Sjálfstæðisflokkurinn hafnar reyndum konum og lætur aðrar berjast

Konur sem sóttust eftir forystuhlutverki hjá Sjálfstæðisflokknum í prófkjörum helgarinnar guldu afhroð. Fjórar konur sitja í baráttusætum á framboðslistum flokksins. Einungis tvær eru með öruggt þingsæti og ein leiðir framboðslista.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokks í komandi kosningum. Eftir að hafa leitt flokkinn í Suðurkjördæmi í tveimur kosningum tapaði hún í prófkjöri, fyrir þremur körlum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokks í komandi kosningum. Eftir að hafa leitt flokkinn í Suðurkjördæmi í tveimur kosningum tapaði hún í prófkjöri, fyrir þremur körlum.
Auglýsing

Próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur- og Suð­ur­kjör­dæmi um helg­ina reynd­ust konum í flokknum hörð lexía. Þar eru karl­ar, flestir um og yfir miðjum aldri, í öllum efstu sætum á fram­boðs­list­um. Einu kon­urnar sem gætu átt mögu­leika á að kom­ast á þing sitja í bar­áttu­sæt­um. Enn á eftir að stað­festa fram­boðs­list­anna í mið­stjórn og þótt að lyk­il­fólk í for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins - þar á meðal flokks­for­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son - hafi lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem er komin upp er ljóst að and­staða við breyt­ingar á nið­ur­stöð­um próf­kjara er einnig mik­il. Í Stak­steinum Morg­un­blaðs­ins eru kynja- og ald­urskvótar í próf­kjörum til að mynda harð­lega gagn­rýndir og sagt að það sé „tíma­bært að hætta þessum kynja- og ald­urskvótum og treysta kjós­endum til að raða listum á lýð­ræð­is­legan hátt.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur í dag 19 þing­menn. Þá fékk hann 26,7 pró­sent atkvæða. Í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans mælist fylgi hans 26,3 pró­sent og því má ætla, hald­ist sú staða, að þing­manna­fjöldi flokks­ins verði svip­aður að loknum kosn­ingum í októ­ber. Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi halda öllum sömu þing­sæt­unum og hann fékk árið 2013 yrði fjöldi kvenna í þing­manna­hópnum sá sami og hann var að loknum þeim kosn­ing­um, þær yrðu sex en karl­arnir 13. Á kjör­tíma­bil­inu bætt­ist reyndar ein kona, Sig­ríður Á. And­er­sen, við þing­manna­hóp­inn þegar Pét­ur Blön­dal lést. Því yrði staða kvenn­anna verri en hún er í dag ef allt færi á sama veg.

Það þarf þó lítið út af að bregða til að kynja­hlut­föll í þing­manna­hópi Sjálf­stæð­is­manna verði afleit. Fjórar þeirra kvenna sem eiga góðan mögu­leika á þing­sæti sitja nefni­lega í bar­áttu­sætum á listum í sínum kjör­dæm­um, þ.e. síð­asta sæt­inu sem skil­aði Sjálf­stæð­is­flokknum manni á þing í kosn­ing­unum 2013. Tapi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þing­sætum í þeim fjórum kjör­dæmum fækkar kon­unum í þing­manna­lið­inu úr sex í tvær. En karl­arnir verða áfram 13.

Auglýsing

Kon­urnar berjast, karl­arnir öruggir

Þær konur sem eru í bar­áttu­sætum eru Bryn­dís Har­alds­dóttir (fimmta sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi), Sig­ríður Á. And­er­sen (þriðja sætið í öðru hvor Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in­u), Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir (vænt­an­lega í fjórða sæti í Suð­ur­kjör­dæmi) og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir (í öðru sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi).

