Spennan á Kóreuskaga orðin áþreifanleg

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu er ólíkindatól sem helstu sérfræðingar í alþjóðastjórnmálum eru hættir að átta sig á. Hvað er hann að hugsa? Ógnin sem af honum stafar er metin mjög alvarleg.

north-korea-defence_19897446071_o.jpg
Auglýsing

Eftir að jarð­skjálfta­mælar greind­u ­skjálfta upp á 5,3 á Richter-kvarða 8. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem upp­tökin voru á þekkt­u til­rauna­svæði Norð­ur­-Kóreu með kjarn­orku­vopn, þá var ljóst að leið­togi Norð­ur­-Kóreu, hinn 32 ára gamli Kim Jong-un, hafð­i látið fram­kvæma kjarn­orku­spren­ingu. Þetta var fimmta sprengjan sem sprengd hefur verið í til­rauna­skyni á und­an­förnum þremur árum, og hafa yfir­völd í Norð­ur­-Kóreu sagt að þau séu hvergi nærri hætt. Fleiri sprengjur verði sprengdar og her­inn styrkt­ur.

„Brjál­æð­ing­ur­inn“

Nágrann­arnir í Suð­ur­-Kóreu hafa ekki tekið þessum tíð­indum þegj­andi og sagði for­sæt­is­ráð­herrann, Park Geun-Hye, að nú væri ekki hægt að sitja hjá. „Brjál­æð­ing­ur­inn“ Kim Jong-un mætti ekki fá að ögra alþjóða­sam­fé­lag­inu með kjarn­orku­sprengj­um. Það væri ekki bara of lang­t ­gengið heldur sýndi glögg­lega að hann væri hættu­legur og til alls vís. „Nún­a þarf að segja stopp,“ sagði Geun-Hye meðal ann­ars í opin­berri yfir­lýs­ingu eft­ir að jörð nötr­aði og skalf á Kóreu­skaga, eftir kjarn­orku­sprengj­una.  

Ótt­inn sem Kim Jong-un og her hans í Norð­ur­-Kóreu hefur skapað á Kóreu­skaga er nú orð­inn að stóru vanda­máli fyr­ir­ ­Banda­ríkja­menn. Ögr­an­irnar bein­ast ekki síst að Banda­ríkja­mönn­um, en her­inn í Suð­ur­-Kóreu er studdur dyggi­lega af her Banda­ríkja­manna. Í gær komu yfir­völd í Norð­ur­-Kóreu því form­lega á fram­færi, í gegnum rík­is­fjöl­mið­il­inn KNCA, að þau vildi fá við­ur­kenn­ingu á því að Norð­ur­-Kórea væri kjarn­orku­ríki, og fengi á því al­þjóð­lega við­ur­kenn­ingu. Slíkt myndi gefa þeim aukið vægi á hinu alþjóð­lega sviði, en ríkið er nær alveg ein­grað frá umheim­in­um.

Auglýsing

Verður ekki liðið

Barack Obama, for­set­i ­Banda­ríkj­anna, hefur ítrekað sagt að Banda­ríkja­menn láti ekki ögra sér, og að grannt sé fylgst með gangi mála. Raunar sýndi sam­eig­in­legt lið Suð­ur­-Kóreu og ­Banda­ríkj­anna vald sitt í gær með því að fljúga BB-1 her­þotum yfir Kóreu­skaga og ­gefa út yfir­lýs­ingar um að öllu því her­valdi verði beitt sem þarf til, ef Norð­ur­-Kóreu­menn halda áfram að ógna með kjarn­orku­sprengj­um.

Í dag bætt­ist svo viði yfir­lýs­ing frá yfir­völdum í Suð­ur­-Kóreu um að höf­uð­borgin í Norð­ur­-Kóreu, Pyongyang, verð­i ­jöfnuð við jörðu ef öryggi íbúa í Suð­ur­-Kóreu verði ógnað með kjarna­vopn­um. 



