Níu þingmenn hyggjast ekki ætla að bjóða fram krafta sína í næstu alþingiskosningum.
Mynd: Birgir Þór
#alþingi #stjórnmál #kosningar2016

Níu þingmenn ætla að hætta og fimm eru óákveðnir með framhaldið

Níu sitjandi þingmenn, þar af einn ráðherra, nefndarformaður og forseti Alþingis, ætla að hætta á þingi eftir núverandi kjörtímabil. Tveir öflugir Framsóknarmenn úr Reykjavíkurkjördæmi norður ætla segja skilið við Alþingi.

Línur eru farnar að skýr­ast varð­andi áætl­anir sitj­andi þing­manna í næstu Alþing­is­kosn­ing­um. Þó að kjör­dagur hafi enn ekki verið ákveð­inn er ljóst að lang­flestir þing­menn ætla að gefa kost á sér áfram, þó að nokkrir séu að hell­ast úr lest­inni.

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, þeir Brynjar Níels­son, Vil­hjálmur Bjarna­son og Birgir Ármanns­son voru allir óákveðnir þegar Kjarn­inn spurði þá í apríl hvort þeir ætl­uðu að halda áfram, en þeir hafa nú ákveðið sig og ætla að gefa kost á sér í próf­kjörum flokks­ins fyrir næstu þing­kosn­ing­ar. Það sama á við um Bjarkeyju Olsen Gunn­ars­dótt­ur, þing­mann Vinstri grænna. 

Þá hafa fregnir borist af fleira fólki sem vill gefa kost á sér til þings í næstu kosn­ing­um, þar á meðal norð­aust­ur­kjör­dæm­is­menn­irnir Björn Valur Gísla­son, vara­for­maður VG, og Björn Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri, sem vill fara á þing fyrir Pírata. 

Þeir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson ætla að halda áfram á þingi. Katrín Júlíusdóttir og Einar K. Guðfinnsson ætla að hætta.
Mynd: Birgir Þór

Tveir sitj­andi þing­menn Bjartrar fram­tíðar af sex ætla að hætta; Bryn­hildur Pét­urs­dóttir þing­flokks­for­maður og Róbert Mars­hall. Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis og 2. þing­maður Fram­sókn­ar­flokks í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, ætlar líka að segja skilið við þing­ið, en hann hafði áður sagt við Kjarn­ann hann ætl­aði að halda áfram. Honum hefur því snú­ist hug­ur. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, auð­linda- og umhverf­is­ráð­herra og 7. þing­maður Reykja­vík norð­ur, ætlar líka að hætta. Lilja Alfreðs­dótt­ir, utan­rík­is­ráð­herra Fram­sókn­ar, hefur ekki gefið út hvort hún ætli að bjóða sig fram í í næstu kosn­ing­um, en með fjar­veru Sig­rúnar og Frosta er ljóst að það opn­ast tæki­færi fyrir hana í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Fimm af núver­andi þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins ætla annað hvort ekki að halda áfram eða eru óákveðnir um áfram­hald­andi setu á þingi. Sjálf­stæð­is­flokkur og Vinstri græn eiga ein­ungis einn þing­mann hvor sem ætlar að hætta. 

Spurt var: Ætlar þú að gefa kost á þér áfram í næstu Alþing­is­kosn­ing­um? 

Brynhildur Pétursdóttir Nei
Norðausturkjördæmi
Einar K. Guðfinnsson Nei
Norðvesturkjördæmi
Frosti Sigurjónsson Nei
Reykjavíkurkjördæmi norður
Katrín Júlíusdóttir Nei
Suðvesturkjördæmi
Kristján Möller Nei
Norðausturkjördæmi
Páll Jóhann Pálsson Nei
Suðurkjördæmi
Róbert Marshall Nei
Reykjavíkurkjördæmi suður
Sigrún Magnúsdóttir Nei
Reykjavíkurkjördæmi norður
Ögmundur Jónasson Nei
Suðvesturkjördæmi

Nokkrir þing­menn eru enn óákveðnir með fram­hald­ið, þar á meðal Guð­mundur Stein­gríms­son, fyrr­ver­andi for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ingar og for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is. 

Guðmundur Steingrímsson Óákveðin/n
Suðvesturkjördæmi
Haraldur Einarsson Óákveðin/n
Suðurkjördæmi
Karl Garðarsson Óákveðin/n
Reykjavíkurkjördæmi suður
Lilja Alfreðsdóttir Óákveðin/n
utan þings
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Óákveðin/n
Reykjavíkurkjördæmi suður

Þá hafa aðrir þing­menn ekki viljað svara fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þar af eru tveir ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks, þau Ragn­heiður Elín Árna­dóttir og Ill­ugi Gunn­ars­son. Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar, hefur heldur ekki viljað gefa upp áform sín. Línan hjá ráð­herr­unum tveimur og for­manni VG hefur verið sú að til­kynna fyrst um áætl­anir innan flokka sinna, en ekki í fjöl­miðl­u­m. 

Ekki hefur náðst í Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eða Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­mann fjár­laga­nefndar og þing­mann Fram­sókn­ar­flokks. Ekki náð­ist heldur í Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, en hún sagð­ist í apríl vera óákveðin með fram­hald­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar