Staten Island-hagkerfið

Staten Island er heimavöllur fjölmargra auðmanna New York-borgar. Frá því árið 2009 hefur skipulega verið unnið að uppbyggingu ferðaþjónstu í þessari eyju, sem er eitt af fimm lykilhverfum New York.

Staten Island
Auglýsing

Útsýnið frá Staten Island, lít­illi eyju sem er skammt und­an­ Man­hattan sem til­heyrir New York borg, er ekki sem verst. Sam­fé­lagið á eyj­unn­i er merki­legt fyrir margra hluta sakir, þar sem það liggur milli New Jersey og Man­hatt­an, og mann­lífið ber þess merki. Staten Island er eitt af fimm lyk­il­hverfum New York borgar ásamt Man­hatt­an, Brook­lyn, Queens og Bronx. Kjarn­inn hefur fjallað um þessi hverfi og inn­viði þeirra að und­an­förnu, og tók einnig sér­stak­lega fyrir hið sögu­fræga Harlem-hverfi, sem til­heyrir Man­hatt­an.

Þetta hverfi New York-­borgar er það sem kemst næst því að vera eins og Ísland, ef svo má að orði kom­ast. Á eyj­unni búa 473 þús­und manns, af 8,9 millj­óna heildar­í­búa­fjölda New York, og bland­ast hóp­ur­inn úr öllum stétt­um. Með­al­tekjur eru þó háar, á heild­ina lit­ið, en það stafar meðal ann­ars af því að ákveðin íbúa­hverfi á eyj­unni eru að miklu leyti byggð af hátekju­fólki, meðal ann­ars banka­starfs­mönnum og þekkt­u ­fólki úr afþrey­ing­ar­iðn­aði. Á það ekki síst við um hverfi, þar sem eru stórar villur víða og aðgengi að strönd.

Auglýsing


Dýr­ustu eign­irnar sem eru í New York ríki eru á Long Island, nánar til­tekið í Hamptons byggð­inni. Þarf hafa margir sterk­efn­aðir Banda­ríkja­menn komið sér fyr­ir, eða eiga þar eignir sem nýttar eru í frí­um.Ferju­ferðir

Á milli Man­hattan og Staten Island eru stans­laus­ar ­ferju­ferð­ir, á um 30 mín­útna fresti yfir dag­inn, og síðan með aðeins lengra bili um helg­ar. Ferðin tekur um 25 mín­út­ur. Margir velja að búa í eyj­unni, en vinna síðan á Man­hatt­an. Sé horft á hús­næð­is­verð í Staten Island og svo á Man­hatt­an, þá er sam­bæri­leg íbúð um það bil tvö­falt til þrefalt dýr­ari á Man­hatt­an. Það getur því verið líf­kjara­bót í því fólgin að leggja ferða­lagið á sig á hverjum degi.

Ein­býl­is­húsin í Staten Island eru hins vegar þau dýr­ustu í New York borg, enda mörg hver glæsi­vill­ur, eins og áður sagði.

Ferða­þjón­usta efld

Hverf­ið, sem er með sér­staka hverf­is­stjórn, sem síðan heyr­ir­ undir New York borg­ar, hefur unnið eftir opin­berri stefnu frá því árið 2009 um að fjölga ferða­mönn­um. New York, sem er ein mesta ferða­manna­borg heims­ins með­ um 50 millj­ónir inn­lenda og erlenda ferða­menn á ári, hefur reynt að horfa til­ þess að ferða­menn geti heim­sótt fleiri svæði en ein­ungis Man­hatt­an, og er átak í sér­stökum hverfum borg­ar­inn­ar, ekki síst á Staten Island, hluti af þeirri ­stefnu að dreifa álag­inu innan borg­ar­innar og auka marg­feld­is­á­hrifin í hag­kerf­inu.

Staten Island er öðru fremur íbúa­hverfi, þó þar sé ­þjón­ustu­stig hátt og atvinnu­starf­semi hefur farið vax­andi. Vinnu­mark­að­ur­inn telur um 160 þús­und störf. Til sam­an­burðar eru 194 þús­und störf á íslenskum vinnu­mark­aði.

Hvítir Banda­ríkja­menn

Sögu­lega hefur Staten Island lengi verið vígi hvítra ­Banda­ríkja­manna, og það hefur ekki breyst mikið á und­an­förnum árum. Um 80 pró­sent af íbúum eru að upp­runa banda­rískir og þar af er stór hluti, eða um 90 pró­sent, hvít­ir. Um tíu pró­sent íbúa eru svartir og síðan hefur íbúum frá Asíu og Súð­ur­-Am­er­ík­u ­fjölgað nokkuð á síð­ustu árum, líkt og í flestum öðrum hverfum borg­ar­inn­ar.

Staten Island er umtöluð sem mikil útvistar­perla þar sem ­fjöl­margir garðar glæða hana lífi og bjóða upp á mikla mögu­leika til úti­vistar, ekki síst fyrir hlaupa og hjól­reiða­fólk. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None