Óvissutímar framundan á Alþingi

Miklir óvissutímar eru framundan á Alþingi, sem kemur saman á ný á mánudag. Lítið er hægt að negla niður um framkvæmd þingrofstillögu stjórnarandstöðunnar. Fjöldi mála bíða afgreiðslu í skugga Wintris málsins.

Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Bjarni eða Sigmundur munu sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag klukkan 15.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra eða Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra, eða þeir báð­ir, verða til svara í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi á mánu­dag. Þing kemur saman á ný eftir páska­frí klukkan 15 þann dag, fjórða apr­íl. Yfir­leitt hafa Bjarni og Sig­mundur skipt á milli sín óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tím­um, sem eru á mánu­dögum og fimmtu­dög­um. 

Bjarni hefur verið í fríi á Flór­ída yfir pásk­ana og mætir á ný til vinnu á mánu­dag. Sig­mundur hefur einnig verið í fríi en er mættur til vinnu og stýrði rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. 

Stjórn­ar­and­staðan ákvað eftir sam­eig­in­legan fund for­yst­unnar í gær og þing­flokks­fundi í kjöl­far­ið, að leggja fram til­lögu um þing­rof og kosn­ing­ar. Erfitt er að segja til um hvernig kom­andi þing­tíma­bil verð­ur, þar sem hlut­irnir virð­ast ger­ast afskap­lega hratt og nýjar upp­lýs­ingar koma fram nær dag­lega. Sem dæmi má taka að stjórn­ar­and­staðan til­kynnti áform sín um kvöld­mat­ar­leytið í gær og fimm tímum síðar sagði gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­innar af sér eftir að fjallað hafði verið um félag hans í Lúx­em­borg í fjöl­miðl­u­m. 

Auglýsing

Kast­ljós á sunnu­dags­kvöld

Á kom­andi sunnu­dags­kvöld, kvöldið fyrir þing­fund, mun Kast­ljós svo birta umfjöllun sína um eignir Íslend­inga í þekktum skatta­skjól­um. Umfjöll­unin er unnin í sam­starfi við Reykja­vik Media og ICIJ, alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna. Ljóst er að sú umfjöllun mun varpa enn frekara ljósi á málið og bæta við það enn fleiri vinkl­um.  

Engum blöðum er þó um það að fletta að Wintris málið og allt því tengdu mun taka mik­inn tíma frá þing­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kom saman í gær til að ræða þann fjölda mála sem eftir á að leggja fram og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sam­þykkti að aflétta leynd sem hefur ríkt yfir gögnum sem varða ákvarð­anir stjórn­sýsl­unn­ar. Það mun taka tíma að afgreiða. 

Óljóst þing­rof

Þing­rof­s­til­laga stjórn­ar­and­stöð­unnar mun líka þurfa sinn tíma, þó skammt sé eftir af þingi til að rjúfa. For­menn­irnir ætla að funda með stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, hitta umboðs­mann Alþingis og fá hans álit á mál­unum og svo þarf að ræða málið á þing­inu. Að lokum þarf Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sjálfur að sam­þykkja þing­rof til að af verði. Engin leið er að vita hvernig málin munu fara, en þeir þing­menn sem Kjarn­inn hefur rætt við í morgun sam­mæl­ast um að ljóst sé að óvenju­legir tímar eru framundan á Alþing­i. 

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None