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir er lík­ast til nokkuð örugg með þing­sæti þar sem hún mun sitja í öðru sæti í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fjórar konur sitja þar í efstu átta sæt­unum í höf­uð­borg­inni og þrjá þeirra eiga raun­hæfa mögu­leika á að ná inn á þing. Fram­boðs­listi flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum hefur samt sem áður legið undir gagn­rýni fyrir eins­leitni. Þannig eru nefni­lega sjö af átta efstu lög­fræð­ingar eða í lög­fræði­námi. Eina und­an­tekn­ingin er Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem er stjórn­mála­fræð­ingur og mun leiða annað Reykja­vík­ur­kjör­dæm­ið.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi stöðu kvenna innan flokksins í viðtali í fyrra. Nú ætlar hún í framboð fyrir annan flokk, Viðreisn.Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi var Elínu Hir­st, sitj­andi þing­manni, ræki­lega hafnað og fjórum körlum raðað í efstu fjögur sætin á lista flokks­ins. En kvenna­leysið í efstu sætum á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki eina kyn­bundna áfallið sem flokk­ur­inn hefur orðið fyr­ir. hin þraut­reynda Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sem var vara­for­maður flokks­ins og ráð­herra fyrir hann, hefur nefni­lega ákveðið að bjóða sig fram í kjör­dæm­inu fyrir Við­reisn. Það gerir henni án efa auð­veld­ara að marka sér nýja stöðu með nýjum flokki að engin kona situr í efstu sæt­unum í hennar gamla flokki. Af­staða Þor­gerðar Katrínar til stöðu kvenna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, áður en hún yfir­gaf hann, á ekki að hafa far­ið fram hjá ­nein­um. Í við­tali við Frétta­blaðið í októ­ber í fyrra sagði hún:„Flokk­ur­inn, í ljósi sög­unn­ar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa ein­hverja eina kon­u ein­hvers stað­ar­ ­sem ákveðna fjar­vist­ar­sönnun fyrir því að það sé bara allt í lag­i.“

Ein kona leiðir

Þá liggur fyrir að ein­ungis ein kona mun leiða lista Sjálf­stæð­is­manna í kosn­ing­unum 2016, vara­for­mað­ur­inn Ólöf Nor­dal sem mun sitja í fyrsta sæti í öðru hvor Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Í hinum kjör­dæm­unum fimm verða odd­vit­arnir Bjarni Bene­dikts­son (Suð­vest­ur­kjör­dæmi), Páll Magn­ús­son (Suð­ur­kjör­dæmi), Har­aldur Bene­dikts­son (Norð­vest­ur­kjör­dæmi) og Krist­ján Þór Júl­í­us­son (Norð­aust­ur­kjör­dæmi). Í kosn­ing­unum 2013 voru kon­urnar sem leiddu tvær: Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sat í fyrsta sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður og Ragn­heiður Elín Árna­dóttir í Suð­ur­kjör­dæmi. Hanna Birna hefur þegar ákveðið að hætta í stjórn­málum og sömu sögu er að segja af Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur, sem var í öðru sæti á fram­boðs­lista flokks­ins í Krag­anum 2013. 

Ragn­heiður Elín, sem setið hefur sem ráð­herra, galt afhroð í próf­kjöri flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi um helg­ina. Hún sótt­ist eftir fyrsta sæt­inu að nýja en lenti í því fjórða, á eftir þremur körl­um. Í gær til­kynnti Ragn­heiður Elín svo að hún ætl­aði sér ekki að þiggja sætið og að hún muni stíga út úr stjórn­málum að loknum næstu kosn­ing­um.



Tveimur öðrum þing­konum Sjálf­stæð­is­flokks var hafnað í nýlegum próf­kjörum og karlar settir í þau sæti á listum sem geta mögu­lega skilað þing­sæt­um. Það eru  Val­gerður Gunn­ars­dóttir í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir í Suð­ur­kjör­dæmi.

Þegar er byrjað að ræða mögu­legt hægri­s­innað kvenna­fram­boð í kjöl­far þeirrar nið­ur­stöðu sem opin­beruð var um helg­ina. Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna, sagði slíkt fram­boð hugs­an­legt í við­tali við morg­un­út­varp Rásar 2 í morg­un. Elín Hirst tók undir með henni á sam­fé­lags­miðl­um.



Eldra fólk kýs Sjálf­stæð­is­flokk, yngra fólk síður

Þótt höfnun kvenna og gott gengi mið­aldra karla í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi komið mörgum í opna skjöldu þá kemur hún ekki að öllu leyti á óvart. Sam­kvæmt könn­un MMR á fylgi flokka frá því í fyrra, þar sem fylgið var greint eftir aldri, kyni og ýmsu öðru, kom í ljós að færri konur styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn en karl­ar. Á þeim tíma, þegar fylgi flokks­ins mæld­ist aðeins lægra en það mælist í dag, sögð­ust um fjórð­ungur karla kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn en rúm­lega fimmt­ungur kvenna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir náði góðum árangri í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Þá kom í ljós að þorri fylgis Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins kemur frá­ ­fólki yfir fimm­tugu. Þar sögð­ust um 60 pró­­sent ætla að kjósa flokk­inn. Hann er hins vegar í greini­legum vand­ræðum við að ná til ungs fólks því að fylgi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins hjá fólki á aldr­inum 18-29 ára mælist mæld­ist ein­ungis 12,5 pró­­sent.

