Gallerí

Kuldi, þyngdarbylgjur og kjarnorkuvopn

Birgir Þór Harðarson|24. janúar 2016
Forval fyrir forsetakosningar
Kosið var í forvali demókrata og repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar í New Hampshire á þriðjudag. Bernie Sanders hlaut flest atkvæði meðal demókrata og skákaði um leið Hillary Clinton. Donald Trump hlaut flest atkvæði í forvali repúblikana.
Mynd: EPA
Snjókoma í Kasmír
Fólk yljar sér við eld undir skýli í Tangmarg í Kasmír. Tangmarg er sumarhöfuðborg indverska hluta Kasmír. Snjókoman á fimmtudag batt endi á langt þurrkatímabil á þessum slóðum.
Mynd: EPA
Varnarsigur
Cam Newton, leikstjórandi Carolina Panthers, óskar Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos, til hamingju með annan Super Bowl-titilinn á ferlinum. Denver og Carolina mættust í úrslitaleik NFL-deildarinnar á sunnudaginn. Denver hafði sigur úr bítum, 24-10, eftir mikinn varnarleik.
Mynd: EPA
Kaldara en síðustu tíu ár
Fremur kalt hefur verið á landinu það sem af er febrúar. Í janúar var meðalhitinn undir meðallagi síðustu tíu ára og rétt yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Snjór hefur þess vegna legið yfir höfuðborginni meira og minna síðan um áramót.
Mynd: Birgir Þór
Uppgvötun aldarinnar
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn mælt þyngdarbylgjur og þar með fært sönnur á afstæðiskenningu Alberts Einsteins og varpað nýju ljósi á hið dularfulla þyngdarafl. Þetta er almennt álitin ein mesta uppgötvun vísindanna í langan tíma.
Mynd: EPA
Reynt að semja um frið í Sýrlandi
Sergei Lavrov og John Kerry, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, sömdu um „hlé á átökum“ stríðandi fylkinga í Sýrlandi á fundi sínum í München. Ekki er um endanlegt eða bindandi vopnahlé að ræða en vonast er til þess að þetta muni verða til þess að hægt sé að ná endanlegu vopnahléi.
Mynd: EPA
Norðrinu mótmælt
Mótmælendur í Suður Kóreu brenndu myndir af Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Seoul. Norður Kórea hafa gert tilraunir með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar undanfarið.
Mynd: EPA

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiGallerí