Óvissutímar framundan á Alþingi

Miklir óvissutímar eru framundan á Alþingi, sem kemur saman á ný á mánudag. Lítið er hægt að negla niður um framkvæmd þingrofstillögu stjórnarandstöðunnar. Fjöldi mála bíða afgreiðslu í skugga Wintris málsins.

Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra eða Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, eða þeir báð­ir, verða til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi á mánu­dag. Þing kemur saman á ný eftir páska­frí klukkan 15 þann dag, fjórða apr­íl. Yfir­leitt hafa Bjarni og Sig­mundur skipt á milli sín óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tím­um, sem eru á mánu­dögum og fimmtu­dög­um. 

Bjarni hefur verið í fríi á Flór­ída yfir pásk­ana og mætir á ný til vinnu á mánu­dag. Sig­mundur hefur einnig verið í fríi en er mættur til vinnu og stýrði rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. 

Stjórn­ar­and­staðan ákvað eftir sam­eig­in­legan fund for­yst­unnar í gær og þing­flokks­fundi í kjöl­far­ið, að leggja fram til­lögu um þing­rof og kosn­ing­ar. Erfitt er að segja til um hvernig kom­andi þing­tíma­bil verð­ur, þar sem hlut­irnir virð­ast ger­ast afskap­lega hratt og nýjar upp­lýs­ingar koma fram nær dag­lega. Sem dæmi má taka að stjórn­ar­and­staðan til­kynnti áform sín um kvöld­mat­ar­leytið í gær og fimm tímum síðar sagði gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­innar af sér eftir að fjallað hafði verið um félag hans í Lúx­em­borg í fjöl­miðl­u­m. 

Auglýsing

Kast­ljós á sunnu­dags­kvöld

Á kom­andi sunnu­dags­kvöld, kvöldið fyrir þing­fund, mun Kast­ljós svo birta umfjöllun sína um eignir Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Umfjöll­unin er unnin í sam­starfi við Reykja­vik Media og ICIJ, alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna. Ljóst er að sú umfjöllun mun varpa enn frekara ljósi á málið og bæta við það enn fleiri vinkl­um.  

Engum blöðum er þó um það að fletta að Wintris málið og allt því tengdu mun taka mik­inn tíma frá þing­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kom saman í gær til að ræða þann fjölda mála sem eftir á að leggja fram og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sam­þykkti að aflétta leynd sem hefur ríkt yfir gögnum sem varða ákvarð­anir stjórn­sýsl­unn­ar. Það mun taka tíma að afgreiða. 

Óljóst þing­rof

Þing­rof­s­til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar mun líka þurfa sinn tíma, þó skammt sé eftir af þingi til að rjúfa. For­menn­irnir ætla að funda með stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hitta umboðs­mann Alþingis og fá hans álit á mál­unum og svo þarf að ræða málið á þing­inu. Að lokum þarf Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sjálfur að sam­þykkja þing­rof til að af verði. Engin leið er að vita hvernig málin munu fara, en þeir þing­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við í morgun sam­mæl­ast um að ljóst sé að óvenju­legir tímar eru framundan á Alþing­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None