Deilt um breytingar á Kastrupflugvelli

Þegar Kastrup flugvöllur, sem dregur nafn sitt af samnefndu bæjarfélagi á Amager var opnaður 20. apríl 1925 hefur líklega fáa grunað að 90 árum síðar yrði hann fjölfarnasti flugvöllur á Norðurlöndum.

kastrup
Auglýsing

Yfir­stjórn Kastrup flug­vallar við Kaup­manna­höfn hyggst á næstu árum ráð­ast í miklar fram­kvæmd­ir. Stjórnin segir slíkt nauð­syn­legt vegna sí­auk­innar flug­um­ferð­ar. Land­rýmið við Kastrup er afar tak­markað og þess vegna vill stjórnin loka einni af þremur brautum vall­ar­ins. Þar verði reist nýtt flug­stöðv­ar­hús (term­inal) og jafn­framt einn brott­far­ar-og komu­gangur lengd­ur. ­For­svars­menn SAS og fleiri flug­fé­laga eru ósáttir við að flug­braut­inni verð­i lokað og það er Danska Flug­manna­fé­lagið einnig.

Þegar Kastrup flug­völl­ur, sem dregur nafn sitt af ­sam­nefndu bæj­ar­fé­lagi á Ama­ger var opn­aður 20. apríl 1925 hefur lík­lega fáa grunað að 90 árum síðar yrði hann fjöl­farn­asti flug­völlur á Norð­ur­lönd­um. Flug­braut­irn­ar voru egg­slétt tún og yfir sum­ar­tím­ann var sauðfé beitt á braut­irn­ar, lif­andi og ­sam­visku­samar sláttu­vél­ar, og smalað þegar flug­vél nálg­að­ist. Flug­stöðv­ar­bygg­ingin er úr tré og þótti glæsi­legt mann­virki, hún hefur nú ver­ið ­flutt til á flug­vall­ar­svæð­inu, er friðuð og ekki not­uð.

Ára­tuga ­bygg­inga­fram­kvæmdir  

Nokkrum árum eftir að Kastrup flug­völlur var opn­að­ur­ hófust þar bygg­inga­fram­kvæmd­ir, sem segja má að að hafi staðið linnu­lítið síð­an eða í um það bil 85 ár. Bundið slit­lag var lagt á aðal­braut vall­ar­ins árið 1941 og í lok síð­ari heims­styrj­aldar var Kastrup tal­inn einn besti og full­komnast­i flug­völlur í heim­in­um. SAS flug­fé­lagið var stofnað árið 1946 og var frá upp­hafi á­kveðið að Kastrup yrði aðal­flug­völlur félags­ins. Þetta var mik­ill búhnykk­ur, ef svo má að orði kom­ast, fyrir Kastr­up. Ný flug­stöðv­ar­bygg­ing (Term­inal 2) var ­tekin í notkun árið 1960. Þá var fyrsta flug­stöðv­ar­bygg­ingin fyrir löngu orð­in of lít­il, þrátt fyrir ýmsar við­bæt­ur. 1954 hóf SAS áætl­un­ar­flug til­ ­Banda­ríkj­anna og þá jókst umferðin um Kastrup til muna.

Auglýsing

Hug­myndir um ­flutn­ing

Land­rými við Kastrup flug­völl er mjög tak­mark­að. Byggð er í næsta nágrenni vall­ar­ins, sunnan við er bær­inn Dra­gör og Tárnby norðan meg­in­. Austan megin er Eyr­ar­sund og veg­ur­inn að brúnni yfir til Sví­þjóðar liggur fast við flug­vall­ar­svæð­ið. Einu hugs­an­legu stækk­un­ar­mögu­leikar vall­ar­ins eru til­ vest­urs en yrði þó allt annað en ein­falt. Á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar vor­u ­uppi hug­myndir um að færa flug­völl­inn út í Eyr­ar­sund, á eyj­una Salt­hólmann sem liggur austan við Eyr­ar­sunds­brúna. Ef það hefði orðið ofan á var hug­myndin að ­byggja brýr, aðra til Dan­merkur en hina til Sví­þjóð­ar. Þessar hug­myndir vor­u ­skoð­aðar mjög ítar­lega en á end­anum ákvað danska þing­ið, Fol­ket­in­get, að flug­völl­ur­inn skyldi áfram vera á Kastr­up. Kostn­aður og umhverf­is­mál réðu miklu í þeirri ákvörðun og þarmeð var Salt­hólma­hug­mynd­in, og fleiri til­lögur um ­flutn­ing, í raun úr sög­unni. Þing­menn og sér­fræð­ingar mátu það svo að þrátt ­fyrir tak­markað land­rými gæti Kastrup gegnt sínu hlut­verki um langa fram­tíð. Einn stærsti kostur Kastrup er stað­setn­ing­in: tæpir átta kíló­metrar til­ mið­borgar Kaup­mann­hafn­ar, hrað­brautin til Sjá­lands og áfram vestur er fast við ­völl­inn og sú braut liggur jafn­framt yfir sundið til Sví­þjóð­ar.

Mynd frá dönsku veðurstofunni sem sýnir flugvallarbrautirnar.

