Parísarsamningurinn mun ekki öðlast formlegt gildi fyrr en þau 55 lönd sem bera ábyrgð á samtals 55% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum innleiða samninginn í lög. Stefnt er að innleiðingu samningsins hér landi í haust. Aðgerðaáætlunin er liður í aðgerðum stjórnvalda til að standa undir skuldbindingum Íslands.
Mynd: Apollo 10 / NASA

Stefnumótunin hafin í loftslagsmálum Íslands

Afrakstur stefnumótunarvinnu ráðuneyta og samstarfsaðila í loftslagsmálum er nú að líta dagsins ljós. Komin er fram aðgerðaáætlun um orkuskipti í takti við markmið Parísarsamkomulagsins sem innleiða á í íslensk lög í haust.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, mælti fyrir til­lögu til þings­á­lykt­unar á Alþingi á dög­unum sem fjallar um aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í orku­skipt­um. Er þetta nokkuð stórt skref í stefnu­mótun rík­is­ins í lofts­lags­málum og eitt af aðal­at­riðum sókn­ar­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­sam­starfs Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sem kynnt var í nóv­em­ber í fyrra. Í þeirri áætlun stóð að kynna aðgerð­ar­á­ætl­un­ina nú í vor. Með und­ir­ritun og inn­leið­ingu Par­ís­ar­sátt­mál­ans munu stjórn­völd skuld­binda Ísland til að draga veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi og við strendur Íslands.

Í sókn­ar­á­ætl­un­inni sem kynnt var á blaða­manna­fundi fyrir lofts­lags­ráð­stefn­una í París var við­bragðs­verk­efnum rík­is­ins í lofts­lags­málum skipt í þrjá flokka: Verk­efni til að draga úr nettólosun á Íslandi, alþjóð­legar áherslur og verk­efni til að draga úr losun á heims­vísu og styrk­ing inn­viða. Aðgerð­ar­á­ætlun Ragn­heiðar Elínar fellur undir fyrsta flokk­inn þar sem einnig má finna önnur verk­efni sem frekar eru á könnu ann­arra ráðu­neyta; ss. lofts­lagsvænni land­bún­að, skóg­rækt og land­græðslu, end­ur­heimt vot­lendis og átak gegn mat­ar­só­un.

Þegar hafa nokkur verk­efni í sókn­ar­á­ætl­un­inni verið sett af stað. Til dæmis má nefna að fyrr í sumar setti Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, af stað verk­efni um end­ur­heimt vot­lendis á jörðum í eigu rík­is­ins þegar hún, ásamt Ólafi Ragn­ari Gríms­syni for­seta og Árna Braga­syni land­græðslu­stjóra, hófu upp­fyll­ingu í skurði í landi Bessa­staða. Land­græðsla rík­is­ins hefur umsjón með þessu verk­efni á lands­vísu. End­ur­heimt vot­lendis er við­ur­kennd aðferð — þó hún sé að vísu umdeild — til að tak­marka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga Ragn­heiðar Elínar um aðgerða­á­ætl­un­ina er hefur hlotið eina umræðu í sal Alþingis og liggur nú í atvinnu­vega­nefnd. Að sögn Jóns Gunn­ars­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar, hefur til­lagan ekki enn verið tekin fyrir í nefnd­inni því búvöru­samn­ingar hafi átt nær alla athygli nefnd­ar­manna und­an­far­ið. Spurður hvort hann telji lík­legt að málið verði afgreitt á þessu þingi segir hann að það sé lík­legt ef um áætl­un­ina ríki ekki ágrein­ing­ur.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands hafa gagn­rýnt að hvergi hafi komið fram hversu mikið þess­ari áætlun er ætlað að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda út í and­rúms­loft­ið. „Við und­ir­bún­ing og eft­ir­fylgt Par­ís­ar­ráð­stefn­unnar hafa íslensk stjórn­völd ekki kynnt skýr mark­mið um hversu mikið Ísland hygg­ist draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á tíma­bil­inu 2021-2030,“ segir meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Umhverf­is­vernd er ekki eini hvat­inn

Aðgerða­á­ætl­unin var kynnt til leiks í þremur köflum sem taka á hag­rænum hvöt­um, innviðum og stefnu­mót­um. Í áætl­un­inni er stefnt að því að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Sem stendur þá er hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í sam­göngum á landi aðeins sex pró­sent. Stefnt er að því að hlut­fallið verði komið í 30 pró­sent árið 2030. Að sama skapi á að ráð­ast í átak til að efla hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í íslenskum fiski­skip­um. Árið 2030 á hlut­fallið að vera komið í tíu pró­sent. Í dag er það hins vegar 0,1 pró­sent.

