Stöðugleikaframlögin fara til félags undir fjármálaráðuneytinu

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að eignir sem ríkið fær vegna stöðugleikaframlags fari til félags sem heyri beint undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Nefndin vill meira gagnsæi og skýrari ábyrgð. Borgunarmálið hafði áhrif.

Frosti Sigurjónsson
Auglýsing

Þær eignir sem íslenska ríkið mun fá afhent sem ­stöð­ug­leika­fram­lag frá slita­búum föllnu bank­anna, utan Íslands­banka, munu ekki renna til félags í eigu Seðla­banka Íslands. Þess í stað munu þær fara til­ ­fé­lags sem mun heyra undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­lit­i ­meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar við breyt­ing­ar­til­lögu á frum­varpi um ­stöð­ug­leika­fram­lag. Ein af ástæð­unum fyrir því að þrýst var á um þess­ar breyt­ingar var hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál, þar sem hlutur rík­is­s­bank­ans Lands­bank­ans í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun var seldur á bak­við luktar dyr til hóps stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins og með­fjár­festa þeirra. Síðar kom í ljós að virð­i hlut­ar­ins var marg­falt meira en það var áætlað við söl­una.

Félagið sem stofnað verður mun fá til sín eignir sem metn­ar eru á bil­inu 60 til 80 millj­arða króna. Það á síðan að koma þeim eignum í verð og skila afrakstr­inum til rík­is­sjóðs. Það var því mat nefnd­ar­manna að tryggja ­þyrfti gagn­sæi og jafn­ræði þegar eign­irnar yrðu seld­ar, og eru breyt­ing­arn­ar ­sem boð­aðar eru í nefnd­ar­á­lit­inu meðal ann­ars til þess ætl­að­ar. Allir nefnd­ar­menn utan við einn skrifa undir álit­ið, en full­trúi Vinstri grænna í nefnd­inni gerði það með fyr­ir­vara.

Borg­un­ar­málið hafði klár áhrif

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­lit­inu, sem birt var í dag, segir að „veiga­mik­il rök“ hafi komið fram fyrir því að félagið ætti ekki að vera á for­ræð­i ­Seðla­banka Íslands heldur að heyra beint undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið.

Aðspurður um hvaða rök þetta séu segir Frosti Sig­ur­jóns­son, ­for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, að þau séu margs­kon­ar. „Það komu til að ­mynda ábend­ingar frá Seðla­bank­anum um að þetta félli ekki vel að starf­sem­i hans. Þá hefðu verið gerðar kröfur um fullt skað­leysi stjórn­enda og tölu­vert ­mikil leynd myndi hvíla yfir fulln­ustu eign­anna. Okkur þing­mönn­unum þótt ekki ­gott að það myndi mynd­ast ábyrgð­ar­tóma­rúm.“

Stöðugleikaframlögin munu renna til félags sem heyrir undir ráðuneyti Bjarna Benediktssonar.Frosti segir einnig að Borg­un­ar­málið hafi haft klár áhrif á með­ferð máls­ins. Það hafi sýnt fram á nauð­syn þess að vita hvar ábyrgð lægi, að það yrði alveg á hreinu að útboðs­skylda yrði á öllum eignum sem seldar yrðu og að hæfi stjórn­ar­manna sem skip­aðir yrðu yfir félagið myndi met­ast eftir skýrum skil­yrð­um. Hann segir einnig að félagið sem stofnað verður um umsýslu eign­anna muni falla undir upp­lýs­inga­lög. Því eiga fjöl­miðlar og almenn­ingur að geta ­kallað eftir upp­lýs­ingum um starf­semi þess ef vilji er til.

Verður risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem mun­u renna inn í það, sem afhentar voru rík­inu í stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­arðar króna, að sögn Frosta. ­Fé­lagið sjálft mun ekki eiga eign­irnar heldur rík­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að umbreyta þeim í laust fé mun það und­an­tekn­ing­ar­laust renna inn á lok­aðan reikn­ing í Seðla­bank­an­um.

Allt hlutafé í Íslands­banka, sem er stærsta ein­staka stöð­ug­leika­fram­lag ­föllnu bank­anna, mun renna til Banka­sýslu rík­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða ­eign­ar­um­sýslu­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­inu verða afhentar munu hins vegar rata þang­að.

Frosti segir að góð ein­ing hafi verið um þessa leið inn­an­ ­nefnd­ar­inn­ar. „Eftir að hafa skoðað alla val­kosti, að hafa þetta inni í ráðu­neyt­inu, að setja þetta mögu­lega í syst­ur­fé­lag Banka­sýsl­unn­ar, nokk­ur­s ­konar eigna­sýslu, eða hafa þetta áfram inni í Seðla­bank­anum var ákveðið að þetta væri besta leið­in. Að hafa eigna­um­sýsl­una í sér­stöku félagi und­ir­ fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Þá verður ábyrgð­ar­keðjan skýr­ari. Það verð­ur­ líka til arms­lengd með því að ráð­herr­ann skipar stjórn félags­ins sem síð­an ræður starfs­fólk.“

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­ónum króna verði varið í að stofna félag­ið, meðal ann­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­ar, lög­fræði­þjón­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“.

Kúvend­ing á tveimur og hálfum mán­uði

Þetta er umtals­verð breyt­ing frá upp­runa­legri áætl­un ­stjórn­valda um hvernig ætti að fulln­usta stöð­ug­leika­fram­lögin. Þann 11. des­em­ber síð­ast­lið­inn lagði Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um Seðla­banka Íslands. Sú breyt­ing sem átti að gera var í raun ekki flók­in. Með henni átti Seðla­banka Ís­lands að verða gert kleift að stofna félag sem tæki við stöð­ug­leika­fram­lög­um ­föllnu bank­anna. Um yrði að ræða við­bót­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem ­gerðar voru sum­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­völd kynntu áætlun sína um losun hafta.

Nokkrum dögum áður en ­þingi var slitið í des­em­ber síð­ast­liðn­um, þegar slita­búin voru hvert af öðru að ­gera sig til­búin til að greiða stöð­ug­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hafði þann til­gang að skýra með ítar­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá því að stöð­ug­leika­fram­lögin eru mót­t­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Upphaflega áttu eignirnar að renna til félags sem heyrði undir Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Sam­kvæmt því átti félag í eigu Seðla­bank­ans að verða falið að „annast um­sýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­mæti sem Seðla­bank­inn ­tekur á móti í þeim til­gangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­ast við nei­kvæðum áhrifum á stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að fela „sér­hæfðum aðila sem starfar í umboð­i ­bank­ans“ verk­efn­in.“

Sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni hefur verið fallið algjör­lega frá þess­ari áætl­un, sem lögð var fram fyrir rúmum tveimur og hálfum mán­uði síð­an.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None