Ólík­inda­tól

Í tíma­rit­inu For­eign Policy seg­ir að kjarn­orku­spreng­ingar Norð­ur­-Kóreu sýni glögg­lega hversu mátt­litlar til­raun­ir ­Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa ver­ið, þegar kemur að því að þvinga Kim Jong-un til­ ­sam­starfs við alþjóða­sam­fé­lag­ið.

Svo virð­ist sem aðgerð­irn­ar, sem ­meðal ann­ars fólust í almennum efna­hags­þving­unum og höftum á fjár­magns­flutn­inga til lands­ins, hafi þvert á móti leitt til þess að Norð­ur­-Kórea hóf frekari til­raunir með kjarn­orku­vopn.

Til við­bótar hafa svo komið tíð ­skot á flug­skeytum í Jap­ans­haf. Yfir­völd í bæði Kína og Japan hafa lýst yfir­ á­hyggjum sínum vegna þessa, og hvatt Norð­ur­-Kóreu til að hætta taf­ar­laust æf­ingum og til­raunum með lang­dregin flug­skeyti.

Kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu eru litnar mjög alvarlegum augum af alþjóðasamfélaginu.

Norð­ur­-Kórea hefur því mun minna ­skjól í alþjóða­sam­fé­lag­inu nú en nokkurn tím­ann fyrr, en í gegnum tíð­ina hef­ur Kína oft verið svo til eina skjólið sem landið hefur haft þegar kemur að al­þjóða­samn­ing­um.

En hvað er Kim Jong-un að hugsa og hvað gerir hann næst? Af hverju er hann að ögra Suð­ur­-Kóreu, Jap­an, Kína, ­Banda­ríkja­mönnum og raunar öllu alþjóð­sam­fé­lag­inu með kjarn­orku­sprengj­um? Tel­ur hann sig geta kom­ist upp með þetta?

Þegar kemur að þessum spurn­ing­um er fremur lítið um áreið­an­leg svör. Það sem helst vekur óhug er að Kim Jong-un virð­ist vera algjört ólík­inda­tól, sem ómögu­legt er að semja við eða reiða sig á. Hann seg­ist sjálfur von­anst til þess að „hinn miklu leið­togi“ Don­ald J. Trump verði næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Hann sé rétti mað­ur­inn til að stýra ­Banda­ríkj­un­um.

Rússar og Banda­ríkja­menn standa ­saman

Önnur vís­bend­ing um hversu al­var­lega þjóðir heims­ins líta á stöðu mála í Norð­ur­-Kóreu er sam­eig­in­leg ­yf­ir­lýs­ing Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, og John Kerry, ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, frá því 9 . sept­em­ber. Í henni lýsa þeir yfir­ á­hyggjum sínum vegna til­rauna Norð­ur­-Kóreu með kjarn­orku­vopn og segja þær ólíð­andi. Þær ógni öryggi í heim­in­um, og séu ögrun við umheim­inn. ­Blaða­manna­fundur þeirra var hald­inn í Genf, þar sem ástand mála í Sýr­landi var rætt á sér­stökum fundi.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar mátt­lausar

Til­raunir Norð­ur­-Kóreu með­ kjarna­orku­sprengjur fara gegn sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og er búist við að þær verði ræddar ítar­lega á næstu vikum og mán­uð­um, bæði á vett­vang­i ­ör­ygg­is­ráðs­ins og einnig helstu stofn­ana þar sem staða lands­ins og ógn­unin sem frá því stafar þessi miss­er­in, hefur snertifleti. Það er svo til að bæta gráu ofan á svart, að flóð hafa valdið gríð­ar­legu tjóni í Norð­ur­-Kóreu á und­an­förnum dögum og hafa Sam­ein­uðu þjóð­irnar sagt að alþjóð­leg hjálp þurfi að vera til reiðu til að afstýra hörm­ung­um. Sam­tals hafa 133 látið lífið nú þeg­ar, og tug­þús­undir hafa þurft að flýja heim­ili sín. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None