Topp 10 - Tónleikar á Íslandi

Kristinn Haukur Guðnason
Justin Timberlake kom til Íslands árið 2014.
Justin Timberlake kom til Íslands árið 2014.
Auglýsing

Koma bresku rokksveit­ar­innar The Kinks til Íslands árið 1965 ­mark­aði ákveðin tíma­mót í íslenskri tón­list­ar­sögu. Upp frá því hófu erlend­ar stór­sveitir og tón­list­ar­menn að venja komur sínar hingað þó að það hafi vissu­lega verið strjált í upp­hafi. Árið 2016 verður íslensku tón­list­ar­á­huga­fólki afar gott. Meðal heims­frægra tón­list­ar­manna sem boðað hafa komu sína má nefna Radi­ohead, Muse, Brian Wil­son og sjálfan Justin Bieber. En hvað eru merki­leg­ustu tón­leik­arnir hingað til?

10. David Bowie

Tón­leikar David Bowie í Laug­ar­dals­höll þann 20. júní árið 1996 voru hluti af Lista­há­tíð í Reykja­vík og tók­ust með ein­dæmum vel. Hljóm­sveitin Lhooq (með Jóhann Jóhanns­son inn­an­borðs) hit­aði upp en þegar Bowi­e ­mætti á sviðið ætl­aði þakið að rifna af hús­inu. Áhorf­endur voru um 5500 manns á öllum aldri og vita­skuld löngu upp­selt. Bowi­e, ­sem kall­aður hefur verið kamelljón rokks­ins og komið víða við í tón­list­ar­sköp­un, sagði eftir tón­leik­ana að hann væri að sjá alveg nýj­an að­dá­enda­hóp. Í Laug­ar­dals­höll spil­aði hann tölu­vert af nýj­ustu plötu sinni Outside sem er mjög ævin­týra­gjörn og el­ektrónísk. Áhorf­endur tóku aftur á móti betur í eldri slag­ara á borð við Her­oes, Diamond Dogs og Und­er ­Pressure. Hann spil­aði þó ekki mikið af hinu svo­kall­aða Ziggy Star­dust ­skeiði sem gerði hann frægan í upp­hafi átt­unda ára­tug­ar­ins. Bowie hældi land­i og þjóð í hástert á sjón­varps­stöð­inni MTV og hvatti fólk til að heim­sækja land­ið.

Auglýsing


9. Black Sabbat­h/Jet­hro Tull

Á hálfr­ar­aldar afmæli Akra­nes­kaup­staðar árið 1992 var á­kveðið að halda stór­tón­leika í bænum sem nefnd­ust Skagarokk. Skaga­menn vor­u stór­huga og bók­uðu tvö risa nöfn úr rokk­heim­in­um, Jet­hro Tull og Ozzy Osbo­ur­ne. Þeir bjugg­ust við a.m.k. 3000 tón­leika­gestum í heild­ina og stefndu á að hafa við­burð­inn árleg­ann, töl­uðu jafn­vel um að Akra­nes yrði að „Hró­arskeld­u Ís­lands“. Þegar ljóst var að Ozzy kæm­ist ekki náð­ist sam­komu­lag við hans gömlu hljóm­sveit Black Sabbat­h um að spila í hans stað. Tón­leik­arnir fóru fram í íþrótta­húsi Akra­ness 25. og 26. sept­em­ber. Jet­hro Tull spil­uðu á fyrra kvöld­inu með Gildr­una sem upp­hit­un­ar­band og Black Sabbath á seinna kvöld­inu ásamt hinni norsku hljóm­sveit Eirík­s Hauks­son­ar, Artch. Miða­salan var ákaf­lega dræm, ein­ungis nokkur hund­ruð mið­ar­ ­sam­an­lagt, og þá sér­stak­lega á seinni tón­leik­anna. Það þó að rokk­guðir á borð við Tony Iommi, Geezer Butler og Ronnie James Dio kæmu fram og spil­uðu gamla slag­ara frá Ozzy tím­anum í bland við nýtt efni. Nú er í bígerð heim­ild­ar­mynd um æv­in­týr­ið. 



