem hefur tekið á móti fjölda gesta og umsagna frá hags­muna­að­il­um, sem margir hverjir hafa gert alvar­legar athuga­semdir við frum­vörp­in. 

Nefnd­ar­menn vel­ferð­ar­nefndar eru allir á einu máli um að nauð­syn­legt sé að gera breyt­ingar á frum­vörp­unum til að þau nái í gegn um þing­ið. Annar full­trúi Fram­sókn­ar­flokks í nefnd­inni gagn­rýnir sjálf­stæð­is­menn harð­lega fyrir að hafa sett sig upp á móti frum­vörp­unum og segir rök þeirra ekki halda vatni. Full­trúar stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna segja að til að þau styðji málin verði að hnýta fjöl­marga lausa enda og end­ur­skoða og skýra ákveðin atriði. Í næstu viku vinnur vel­ferð­ar­nefnd svo nefnd­ar­á­lit vegna frum­varpanna.

Kjarn­inn tók alla nefnd­ar­menn vel­ferð­ar­nefndar tali og spurði þau álits á frum­vörp­unum Eygló­ar. 

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks

Tækni­legir gallar sem þarf að laga

„Ég held að það muni skap­ast ágæt­is­sátt um þetta en það eru ýmsar breyt­ingar sem við viljum ger­a,” segir Ásmund­ur. „Þetta er unnið í mjög góðu sam­starfi og það er eng­inn að berja í borðið eða neitt svo­leið­is.” 

Hann segir ákveðna tækni­lega galla vera á frum­vörp­unum sem sér­fræð­ingar þurfi að skoða bet­ur, en er full­viss um að þeim verði landað í góðri sátt. 

„Við erum fyrst og fremst að skoða verk­efni til góða, sem snýst ekk­ert um rétt­inda­mál, heldur tækni­leg atriði eins og til dæmis tíma­lengd lána og rekstr­ar­for­m,” segir hann. „Frum­vörpin eru að stórum hluta sam­komu­lag þar sem það fá ekki allir allt sitt. Þannig er það.” 

Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, 1. vara­for­maður vel­ferð­ar­nefndar og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks

Kjara­samn­ingar veita ekki mikið svig­rúm til breyt­inga 

„Mér líst mjög vel á frum­vörpin og tel að þau muni, eins og margir hafa bent á, skila þeim lang­tíma­mark­miðum sem þeim er ætl­að. Þau munu bæta stöðu fólks veru­lega, meðal ann­ars þeirra sem eru á leigu­mark­að­i,” segir Elsa Lára. „Auð­vitað eru atriði í báðum frum­vörp­unum sem þarf að skoða bet­ur, en svig­rúmið sem við höfum til breyt­inga er ekki mikið þar sem stórir hlutar frum­varpanna eru bundnir kjara­samn­ing­um, bæði fjár­hæð­ar­mörk í hús­næð­is­bót­um, íbúða­fjöldi og tekju­við­mið.” 

Þá sé nefndin meðal ann­ars að bíða breyt­ing­ar­til­lagna frá ráðu­neyt­inu vegna ábend­inga rík­is­skatt­stjóra og Per­sónu­vernd­ar, skoða hvort hægt sé að skýra línur á milli við­ræðna ríkis og sveit­ar­fé­laga og fá skýr­ari svör frá Seðla­bank­anum og fjár­mála­ráðu­neyt­inu þar sem mikið mis­ræmi sé í þeirra umsögnum varð­andi kostn­að­ar­mat. 

Páll Valur Björns­son, 2. vara­for­maður vel­ferð­ar­nefndar og þing­maður Bjartrar fram­tíðar

Ótrú­lega flókin mál en vonar að þau fari í gegn

Páll Valur segir frum­vörp vel­ferð­ar­ráð­herra ótrú­lega flók­in. Mikið sé af umsögnum og mikið af gest­um, sem sitt sýn­ist hverj­u­m. 

„Fyrir leik­mann eins og mig er þetta gríð­ar­lega flókið og erfitt að sjá hvort hlutir séu til bóta eða ekki,” segir hann. „Gagn­rýni í umsögn­unum kemur mér reyndar mest á óvart því skrif­stofu­stjóri vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sagði að sjaldan eða aldrei hafi verið haft jafn mikið sam­ráð haft um nokkur frum­vörp og þessi. Enda voru þau lengi í vinnslu.”