Fyrr­ver­andi von­ar­stjarna reynd­ist sann­spá

Margir innan flokks virð­ast hafa séð þá þróun sem varð í próf­kjörum helg­ar­innar fyr­ir. Einn þeirra er Ásdís Halla Braga­dótt­ir.

Hún var á sínum tíma mikil von­ar­stjarna í flokkn­um, var bæj­ar­stjóri í Garðabæ og oft­sinnis orðuð við for­ystu­hlut­verk á lands­vísu. Af því varð aldrei og fyrir ára­tug steig hún út úr póli­tík og ein­beitti sér að frama í við­skipt­um.

Ásdís Halla tjáði sig um stöðu flokks síns í stöðu­upp­færslu á Face­book um helg­ina. Þar sagði hún að nú yrði fróð­legt að sjá hvort nið­ur­stöður í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem þá fóru fram yrðu í takti við þau sem er lok­ið, og þá sér­stak­lega með til­liti til árang­urs kvenna. „Spurn­ingin sem er efst í mínum huga er hvort að það verði stað­fest að flokk­ur­inn sé og verði alltaf bara ,einnar konu’ flokk­ur? Það eru flokkar sem velja til for­ystu eina reynda konu en inn á milli eru ungar og efni­legar konur til að ásýndin verði ekki eins karllæg. Um leið og efni­legu kon­urnar eru komnar með meiri reynslu og gera til­kall til frek­ari áhrifa eða emb­ætta er þeim ýtt til hliðar – og nýjar ungar konur valdar í þeirra stað. Ég geri alls ekki lítið úr efni­legu kon­unum – ég hef verið ein af þeim, bjart­sýn, kraft­mikil og kjörk­uð. Ég hef mikla trú á þeim, ég styð þær og vona inni­lega að þær nái sem mestum árangri – en ótt­ast að fáar þeirra verði lang­lífar innan flokks­ins ef ekki verður breyt­ing á menn­ing­unn­i.“



Hún rakti svo nið­ur­stöður í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík og Norð­vest­ur­kjör­dæmum, þar sem tvær ungar konur fengu braut­ar­gengi en reyndri stjórn­mála­konu var ýtt neðar á lista. Það hafi líka gerst í Norð­aust­ur­kjör­dæmi þar sem Val­gerður Gunn­ars­dóttir lenti í þriðja sæti, en karlar í tveimur sætum fyrir ofan hana, sem leiðir vænt­an­lega til þess að Val­gerður detti af þingi. Eina reynda þing­konan í þessum fjórum kjör­dæmum sem sé örugg með þing­sæti sé Ólöf Nor­dal. Hinar sem gætu kom­ist inn séu „ungar og efni­leg­ar“.

Ásdís Halla spáði því svo fyrir að Elín Hirst myndi ekki ná öruggu þing­sæti í próf­kjöri um helg­ina og lýsti yfir áhyggjum sínum af stöðu tveggja reyndra þing­kvenna, Ragn­heiðar Elínar og Unnar Brá, í Suð­ur­kjör­dæmi. „Hart er sótt að Ragn­heiði og svo virð­ist vera sem í genum flokks­ins brjót­ist um það óþol að varla sé hægt að vera með of margar reyndar konur í áhrifa­stöð­um. Miklu nær sé að velja til for­ystu karl, fjöl­miðla­mann, án reynslu af póli­tík, til að fækka hugs­an­legum kven­ráð­herr­um.

Hvað ger­ist á laug­ar­dag verður fróð­legt að sjá.

Fá Ragn­heiður og Unnur Brá þá glæsi­legu kosn­ingu sem þær eiga skil­ið? Eða er ósýni­lega höndin svo sterk að ,einnar konu’ lög­málið verður enn og aftur ofan á?“

Nið­ur­staðan varð sú síð­ar­nefnda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None