Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður danska Þjóðarflokksins, glöð í bragði.
Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður danska Þjóðarflokksins, glöð í bragði.
Auglýsing

Stundum er sagt að ekk­ert sé svo ein­falt að það geti ekki orðið flók­ið. Þessi full­yrð­ing á kannski vel við fyr­ir­sögn pistils­ins. Svarið virð­ist aug­ljóst: Þing­menn mega ekki og eiga ekki að ljúga. Frekar en aðrir myndi margur segja. Það kann þess vegna að hljóma und­ar­lega að danska þing­ið, Fol­ket­in­get, hafi rætt þessa, að því er virð­ist, ein­földu spurn­ingu og ekki getað komið sér saman um svar­ið. Í þing­inu eru allir sam­mála um að þing­menn og ráð­herrar megi ekki ljúga, hvorki að þing­inu né almenn­ingi. En málið er kannski ekki alveg svona ein­falt, því komust þing­menn­irnir að þegar þeir ætl­uðu að svara spurn­ing­unni.  En af hverju eru danskir þing­menn að ræða mál sem þetta? Jú, það á sér skýr­ingu.

Krist­jan­íu­ferðin

Í febr­úar árið 2012 ákvað dóms­mála­nefnd danska þings­ins, ásamt nokkrum yfir­mönnum úr lög­regl­unni að heim­sækja Krist­jan­íu, í til­kynn­ingu danska þings­ins stóð að ætl­unin væri að kynna sér mann­lífið og atvinnu­starf­sem­ina. Meðal þeirra þing­manna sem ætl­uðu í þessa ferð var Pia Kjærs­gaard þáver­andi for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins, hún hefur iðu­lega lýst miklum efa­semdum um til­vist Krist­jan­íu. Áður en af heim­sókn­inni varð var ferð­inni frestað og Morten Bød­skov dóms­mála­ráð­herra til­kynnti dóms­mála­nefnd þings­ins að lög­reglu­stjór­inn í Kaup­manna­höfn kæm­ist ekki þennan til­tekna dag. Þegar Leyni­þjón­ust­an, sem sá um skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar, nefndi daga sem hent­uðu til heim­sókn­ar­inn­ar, voru það alltaf dagar þar sem Pia Kjærs­gaard var að heiman og gat ekki far­ið. 

Til að gera langa sögu stutta var sagan með lög­reglu­stjór­ann fyr­ir­slátt­ur. Hin raun­veru­lega ástæða kom síðar í ljós og var sú að Leyni­þjón­ustan taldi sig ekki geta tryggt öryggi Piu Kjærs­gaard. Krist­jan­íu­ferð­in, þar sem Pia Kjærs­gaard var meðal þátt­tak­enda var hins­vegar farin í júní 2012 og gekk snurðu­laust.

Auglýsing

Lyga­vefur ráð­herr­ans

Piu Kjærs­gaard hafði grunað að Leyni­þjón­ustan hefði snuðrað í dag­bók hennar í gegnum tölvu­kerfi þings­ins, en slíkt er harð­bann­að. Pia Kjærs­gaard skráði þess­vegna ekki hina fyr­ir­hug­uðu Krist­jan­íu­ferð í dag­bók­ina og Leyni­þjón­ustan vissi þess vegna ekki að hún væri meðal þátt­tak­enda fyrr lagt var af stað. Þetta taldi Pia Kjærs­gaard sönnun þess að kíkt hefði verið í dag­bók­ina. 