Aðgerð­ar­á­ætl­un­inni til stuðn­ings eru hag­rænar for­sendur einnig nefndar til sög­unn­ar. Nokkur hag­rænn ávinn­ingur felst í því að minnka hlut­deild inn­flutts elds­neytis á Íslandi. Með því að Íslend­ingar reiði sig frekar á íslenska orku­fram­leiðslu verður stuðlað að gjald­eyr­is­sparn­að­i. 

„Marg­vís­leg knýj­andi rök eru fyrir orku­skipt­u­m,“ sagði Ragn­heiður Elín í ræðu sinni þegar hún flutti til­lög­una á Alþingi 22. ágúst. „Mest hefur borið á ástæðum tengdum umhverf­is­mál­um, þ.e. að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem og annarri mengun sem teng­ist jarð­efna­elds­neyti. Fleiri rök eru ekki síður mik­il­væg, eins og orku­ör­yggi, gjald­eyr­is­sparn­að­ur, nýsköpun og þró­un. Inn­flutt jarð­efna­elds­neyti er háð sveiflum í fram­boði og olíu­verði. Aukið orku­ör­yggi eitt og sér er því nægj­an­legt til­efni til að róa að því öllum árum að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Ávinn­ingur er sömu­leiðis fólg­inn í því að byggja upp nýja atvinnu­grein, inn­lendan umhverf­is­vænan elds­neyt­is­iðn­að, sem hefur í för með sér fjölgun starfa með til­heyr­andi marg­feld­is­á­hrif­um.“

Til þess að hraða þess­ari þróun þá mun ríkið fjár­festa nokkuð í innviðum til árs­ins 2020. Eftir því sem að við­kom­andi tækni­lausnir verða sam­keppn­is­hæf­ari á mark­aði verður dregið úr opin­berum stuðn­ingi. Ráðu­neytið tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvaða tækni verður fyrir val­inu og reiðir sig á mark­aðs­öfl í því til­liti. Ragn­heiður Elín sagði í umræðum í þing­inu um til­lög­una að rík­is­stjórnin hefði ákveðið að besta leiðin væri að kalla eftir bestu tækn­inni og bestu hug­mynd­unum sem mark­að­ur­inn hefur yfir að ráða. „[…] ríkið á ekki að vera að byggja hleðslu­stöðvar út um allt land frekar en að það á að byggja bens­ín­stöðv­ar,“ sagði Ragn­heiður Elín.

Árið 2025 á fólki að vera fært að aka vist­vænum öku­tækjum áhyggju­laust í þétt­býli og á skil­greindum leiðum utan þétt­býl­is. Þá á upp­bygg­ingu inn­viða, tam. upp­bygg­ing raf­hleðslu­stöðva, að vera lok­ið. Á sama tíma er stefnt að því að raf­teng­ingar sem full­nægja raf­orku­þörf til allrar almennrar starf­semi skipa í höfnum verði aðgengi­leg­ar. Hvergi er hins vegar rætt um hvort — og hvernig — það þurfi að ráðst í frek­ari raf­orku­fram­leiðslu hér landi með virkj­unum hvers­konar til að mæta auk­inni þörf á orku sem upp­runin er hér á landi.

Hér að neðan hefur aðgerða­á­ætl­unin verið ein­földuð og sett fram á tíma­ási til útskýr­ing­ar.

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn inn­leiddur á þessu þingi

Fyrir lofts­lags­ráð­stefn­una í París í des­em­ber í fyrra lögðu öll aðild­ar­ríki að Ramma­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál fram sín eigin mark­mið í lofts­lags­mál­um. Var það meðal ann­ars talið til þeirra atriða sem gerðu far­sæla ráð­stefnu að mögu­leika í Par­ís. Ísland ákvað að fylgja Evópu­sam­band­inu (ESB) og hengja sig á mark­mið sam­bands­ins um 40 pró­sent minni losun árið 2030 miðað við árið losun árs­ins 1990. Í mark­miði Íslands er talað um að stjórn­völd hér á landi ætli að skuld­binda sig til ábyrgðar á „rétt­látum hluta“ (e. fair share) í mark­miði ESB. Nor­egur tók einnig þátt í mark­miði ESB en þar í landi hafa stjórn­völd þegar gefið út að stefnt verði að minnsta kosti 40 pró­sent minni losun árið 2030.

