Stöðugleikaframlögin fara til félags undir fjármálaráðuneytinu

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að eignir sem ríkið fær vegna stöðugleikaframlags fari til félags sem heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Nefndin vill meira gagnsæi og skýrari ábyrgð. Borgunarmálið hafði áhrif.

Frosti Sigurjónsson
Auglýsing

Þær eignir sem íslenska ríkið mun fá afhent sem ­stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum föllnu bank­anna, utan Íslands­banka, munu ekki renna til félags í eigu Seðla­banka Íslands. Þess í stað munu þær fara til­ ­fé­lags sem mun heyra undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­lit­i ­meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar við breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varpi um ­stöð­ug­leika­fram­lag. Ein af ástæð­unum fyrir því að þrýst var á um þess­ar breyt­ingar var hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál, þar sem hlutur rík­is­s­bank­ans Lands­bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun var seldur á bak­við luktar dyr til hóps stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra. Síðar kom í ljós að virð­i hlut­ar­ins var marg­falt meira en það var áætlað við söl­una.

Félagið sem stofnað verður mun fá til sín eignir sem metn­ar eru á bil­inu 60 til 80 millj­arða króna. Það á síðan að koma þeim eignum í verð og skila afrakstr­inum til rík­is­sjóðs. Það var því mat nefnd­ar­manna að tryggja ­þyrfti gagn­sæi og jafn­ræði þegar eign­irnar yrðu seld­ar, og eru breyt­ing­arn­ar ­sem boð­aðar eru í nefnd­ar­á­lit­inu meðal ann­ars til þess ætl­að­ar. Allir nefnd­ar­menn utan við einn skrifa undir álit­ið, en full­trúi Vinstri grænna í nefnd­inni gerði það með fyr­ir­vara.

Borg­un­ar­málið hafði klár áhrif

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­lit­inu, sem birt var í dag, segir að „veiga­mik­il rök“ hafi komið fram fyrir því að félagið ætti ekki að vera á for­ræð­i ­Seðla­banka Íslands heldur að heyra beint undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið.

Aðspurður um hvaða rök þetta séu segir Frosti Sig­ur­jóns­son, ­for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, að þau séu margs­kon­ar. „Það komu til að ­mynda ábend­ingar frá Seðla­bank­anum um að þetta félli ekki vel að starf­sem­i hans. Þá hefðu verið gerðar kröfur um fullt skað­leysi stjórn­enda og tölu­vert ­mikil leynd myndi hvíla yfir fulln­ustu eign­anna. Okkur þing­mönn­unum þótt ekki ­gott að það myndi mynd­ast ábyrgð­ar­tóma­rúm.“

Stöðugleikaframlögin munu renna til félags sem heyrir undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Frosti segir einnig að Borg­un­ar­málið hafi haft klár áhrif á með­ferð máls­ins. Það hafi sýnt fram á nauð­syn þess að vita hvar ábyrgð lægi, að það yrði alveg á hreinu að útboðs­skylda yrði á öllum eignum sem seldar yrðu og að hæfi stjórn­ar­manna sem skip­aðir yrðu yfir félagið myndi met­ast eftir skýrum skil­yrð­um. Hann segir einnig að félagið sem stofnað verður um umsýslu eign­anna muni falla undir upp­lýs­inga­lög. Því eiga fjöl­miðlar og almenn­ingur að geta ­kallað eftir upp­lýs­ingum um starf­semi þess ef vilji er til.

Verður risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem mun­u renna inn í það, sem afhentar voru rík­inu í stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­arðar króna, að sögn Frosta. ­Fé­lagið sjálft mun ekki eiga eign­irnar heldur rík­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að umbreyta þeim í laust fé mun það und­an­tekn­ing­ar­laust renna inn á lok­aðan reikn­ing í Seðla­bank­an­um.

Allt hlutafé í Íslands­banka, sem er stærsta ein­staka stöð­ug­leika­fram­lag ­föllnu bank­anna, mun renna til Banka­sýslu rík­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða ­eign­ar­um­sýslu­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­inu verða afhentar munu hins vegar rata þang­að.

Frosti segir að góð ein­ing hafi verið um þessa leið inn­an­ ­nefnd­ar­inn­ar. „Eftir að hafa skoðað alla val­kosti, að hafa þetta inni í ráðu­neyt­inu, að setja þetta mögu­lega í syst­ur­fé­lag Banka­sýsl­unn­ar, nokk­ur­s ­konar eigna­sýslu, eða hafa þetta áfram inni í Seðla­bank­anum var ákveðið að þetta væri besta leið­in. Að hafa eigna­um­sýsl­una í sér­stöku félagi und­ir­ fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Þá verður ábyrgð­ar­keðjan skýr­ari. Það verð­ur­ líka til arms­lengd með því að ráð­herr­ann skipar stjórn félags­ins sem síð­an ræður starfs­fólk.“

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­ónum króna verði varið í að stofna félag­ið, meðal ann­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­ar, lög­fræði­þjón­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“.

Kúvend­ing á tveimur og hálfum mán­uði

Þetta er umtals­verð breyt­ing frá upp­runa­legri áætl­un ­stjórn­valda um hvernig ætti að fulln­usta stöð­ug­leika­fram­lögin. Þann 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn lagði Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um Seðla­banka Íslands. Sú breyt­ing sem átti að gera var í raun ekki flók­in. Með henni átti Seðla­banka Ís­lands að verða gert kleift að stofna félag sem tæki við stöð­ug­leika­fram­lög­um ­föllnu bank­anna. Um yrði að ræða við­bót­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem ­gerðar voru sum­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­völd kynntu áætlun sína um losun hafta.

Nokkrum dögum áður en ­þingi var slitið í des­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar slita­búin voru hvert af öðru að ­gera sig til­búin til að greiða stöð­ug­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hafði þann til­gang að skýra með ítar­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá því að stöð­ug­leika­fram­lögin eru mót­t­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Upphaflega áttu eignirnar að renna til félags sem heyrði undir Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Sam­kvæmt því átti félag í eigu Seðla­bank­ans að verða falið að „annast um­sýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­mæti sem Seðla­bank­inn ­tekur á móti í þeim til­gangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­ast við nei­kvæðum áhrifum á stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að fela „sér­hæfðum aðila sem starfar í umboð­i ­bank­ans“ verk­efn­in.“

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni hefur verið fallið algjör­lega frá þess­ari áætl­un, sem lögð var fram fyrir rúmum tveimur og hálfum mán­uði síð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None