Hagsmunagengi krónunnar

Gengi krónunnar er þrætuepli nú sem fyrr. Vaxandi áhyggjur eru nú í atvinnulífinu af því að gengi krónunnar muni styrkjast of mikið við frekari losun hafta.

Már Guðmundsson
Auglýsing

Gengi krón­unnar gagn­vart erlendum myntum er enn einu sinn­i orðið að þrætu­epli hjá hags­muna­að­ilum á Íslandi. Þeir hafa áhyggjur af því hvert gengi krón­unnar verður gagn­vart erlendum mynt­um, þegar höft verða los­uð. Á rúm­lega ári hefur tónn­inn í áhyggju­rödd­unum gjör­breyst. Á fyrra hluti árs í fyrra höfðu margir áhyggjur af því að krónan myndi veikj­ast mikið við los­un fjár­magns­hafta, eftir að áætl­unin um losun hafta var kynnt, en nú hafa þau við­horf að mest­u snú­ist við. Nú ótt­ast margir að krónan muni styrkj­ast of mik­ið, með til­heyr­and­i erf­ið­leikum fyrir útflutn­ings­fyr­ir­tæki og þjón­ustu á Íslandi sem reiða sig á er­lendar tekj­ur. Evran kostar nú 140 krónur og hefur gengi krón­unnar gagn­vart henni styrkst nokkuð að und­an­förn­u. Hvað ger­ist ef evran fer í 120 krón­ur, eða jafn­vel 100 krón­ur? Þegar stórt er spurt, er oft fátt um svör. Ólíkir hags­munir veg­ast á í þessu. Sumir hagn­ast á því að krónan hald­ist á svip­uðum slóðum og hún er nú, á meðan styrk­ing krón­unnar getur skilað sér í auk­inni neyslu inn­an­lands, þar sem inn­fluttar vörur verða ódýr­ari.

Þarf að fylgj­ast með

Í jan­úar í fyrra kost­aði evran 155 krón­ur, svo dæmi sé tek­ið. Um 60 pró­sent af útflutn­ingi Íslands er inn á evru­svæð­ið, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands. Einn af þeim sem hef­ur á­hyggjur af því, að mikið inn­flæði gjald­eyris muni styrkja krón­una enn meira á þessu ári, er Grímur Sæmund­sen, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar og stærsti ­eig­andi Bláa lóns­ins, þar sem hann er jafn­framt for­stjóri. Sagði hann á árs­fundi Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar að „yf­­ir­vof­and­i ­styrk­ingu ís­­lensku krón­unn­ar við af­­nám gjald­eyr­is­hafta vera ógn en „­geysi­­mikið inn­­flæði gjald­eyr­is vegna upp­­­gangs ferða­þjón­ust­unn­­ar“ hafi ­ger­breytt for­­send­um um af­­nám haft­anna.

Hvatti hann stjórn­­völd til að standa vakt­ina í þess­um efn­um og „tryggja með nauð­syn­­leg­um mót­væg­is­að­gerð­um, að krón­an styrk­ist ekki frek­ar en nú er stað­reynd.“

Auglýsing

Loka­hnykk­ur­inn

Í dag er árs­fund­ur ­Seðla­banka Íslands, og hefur Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, boðað að ­tíð­indi verði flutt af losun fjár­magns­hafta, og er fast­lega búist við því að þar sé um að ræða tíma­setn­ingu á útboðum til að losa um hengju aflandskróna. Um er að ræða loka­hnykk­inn í áætlun stjórn­valda um afnám fjár­magns­hafta, en nú þegar hafa slitabú Glitni, Lands­bank­ans og Kaup­þing greitt stöð­ug­leika­fram­lag, ­sem er nærri 400 millj­örðum króna. Liður í því er meðal ann­ars að ríkið hef­ur ­eign­ast Íslands­banka að öllu leyti, og á nú stóran hluta fjár­mála­kerf­is­ins. Lands­bank­inn, Íslands­banki, Íbúða­lána­sjóð­ur, Lána­sjóður íslenskra náms­manna (LÍN) og Byggða­stofnun eru nú í rekstri rík­is­ins, og er ríkið nú með um 75 til 80 ­pró­sent mark­aðs­hlut­deild á mark­aði fjár­mála­þjón­ustu. Arion banki er 87 pró­sent í eigu kröfu­hafa Kaup­þings og 13 pró­sent í eigu rík­is­ins.

Þurfa að vera á tánum

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands og doktor í hag­fræði, segir að ­Seðla­banki Íslands þurfi að fá ­„öflug“ stýri­tæki til að stýra fjár­magns­flæð­i, til að koma í veg fyrir ójafn­vægi í hag­kerf­inu. „Það er auð­vitað ekk­ert eitt gengi sem skilur á milli feigs og ófeigs. Raun­gengið hefur styrkst mjög mikið frá því það var lægst 2009-2010 og er nú orðið svipað og það var að jafn­aði síð­asta ára­tug­inn fyrir bólu, þ.e. frá miðjum tíunda ára­tug síð­ustu aldar til u.þ.b. 2004. Hækk­unin mun ­fyr­ir­sjá­an­lega eyða þeim afgangi sem við höfum búið við á við­skipta­jöfn­uði allt frá hruni fyrr eða síð­ar. Æski­legra væri lík­lega að raun­gengið væri ívíð veik­ara en núna og áfram væri smáaf­gangur á við­skipta­jöfn­uði. Það er vissu­lega hætta á því að hingað streymi fé þegar höftin verða afnumin og það hækk­i ­nafn­gengið í ljósi þess að vextir eru háir hér­lendis en nán­ast núll í öll­u­m ­ná­granna­lönd­un­um. Seðla­bank­inn verður að vera - og verður örugg­lega - á tán­um ­vegna þess. Hann þarf þó að fá öfl­ugri tæki til að stýra fjár­magns­flæð­inu til­ og frá land­inu en hann hafði fyrir hrun. Frjálsir fjármagns­flutn­ingar eins og ­tíðk­uð­ust fyrir hrun koma von­andi aldrei aftur þótt höftin sem hafa verið frá­ 2008 verði afnumin sem slík,“ segir Gylfi.

Ferðamenn koma með meira en 400 milljarða inn í landið á þessu ári. Mynd: Birgir.

Mik­il breyt­ing á skömmum tíma

Það ­sem helst hefur bætt í gjald­eyr­is­flæði til lands­ins er ferða­þjón­ust­an. Því er ­spáð að erlendir ferða­menn verði 1,6 millj­ónir á þessu ári, en fyrir aðeins fimm árum voru þeir innan við 500 þús­und. Gjald­eyr­is­inn­streymi vegna ­ferða­þjón­ust­unnar verður yfir 400 millj­arðar á þessu ári sam­kvæmt nýlegri spá Ís­lands­banka, meira en hjá nokk­urri annarri atvinnu­grein, og er vægi ferða­þjón­ust­u í lands­fram­leiðsl­unni komið í 32 pró­sent. Þessi hraða breyt­ing hefur breytt ­miklu, og gera flestar hag­spár ráð fyrir því að vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ustu verð­i á bil­inu 20 til 30 pró­sent á ári, næstu árin.

Hvað mun krónan kosta?

Árið 2007 kost­aði Banda­ríkja­dalur 58 krón­ur, þegar krón­an var sterku­st, en núna kostar hann 128 krón­ur. Svipað gildir um evr­una, sem nú er á 140 krón­ur, en var á bil­inu 75 til 80, þegar gengi krón­unnar var sem ­sterkast fyrir hrun­ið. Það sem erfitt er að segja til um núna, er hversu mik­il inn­grip Seðla­banka Íslands verða á gjald­eyr­is­mark­aði, með það að leið­ar­ljósi að ver­anda sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins, og tryggja stöð­ug­leika. Það er ekki víst að seðla­bank­inn geti leyft sér að halda gengi krón­unnar á svip­uðum stað og það er núna, ef gjald­eyr­is­inn­streymi verður jafn mikið og spár segja til um.

En gengið er áhrifa­mik­ill þáttur þegar kemur að verð­bólgu­horf­um. Seðla­bank­inn getur því ekki ann­að, í ljósi verð­bólgu­mark­miðs ­upp á 2,5 pró­sent, en horft til þess hvernig gengi krón­unnar er að þró­ast. Um þessar mundir mælist verð­bólga 2,2 pró­sent, og metur Pen­inga­stefnu­nefnd ­Seðla­banka Íslands, stöðu mála þannig að verð­bólga muni fara hækk­andi. „Verð­bólga ­mæld­ist 2,2% í febr­úar og hefur auk­ist um ríf­lega 1 pró­sentu frá því sem hún­ var fyrir ári. Sem fyrr veg­ast þar á inn­lendur verð­bólgu­þrýst­ingur og inn­flutt verð­hjöðnun á alþjóð­legum vöru­mörk­uð­um. Áfram er útlit fyrir að verð­bólga verð­i undir mark­miði fram eftir ári en horfur eru óviss­ar, m.a. varð­and­i inn­flutn­ings­verð­lag[...]Al­þjóð­leg verð­lags­þróun og sterk­ari króna hafa veitt svig­rúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauð­syn­legt. Það breyt­ir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðla­bank­ans er lík­legt að auka þurf­i að­hald pen­inga­stefn­unnar frekar á næstu miss­erum í ljósi vax­andi inn­lends verð­bólgu­þrýst­ings. Hve mikið og hve hratt það ger­ist ræðst af fram­vind­unn­i,“ ­segir í rök­stuðn­ingi nefnd­ar­inn­ar, fyrir ákvörðun um að halda stýri­vöxt­u­m ó­breyttum í 5,75 pró­sent­um.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er einn þeirra sem hefur áhyggjur af því að verðbólga muni aukast á næstu misserum. Mynd: Birgir.

Sem fyrr mun gengi krón­unnar hafa mikil á það, hvern­ig hag­kerfið mót­ast á næstu árum, og þrátt fyrir að öll merki séu um að gjald­eyr­is­inn­streymi um aukast veru­lega, og upp­gangur verða í efna­hags­líf­inu, þá má krónan ekki ­styrkj­ast of mik­ið. Því ef það ger­ist, þá þrengir að útflutn­ingi og ­ferða­þjón­ustu, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum fyrir heild­ar­mynd­ina.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur
Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu“.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None