Hagsmunagengi krónunnar

Gengi krónunnar er þrætuepli nú sem fyrr. Vaxandi áhyggjur eru nú í atvinnulífinu af því að gengi krónunnar muni styrkjast of mikið við frekari losun hafta.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Gengi krón­unnar gagn­vart erlendum myntum er enn einu sinn­i orðið að þrætu­epli hjá hags­muna­að­ilum á Íslandi. Þeir hafa áhyggjur af því hvert gengi krón­unnar verður gagn­vart erlendum mynt­um, þegar höft verða los­uð. Á rúm­lega ári hefur tónn­inn í áhyggju­rödd­unum gjör­breyst. Á fyrra hluti árs í fyrra höfðu margir áhyggjur af því að krónan myndi veikj­ast mikið við los­un fjár­magns­hafta, eftir að áætl­unin um losun hafta var kynnt, en nú hafa þau við­horf að mest­u snú­ist við. Nú ótt­ast margir að krónan muni styrkj­ast of mik­ið, með til­heyr­and­i erf­ið­leikum fyrir útflutn­ings­fyr­ir­tæki og þjón­ustu á Íslandi sem reiða sig á er­lendar tekj­ur. Evran kostar nú 140 krónur og hefur gengi krón­unnar gagn­vart henni styrkst nokkuð að und­an­förn­u. Hvað ger­ist ef evran fer í 120 krón­ur, eða jafn­vel 100 krón­ur? Þegar stórt er spurt, er oft fátt um svör. Ólíkir hags­munir veg­ast á í þessu. Sumir hagn­ast á því að krónan hald­ist á svip­uðum slóðum og hún er nú, á meðan styrk­ing krón­unnar getur skilað sér í auk­inni neyslu inn­an­lands, þar sem inn­fluttar vörur verða ódýr­ari.

Þarf að fylgj­ast með

Í jan­úar í fyrra kost­aði evran 155 krón­ur, svo dæmi sé tek­ið. Um 60 pró­sent af útflutn­ingi Íslands er inn á evru­svæð­ið, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands. Einn af þeim sem hef­ur á­hyggjur af því, að mikið inn­flæði gjald­eyris muni styrkja krón­una enn meira á þessu ári, er Grímur Sæmund­sen, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar og stærsti ­eig­andi Bláa lóns­ins, þar sem hann er jafn­framt for­stjóri. Sagði hann á árs­fundi Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar að „yf­­ir­vof­and­i ­styrk­ingu ís­­lensku krón­unn­ar við af­­nám gjald­eyr­is­hafta vera ógn en „­geysi­­mikið inn­­flæði gjald­eyr­is vegna upp­­­gangs ferða­þjón­ust­unn­­ar“ hafi ­ger­breytt for­­send­um um af­­nám haft­anna.

Hvatti hann stjórn­­völd til að standa vakt­ina í þess­um efn­um og „tryggja með nauð­syn­­leg­um mót­væg­is­að­gerð­um, að krón­an styrk­ist ekki frek­ar en nú er stað­reynd.“

Auglýsing

Loka­hnykk­ur­inn

Í dag er árs­fund­ur ­Seðla­banka Íslands, og hefur Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, boðað að ­tíð­indi verði flutt af losun fjár­magns­hafta, og er fast­lega búist við því að þar sé um að ræða tíma­setn­ingu á útboðum til að losa um hengju aflandskróna. Um er að ræða loka­hnykk­inn í áætlun stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta, en nú þegar hafa slitabú Glitni, Lands­bank­ans og Kaup­þing greitt stöð­ug­leika­fram­lag, ­sem er nærri 400 millj­örðum króna. Liður í því er meðal ann­ars að ríkið hef­ur ­eign­ast Íslands­banka að öllu leyti, og á nú stóran hluta fjár­mála­kerf­is­ins. Lands­bank­inn, Íslands­banki, Íbúða­lána­sjóð­ur, Lána­sjóður íslenskra náms­manna (LÍN) og Byggða­stofnun eru nú í rekstri rík­is­ins, og er ríkið nú með um 75 til 80 ­pró­sent mark­aðs­hlut­deild á mark­aði fjár­mála­þjón­ustu. Arion banki er 87 pró­sent í eigu kröfu­hafa Kaup­þings og 13 pró­sent í eigu rík­is­ins.

Þurfa að vera á tánum

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands og doktor í hag­fræði, segir að ­Seðla­banki Íslands þurfi að fá ­„öflug“ stýri­tæki til að stýra fjár­magns­flæð­i, til að koma í veg fyrir ójafn­vægi í hag­kerf­inu. „Það er auð­vitað ekk­ert eitt gengi sem skilur á milli feigs og ófeigs. Raun­gengið hefur styrkst mjög mikið frá því það var lægst 2009-2010 og er nú orðið svipað og það var að jafn­aði síð­asta ára­tug­inn fyrir bólu, þ.e. frá miðjum tíunda ára­tug síð­ustu aldar til u.þ.b. 2004. Hækk­unin mun ­fyr­ir­sjá­an­lega eyða þeim afgangi sem við höfum búið við á við­skipta­jöfn­uði allt frá hruni fyrr eða síð­ar. Æski­legra væri lík­lega að raun­gengið væri ívíð veik­ara en núna og áfram væri smáaf­gangur á við­skipta­jöfn­uði. Það er vissu­lega hætta á því að hingað streymi fé þegar höftin verða afnumin og það hækk­i ­nafn­gengið í ljósi þess að vextir eru háir hér­lendis en nán­ast núll í öll­u­m ­ná­granna­lönd­un­um. Seðla­bank­inn verður að vera - og verður örugg­lega - á tán­um ­vegna þess. Hann þarf þó að fá öfl­ugri tæki til að stýra fjár­magns­flæð­inu til­ og frá land­inu en hann hafði fyrir hrun. Frjálsir fjármagns­flutn­ingar eins og ­tíðk­uð­ust fyrir hrun koma von­andi aldrei aftur þótt höftin sem hafa verið frá­ 2008 verði afnumin sem slík,“ segir Gylfi.

Ferðamenn koma með meira en 400 milljarða inn í landið á þessu ári. Mynd: Birgir.

Mik­il breyt­ing á skömmum tíma

Það ­sem helst hefur bætt í gjald­eyr­is­flæði til lands­ins er ferða­þjón­ust­an. Því er ­spáð að erlendir ferða­menn verði 1,6 millj­ónir á þessu ári, en fyrir aðeins fimm árum voru þeir innan við 500 þús­und. Gjald­eyr­is­inn­streymi vegna ­ferða­þjón­ust­unnar verður yfir 400 millj­arðar á þessu ári sam­kvæmt nýlegri spá Ís­lands­banka, meira en hjá nokk­urri annarri atvinnu­grein, og er vægi ferða­þjón­ust­u í lands­fram­leiðsl­unni komið í 32 pró­sent. Þessi hraða breyt­ing hefur breytt ­miklu, og gera flestar hag­spár ráð fyrir því að vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ustu verð­i á bil­inu 20 til 30 pró­sent á ári, næstu árin.

Hvað mun krónan kosta?

Árið 2007 kost­aði Banda­ríkja­dalur 58 krón­ur, þegar krón­an var sterku­st, en núna kostar hann 128 krón­ur. Svipað gildir um evr­una, sem nú er á 140 krón­ur, en var á bil­inu 75 til 80, þegar gengi krón­unnar var sem ­sterkast fyrir hrun­ið. Það sem erfitt er að segja til um núna, er hversu mik­il inn­grip Seðla­banka Íslands verða á gjald­eyr­is­mark­aði, með það að leið­ar­ljósi að ver­anda sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins, og tryggja stöð­ug­leika. Það er ekki víst að seðla­bank­inn geti leyft sér að halda gengi krón­unnar á svip­uðum stað og það er núna, ef gjald­eyr­is­inn­streymi verður jafn mikið og spár segja til um.

En gengið er áhrifa­mik­ill þáttur þegar kemur að verð­bólgu­horf­um. Seðla­bank­inn getur því ekki ann­að, í ljósi verð­bólgu­mark­miðs ­upp á 2,5 pró­sent, en horft til þess hvernig gengi krón­unnar er að þró­ast. Um þessar mundir mælist verð­bólga 2,2 pró­sent, og metur Pen­inga­stefnu­nefnd ­Seðla­banka Íslands, stöðu mála þannig að verð­bólga muni fara hækk­andi. „Verð­bólga ­mæld­ist 2,2% í febr­úar og hefur auk­ist um ríf­lega 1 pró­sentu frá því sem hún­ var fyrir ári. Sem fyrr veg­ast þar á inn­lendur verð­bólgu­þrýst­ingur og inn­flutt verð­hjöðnun á alþjóð­legum vöru­mörk­uð­um. Áfram er útlit fyrir að verð­bólga verð­i undir mark­miði fram eftir ári en horfur eru óviss­ar, m.a. varð­and­i inn­flutn­ings­verð­lag[...]Al­þjóð­leg verð­lags­þróun og sterk­ari króna hafa veitt svig­rúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð­syn­legt. Það breyt­ir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðla­bank­ans er lík­legt að auka þurf­i að­hald pen­inga­stefn­unnar frekar á næstu miss­erum í ljósi vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Hve mikið og hve hratt það ger­ist ræðst af fram­vind­unn­i,“ ­segir í rök­stuðn­ingi nefnd­ar­inn­ar, fyrir ákvörðun um að halda stýri­vöxt­u­m ó­breyttum í 5,75 pró­sent­um.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er einn þeirra sem hefur áhyggjur af því að verðbólga muni aukast á næstu misserum. Mynd: Birgir.

Sem fyrr mun gengi krón­unnar hafa mikil á það, hvern­ig hag­kerfið mót­ast á næstu árum, og þrátt fyrir að öll merki séu um að gjald­eyr­is­inn­streymi um aukast veru­lega, og upp­gangur verða í efna­hags­líf­inu, þá má krónan ekki ­styrkj­ast of mik­ið. Því ef það ger­ist, þá þrengir að útflutn­ingi og ­ferða­þjón­ustu, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum fyrir heild­ar­mynd­ina.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None