Tugþúsundir milljarða í lausu fé hjá fimm tæknifyrirtækjum

Mestu tæknirisar Bandaríkjanna hafa rakað til sé peningum með árangursríkum rekstri á undanförnum árum.

Microsoft kaupir LinkedIn
Auglýsing

Stærstu tækni­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna hafa notið mik­ill­ar vel­gengni á und­an­förnum árum og eiga þau gríð­ar­lega upp­hæði í lausu fé um þessar mund­ir.

Sé mið tekið af stöðu mála um mitt þetta ár, þá áttu fimm ­fyr­ir­tæki – sé horft fram­hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum – meira en þriðjun af öll­u­m ­lausa­fjár­eignum fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­um.

Þetta eru App­le, Microsoft, Alp­habet (Goog­le), Cisco og Oracle.

Auglýsing

5. Hug­bún­að­ar­ris­inn Oracle hefur hagn­ast veru­lega á miklum breyt­ingum sem orð­ið hafa í tækni­geir­anum á und­an­förnum árum, meðal ann­ars með til­komu snjall­síma. Um mitt þetta ár átti fyr­ir­tækið 52,3 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur ­rúm­lega sex þús­und millj­örðum króna.4. Cisco hef­ur ­vaxið með svip­uðum hætti og Oracle, með fram­leiðslu hug­bún­aðar og örgjafa. Velt­an hefur auk­ist mikið á und­an­förnum árum, og reiðu­féð safn­ast upp. Um mitt þetta ár átti fyr­ir­tækið ríf­lega 60 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé, eða sem ­nemur um sjö þús­und millj­örðum króna.3. Alp­habet (­Goog­le) hefur svo einnig vaxið mik­ið. Snjall­síma­væð­ingin í heim­inum hef­ur verið eins og byr í seglin hjá aug­lýs­ing­aris­an­um, sem stofn­aður var fyrir 18 árum á þessu, eða árið 1998. Um mitt þetta ár átti fyr­ir­tækið 73,1 millj­arða ­Banda­ríkja­dala.2. Microsoft hefur stundum orð á sér fyrir að svifa­seint í hug­bún­að­ar­geir­an­um, en það er nú í besta falli umdeil­an­legt. Fjár­hagur fyr­ir­tæk­is­ins, sem hefur ennþá helj­ar­tak á heim­il­is­tölvu­geir­anum í heim­inum og einnig í þjón­ustu við fyr­ir­tæki, með­ marg­vís­legu og fjöl­breyttu vöru­úr­vali. Þá hafa Xbox One leikja­tölv­urnar sel­st vel. Um mitt þetta ár átti fyr­ir­tækið 102,6 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu ­fé, eða sem nemur 11.800 millj­örðum króna.1. Apple er eitt í úrvals­deild­inni, þegar að þessu kem­ur. Ótrú­leg vel­gengni iPhone frá því hann kom fyrst fram, hefur skapað annað vanda­mál fyrir fyr­ir­tæk­ið. Sem er að ákveða hvað það á að gera við þær fúlgur fjár sem fyr­ir­tækið á. Um mitt þetta ár átt­i ­fyr­ir­tæið 215,7 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé. Það er upp­hæð sem nemur 25 ­þús­und millj­örðum króna, eða um tífaldri árlegri lands­fram­leiðslu Íslands. Það ætti því að ráða vel við að greiða 14 millj­arða Banda­ríkja­dala sekt­ina sem það þarf að greiða, vegna skatta­laga­brota, sam­kvæmt nið­ur­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None