Enn hefur Ísland ekki samið um sína hlut­deild í mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr utan­rík­is­ráðu­neyt­inu er búist við að form­legar við­ræður við ESB hefj­ist nú í haust um „rétt­láta hlut­deild“ Íslands í lofts­lags­mark­miðum ESB og stefnt er á að við­ræð­unum ljúki á næsta ári.

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra undirritaði Parísarsamninginn fyrir hönd Íslands í New York í apríl síðastliðinn.

Í fjar­veru Lilju Alfreðs­dóttur kynnti Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is- og auð­lind­ar­ráð­herra, áform utan­rík­is­ráð­herra um að mæla fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um inn­leið­ingu Par­ís­ar­samn­ings­ins í íslensk lög á næst­unni fyrir rík­is­stjórn. Þings­á­lykt­unin um full­gild­ingu samn­ings­ins var lögð fyrir Alþingi á föstu­dag. Sig­rún hefur þegar und­ir­ritað samn­ing­inn fyrir hönd Íslands. Það gerði hún í höfðu­stöðvum Sam­ein­uðu þjóð­anna í New York í apr­íl.

Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn um lofts­lags­mál mun ekki öðl­ast gildi fyrr en þau 55 lönd sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á 55 pró­sent alls útblást­urs gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafa full­gilt samn­ing­inn. Nú hafa aðeins 24 ríki af þeim 179 sem und­ir­ritað hafa samn­ing­inn inn­leitt hann í lög­gjöf sína, séu Banda­ríkin og Kína und­an­skil­in. Sam­an­lagt bera þessi lönd ábyrgð á um það bil einu pró­senti af öllum útblæstri í heim­in­um. 

Flest þess­ara ríkja sem inn­leitt hafa samn­ing­inn eru eyríki í Kyrra­haf­inu sem munu, ef fram heldur sem horf­ir, sökkva í sæ á næstu ára­tugum vegna hækk­andi sjáv­ar­borðs. Helstu meng­un­ar­löndin í þessum hópi eru Kamer­ún, Norð­ur­-Kór­ea, Perú og Nor­eg­ur.

Mest munar um full­gild­ingu Kína og Banda­ríkj­anna á samn­ingn­um. Þau lönd bera sam­tals ábyrgð á 37,98 pró­sent af öllum útblæstri heims­ins sam­an­lögð­um. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti og Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, til­kynntu við upp­haf fundar 20 stærstu iðn­ríkja heims að ríki þeirra hafi inn­leitt samn­ing­inn. Obama mun hins vegar þurfa að fara fram hjá banda­ríska þing­inu enda hefur meiri­hluti repúblik­ana lýst því yfir að þar verði samn­ingnum hafn­að.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á loftslagsráðstefnunni í París í desember í fyrra.Nor­egur er eina Evr­ópu­ríkið sem hefur inn­leitt samn­ing­inn. Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, hefur þegar mælt fyrir laga­frum­varpi um inn­leið­ingu samn­ings­ins og hvatt önnur lönd í Evr­ópu til að klára þessi mál fyrir árs­lok.

Lofts­lags­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins byggir að miklu leyti á sam­eig­in­legum mark­aði með los­un­ar­heim­ild­ir, það sem á ensku kall­ast Emissions Tra­d­ing System (ETS). Með lofts­lags­mark­miði sam­bands­ins til árs­ins 2030 er ætl­unin að dreifa ábyrgð­inni á aðild­ar­ríkin í þeim mála­flokkum sem ETS nær ekki yfir. Það eru geirar á borð við sam­göng­ur, land­búnað og mann­virki. Eins og áður segir er sam­eig­in­legt mark­mið ESB að blása 40 pró­sent minna af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum út í and­rúms­loftið árið 2030 en gert var árið 1990. Þá er mark­miðið að hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í heild­ar­notkun verði að minnsta kosti 27 pró­sent og að orku­nýtni verði aukin um að minnsta kosti 27 pró­sent.

Á næstu mán­uðum verður hverju aðild­ar­ríki, og um leið Íslandi, veitt hlut­deild í þessu mark­miði. Um leið á að gera breyt­ingar á ETS til að það sam­ræm­ist betur mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar