Laun æðstu stjórnenda Íslandsbanka og Lyfju verða felld undir kjararáð

Þeir sem stýra fyrirtækjum í meirihlutaeigu íslenska ríkisins þurfa að lúta því viðmiði að grunnlaun þeirra verði að vera lægri en laun forsætisráðherra. Ríkið eignaðist fyrir skemmstu Íslandsbanka og Lyfju.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Launa­kjör bæði Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, og Sig­ur­björns Gunn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Lyfju, munu falla undir kjara­ráð í nán­ustu fram­tíð, sam­kvæmt upp­lýs­ingum innan úr stjórn­sýsl­unni. Þrotabú Glitn­ir var eig­andi beggja fyr­ir­tækj­anna en hefur nú afhent rík­inu þau. Vilji er til að ­selja þau bæði en þangað til þurfa æðstu stjórn­endur fyr­ir­tækj­anna að lúta söm­u ­reglum og aðrir stjórn­endur fyr­ir­tækja sem eru í meiri­hluta­eigu rík­is­ins. Fyr­ir­ Birnu þýðir það að laun hennar munu lækka mik­ið.

Þegar launa­kjör Birnu og Sig­ur­björn fær­ast undir kjara­ráð mun ráðið taka ákvörðun um hver laun þeirra eiga að verða, og miða þá við að hvor­ugt verði með hærri grunn­laun en for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Þær breyt­ing­ar ­sem verða á kjörum þeirra munu hins vegar ekki taka gildi fyrr en að lokn­um þeim upp­sagn­ar­fresti sem við­kom­andi stjórn­endur hafa samið um við stjórn­ir þeirra fyr­ir­tækja sem þeir stýra. Því gæti verið nokkur bið á því að launa­kjör ­for­stjóra Íslands­banka og fram­kvæmda­stjóra Lyfju muni verða ákvörðuð af kjara­ráði. Ef rík­inu tekst að selja bæði fyr­ir­tækin hratt gæti vel verið að það muni aldrei verða.

Eng­inn má vera hærri en for­sæt­is­ráð­herra

Auglýsing

Lögum um kjara­ráð var breytt í ágúst 2009. Þá ákvað rík­is­stjórn­ Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, í kjöl­far hruns­ins og þeirra aðhalds­að­gerða sem ­rík­is­sjóður þurfti að grípa til, að kjara­ráð myndi einnig „ákveða ­laun og starfs­kjör fram­kvæmda­stjóra hluta­fé­laga og ann­ars konar félaga, einka­rétt­ar­eðl­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­grein falla.“

Engin forstjóri eða framkvæmdastjóri fyrirtækis sem er í meirihlutaeigu ríkisins má vera með hærri grunnlaun en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Það er þó hægt að drýgja grunnlaun þeirra með ýmis konar aukasporslum.Sam­kvæmt lög­unum á kjara­ráð að gæta þess að „ákveða laun og ­starfs­kjör fram­kvæmda­stjóra hluta­fé­laga og ann­ars konar félaga, einka­rétt­ar­eðl­is, sem eru að meiri hluta í eigu rík­is­ins og félaga sem eru að ­meiri hluta í eigu félaga sem undir þessa máls­grein falla.“

Laun for­sæt­is­ráð­herra eru 1.391 þús­und krónur á mán­uði í kjöl­far úrskurðar kjara­ráðs í nóv­em­ber í fyrra.

Stein­þór lengi barist fyrir hærri launum

Einn þeirra stjórn­enda sem þurft hefur að sætta sig við laun ­sem eru í grunn­inn lægri en laun for­sæt­is­ráð­herra er Stein­þór Páls­son, ­banka­stjóri rík­is­bank­ans Lands­banka. Bæði Stein­þór og banka­ráð Lands­bank­ans hafa ítrekað óskað eftir því að laun hans verði hækkuð sökum þess að Lands­bank­inn sé svo stór banki og ábyrgð banka­stjór­ans svo mikil að annað sé ekki til­hlýði­legt. Banka­ráð hefur meðal ann­ars sent bréf til kjara­ráðs þar sem stóð að Stein­þór hefði náð „fram­úr­skar­andi árangri í stjórnun og rekstri ­bank­ans.“ Hann vinni á bil­inu 100-120 klukku­stundir á mán­uði til við­bótar við hefð­bundna dag­vinnu. Auk þess hefur banka­ráðið kraf­ist þess að kjara­ráð ákveð­i ­sér­staka leið­rétt­ingu á launum Stein­þórs frá og með 1. júní 2010. Lands­bank­inn hef­ur lagt til hliðar fé til að greiða Stein­þóri fyrir slíka aft­ur­virka hækkun ef ske kynni að til hennar myndi koma. Af því hefur ekki orð­ið.