Þriðja flug­stöðv­ar­húsið og sífellt fleiri far­þegar

Eins og áður sagði hafa, ef allra fyrstu árin eru und­an­skil­in, bygg­inga­fram­kvæmd­ir stans­laust verið í gangi á Kastr­up. Upp­haf­lega flug­stöðv­ar­bygg­ingin (Term­ina­l 1) er ekki lengur í notk­un, húsið er friðað en hefur verið flutt til á svæð­in­u og annað hús ber nú heitið Term­inal 1. Árið 1998 var tekin í notkun ný flug­stöðv­ar­bygg­ing, Term­inal 3, hana þekkja íslenskir ferða­langar sem fara um ­Kaup­manna­höfn vel. Þessi bygg­ing teng­ist járn­braut­inni, sem liggur til­ ­Kaup­manna­hafnar og ann­arra lands­hluta í Dan­mörku og yfir til Sví­þjóð­ar. Úr Term­inal 3 er líka inn­an­gengt í Metro lest­ina sem brunar á nokk­urra mín­útna fresti inn í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar.

Far­þeg­um ­sem um völl­inn fara fjölgar stöðugt, á síð­asta ári voru þeir tæp­lega 27 millj­ónir og lend­ingar og flug­tök sam­tals 255 þús­und. Stærsti ”við­skipta­vin­ur­inn” er SAS, á síð­asta ári voru tæp­lega 40% allra ferða um völl­inn á vegum þess.

Vilja loka stystu braut­inni og byggja nýtt flug­stöðv­ar­hús

Á Kastr­up flug­velli eru þrjár braut­ir. Tvær þeirra liggja hlið við hlið, frá suð­vestri til norð­aust­urs en ríkj­andi vind­áttir á þessu svæði eru suð­vestan og vest­an­. Að­flug og flug­tak á þessum brautum er yfir Eyr­ar­sund og Köge Bugt og þess vegna ekki yfir byggð. Þriðja brautin liggur þvert á hinar tvær: frá suð­austri til­ norð­vest­urs. Við lend­ingar og flug­tak á þess­ari braut er flogið lágt yfir­ Frederiks­berg og hluta Ama­ger með til­heyr­andi ónæði fyrir íbú­ana. Þess­ari braut, kölluð 12/30, vill stjórn flug­vall­ar­ins loka. Hags­munir íbúa, sem ugg­laust myndu fagna lok­un, er þó ekki það sem ræður för hjá stjórn­inni.

Af hverju að loka þver­braut­inni?

Í fljót­u bragði kann að virð­ast und­ar­legt að loka einni af þremur brautum á flug­velli þar sem umferðin fer sívax­andi. For­stjóri flug­vall­ar­ins segir að þegar betur sé að gáð eigi það sér ein­faldar skýr­ing­ar. Um þver­braut­ina fari ein­ung­is ­pró­sentu­brot af umferð­inni og þótt lokun hennar hafi í för með sér að kannski verði að fresta 60 lend­ingum eða flug­tökum á ári séu það smá­munir miðað við á­vinn­ing­inn. Verði braut­inni lokað er ætl­unin að byggja við norð­vest­ur­enda hennar flug­stöð, sem teng­ist núver­andi aðal­bygg­ingu en verður fyrst og fremst ætluð lággjalda­fé­lögum en mikil aukn­ing hefur orðið á ferðum þeirra að und­an­förnu. Athafna­svæði flug­véla muni aukast, sem ekki er van­þörf á að mat­i flug­vall­ar­stjór­ans. Hann segir að þessi breyt­ing muni hafa í för með sér að ­lend­ingum og flug­tökum geti fjölgað um 55 þús­und á ári og verði fleiri en 300 ­þús­und. Far­þegum um völl­inn fjölgi í allt að fjöru­tíu millj­ónir (voru 27 millj­ónir í fyrra) og starfs­manna­fjöld­inn á vell­inum tvö­fald­ist en nú vinna þar ­rúm­lega 22 þús­und manns.

Ekki góð hug­mynd segir SAS og danskir flug­menn eru því sam­mála

For­svars­menn SAS eru ekki hrifnir af fyr­ir­ætl­unum flug­vall­ar­stjórn­ar­inn­ar. Þeir segja það ­skapa óör­yggi að flug­völl­ur­inn geti lok­ast í ákveðnum vind­átt­um. Þótt slíkt yrði ekki ekki algengt geti það valdið miklum töfum og óþæg­indum fyr­ir­ flug­fé­lögin og far­þeg­ana. Danska flug­manna­fé­lagið tekur í sama streng og tel­ur það einnig örygg­is­at­riði að hafa þver­braut­ina opna áfram. Tals­menn nokk­urra ann­arra félaga sem nota Kastr­up, t.d. Thomas Cook Air­lines taka undir þessa ­gagn­rýni.

Hvort fyr­ir­ætl­anir flug­vall­ar­stjórn­ar­innar nái fram að ­ganga er óljóst á þess­ari stundu. Margir þing­menn vilja láta athuga þetta mál mjög gaum­gæfi­lega áður en lengra verði haldið og ákvarð­anir um hugs­an­lega lok­un ­tekn­ar. Flug­vall­ar­málið kemur til kasta þings­ins fljót­lega eftir að það kem­ur ­saman í byrjun októ­ber.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None