Stríð ISIS gegn menningunni og sögunni

Hryðjuverkasamtökin ISIS voru stofnuð árið 1999 en hafa síðan umbreyst og raunar verið kölluð ýmsum nöfnum. Af þeim stafar sannarlega ógn. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur skoðai stríð ISIS gegn menningarsögunni.

Kristinn Haukur Guðnason
Höll
Auglýsing

Opn­un­ar­at­riði kvik­mynd­ar­innar The Exorcist frá 1973 er tekið upp í hinni fornu borg Hatra í norð­ur­hluta Írak sem byggð var á þriðju öld fyrir Krists­burð. Rústir þess­ar­ar vel varð­veittu borgar hafa nú að mestu leyti verið eyði­lagðar af hryðju­verka­sam­tök­unum ISIS, eða íslamska rík­inu. Eyði­legg­ing Hatra er lið­ur­ ­sam­tak­anna í stríð­inu sem þau heyja gegn þeim þjóðum sem þau leggja undir sig. ISIS vilja ekki ein­ungis hafa líf og limi fólks í hönd­unum heldur einnig sögu þess og sjálfs­mynd.

ISIS verður til

Hryðju­verka­sam­tökin ISIS voru stofnuð árið 1999 í Jórdan­íu og hafa kall­ast ýmsum nöfnum í gegnum tíð­ina. Með­lim­irnir aðhyll­ast svoköll­uð­um wahabisma, sem er mjög íhalds­söm ­stefna innan súnní islam þar sem Kór­an­inn er túlk­aður á sem þrengstan hátt. Sam­tök­in ­urðu strax nátengd hinum alræmdu al-Qa­eda sam­tökum Osama bin Ladens og fluttu snemma mest alla starf­sem­ina til Írak. Árið 2003 réð­ust Banda­ríkja­menn og banda­menn þeirra inn í Írak og steyptu Saddam Hussain af stóli. Isis tóku þá þátt í and­spyrn­unni gegn Banda­ríkja­mönnum og ­lepp­stjórn þeirra undir nafn­inu al-Qa­eda í Írak. Árið 2006 lýstu þeir svo yfir íslömsku ríki til að skerpa á hug­mynda­fræði­legum grund­velli sam­tak­anna og laða að rót­tæka múslima víða að úr heim­in­um. Styrkur sam­tak­anna var ávallt mestur í vestur og norð­ur­hluta lands­ins og þegar borg­ara­styrj­öldin í Sýr­landi hófst árið 2011 lá bein­ast við að stækk­a við sig í vest­ur­átt. Ennþá undir merkjum al-Qa­eda sendu sam­tökin bar­daga­sveit­ir ­yfir landa­mærin og ekki leið á löngu þar til þær fóru að hasla sér völl í all­ri r­ingul­reið­inni í Sýr­landi.

Það var núver­andi leið­togi sam­tak­anna, Abu Bakr al-Bag­hda­d­i ­sem færði út kví­arnar til Sýr­lands og þar lýsti hann yfir íslömsku ríki árið 2013. Ári seinna lýsti hann yfir stofnun svo­kall­aðs kalífats, nokk­urs kon­ar íslamsku kon­ungs­ríki, og það sama ár slitn­uðu tengsl sam­tak­anna við al-Qa­eda. Það var einmitt þetta ár, 2014, þegar heim­ur­inn fór að taka eftir ISIS. Þeir unnu hvern hern­að­ar­sig­ur­inn á fætur öðrum og oft gegn mun fjöl­menn­ara her­lið­i. ­Yf­ir­ráða­svæði þeirra stækk­aði ört báðum megin við landa­mærin og nú er það á stærð við Eng­land. Auk þess fóru aðrir hópar, t.d. í Líbýu, Níger­íu, Jem­en, Al­sír og víðar að binda sitt trúss við ISIS og þeir stjórna þó nokkru land­svæði, sér­stak­lega í Líbýu. Langstærstur hluti yfir­ráða­svæðis sam­tak­anna er þó í Írak og Sýr­landi, á svæði sem áður var hjarta veldis Assýr­íu­manna fyr­ir­ ár­þús­undum síð­an. Assýría var eitt fyrsta stór­veldi sög­unnar og þetta svæði er ­gjarnan nefnt vagga sið­menn­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Vopnaðir vígamenn ISIS, sjást hér ganga um götur, svartklæddir. Mynd: EPA.

