Topp 10 - Þekkt fólk erlendis af íslenskum uppruna

Íslendingar eru víða og hafa náð langt á ýmsum sviðum. Það á líka við um fólk af íslenskum ættum. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur skoðaði söguna.

Kristinn Haukur Guðnason
Linda Benett
Auglýsing

Á Íslandi búa í dag um 333.000 manns. Þar af eru um 30.000 ­þús­und inn­flytj­endur frá öðrum löndum og svipað magn af íslenskum rík­is­borg­ur­um ­fæddum hér á landi búa erlend­is. Íslend­ingar eru þó mun fleiri. Á árunum 1870 til 1914 flutti um 20% þjóð­ar­innar til Kanada og Banda­ríkj­anna. Í dag eru Vest­ur­-Ís­lend­ingar a.m.k. 135.000 tals­ins. Auk þess fluttu margir Íslend­ing­ar til Dan­merk­ur, Bret­lands, Bras­il­íu, Ástr­alíu og fleiri landa. Má því ætla að ­fólk með íslenskan upp­runa sé um hálf millj­ón. Hér er listi yfir þekkt erlent ­fólk sem á rætur að rekja til eld­gamla ísa­folds.

10. Guy Maddin

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Guy Maddin er einn af ­at­hygl­is­verð­ustu lista­mönnum sam­tím­ans. Hann er sann­kall­aður sonur kanadísku ­borg­ar­innar Winnipeg og bera margar af myndum hans keim af því. Hann fædd­ist þar árið 1956, sonur hjón­anna Charles og Her­dís­ar. Í upp­hafi virt­ist fátt benda til þess að hann yrði fram­úr­stefnu­legur leik­stjóri því að hann nam hag­fræði við Winnipeg háskóla á átt­unda ára­tugnum og starf­aði svo sem banka­stjóri. Um miðj­an n­í­unda ára­tug­inn hóf hann að gera stutt­myndir og skömmu seinna kvik­myndir í fullri lengd. Kvik­myndir hans eru mjög óhefð­bundn­ar. Þær eru draum­kenndar og m­inna mikið á kvik­myndir frá þriðja og fjórða ára­tug sein­ustu ald­ar. Hann er þó mjög virtur bæði innan kvik­mynda­geirans og heima­borgar sinn­ar. Hans þekkt­ust­u verk eru Archangel (1990) og Twilight of the Ice Nymphs (1997) en hann hefur aldrei sagt skilið stutt­mynda­gerð. Auk þess hefur hann sett upp fjölda lista­sýn­inga þar sem áhersla er lögð á hreyfi­mynd­ir.

Auglýsing


9. Krist­jana Gunn­ars

Krist­jana Gunn­ars er fædd í Reykja­vík árið 1948. Hún er dóttir hjón­anna Gunn­ars Böðv­ars­sonar jarð­eðl­is­fræð­ings og lista­kon­unnar Tove Christen­sen Böðv­ars­son. Gunnar vann víða um heim og flutti fjöl­skyldan til­ Or­egon fylkis á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna árið 1964. Krist­jana gift­ist og ­flutti til Kanada þremur árum síð­ar. Á næstu árum sótti hún sér háskóla­mennt­un og á árunum 1974-1975 kenndi hún hér á Íslandi við alþýðu­skól­ann á Eiðum. Krist­jana hafði dundað sér við skriftir allt frá ung­lings­árum og árið 1980 kom út hennar fyrsta bók, ljóða­bókin One-Eyed Moon Maps.  Síðan þá hefur hún gef­ið út fjölda ljóða­bóka, skáld­sagna og smá­sagna. Tengsl hennar við Ísland hafa á­vallt verið sterk og hún hefur notað Íslend­inga­sög­urn­ar, goða­fræð­ina og dag­bækur vest­ur­fara við skriftir sín­ar. Þemu á borð við útlegð, söknuð og æv­in­týra­þrá eru áber­andi í verkum hennar.

Kristjana.

8. Gunnar Han­sen

Leik­ar­ans Gunn­ars Han­sen verður ávallt minnst fyrir að leika ­fjöldamorð­ingj­ann þroska­hefta Leð­ur­fés úr hryll­ings­mynd­inni Texas Chain Saw Massacre frá árinu 1974. Hann fædd­ist í Reykja­vik árið 1947 en flutti til Maine í Banda­ríkj­unum með­ ­fjöl­skyldu sinni fimm ára gam­all. Hann lærði ensku og stærð­fræði við Austin há­skóla í Texas og þar kynnt­ist hann leik­list­inni fyrst. Skömmu eft­ir út­skrif­ina fékk hann hlut­verkið fræga en þar virt­ist fer­ill­inn ætla að enda því að hann hafði mun meiri áhuga á skrifum og hafn­aði mörgum kvik­mynda­hlut­verk­um. Hann skrif­aði fyrir ýmis tíma­rit á átt­unda og níunda ára­tugnum en á þeim tíunda hóf hann á ný að leika í kvik­mynd­um. Hann ­fékk hlut­verk í ýmsum hryll­ings­myndum sem fengu þó litla ef nokkra dreif­ing­u. ­Tengsl hans við Ísland voru end­ur­nýjuð í einum af hans sein­ustu hlut­verk­um, í kvik­mynd Júl­í­usar Kemp Reykja­vik Whale Watching Massacre frá árinu 2009. Gunnar lést þann 7. nóv­em­ber ­síð­ast­lið­inn.

Gunnar með keðjusögina.

7. Bjarni Tryggva­son

Bjarni Valdi­mar Tryggva­son fædd­ist í Reykja­vík árið 1945 en ­flutti mjög ungur með for­eldrum sínum til Kanada. Fyrst til Nova Scotia á aust­ur­strönd­inni en svo Vancou­ver á vest­ur­strönd­inni. Hann lærði flug og eðl­is­fræði á átt­unda ára­tugnum og vann við ýmis verk­efni. Árið 1983 voru sex Kanad­menn valdir inn í geim­ferða­á­ætlun NASA og var Bjarni einn af þeim. Kanada­menn ­stofn­uðu sína eigin geim­ferða­stofn­un, CSA árið 1989 og var Bjarni tengdur henni allt til árs­ins 2008. Bjarni var vara­maður þegar flaugin Col­umbia var ­send á loft árið 1992. Þann 7. ágúst 1997 varð hann svo fyrsti Íslend­ing­ur­inn í geimnum þegar hann fór með flaug­inni Discovery í sam­vinnu­verk­efni NASA og CSA. Tak­mark Discovery var að gera rann­sóknir á loft­hjúpi jarðar og ferða­lagið stóð í tæpa 12 sól­ar­hringa. Þetta var eina ­geim­ferða­lag Bjarna en hann starf­aði áfram hjá CSA við þjálfun geim­fara og ­prófun bún­að­ar. Bjarni hefur heim­sótt Ísland, verið sæmdur fálka­orð­unni og heið­urs­dokt­or­s­tign Háskóla Íslands.

Bjarni Tryggvason.

6. Peter Steele

Petrus Thomas Rata­jczyk, betur þekktur sem Peter Steele, var ­fæddur í New York borg árið 1962. Hann söng og spil­aði á bassa með nokkrum lítt þekktum þung­arokks­hljóm­sveitum á níunda ára­tugnum þangað til hann stofn­aði loks Type O Negative árið 1989. Hljóm­sveitin spil­aði rólegt og drunga­legt þung­arokk með got­neskum stíl og ­miklum popp­á­hrif­um. Þeir urðu heims­frægir árið 1993 þegar þeir gáfu út plöt­una Bloody Kis­ses og um miðjan tíunda ára­tug­inn voru þeir eitt af stærstu rokk­böndum heims. Það var þá sem Steele sat ­fyrir á for­síðu tíma­rits­ins Playgirl. Steele var rúm­lega tveir metrar á hæð, ákaf­lega vöðva­mik­ill og með svart sleg­ið hár. Hann gat spilað á kontra­bassa hang­andi á sér með ól líkt og venju­legan raf­bassa. Steele lést vegna inn­vortis blæð­inga árið 2010 en hann hafði leng­i átt við áfengis og eit­ur­lyfja­vanda­mál að stríða. Móðir Steele var af íslenskum ættum og heim­sótti hann því landið nokkrum sinn­um.



5. Tom John­son

John­son fædd­ist í Nýja Íslandi, í smá­bænum Baldri í Man­itoba-­fylk­i, árið 1928. Eins og margir ungir kanadískir drengir hóf hann snemma að spila ísknatt­leik. Hann var efni­legur varn­ar­maður og fékk tæki­færi hjá stór­lið­inu Montr­eal Cana­di­ens í NHL deild­inni árið 1949. Honum gekk brösu­lega í upp­hafi en vann sér þó sess við hlið hins mikla Doug Har­vey og mynd­uðu þeir eitt öfl­ug­asta varn­arpar sög­unn­ar. John­son var ekki ­sér­stak­lega snöggur leik­maður en þótti ein­stak­lega útsjón­ar­samur og snjall. Cana­di­ens urðu fljótt yfir­burða­lið í deild­inni og John­son vann sam­an­lagt 6 Stan­ley bik­ar­ara með lið­inu á 14 árum. Tvö sein­ustu árin í atvinnu­mennsku spil­að­i John­son með Boston Bru­ins en hann átti eftir að verða þar allt til árs­ins 1999, sem leik­mað­ur, þjálf­ari og ­stjórn­ar­mað­ur. Undir hans stjórn vann liðið Stanley bik­ar­inn árið 1972. Tveim­ur árum áður var John­son tek­inn inn í frægð­ar­höll ísknatt­leiks­ins

Tom Johnson.

4. Linda Benn­ett

Linda Kristín Benn­ett, stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins L.K. Benn­ett hefur frá barn­æsku ver­ið tengd fata­hönn­un, tísku og list. Faðir hennar rak tísku­vöru­versl­anir í London og móðir henn­ar, hin íslenska Haf­dís Her­berts­dóttir Benn­ett var mynd­höggv­ari. Linda, sem fædd er í London árið 1964, opn­aði þar sína fyrstu verslun árið 1990 og óx fyr­ir­tækið hratt upp frá því. Benn­ett hann­aði bæði föt, hand­töskur og fleira en áherslan hefur alltaf verið á skófatn­að. Skór hennar hafa þótt ein­stak­lega glæsi­legir en þó á við­ráð­an­legu verði. L.K. Benn­ett er í dag eitt af helstu tísku­merkjum Bret­lands og fjöldi frægra kvenna þar í landi klæðast vörum þess. Benn­ett hefur fengið fjölda verð­launa, m.a. sem við­skipta­kona árs­ins og frum­kvöð­ull árs­ins í Bret­landi. Árið 2006 var hún öðluð af Elísa­bet­u II Eng­lands­drottn­ingu

Linda Benett.

3. Jon Dahl Tom­as­son

Tom­as­son hengdi skóna á hill­una árið 2011 eftir að hafa verið einn af eitr­uð­ustu fram­herjum evr­ópskrar knatt­spyrnu um nokk­urt skeið. Hann er fæddur í Kaup­manna­höfn árið 1976 og hóf sinn feril hjá danska lið­inu K øge. 18 ára hélt hann til Hollands og spil­aði aldrei framar í Dan­mörku. Hann spil­aði m.a. með Newcastle United, Feyen­oord og Stutt­gart. En frægð­ar­sól hans skein skær­ast með ítalska stór­lið­inu AC Milan. Þar vann hann fjölda titla og þar á meðal meist­ara­deild­ina sjálfa árið 2003. Hann skor­aði alls 234 mörk í 574 ­leikjum fyrir félög sín en hann var ennþá beitt­ari með danska lands­lið­inu. Í 112 lands­leikjum á árunum 1997 til 2010 skor­aði hann 52 mörk og þar af 3 gegn Ís­landi. Hann var einn af marka­hæstu mönnum heims­meist­ara­móts­ins í Japan og ­Suður Kóreu 2002 og evr­ópu­meist­ara­móts­ins í Portú­gal 2004. Tom­as­son, sem er ætt­aður frá Íslandi í gegnum móður sína, vinnur nú sem að­stoð­ar­knatt­spyrnu­stjóri hol­lenska félags­ins Vitesse Arn­hem og danska lands­liðs­ins.



2. K.D. Lang

Kathryn Dawn Lang var um tíma ein þekktasta country-­söng­kona heims. Hún fædd­ist árið 1961 og ólst upp í Albert­u-­fylki í Kanada. Hún varð snemma heilluð af söng­kon­unni Patsy Cline og spil­aði framan af mest­megn­is hreina country tón­list á níunda ára­tugn­um. Hún þótti hafa ein­staka rödd og sló í gegn árið 1989 með plöt­unni Absolu­te Torch and Twang. [htt­p://www.kdlang.com/bio]Þá fór hún inn á önnur svið tón­list­ar, svo sem popps og jazz. Árið 2002 tók hún upp plöt­una A Wond­erful World með söngv­ar­anum Tony Benn­ett og hafa þau marg­sinnis sungið saman síð­an. Lang hefur unnið alls fjög­ur Gram­my­verð­laun og hún var fengin til þess að syngja á opn­un­ar­há­tíð tveggja ólymp­íu­leika (Cal­gary 1988 og Vancou­ver 2010). Hún er mik­il hug­sjóna­mann­eskja  og hefur barist fyr­ir­ ýmsum mál­efn­um, t.a.m. rétt­indum sam­kyn­hneigðra (hún er sjálf sam­kyn­hneigð) og ­dýra­vernd. Lang á mjög bland­aðan upp­runa en þar á meðal íslensk­an.



1. Vil­hjálm­ur ­Stef­áns­son

Vil­hjálmur Stef­áns­son var einn af merki­leg­ustu en jafn­fram­t ­um­deild­ustu land­könn­uðum 20. ald­ar­inn­ar. For­eldrar hans fluttu frá Íslandi til­ Gimli í Kanada árið 1877 og tveimur árum seinna fædd­ist Vil­hjálm­ur. Þau flúð­u þó til Norður Dakóta í Banda­ríkj­unum vegna flóða þegar hann var ein­ungis eins árs gam­all og þar ólst hann upp. Hann lærði mann­fræði við Harvard háskóla og kom svo til Íslands til að rann­saka mat­ar­venj­ur. Eftir það hófust ferðir hans til norð­ur­slóða þar sem hann m.a. rann­sak­aði lífs­hætti Inúíta. Árið 1913 feng­u kanadísk yfir­völd hann til þess að stýra leið­angri um nyrstu eyjur lands­ins. Eitt af þremur skipum leið­ang­urs­ins, Kar­luk, fórst og fjöl­margir skip­verjar lét­ust. Vil­hjálmur var harð­lega gagn­rýndur fyr­ir­ að hafa yfir­gefið skip­verj­ana. Árang­ur­inn af norð­ur­slóða­ferðum Vil­hjálms eru þó ótví­ræð­ar. Hann fann og kort­lagði eyjar sem aldrei höfðu sést áður (Bor­den, M­eig­hen, Loug­heed o.fl.) og beitti sér fyrir könnun norð­ur­slóða alla tíð síð­an. Vil­hjálmur lést árið 1962

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None