Kjara­ráð hefur hins vegar hækkað laun Stein­þórs mikið á und­an­förnum árum, og sam­tals um 36 pró­sent frá miðju ári 2014. Hann fær nú ­tölu­vert hærri heild­ar­laun en for­sæt­is­ráð­herra þó að grunn­laun hans séu enn lægri. Grunn­laun Stein­þórs eru 1.056.291 króna á mán­uði. Þegar yfir­vinna og álag hefur verið talið með eru laun hans hins vegar um 1.950 þús­und krónur á mán­uð­i. Auk þess hefur hann fengið hluta­bréfatengdar greiðslur til við­bótar þeim laun­um ­sem ákvörðuð hafa verið af kjara­ráði.

Hösk­uldur mun stinga af í launum

Íslands­banki hefur ekki birt árs­reikn­ing sinn fyrir árið 2015 og því liggja ekki fyrir opin­berar upp­lýs­ingar um laun Birnu Ein­ars­dóttur í fyrra. Á árinu 2014 var hún hins vegar með 3,2 millj­ónir króna á mán­uði auk þess sem hún fékk 4,8 millj­ónir króna í bón­us­greiðsl­ur. Því er ljóst að laun hennar munu skerð­ast umtals­vert þegar ákvörðun um laun Birnu fær­ist frá stjórn­ Ís­lands­banka til Kjara­ráðs. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, er með­ mun hærri laun en báðir kollegar hans í hinum tveimur stóru bönk­un­um. Hann var ­með 4,3 millj­ónir króna á mán­uði á árinu 2014. Auk þess hefur verið tekið upp­ ­kaupauka­kerfi í Arion banka sem skilar Hös­k­uldi umtals­verðri við­bót. Ríkið á ein­ungis 13 pró­sent hlut í Arion banka og það sem upp á vantar verður ekki af­hent rík­inu sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi þrota­bús Kaup­þings. Hösk­uld­ur þarf því ekki að ótt­ast umtals­verða launa­lækkun á næst­unni.

Sú áhuga­verða staða er nú uppi að Lyfja, stærsta apó­tek­a­keðja lands­ins sem rekur 30 apó­tek um land allt, er komin að fullu í eigu íslenska ­rík­is­ins eftir að eign­ar­hlutur þrota­bús Glitnis í fyr­ir­tæk­inu var afhentur sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi þess. Það þýðir að Sig­ur­björn Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Lyfju, mun einnig þurfa að lúta ákvörðun kjara­ráðs þegar kem­ur að launum hans. Í árs­reikn­ingi Lyfju fyrir árið 2014 kemur fram að tveir fram­kvæmda­stjór­ar í sam­stæð­unni og stjórn móð­ur­fé­lags hennar hafi sam­tals verið 53 millj­ón­ir króna á því ári. Ekki er til­greint sér­stak­lega hvað Sig­ur­björn er með í laun.

Rík­is­sjóður hefur verið úrskurð­aður hæfur

Það liggur ekki alveg fyrir hvenær launa­kjör ofan­greindra ­stjórn­enda fær­ast undir kjara­ráð. Í fjár­lögum árs­ins 2016 var sam­þykkt að Íslands­banki ­myndi verða fram­seldur til Banka­sýslu rík­is­ins. Það hefur enn ekki gerst þótt að hlutur þrota­bús Glitnis í bank­anum hafi verið afhentur stjórn­völd­um. Sá hlutur er sem stendur vistaður í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu á meðan að ­Sam­keppn­is­eft­ir­litið tekur afstöðu til til­kynn­ingar sem því hefur borist vegna ­færslu bank­ans til Banka­sýsl­unn­ar.

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur hins vegar þegar kom­ist að þeirri ­nið­ur­stöðu að Rík­is­sjóður Íslands, og Banka­sýsla rík­is­ins, séu hæf til að eiga ­virkan eign­ar­hlut í Íslands­banka og fjár­mála­fyr­ir­tækjum í hans eigu. Sú á­kvörðun var birt síð­ast­lið­inn fimmtu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None