Sautján mán­uðum eftir Krist­jan­íu­ferð­ina komu trún­að­ar­menn innan Leyni­þjón­ust­unnar fram með fjöl­margar alvar­legar ásak­anir á hendur yfir­manni sín­um, Jacob Scharf. Þar á meðal að hann hefði fyr­ir­skipað að kíkt yrði í dag­bók Piu Kjærs­gaard. Jacob Scharf hrökkl­að­ist í kjöl­farið úr Leyni­þjón­ust­unni. Upp­lýs­ingar trún­að­ar­mann­anna stað­festu grun Piu Kjærs­gaard og jafn­framt að Morten Bød­skov dóms­mála­ráð­herra hefði logið að dóms­mála­nefnd þings­ins. Ráð­herr­ann við­ur­kenndi þetta á fundi með nefnd­inni en hann hefði neyðst til að segja ósatt. ”Nöd­lögn” sagði ráð­herrann, neyð­ar­lygi, til að afhjúpa ekki ólög­legt athæfi Leyni­þjón­ust­unnar (að kíkja í dag­bók­ina). Sög­una um lög­reglu­stjór­ann hafði hann sett saman í sam­ráði við ráðu­neyt­is­stjór­ann (sem síðar var fluttur í annað ráðu­neyti) og annan hátt settan emb­ætt­is­mann í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Nokkrum dögum eftir að Morten Bød­skov sagði frá neyðarlyginni til­kynnti hann afsögn sína og Karen Hækk­erup tók við dóms­mála­ráðu­neyt­inu.

Getur verið nauð­syn­legt að ljúga eða sveigja sann­leik­ann

Karen Hækk­erup skip­aði strax sér­staka nefnd, undir for­sæti hæsta­rétt­ar­dóm­ara til að kanna hlut emb­ætt­is­mann­anna tveggja sem höfðu aðstoðað Morten Bød­skov við lyga­sögu­skrif­in. Nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að lyga­sagan hefði verið neyð­ar­lygi (forklar­elig og undskyld­elig nød­løgn)  og væri þess vegna ekki til­efni áminn­ingar eða brott­rekstr­ar. Lagði sem­sagt blessun sína yfir athæf­ið.

Nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar, sem skil­aði af sér í maí 2014, vakti ekki ánægju þing­manna og margir þeirra lýstu mik­illi óánægju með að rann­sókn­ar­nefndin gæfi „grænt ljós“ á að ráð­herrar mættu með aðstoð emb­ætt­is­manna segja þing­nefnd og þing­heimi öllum ósatt. Þing­menn voru hins­vegar sam­mála um að þær aðstæður gætu skap­ast að ráð­herra neydd­ist til að „sveigja sann­leik­ann“. Þing­menn voru líka sam­mála um að í slíkum til­vikum yrði þingið með ein­hverjum hætti að fjalla um mál­ið. Spurn­ingin var bara hvernig ætti að búa um hnút­ana.

Flókið mál

Það sýnir kannski best hvað málið er snúið og við­kvæmt að þótt tvö ár séu liðin síðan rann­sókn­ar­nefndin skil­aði skýrslu sinni og þing­menn urðu sam­mála um að bregð­ast við hefur engin nið­ur­staða feng­ist. Þing­flokk­arnir hafa rætt fram og til baka og sér­stökum hópi, skip­uðum full­trúum allra flokka, var falið að gera til­lögur að regl­um. Þing­maður sem dag­blaðið Jót­land­s­póst­ur­inn ræddi við sagð­ist fyr­ir­fram hafa talið að ein­falt yrði að setja saman ein­hverjar vinnu­reglur varð­andi neyð­ar­lygi en það væri nú öðru nær. „Það stríðir auð­vitað gegn öllum skráðum, og óskráðum reglum að ljúga, en svo sitjum við og reynum að smíða reglu­verk, sem gengur að vissu leyti gegn þessum gild­um. Hljómar kannski sem ein­falt við­fangs­efni en annað hefur komið á dag­inn“ sagði þessi þing­mað­ur.

Annar þing­maður sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að lík­leg­ast yrði farin sú leið að skipa sér­staka nefnd innan þings­ins sem ráð­herrar gætu leitað til þegar „sveigja verður sann­leik­ann.“ Allir í þing­inu væru sam­mála um að það væri aðeins í algjörum und­an­tekn­inga­til­vikum sem ráð­herra þyrfti að beita slíkum aðferð­u­m. 

Hóp­ur­inn sem skip­aður var til að útbúa regl­urnar hefur ekki lokið störfum en þegar því verki lýkur verða til­lög­urnar lagðar fyrir þing­flokk­ana.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent
None