Ótrúlegt vaxtartímabil Apple á enda

Vaxtatímabil Apple í tekjum stóð fyrir í 51 ársfjórðung í röð. Því lauk í vikunni.

apple_newyork.jpg
Auglýsing

Apple hefur um langt skeið verið eitt allra verð­mætasta ­fyr­ir­tæki heims­ins. Um tíma var virði þess nálægt 700 millj­örð­u­m ­Banda­ríkja­dala, snemma árs 2014. Gríð­ar­legur vöxtur hefur ein­kennt starf­sem­i ­fyr­ir­tæk­is­ins í meira en ára­tug. Raunar má rekja upp­hafið af ótrú­legri vel­gengni fyr­ir­tæk­is­ins í seinni tíð aftur til árs­ins 2001, þegar Steve Jobs heit­inn birtist nokkuð óvænt með nýja vöru, sem hann hafði mikla trú á. „Má ég kynna iPod,“ ­sagði hann, eftir að hafa rakið vanda­málin sem Apple vildi leysa á tón­list­ar­mark­aði. „Eng­inn mark­aðs­leið­andi, tæknin er til stað­ar­, not­enda­við­mótið ein­falt,“ sagði Jobs, með sínum sann­fær­andi en ofurein­falda hætti. Svo rakti hann með áhrifa­ríkum hætti, hvernig Apple sæi þessa stöð­u. 



Sumir segja þetta áhrifa­mestu tæknikynn­ingu sög­unn­ar, en eflaust má deila um það enda­laust.



Auglýsing

Leið­andi fyr­ir­tæki

Frá þess­ari kynn­ingu hefur Apple verið leið­andi fyr­ir­tæki í heim­in­um, þeg­ar kemur að fjar­skipt­um, hug­bún­aði, hönn­un, mynda­véla­tækni og útgáfu­starf­semi. Þeg­ar iPod-inn kom á markað þá leyst­ust kraftar úr læð­ingi innan Apple sem erfitt að var að sjá fyrir hvernig myndu leiða til breyt­inga. Snjall­síma­væð­ing­in, sem sam­fé­lags­miðlar hafa ýtt undir með gjör­breyttu sam­skipta­mynstri fólks, hefur leitt til gríð­ar­legs fjár­streymis til Apple. 

Raunar eru fá for­dæmi í sög­unni fyrir við­lík­a fjár­hags­legri stöðu hjá fyr­ir­tæki eins og Apple hefur sýnt á und­an­förnum árum. Í lok árs 2014 átti fyr­ir­tækið um 200 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé. Þegar það gaf út skulda­bréf í fyrra, þá fékk fyr­ir­tækið nei­kvæða vext­i. Eft­ir­spurnin var slík, að það gat sótt sér ókeypis pen­inga þegar það þurfti að ­taka lán, keypt eigin bréf og end­ur­skipu­lagt fjár­hags­stöðu sína með hag­stæð­asta mögu­lega hætti.

Frá því Steve Jobs, stofn­andi og for­stjóri App­le, lést úr krabba­meini, 5. októ­ber 2011, þá hefur rekst­ur­inn verið í föstum skorðum og vöxt­ur­inn haldið áfram. Tim Cooke hefur stýrt þess­ari tækni­skútu í gegn­um ­mik­inn tekju­vöxt. En und­ir­liggj­andi hafa samt verið áhyggjur af því hvað mynd­i ­taka við, þegar vaxt­ar­kúrfan hægir á sér eða stöðvast.

Millj­arð­ar­mær­ingur spyr spurn­inga og selur

Maður er nefndur Carl Icahn. Hann er millj­arð­ar­mær­ingur og ­þykir með virt­ustu fjár­festum heims­ins þegar kemur að alþjóð­legri tækni. Hann fjár­festir í hluta­bréfum fyr­ir­tækja, sem eru að veðja á vöxt utan heima­svæð­is og þá einkum í Asíu. Icahn hefur á þessu ári verið að selja bréf sín í App­le, fyrir meira en fjóra millj­arða Banda­ríkja­dala.



Í síð­ustu viku dró til tíð­inda, þegar hann tjáði sig við fjöl­miðla og sagð­i á­hyggj­urnar einkum vera af Kína.„Ég hef áhyggjur af Kína og hvernig Apple mun reiða af þar,“ sagði Icahn í við­tali við Bloomberg.
  Mark­aðsvirði Apple hefur lækkað jafnt og þétt að und­an­förnu, en segja má að það hafi hrunið niður á und­an­förnum dög­um. Á innan við einum degi lækkað það um sjö pró­sent, síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, og er ­mark­aðsvirði þess nú um 520 millj­arða Banda­ríkja­dala. Lækk­unin á mark­aðsvirð­i frá það fór hæst árið 2014, nemur um 180 millj­örðum Banda­ríkja­dala, sem er ­upp­hæð sem er marg­falt hærri en virði Tesla, Amazon, Face­book, Twitter og Space X, sam­an­lag­t. 

Sett í íslenskan veru­leika þá nemur verð­falls­upp­hæðin 22 þús­und millj­örð­u­m króna, sem er á við tífalda árlega lands­fram­leiðslu Íslands. 



Stærð­irnar þegar Apple er ann­ars vegar eru því miklar, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

Hvað ger­ist næst?

Stór spurn­ingin sem fjár­festar horfa til hér í Banda­ríkj­un­um, er hvað muni ger­ast næst. Eins og mál standa nú, þá er ekki talið lík­legt að App­le ­geti myndað mik­inn vöxt á næstu miss­er­um. Á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins féll ­sala saman um þrettán pró­sent, miðað við sama árs­fjórð­ung fyrir ári. Þar með­ lauk ótrú­legu skeiði, sem taldi 51 árs­fjórð­ung, þar sem fyr­ir­tækið sýndi vöxt miðað við sama tímbil ári fyrr.



Eng­inn ætti þó að afskrifa App­le, þrátt fyrir að fyr­ir­tækið standi um margt á tíma­mótum þessi miss­er­in. Vörur fyr­ir­tæk­is­ins er ennþá gríð­ar­lega eft­ir­sótt­ar, þrátt fyrir allt. Tekj­urnar námu 50,6 millj­örðum Banda­ríkja­dala á fyrsta árs­fjórð­ungi, en flestar spár höfðu gert ráð fyrir að minnsta kosti 52 millj­örð­u­m ­Banda­ríkja­dala. Einkum er það fall á sölu á iPhone símum sem er að valda því, að tekjur vaxa ekki milli ára, og því eru miklar vonir bundnar við að App­le komi fram með eitt­hvað óvænt og not­enda­vænt – eins og Steve Jobs var fræg­ur ­fyrir – á næstu miss­er­um. Margir hafa horft til inn­reiðar á bíla­markað og einnig á orku­mark­að, með umhverf­is­vænum tækni­lausn­um. 

Allt mun þetta skýrast, þegar fram­tíðin ber að dyr­um. Þannig var það oft hjá Jobs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiErlent
None