Tíu staðreyndir um efnahagshorfur

Hvert stefnir Ísland? Kjarninn rýndi í nýja hagspá Hagstofu Íslands og tók saman tíu staðreyndir um efnahagshorfur hér á landi.

ferðamenn við Seljalandsfoss
Auglýsing

Staða efna­hags­mála hefur gjör­breyst á til­tölu­lega skömm­um ­tíma. Þar vegur upp­gjörið vegna slita­búa föllnu bank­anna þungt, en með því vor­u sjö þús­und millj­arða skuldir þjóð­ar­búss­ins erlendis þurrk­aðar út, og ríkið fékk til sín miklar eign­ir, þar á meðal Íslands­banka að fullu. Hag­stofa Íslands­ birti hag­spá í síð­ustu viku, þar sem fram kemur að gert sé ráð fyrir kröft­ug­u hag­vaxt­ar­skeiði næstu fimm árin.

1.       Á þessu ári gerir Hag­stofa Íslands ráð fyrir 4,3 ­pró­sent hag­vexti, miðað við árið í fyrra. Það er í sögu­legu til­liti frem­ur ­mik­ill hag­vöxt­ur. Á árinu 2017 er gert ráð fyrir 3,5 pró­sent hag­vexti og árin 2018 til 2021, um þrjú pró­sent hag­vexti á ári. Árleg lands­fram­leiðsla Íslands­ var í fyrra um tvö þús­und millj­arðar króna.

2.       Mik­ill gangur verður í aukn­ingu fjár­fest­ing­ar, næstu tvö árin, sam­kvæmt spá Hag­stofu Íslands. Á þessu ári eykst fjár­fest­ing í hag­kerf­inu um sextán pró­sent. Þar vegur meðal ann­ars þungt mikil fjár­fest­ing í hót­el­bygg­ingum og iðn­aði. Á næsta ári verður aukn­ingin enn meiri, eða um sautján pró­sent. Þá er gert ráð fyrir mik­illi fjár­fest­ingu vegna upp­bygg­ing­ar stór­iðju, meðal ann­ars á Bakka við Húsa­vík og í Helgu­vík. Á árunum 2018 til 2021 mun hún aukast minna, eða um tvö til fjögur pró­sent árlega.

Auglýsing

Hagvaxtarhorfur eru góðar, segir Hagstofa Íslands.

3.       En hvernig hefur staðan erlendis áhrif á Ísland? Und­an­farin miss­eri hefur staða mála á alþjóða­mörk­uðum verið Íslandi um marg­t hag­felld. Frá árinu 2013 hefur hrá­vöru­verð lækkað um þrjá­tíu pró­sent að ­með­al­tali. Meg­in­á­stæðan er almennur hæga­gangur í heims­bú­skapn­um, og minnkand­i eft­ir­spurn. Olíu­verð hefur hækkað nokkuð und­an­farna mán­uði, eftir mikla lækk­un árið þar á und­an. Frá því í jan­úar og til dags­ins í dag hefur hrá­ol­íu­tunn­an farið úr 27 Banda­ríkja­dölum í 48 dali nú. Verð­þróun á ýmsum hrá­vörum skipt­ir ­máli fyrir útflutn­ing á Íslandi, og einnig fyrir verð­þróun á inn­fluttum vörum á Ís­landi.

4.       Hag­vöxt­ur­inn á Íslandi hefur breyst mikið á und­an­förnum árum. Ferða­þjón­ustan hefur vaxið gríð­ar­lega hratt. Árið 2010 komu innan við 500 þús­und ferða­menn til Íslands en því er spáð að þeir verði 1,6 millj­ónir í ár.  Þetta hefur mikil áhrif á sam­setn­ingu hag­vaxt­ar, sem er nú er mun útflutn­ings­drifn­ari en áður. Áfram­hald­and­i vexti í ferða­þjón­ustu er spáð, og gera spár ráð fyrir því að fjöldi ferða­manna verði 2,2 millj­ónir á ári eftir tvö ár.

5.       Ólíkt mörgum öðrum hrá­vörum, þá hefur verð á sjáv­ar­af­urðum farið hækk­andi á alþjóða­mörk­uð­um, að með­al­tali. Tölu­verð­ur­ ­mark­aðs­brestur er þó víða, meðal ann­ars í Níger­íu, sem er mik­il­vægur mark­að­ur­ ­fyrir þurrk­aðar afurð­ir. Þar er gjald­eyr­is­skortur sem hefur hamlað við­skipt­u­m. Heilt yfir er þó íslenskur sjáv­ar­út­vegur á góðu róli, og hafa und­an­farin ár verið bestu rekstr­arár í sögu sjáv­ar­út­vegs­ins.

6.       Kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna, sem ræður mestu um svig­rúm heim­il­anna til einka­neyslu, eykst sér­stak­lega mikið árin 2014–2018, ­sam­kvæmt spá Hag­stofu Íslands. Miklar launa­hækk­an­ir, lítil verð- bólga, ­geng­is­styrk­ing og skatta­lækk­anir er allt þættir sem styðja aukna einka­neyslu. Þennan tíma er vöxtur einka­neyslu einnig mestur en gert er ráð fyrir að einka­neyslan hafi auk­ist um 4,8% árið 2015, auk­ist um 6% árið 2016 og 4,8% árið 2017, 3,6% árið 2018 en nærri 3% árlega árin 2019–2021. Verð­bólga gæti auk­ist nokkuð á næstu árum, en hún mælist nú 1,7 pr´ró­sent

Hrávöruverð hefur þróast Íslandi í hag á undanförnum árum. Sjávarútvegurinn hefur haldið sínu, horft yfir meðaltalið.

7.       Á síð­asta ári jókst atvinnu­vega­fjár­fest­ing um 29,5 pró­sent. Þessi mikla aukn­ing var á breiðum grunni þó fjár­fest­ingar í tengslum við ferða­þjón­ustu hafi verið áber­andi vegna hót­el­bygg­inga, inn­flutn­ings bíla­leigu­bíla og fjár­fest­ingar í flug­vél­um.

8.       Atvinnu­leysi er í lægstu lægð­um, og hefur mæl­st tvö til þrjú pró­sent á síð­ustu miss­er­um. Útlit er fyrir mikla vöntun á vinnu­afli, á næstu árum og mun það ekki síst koma erlendis frá. Krefj­and­i verður fyrir mörg fyr­ir­tæki að ná að ráða hæft starfs­fólk, á þeim litla vinnu­mark­aði sem Ísland er. Um 200 þús­und eru á vinnu­mark­aði á Íslandi.

9.       Íbúða­fjár­fest­ing reynd­ist tals­vert minni árið 2015 en útlit var fyrir framan af síð­asta ári. Lík­leg­ast er að ­bygg­ing­ar­iðn­að­ur­inn hafi að ein­hverju leiti beint kröftum sínum að bygg­ing­u at­vinnu­hús­næð­is, t.d. hót­ela og gisti­staða. Í spánni er nú gert ráð fyrir að ­í­búða­fjár­fest­ing verði nokkru meiri í ár en í fyrra og vöxt­ur­inn verð­i um­tals­verður út spá­tím­ann. Yfir­stand­andi, fyr­ir­liggj­andi og áformuð ­í­búða­verk­efni duga til að standa undir þeim vexti sem spáð er að minnsta kost­i framan af, segir í hag­spá Hag­stof­unn­ar. Áhrifin ferða­þjón­ust­unnar á fast­eigna­markað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa verið tölu­verð, þar sem Air­bnb og fleiri fyr­ir­tæki, hafa verið áhrifa­mikil og leitt til þess að hátt í tvö þús­und ­í­búðir hafa farið af almennum mark­aði.

10.   Gengi krón­unnar getur styrkst nokkuð gagn­vart helstu við­skipta­myntum á næstu miss­er­um. Evran kostar nú um 140 krónur en gert er ráð fyrir því, meðal ann­ars í hag­spá Lands­bank­ans og Íslands­banka, sem birt var í morg­un, að gengið geti styrkst nokkuð á næstu árum. Farið í átt að því að ­evran kosti 120 krónur á næstu tveimur árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None