Sveit
Auglýsing

1 - Búvöru­samn­ing­arnir eru samn­ingar rík­is­ins við bændur. Þeir snúa bæði að land­bún­að­ar­lögum og starfs­skil­yrðum við fram­leiðslu græn­met­is, kinda­kjöts og naut­gripa­af­urða. Nýj­ustu samn­ing­arnir eiga að gilda í tíu ár, til 2026, en mögu­leiki er gef­inn fyrir end­ur­skoðun á samn­ings­tím­an­um, árin 2019 og 2023. Full­trúar ríkis og bænda und­ir­rit­uðu samn­ing­ana í síð­ustu viku, 19. febr­ú­ar. 

2 - Um er að ræða fjóra samn­inga: Ramma­samn­ing um almenn starfs­skil­yrði land­bún­að­ar­ins og samn­inga um starfs­skil­yrði naut­gripa­rækt­ar, sauð­fjár­ræktar og garð­yrkju. 

3 - Samn­ing­arnir eiga eftir að fara fyrir Alþingi til sam­þykkt­ar, þó að gert sé ráð fyrir fyrstu fjár­hæð­inni í fjár­lögum þessa árs, um 900 millj­óna króna útgjalda­aukn­ingu til grein­ar­inn­ar. Sam­kvæmt atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu er helsta ástæða aukn­ing­ar­innar fram­lag vegna inn­leið­ingar á reglu­gerðum um vel­ferð dýra, inn­flutn­ingur á nýju erfða­efni af hold­nauta­stofni, auk­inn stuðn­ingur við líf­ræna ræktun og aukin fjöl­breytni í land­bún­aði. Í samn­ing­unum er ákvæði sem segir að þeir séu gerðir með fyr­ir­vara um hugs­an­legar breyt­ingar á þjóð­rétt­ar­legum skuld­bind­ingum Íslands sem leiða af ákvörðun Alþing­is. 

Auglýsing

4 - Með samn­ing­unum er stefnt að því að kvóta­kerfi í mjólk­ur­fram­leiðslu og sauð­fjár­rækt verði lagt nið­ur. Hins vegar hefur verið ákveðið að halda núver­andi stöðu óbreyttri um ein­hvern tíma og setja ákvörðun um afnám kvóta­kerf­is­ins í atkvæða­greiðslu meðal bænda árið 2019. 

5 - Greiðslur sam­kvæmt samn­ing­unum nema um 13,8 millj­arða króna árið 2017 en enda í 12,7 millj­örðum króna árið 2026 við lok samn­ings. Þetta gera um 132 millj­arða alls á samn­ings­tím­an­um.

6 - Búvöru­samn­ing­arnir eru verð­tryggð­ir. Árleg fram­lög mið­ast við for­sendur fjár­laga fyrir árið 2016, en taka árlegum breyt­ingum í sam­ræmi við verð­lags­upp­færslu fjár­laga. Ef þróun með­al­tals­vísi­tölu neyslu­verðs verður hins vegar önnur en verð­lags­for­sendur fjár­laga á árinu skal leið­rétta mis­mun­inn í fjár­lögum næsta árs. Hér er því um eins konar tvö­falda verð­trygg­ingu að ræða, sam­kvæmt Hag­sjá Lands­bank­ans

7 - Gagn­rýni hefur komið fram varð­andi samn­ing­ana að hags­munir neyt­enda séu hunds­að­ir. Íslenskir neyt­endur borg­uðu átta millj­örðum krónum meira fyrir mjólk­ina sem þeir neyttu árin 2011 til 2013, ef mjólkin hefði verið flutt inn. Fram­leiðslu­kostn­aður mjólkur á þessum árum var met­inn 15,5 millj­arða, en inn­flutn­ingur á sams­konar mjólk hefði kostað 7,5 millj­arða. 

8 - Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, Vil­hjálmur Bjarna­son þing­maður og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari flokks­ins, hafa gagn­rýnt samn­ing­ana harð­lega. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur svarað fyrir gagn­rýn­ina og segir „málið frá”.  

9 - Félag atvinnu­rek­enda og Sam­tök versl­unar og þjón­ustu gagn­rýna samn­ing­ana harð­lega. Óljóst sé hvernig almenn­ingur muni njóta góðs af þeim og með þeim sé verið að við­halda ein­okun á mjólk­ur­mark­aði. Félag kúa­bænda fagnar þeim og segir þá styrkja stöðu bænda. 

10 - Bein­greiðslur til garð­yrkju­bænda skipt­ast á milli þriggja fram­leiðslu­teg­unda; tómata (49%), gúrkna (37%) og paprika (14%). Bein­greiðslur verða greiddar til fram­leið­enda á eigin fram­leiðslu á afurð­unum til að jafna sam­keppn­is­skil­yrði  gagn­vart inn­flutn­ingi. Upp­hæðin mið­ast við selt magn afurða af fyrsta gæða­flokki innan árs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None