Mosul

Í júní árið 2014 hófu ISIS liðar stór­sókn í Norð­ur­-Írak og áður en mán­uð­ur­inn var lið­inn voru þeir búnir að marg­falda yfir­ráða­svæði sitt. Á meðal þeirra borga sem þeir náðu á vald sitt var Mos­ul, þriðja stærsta borg lands­ins en um hálf milljón manns flúðu borg­ina við yfir­tök­una. Mosul stend­ur við hina fornu borg Níneveh sem var höf­uð­borg Assýríu á seinni hluta veld­is­tíma þess fyrir tæp­lega 3000 árum síð­an. Mosul er ein­stök menn­ingar borg og ein helsta mennta­borg Íraks og allra mið­aust­ur­landa. Þar stóðu ein­stakar minjar, bæði bygg­ing­ar, styttur og grip­ir, sem höfðu mikla þýð­ingu fyrir múslima jafn­t ­sem kristna og aðra. Eða að minnsta kosti þangað til ISIS komu í bæinn. Und­ir­ því yfir­skini að „eyða lík­neskjum fjöl­gyð­is­trú­ar“ hófu sam­tökin að tor­tíma menn­ing­ar­verð­mæt­u­m ­kerf­is­bund­ið. Sam­tökin birtu mynd­band þar sem sýnt hvernig liðs­menn þeirra ­gengu um Minja­safnið í Mosul og ­skemmdu styttur og aðra muni með sleggj­um. Hvort sem þeir vissu það eða ekki þá ­reynd­ust margir af þeim gripum vera eft­ir­lík­ingar en mark­mið­inu var samt náð. Heim­ur­inn var í losti.

Safnið var ekki eina stofnun borg­ar­innar sem var ráð­ist ­gegn. ISIS liðar tæmdu bóka­safn borg­ar­innar og héldu stóra bóka­brennu fyr­ir­ utan það. Tug­þús­undir gripa urðu eld­inum að bráð. Á meðal safn­kosta voru forn hand­rit, sum ein­stök verð­mæti, og mikið af bókum og skjölum frá tím­um Ottómana­veld­is­ins. Tals­menn Menn­ing­ar­stofn­un­ar ­Sam­ein­uðu Þjóð­anna (UNESCO) segja að brennan sé ein hrika­leg­asta eyði­legg­ing á safn­kosti bóka­safns í ger­vallri mann­kyns­sög­unn­i.  [htt­p://edition.cnn.com/2015/03/09/world/iraq-is­is-herita­ge/] Mosul háskól­inn, sem er þekktur fyr­ir­ lækna­deild sína og er einn af þeim stærstu í mið­aust­ur­lönd­um, hefur að mestu stað­ið auður síðan borgin féll. Einnig hafa mörg af helstu trú­ar­táknum borg­ar­innar fall­ið, bæði íslömsk og krist­in. Helst ber að nefna Mosku og graf­hýsi heilags Jónasar sem var sprengd í tætlur þann 24. júlí 2014. Jónas (í hvaln­um) er bæði spá­maður í islam og dýr­lingur í kristni og bein hans eru sögð grafin í Mos­ul. Moskan var eitt af kenni­leitum borg­ar­innar og mjög vin­sæll píla­gríma­staður fyrir bæði múslima og kristna. Þremur dögum síð­ar­ ­sprengdu ISIS liðar Mosku heilags Georgs. Ge­org er stór per­sóna í bæði islam og kristni, t.d. vernd­ar­dýr­lingur Eng­lands, en sú moska hafði fyrst og fremst þýð­ingu fyrir múslima þar sem kristnir telja bein hans hvíla ann­ars stað­ar. Moska heilags Georgs var einnig vin­sæll píla­gríma­stað­ur. Fleiri moskur, kirkjur og klaustur hafa verið eyðilöggð í borg­inni.

Í námunda við Mosul og Níni­veh eru rústir fornra borga As­sýr­íu­manna og fleiri þjóða sem hafa hald­ist ótrú­lega heil­legar í þurru ­lofts­lag­inu. Þær eru:

Nim­rud                 Sunnan við Mos­ul. Fyrsta höf­uð­borg Assýríu og ein auð­ug­asta borg forn­ald­ar. Ein­stök borg sögu­lega séð ­með mikið af sjald­gæfum mun­um. Stór hluti borg­ar­innar enn órann­sak­að­ur. Á heimsminja­skrá UNESCO.

Khorsa­bad          Norð­austan við Mos­ul. Höf­uð­borg As­sýríu á 8. öld f.Kr.

Hatra                     Suð­vestan við Mos­ul. Byggð á 3. öld f.Kr. Mik­il­væg versl­un­ar­borg. Mikil grísk og róm­versk áhrif á bygg­ing­um. Á heimsminja­skrá UNESCO.

Þessar borgir lentu allar undir yfir­ráðum ISIS og með­lim­ir ­sam­tak­anna létu áætl­anir sínar í ljós. Þeir sögðu að borg­irnar væru óguð­leg­ar og þeim yrði að eyða. Um vorið 2015 hófust þeir handa við að leggja borg­inar í rúst með jarð­ýtum og sprengj­um. Þar sem það getur reynst erfitt að fá ­upp­lýs­ingar frá yfi­r­áða­svæði ISIS hefur umheim­ur­inn þurft að reiða sig á gervi­hnatt­ar­myndir til að sjá hversu miklar skemmd­irnar eru á þessum svæð­u­m. ­Ljóst er að þau eru mjög illa farin en ekki er víst að allt hafi verið eyði­lag­t því mynd­irnar gefa til kynna að mörgu hafi verið stolið. Rústir forn­alda­borga á borð við þessar hafa einnig verið not­aðar af ISIS ­með­limum til að þjálfa nýliða, geyma vopn og taka fólk af lífi.

 

Pal­myra

Í maí­mán­uði árið 2015 gerðu ISIS stór­sókn í Sýr­landi og náðu m.a. borg­inni Pal­myra, sem er stað­sett í miðju lands­ins, á sitt vald. Pal­myra er ævaforn versl­un­ar­borg, næstum 4000 ára göm­ul, þar sem fólk af ýmsum­ ­þjóð­ernum bjó og hún var um tíma ein af fjöl­menn­ustu borgum heims. Borgin var suðu­pottur margra menn­ing­ar­heima. Þar mætt­ist hinn evr­ópski og hinn asíski heimur og ber arkítektúr og munir sem fund­ist hafa þar keim af því. Þeg­ar ­borgin féll í hendur ISIS voru minjarnar strax nýttar á voveif­legan máta þar ­sem fangar voru teknir af lífi í hinu fræga róm­verska ­leik­húsi. Yfir­forn­minja­vörður Pal­myru, sem unnið hafði þar í um hálfa öld, var afhöfð­aður og lík hans hengt upp á aðal­torgi rúst­anna.

ISIS liðar hófu strax handa við eyði­legg­ingu og rán menn­ing­ar­verð­mæta á svæð­inu. Í júní eyðilögðu þeir hina frægu styttu af Ljón­inu í Al-lāt frá fyrstu öld f.Kr. Mán­uði seinna voru tvö merk hof frá­ annarri og þriðju öld f.Kr. sprengd, þ.e. hof Baals­hamin og Bel sem til­einkuð voru fornum guðum svæð­is­ins. Í sept­em­ber var það svo stað­fest að ISIS lið­ar­ hefðu eyði­lagt hin merku graf­hýsi Pal­myru. Graf­hýsin voru ein­stök að því leyti að þau voru byggð sem turnar og glæsi­lega skreytt að innan. Tor­tím­ing minj­anna var svo full­komnuð í októ­ber þegar stað­fest var að ISIS hefðu sprengt hið mikla róm­verska ­boga­hlið borg­ar­inn­ar, sem byggt var um 200 f.Kr og hefur lengst af ver­ið eitt helsta kenni­leyti svæð­is­ins og eitt merkasta mann­virki Sýr­lands.

Í mars­mán­uði árið 2016 gerði sýr­lenski stjórn­ar­her­inn atlög­u að Pal­myra og flæmdi ISIS burt úr borg­inni. Kveðju­gjöf ISIS var að sprengja hinn fræga Pal­myra kast­ala sem stendur á hæð við borg­ina og byggður var á 13. öld. Hörf­andi ISIS liðum tók­st ekki að eyði­leggja hann alveg en þessi atburður sýnir best hversu mikla áherslu hryðju­verka­sam­tökin leggja á það að eyði­leggja menn­ing­ar­verð­mæti.

Fleiri staðir á heimsminja­skrá UNESCO í Sýr­landi eru í bráðri hættu vegna stríðs­átak­anna og þá sér­stak­lega ef þeir skyldu lenda í höndum ISIS. Þar má helst nefna: 

Gamla Damascus              Elstu hlut­ar ­borg­ar­innar eru allt að 10.000 ára gaml­ir. Uma­yya­d moskan ein af þeim stærstu í ver­öld­inni.

Gamla Aleppo                   Kast­ali frá tímum Alex­and­er­s ­mikla.

Bosra                                     Forn borg. Höf­uð­staður Róm­verja í Sýr­landi. Stórt róm­verskt leik­hús.

Kross­farakast­al­arnir        Stórir mið­alda­kast­alar við strönd Mið­jarð­ar­hafs­ins.

Sögulegir munir sprengdir og eyðilagðir. Mynd: EPA.

Smygl og sala

Þær minjar sem ISIS hafa kom­ist yfir hafa ekki ein­ung­is ­sögu­legt og menn­ing­ar­legt gildi heldur eru þau einnig metin til fjár. Þetta er blessun í dul­ar­gervi því að sam­tökin hafa selt stóran hluta þeirra gripa sem þeir hafa náð, þ.e. smærri hluta. Í tölvu­gögnum lát­ins ISIS her­for­ingja fundust listar yfir muni og ólög­lega sölu þeirra. Þar kom fram að í einu hér­að­i ­Sýr­lands höl­uðu sam­tökin inn 36 millj­ónum banda­ríkja­doll­ara á stolnum mun­um. ­Sam Hardy, forn­leifa­fræð­ingur við Lund­ún­ar­há­skóla, segir að sam­tök sem þessi selji bæði mun­ina sjálf og aðstoði utan­að­kom­and­i smygl­ara við það gegn greiðslu. Mo­hamed Ali Alhakim, sendi­herra Íraks hjá Sam­einð­u ­Þjóð­unum, segir enn­fremur að ISIS hagn­ist um 100 millj­ón­ir ­banda­ríkja­doll­ara á ári við sölu stol­inna gripa. Þó að vissu­lega sé betra að grip­irnir séu ekki eyði­lagðir eða skemmdir þá eru þeir nán­ast alltaf seldir úr landi og því er verið að arð­ræna þær þjóðir sem eiga þá. Þessi við­skipti fara fara vita­skuld dult á svarta mark­að­inum því eng­inn heið­virður forn­minja­safn­ari myndi kaupa þessa muni og þar með knýja áfram ­stríðs­vél ISIS.

 

Þjóð­ar­morð

Eftir að hin forna borg Nim­rud var eyðilöggð full­yrti Ban Ki-moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu Þjóð­anna, að slíkir verkn­aðir væru stríðs­glæp­ir. [htt­p://www.un.org­/­press/en/2015/s­gs­m16570.doc.htm] Mörgum kann að finn­ast þessi túlkun hans und­ar­leg í ljósi þess að um er að ræða dauða hluti. En til að með­taka þessi orð hans er nauð­syn­legt að skilja á­stæð­urnar að baki slíkra verkn­aða.

Dr. Zainab Bahrani, pró­fessor í forn­leifa­fræði og list­fræð­i mið­aust­ur­landa við Col­umbia háskóla, tekur harðar í árina og kallar verkn­aði sem þessa þjóð­ar­morð. Hún seg­ir:

Þetta er ekki ein­ungis eyði­legg­ing á menn­ing­ar­arf­leið, þetta er til­raun til að eyða lýs­ingu af hópum af fólki. Þús­undir ára af sögu hvort sem það er íslömsk, for­íslömsk, frum­kristin eða Yazidi er þurrkuð út þegar ISIS reynir að end­ur­skrifa hana eftir eigin höfði. Þetta er þjóð­ar­morð.“ 

Hún talar einnig um ótt­ann við for­tíð­ina, þ.e. að ISIS stæð­i bein­línis ógn af for­tíð­inni og þess vegna vildu þeir eyða henni. Þetta sé allt hluti af áróð­urs­stríði þeirra. Hún nefnir einnig að þessar aðferðir séu ekki nýjar af nál­inni. Þeim hafi verið beitt áður í átökum þar sem áttu sér stað ­þjóð­ern­is­hreins­anir eins og t.d. seinni heim­styrj­öld­inni og í Balkans­stríð­un­um á tíunda ára­tug sein­ustu ald­ar.

Fleiri forn­leifa­fræð­ingar hafa for­dæmt verkn­að­ina af hörku. St­urt W. Mann­ing við Corn­ell háskóla segir  skemmd­ar­verkin hræsni og eig­i engan trú­ar­legan grund­völl heldur séu knúin áfram af villi­manns­legum níhil­isma. Á sama tíma og að með­lim­irnir tali um að mun­irnir séu óíslamskir þá séu þeir að ­selja þá á svörtum mark­aði í stórum stíl. Þetta er taktísk hern­að­ar­leg aðgerð en ekki hug­mynda­fræði­legur gjörn­ing­ur. 

Tjóna­mat

Flestir fræði­menn eru sam­mála um að erfitt eða ómögu­legt sé að meta það hversu mikið af þjóð­ar­ger­semum hafi glat­ast í hild­ar­leikn­um. Ljóst er þó að skað­inn er gríð­ar­mik­ill og í flestum til­vikum óaft­ur­kall­an­leg­ur. Lík­legt er að tölu­vert af smærri munum leyn­ist í læstum hirslum víðs­vegar um heim­inn en það eru stóru mun­irn­ir, stytt­urnar og bygg­ing­arn­ar, sem fræði­menn hafa mestar áhyggjur af. Gervi­hnatt­ar­mynd­ir, mynd­bands­upp­tökur birtar af ISIS ­sjálfum og vitn­is­burðir fólks sýna það glöggt að þessir staðir verða aldrei þeir sömu aft­ur. Það er aftur á móti lítið sem fræði­menn geta gert meðan átök­in standa enn yfir. Það sem þeir geta aftur á móti gert er að vekja athygli á og halda á lofti þeim verð­mætum sem hafa glat­ast. 16. apríl verður opnuð sýn­ing á Trafalgar torgi í Lund­únum þar sem Hring­bog­inn í Pal­myra verður afhjúp­að­ur, prent­aður í nákvæmum vél­knúnum þrí­vídd­ar­prent­ara. Í kjöl­farið verður hann svo prent­aður og sýndur í fleiri borgum víðs vegar um heim.[htt­p://digital­archaeology.org­.uk/] Þetta verður gert til að sýna ­sýr­lensku þjóð­inni og öðrum að umheim­inum sé ekki sama um hinn glat­aða ­þjóð­ar­arf þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar