Óvissutímar framundan á Alþingi

Miklir óvissutímar eru framundan á Alþingi, sem kemur saman á ný á mánudag. Lítið er hægt að negla niður um framkvæmd þingrofstillögu stjórnarandstöðunnar. Fjöldi mála bíða afgreiðslu í skugga Wintris málsins.

Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra eða Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, eða þeir báð­ir, verða til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi á mánu­dag. Þing kemur saman á ný eftir páska­frí klukkan 15 þann dag, fjórða apr­íl. Yfir­leitt hafa Bjarni og Sig­mundur skipt á milli sín óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tím­um, sem eru á mánu­dögum og fimmtu­dög­um. 

Bjarni hefur verið í fríi á Flór­ída yfir pásk­ana og mætir á ný til vinnu á mánu­dag. Sig­mundur hefur einnig verið í fríi en er mættur til vinnu og stýrði rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. 

Stjórn­ar­and­staðan ákvað eftir sam­eig­in­legan fund for­yst­unnar í gær og þing­flokks­fundi í kjöl­far­ið, að leggja fram til­lögu um þing­rof og kosn­ing­ar. Erfitt er að segja til um hvernig kom­andi þing­tíma­bil verð­ur, þar sem hlut­irnir virð­ast ger­ast afskap­lega hratt og nýjar upp­lýs­ingar koma fram nær dag­lega. Sem dæmi má taka að stjórn­ar­and­staðan til­kynnti áform sín um kvöld­mat­ar­leytið í gær og fimm tímum síðar sagði gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­innar af sér eftir að fjallað hafði verið um félag hans í Lúx­em­borg í fjöl­miðl­u­m. 

Auglýsing

Kast­ljós á sunnu­dags­kvöld

Á kom­andi sunnu­dags­kvöld, kvöldið fyrir þing­fund, mun Kast­ljós svo birta umfjöllun sína um eignir Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Umfjöll­unin er unnin í sam­starfi við Reykja­vik Media og ICIJ, alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna. Ljóst er að sú umfjöllun mun varpa enn frekara ljósi á málið og bæta við það enn fleiri vinkl­um.  

Engum blöðum er þó um það að fletta að Wintris málið og allt því tengdu mun taka mik­inn tíma frá þing­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kom saman í gær til að ræða þann fjölda mála sem eftir á að leggja fram og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sam­þykkti að aflétta leynd sem hefur ríkt yfir gögnum sem varða ákvarð­anir stjórn­sýsl­unn­ar. Það mun taka tíma að afgreiða. 

Óljóst þing­rof

Þing­rof­s­til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar mun líka þurfa sinn tíma, þó skammt sé eftir af þingi til að rjúfa. For­menn­irnir ætla að funda með stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hitta umboðs­mann Alþingis og fá hans álit á mál­unum og svo þarf að ræða málið á þing­inu. Að lokum þarf Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sjálfur að sam­þykkja þing­rof til að af verði. Engin leið er að vita hvernig málin munu fara, en þeir þing­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við í morgun sam­mæl­ast um að ljóst sé að óvenju­legir tímar eru framundan á Alþing­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None