Páll Valur segir frum­vörpin vissu­lega ekki galla­laus, en þau séu nið­ur­staðan sem menn ættu að fara í núna. Hann er jákvæður gagn­vart frum­vörp­un­um. 

„Ég hef hlustað á gagn­rýn­ina og það þarf að vera sátt til að allt gangi vel,” segir hann. „Auð­vitað kostar þetta pen­inga en ég er félags­hyggju­maður í hjarta mínu og veit að hús­næð­is­málin eru mjög erf­ið. En eftir að hafa hlustað á fólk sem hefur meira vit á þessu en ég, þá vona ég að þetta nái fram­gangi og verði sam­þykkt.” 

Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ingar

Styður frum­vörpin með breyt­ingum

Nauð­syn­legt er að laga ákveðna ágalla í frum­varp­inu til að þau verði sam­þykkt, að mati Ólínu. Hún segir mik­il­vægt að tryggt sé að þau þjóni yfir­lýstu mark­miðið sínu; að koma efna­m­inna fólki til góða og hafa áhrif á mark­að­inn þannig að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höf­uðið án þess að lenda í ævi­löngu skulda­fang­elsi. 

„Þetta eru auð­vitað ekki okkar frum­vörp og við hefðum ekki lagt þau fram nákvæm­lega svona,” segir hún. „En í ljósi þess að það er brýn þörf fyrir úrbætur ætlum við að vinna með í mál­inu eins og okkur sé unnt. En það eru skiptar skoð­anir inni í nefnd­inni og það getur reynst þungt að koma fram nauð­syn­legum breyt­ing­um. Við erum ekki í and­stöðu við frum­varp­ið, en viljum að þau taki far­sælum breyt­ing­um.” 

Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks

Von­brigði að bóta­kerfin séu ekki sam­einuð í eitt

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn afgreiðir frum­vörpin með almennum fyr­ir­vörum, að sögn Ragn­heiðar Rík­harðs­dótt­ur. 

„Við viljum sjá sam­hliða að til verði frum­varp um hús­næð­is­sparnað og sér­eigna­sparn­aður styrktur í sessi til að hjálpa fólki að kaupa sér eigin íbúð,” segir hún. „Svo eru von­brigði að vaxta- og hús­næð­is­bóta­kerfið skuli ekki vera sam­einað í eitt. En við erum von­góð að svo geti orð­ið.” 

Ragn­heiður segir sam­flokks­menn hennar skilja að verið sé að kalla eftir auknu hús­næði á leigu­mark­aði og sam­staða sé um að auð­velda ungu og efna­m­inna fólki að finna sér heim­ili. Frum­vörpin séu sam­þykkt af rík­is­stjórn en þurfa að taka breyt­ing­um. 

„Það eru of margir lausir end­ar. Það er til dæmis ekki búið að ganga frá kostn­að­ar­skipt­ingu á milli sveit­ar­fé­lags og rík­is­stjórnar og svo vantar fram­kvæmda­að­ila,” segir hún. Spurn­ingum sé enn ósvarað varð­andi hver eigi að halda utan um fram­kvæmd­inna. Ljóst er að Trygg­inga­stofnun muni ekki taka það að sér og sér­kenni­legt væri að búa til nýja stofnun í kring um kerfið sem kostar hátt í 100 millj­ónir á ári. 

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, for­maður vel­ferð­ar­nefndar og þing­maður Sam­fylk­ingar

Áhyggjur af aft­ur­hvarfi frá félags­legri blöndun

Nauð­syn­legt er að skýra hvort hús­næð­is­bæt­urnar séu í raun að gagn­ast þeim sem helst þurfa á að halda og fá á hreint hver fram­kvæmda­að­il­inn í því frum­varpi verði. Þetta er mat Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar. 

„Varð­andi frum­varpið um almennu íbúð­irnar hefur maður áhyggjur af því að það verði að veita 3,5 pró­senta lán núna á árinu til að það komi ekki dautt tíma­bil í eitt og hálft ár þar sem ekk­ert ger­ist,” segir hún. „Það tekur tíma að koma þessu í gegn og það er veru­leg hætta á að það verði bara engin fjölgun íbúða mán­uðum sam­an­.” 

Sig­ríður Ingi­björg tekur undir með fleiri nefnd­ar­mönnum með að umgjörðin sé mjög flók­in. Þá sé það veru­legt áhyggju­efni hvort lausnin vinni gegn blöndun í félags­legu hús­næði, sem sé afar nauð­syn­legt að halda áfram með. Það er að byggja ekki allar félags­legu íbúð­irnar á sama stað. 

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks

Gagn­rýnir ummæli sjálf­stæð­is­manna

„Það eru ákveðin praktísk atriði sem þarf að fara yfir en fyrir mitt leyti þá snúa frum­vörpin að mjög nauð­syn­legum breyt­ingum í sam­fé­lag­in­u,” segir Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir. „Við höfum verið að mæta íbúð­ar­eig­end­um, eins og með leið­rétt­ing­unni og fleiri aðgerð­um, en það þarf líka að mæta þeim sem eru á leigu­mark­aði. Ég er ekki að hafna sér­eigna­stefnu, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með það á stefnu­skrá sinni að kerfið sé þannig að fólk eigi að geta keypt sitt eigið hús­næði, en það má ekki skilja fólkið á leigu­mark­aðnum eft­ir.”

Silja Dögg furðar sig á fram­gangi sumra sjálf­stæð­is­manna, eins og Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar og Vil­hjálms Árna­son­ar, í mál­inu.

„Það er und­ar­legt hvernig þeir sem tala hæst í fjöl­miðlum eru að bregð­ast við,” segir hún og bendir á að Guð­laugur Þór hafi mætt á tvo nefnd­ar­fundi til að ræða frum­vörpin og Vil­hjálmur hafi litið við í hálf­tíma. Hún bendir einnig á ákvæði í aðgerð­ar­átlun rík­is­stjórn­ar­innar í hús­næð­is­málum frá 2013, sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sam­þykkti, og snýr að sömu mál­um.  

„Það er skrýtið að sjálf­stæð­is­menn séu að hafna því sem þeir leggja sjálfir fram í þing­in­u,” segir hún. „Þeir eru ekki með nein hald­bær rök. Það virð­ast allir flokk­ar, nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, vera sam­mála um hug­mynda­fræð­ina á bak við frum­vörp­in, að hjálpa fólki í hús­næð­is­vanda,” segir hún. „Mér finnst óábyrgt hvernig þeir eru búnir að koma fram í þessu máli.”

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna 

Umhugs­un­ar­efni hversu alvar­legar athuga­semd­irnar eru

„Það var mjög baga­legt hversu seint þetta kom fram sem setur þing­inu allt of þröngar skorð­ur,” segir Stein­grímur J. Sig­fús­son. „Í ljós kemur að gríð­ar­lega mörg álita­mál koma fram sam­an­ber umsagn­irnar sem þarf að fara í gegn um. Vel­vilj­aður sem ég er frum­vörp­unum er ekki hægt að horfa fram­hjá því að það eru ótal margir lausir endar í þeim. Um það eru flestir sam­mála.” 

Stein­grímur tekur sem dæmi að alvar­legar athuga­semdir hafi borist frá sveit­ar­fé­lögum og sjálfs­eigna­stofn­un­um, sem séu í grunn­inn vel­vilj­aðar frum­vörp­un­um, og það sé veru­legt umhugs­un­ar­efni. Vax­andi efa­semdir séu nú uppi að frum­vörpin muni ganga upp fyrir lyk­il­að­ila eins og Félags­bú­staði og stúd­enta. 

„Ef þeir verða ekki með í þessu þá missir þetta algjör­lega marks,” segir hann. „Þingið verður að gefa sér góðan tíma í þetta, enda erum við búin að funda mjög stíf­t.” 

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks 

Frum­vörpin verði aldrei sam­þykkt óbreytt

Gesta­komur hjá vel­ferð­ar­nefnd eru að klár­ast vegna frum­varpanna og segir Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir þær hafa skilað miklu. 

„Það er ljóst að það þarf að gera umtals­verðar breyt­ingar á mál­un­um. Bæði tækni­legar og svo dýpri og efn­is­legri breyt­ing­ar,” segir hún. „Frum­vörpin verða aldrei sam­þykkt óbreytt. Ekki miðað við þær athuga­semdir sem hafa komið fram.” 

Unnur Brá segir málin stór og flókin og ljóst sé að þau hafi verið lögð fram í mik­illi tíma­pressu. 

„Þetta ger­ist oft. En þá er það bara þings­ins að bregð­ast við því.” 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar