Verðbólgudraugurinn haminn með sterkari krónu

Verðbólga mun aukast á næstunni, en ef gengi krónunnar styrkist meira á næstunni, þá vinnur það gegn verðbólgunni.

Fasteignir hús
Auglýsing

Styrk­ingin krón­unnar vinnur gegn því að verð­bólgan kom­ist af ­stað á nýjan leik, að mati hag­fræði­deildar Lands­bank­ans. Hún mun þó hækka úr 1,7 ­pró­sent í 2 pró­sent, næst þegar Hag­stofa Íslands birtir verð­bólgu­mæl­ingu sína, 28. júní næst­kom­andi.

Það sem er að þrýsta verð­bólg­unni upp á við eru hækkun á bens­ín­verði eftir hækk­anir á olíu á alþjóða­mörk­uðum að und­an­förnu, hækkun á húsa­leigu og hús­næð­is­kostn­aði, hækkun á flug­far­gjöldum og hækkun á veit­inga- og g­isti­þjón­ustu.

Styrk­ing krónu í kort­unum

Það sem helst vinnur á móti hækkun á vörum og þjón­ust­u inn­an­lands er hvernig gengið hefur þró­ast að und­an­förnu, en Banda­ríkja­dal­ur ­kostar nú 122 krónur og evra 138 krón­ur. Fyrir ári síðan kost­aði dal­ur­inn 136 krónur og evran rúm­lega 150 krón­ur. Þetta skilar sér í því, að inn­fluttar vör­ur ­kosta minna, sem leiðir út í verð­lagið og þar með verð­bólgu­mæl­ing­ar.

Auglýsing

Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið­i í meira en tvö ár. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, sem ákvarðar vext­i, hefur gefið til kynna í frétta­til­kynn­ingum að það sé mat nefnd­ar­inn­ar, að verð­bólga muni aukast nokkuð á næst­unni og geti verið farið yfir mark­miðið á næsta ári. Ástæðan er meðal ann­ars launa­hækk­anir að und­an­förnu og síðan hækk­un á hrá­vörum á alþjóða­mörk­uð­um, sem hefur áhrif á verð á inn­fluttum vör­um.

Skulda­staðan batnað hratt

En á sama tíma hefur staða hag­kerf­is­ins sjaldan ver­ið­i ­sterk­ari, þegar horft er til skulda erlend­is. Eftir að rúm­lega sjö þús­und millj­arða skuldir sem til­heyrðu slita­búum föllnu bank­anna, voru þurrk­aðar út úr hag­töl­un­um, þá lítur staðan mun betur út, svona til ein­föld­unar sagt. Erlend­ar op­in­berar skuldir nema um 230 millj­örðum króna, og skuldir rík­is­sjóðs inn­an­lands­ 1.250 millj­örð­um. Sam­tals nema opin­berar skuldir nú um 60 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu, sé miðað við stöðu mála í fyrra.

Ferða­þjón­ustan eins og vítamín­sprauta

Hér sést yfirlit yfir bráðabirgðaspár greiningardeilda bankanna. Þær spá allar aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.Mikið gjald­eyr­is­inn­streymi vegna sífelldrar aukn­ingar í ferða­þjón­ustu, virkar því eins og vítamín­sprauta fyrir hag­kerfið og er ­þrýst­ingur fyrir sterkara gengi krónu gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Þannig er gert ráð fyrir að gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum verði yfir­ 400 millj­arðar á þessu ári, sem gerir ferða­þjón­ust­una að lang­sam­lega stærst­u gjald­eyr­is­skap­andi grein þjóð­ar­inn­ar.

Seðla­bank­inn hefur komið í veg fyrir sterkara geng­i krónu, með inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði, á und­an­förnu ári. Sam­keppn­is­staða ­út­flutn­ings­ins á mikið undir því, að gengi krón­unnar styrk­ist ekki of mik­ið. En á sama tíma getur hún dregið úr verð­bólgu­þrýst­ingi, eins og bent er á skýrslu hag­fræði­deildar Lands­bank­ans í dag, og pen­inga­stefnu­nefnd hefur einnig fjallað í fund­ar­gerðum, sem birtar eru tveimur vikum eftir vaxta­á­kvörð­un­ar­dag. Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 5,75 pró­sent, en víð­ast hvar í heim­inum eru þeir mun lægri, eða á milli 0 og 1 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None