8. Wu Tang Clan

Þann 20. des­em­ber árið 1997 átti amer­íska ofurrappsveitin Wu Tang Clan að stíga á svið í Laug­ar­dals­höll­inni en á síð­ustu stundu var tón­leik­un­um af­lýst. Með­limir hljóm­sveit­ar­innar höfðu lent í bílslysi í New York og ­for­sprakki þeirra Ol´ Dirty Bast­ard slasast. Ári seinna kætt­ust Wu Tang að­dá­endur hér­lendis þegar til­kynnt var að Hljóm­sveitin Gra­vediggaz (með Wu Tang ­stjörn­una RZA inn­an­borðs) myndi spila í Fylk­is­höll­inni, en RZA mætti ekki. RZA kom þó hingað í heim­sókn með leik­stjór­anum Quentin Tar­antino árið 2006 og sagð­i vel mögu­legt að Wu Tang spil­uðu hér. Rapp­þyrstir Íslend­ingar þurftu þó að bíða í níu ár þegar loks var til­kynnt að hljóm­sveitin myndi loka Secret Sol­stice há­tíð­inni árið 2015. 21. júní stigu þeir á svið í Laug­ar­daln­um, sjö tals­ins. RZA var ekki meðal þeirra og ekki heldur Ol´D­irty sem lést árið 2004. Tón­leik­arnir gengu hins vegar mjög vel og eru senni­lega stærsti rapp­við­burð­ur­ Íslands.

7. Snoddas

Árið 1952 greip um sig mikið æði í Sví­þjóð fyrir ungum pilt­i að nafni Gösta Nordgren, sem kall­aður var Snoddas. Snoddas þýðir litli gúmmí­ ­strák­ur­inn, við­ur­nefni sem hann fékk vegna þess að faðir hans seldi smokka. Sn­oddas var ljúf sál en nokkuð ein­faldur og tón­list hans nokkuð gam­al­dags. Smá­skífan Flott­ar­k­ar­lek seld­ist eins og heitar lummur og SÍBS brá á það ráð að fá hann hingað til lands­ins til þess að syngja á nokkrum tón­leik­um. Æðið fylgd­i Sn­oddas til Íslands og þegar hann kom hingað í mars­mán­uði árið 1953 var hann á for­síðum allra blað­anna og gat sig varla hreyft án þess að það teld­ist frétt­næmt. Íslend­ingar voru ekki vanir slíkum stór­stjörnum á þessum tíma og fljót­lega ­seld­ist upp á alla tón­leik­ana sem hann átti að syngja á. Eft­ir­vænt­ingin var ­mikil en von­brigðin jafn­vel meiri þegar hann loks hóf upp raust sína. Snodda­s ­söng svo skelfi­lega að áhorf­endur áttu í basli með að halda niðri í sér­ hlátr­in­um. Æðið í Sví­þjóð dó einnig fljót­lega út og þessi kafli er í dag tal­inn einn sá vand­ræða­leg­asti í sænskri tón­list­ar­sögu.



6. Elton John

Það var klaufa­lega staðið að komu hins heimsku­nna tón­list­ar­manns Elton John hingað árið 2000. Aðstand­endur tón­leik­anna létu gera rann­sókn á mögu­legri aðsókn og ákváðu í kjöl­farið að panta Laug­ar­dals­völl­inn. Töl­urn­ar stóð­ust þó engan veg­inn og ein­ungis 8000 manns keyptu miða á tón­leik­ana sem skil­aði um 10 milljón króna tapi. Fram­kvæmd tón­leik­anna sjálfra var einnig klaufa­leg. Það var kalt úti þann 1. júní, stúk­urnar voru illa skipu­lagð­ar­, ­ljósa­kerfið lélegt o.s.frv. En ekki var hægt að kvarta yfir tón­list­inni. Ný Dönsk og KK hit­uðu upp fyrir Elton ­sem svo spil­aði allar sínu helstu perlur á lysti­legan hátt. Ekki er heldur hægt að segja að tón­leika­gestir hafi fengið lítið fyrir aur­inn því að hann spil­aði í næstum þrjá klukku­tíma. Þetta er ekki í eina skiptið sem Elton John hef­ur ­spilað hér á landi. Hann tróð upp í alræmdri afmæl­is­veislu Ólafs Ólafs­sonar 20. jan­úar árið 2007 sem haldin var í frysti­geymslu Sam­skipa við Voga­bakka. Þar ­spil­aði hann ein­ungis í klukku­tíma en talið er að hann hafi fengið um millj­ón ­Banda­ríkja­doll­ara fyrir við­vik­ið.

5. Justin Tim­berlake

Justin Tim­berla­ke, ein stærsta popp­stjarna ver­ald­ar, tróð ­upp í Kórnum í Kópa­vogi þann 24. ágúst árið 2014, en það eru fyrst­u stór­tón­leik­arnir sem haldnir eru í knatt­spyrnu­höll­inni. Mikið Tim­berlake æði greip land­ann þegar til­kynnt var að hann myndi halda tón­leika hér en ­upp­runa­lega áttu þeir að fara fram í júní. Áætlað er að tæp­lega 17 þús­und manns hafi sótt tón­leik­ana en einnig var hægt að fylgj­ast með þeim í beinn­i út­send­ingu á net­síð­unni Live Nation. Um ein milljón manns horfði á þá víðs ­vegar um heim. Meðal tón­leika­gesta var banda­ríski auð­kýf­ing­ur­inn Bill Gates sem flaug hingað á einka­þotu sinni og hafði heila stúku út af fyrir sig og ­fylgd­ar­fólk sitt. Tim­berlake kom með sinn eigin plötu­snúð, DJ Freestyle Steve, til að hita upp en einnig spil­uðu Gus Gus áður en popp­kóng­ur­inn sté á svið. Tón­leikar Tim­berlake gengu vel og sjón­ar­spilið var mik­ið. Lýð­ur­inn ærð­is­t hrein­lega í loka­lagi tón­leik­anna, hinu nýút­komna Mir­r­ors.



4. Louis Arm­strong

„Satchmo“, eitt stærsta nafn í sögu jazz-tón­list­ar, kom til­ Ís­lands í febr­úar árið 1965 og hélt ferna tón­leika í Háskóla­bíói, 8. og 9. þess ­mán­að­ar. Það var knatt­spyrnu­deild Vík­ings sem flutti Arm­strong inn til lands­ins og skipu­lagði tón­leik­ana. Vita­skuld var troð­fullt á þá alla. Arm­strong hafði ver­ið í brans­anum allt síðan á öðrum ára­tug sein­ustu aldar og þegar hann tróð upp á Ís­landi  var hann kom­inn vel á sjö­tugs­ald­ur. Á þessum árum túraði hann stíft með hljóm­sveit sinni um víða ver­öld og gaf ennþá út plöt­ur, mörg af hans fræg­ustu verkum voru samin á þessum ­tíma. En ald­ur­inn var far­inn að segja til sín og það sást greini­lega í Há­skóla­bíói. Ráma röddin var ennþá til staðar og trompet­leik­ur­inn en hann þurfti að hvíla mikið og lét hljóm­sveit sína alfarið um nokkur lög. Arm­strong, sem d­valdi á Hótel Sögu, var þó ánægður með við­tök­urnar og Íslend­inga. Hann sagð­i að það „væri mik­ill djass í þessu fólki“. 

3. Metall­ica

Árið 2002 var Egils­höllin í Graf­ar­vogi vígð og þar með var kom­inn góður vett­vangur fyrir fjöl­menna tón­leika. Fyrstu tón­leik­arnir sem vor­u haldnir þar voru með amer­ísku þung­arokks­ris­unum Metall­ica þann 4. júlí árið 2004. Metall­ica var stofnuð árið 1981 og á gríð­ar­stóran og dyggan aðdá­enda­hóp hér á landi eins og annar stað­ar. Það kom því ekki á óvart að 18 þús­und manns lögðu leið sína í Graf­ar­vog­inn til að líta goðin aug­um, Íslands­met inn­an­hús­s ­sem stendur enn­þá. Íslensku rokk­hljóm­sveit­irnar Brain Police og Mínus hit­uð­u ­upp við góðar und­ir­tekt­ir. Allt ætl­aði svo um koll að keyra þegar aðal­núm­er ­kvölds­ins stigu á svið­ið. Metall­ica spil­uðu 11 af sínum þekkt­ustu lögum og vor­u svo klapp­aðir upp í tvígang og spil­uðu hvorki meira né minna en 7 lög í við­bót. Eini skugg­inn á tón­leik­unum var sá að loft­ræsti­kerfi hall­ar­innar fór úr skorð­u­m og þó nokkrir tón­leika­gestir áttu í erf­ið­leikum með and­ardrátt. Alls vor­u fjórir fluttir á slysa­deild vegna þessa.



2. Rage Aga­inst the Machine

Fáar hljóm­sveitir hafa skot­ist jafn snöggt upp á stjörnu­sviðið og rapp­skotna rokksveitin Rage Aga­inst the Machine frá Los Ang­el­es. Bandið var stofnað árið 1991 og ári seinna kom þeirra fyrsta plata út. Hún var sjálftitl­uð, seld­ist í bíl­förmum og þykir ennþá ein af bestu rokk­plöt­u­m allra tíma. Hálfu ári eftir útgáfu plöt­unn­ar, þann 12. júní árið 1993, tróð­u Rage Aga­inst the Machine upp í Kaplakrika en tón­leik­arnir voru liður í Lista­há­tíð Hafn­ar­fjarðar það árið. Um 4000 manns voru í hús­inu, mik­ill hiti og hama­gang­ur. Vin­sælasta rokk­sveit Íslands, Jet Black Joe, hit­aði upp og þegar RATM liðar stigu á svið ­tryllt­ist allt og gæslan réði lítið við ung­menni sem reyndu að stökkva inn á sviðið til stjarn­anna. Söngv­ar­inn Zach de la Rocha kynnti undir hit­ann í hús­in­u ­með því að halda ræðu um Persaflóa­stríðið og að hleypa einum áhorf­anda upp á svið­ið. Fáir fóru sviknir heim eftir þetta kvöld og eng­inn þurr. Tón­leik­un­um var svo sjón­varpað í heild sinni á RÚV.



1. Led Zepp­elin

Breska rokksveitin Led Zepp­elin kom hingað til lands og ­spil­aði í Laug­ar­dals­höll þann 22. júní árið 1970. Þetta var stærsti við­burð­ur­inn á fyrstu Lista­há­tíð­inni í Reykja­vík. Zepp­el­in-liðar voru langt frá­ því rosknar rokk­stjörn­ur, þeir voru korn­ungir og höfðu ein­ungis gefið út tvær breið­skíf­ur. En opn­un­ar­lagið á þeirri þriðju, Immigr­ant Song, var einmitt inn­blásið af dvöl þeirra á Íslandi. Led Zepp­elin spil­uðu átta lög og þar af fimm af annarri plöt­unni sem hét ein­fald­lega Led Zepp­elin II og tók­u­st tón­leik­arnir með afbrigðum vel. Á sjö­unda ára­tugnum hófu erlendar rokksveit­ir að spila hér á landi. The Kinks spil­uðu í Aust­ur­bæj­ar­bíói 1965 og The Holl­ies í Há­skóla­bíói ári seinna. Led Zepp­elin voru þó af öðru kali­beri. Þeir voru á þessum tíma­punkti ein stærsta hljóm­sveit heims. Margir bið­u alla nótt­ina fyrir utan miða­söl­una. Tón­leikar Led Zepp­elin eru senni­lega einn ­stærsti tón­list­ar­við­burður sem hald­inn hefur verið hér á landi og þeir sem vor­u á þessum tón­leikum stæra sig af því enn þann dag í dag.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None