Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða rýmkaðar - Fá að eiga 20 prósent í félögum

Hámarksheimild lífeyrissjóða til að eiga í félögum, fyrirtækjum og sjóðum verður hækkuð úr 15 í 20 prósent verði breytingartillaga nefndar að lögum. Fyrri tillaga um að meina sjóðunum að fjárfesta beint í fasteignum verður felld út.

Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
AuglýsingEfna­hags- og við­skipta­nefnd leggur til að heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að eiga í félög­um, fyr­ir­tækj­um, hlut­deild­ar­skír­teinum eða sjóðum verði hækkuð úr 15 í 20 pró­sent. Nefndin leggur til þessa hækkun þótt hún telji rétt­mætt að vinna gegn óhóf­legri sam­þjöppun áhrifa­valds í íslensku við­skipta­lífi, en líf­eyr­is­sjóðir eru lang­um­svifa­mestu fjár­fest­arnir innan þess. Þetta kemur fram í áliti nefnd­ar­innar og í breyt­ing­ar­til­lögu frum­varps um breyt­ingu á lögum um starf­semi líf­eyr­is­sjóða.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga með beinum hætti yfir 40 pró­sent af heild­ar­hlutafé á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði. Sé eign­ar­að­ild þeirra í ýmsum sjóðum sem fjár­festa í skráðum hluta­bréfum talin með fer það hlut­fall yfir 50 pró­sent. Þeir eiga auk þess, beint og óbeint, mikið af eignum í óskráðum hluta­bréf­um.

Verða farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­vél­ar“

Hrein eign líf­eyr­is­sjóða lands­ins nam 3.319 millj­örðum króna í lok júlí síð­ast­lið­ins. Það jafn­ast á við eina og hálfa lands­fram­leiðslu. Sjóð­irnir hafa að mestu verið bundnir við að kaupa eignir innan fjár­magns­hafta frá banka­hruni, þótt að þeir hafi fengið und­an­þágur til að fjár­festa erlend­is. Frá miðju ári í fyrra og fram til loka júní­mán­aðar 2016 fengu þeir heim­ild til að fjár­festa sam­tals fyrir 40 millj­arða króna erlend­is, í þremur skref­um. Frá 1. júlí síð­ast­liðnum og út sept­em­ber fengu þeir und­an­þágu frá Seðla­bank­anum til að versla fyrir 40 millj­arða króna til við­bót­ar. 80 millj­arðar á rúmu einu ári er þó ekki stór fjár­hæð í ljósi heild­ar­eigna sjóð­anna og ljóst að stjórn­endur þeirra horfa mjög til frek­ari til­slak­ana sam­hliða skrefum í átt að losun hafta, en frum­varp þess efnis er nú til með­ferðar hjá Alþingi.

Auglýsing

Á umræðu­fundi um eign­ar­hald á atvinnu­fyr­ir­tækj­um, hlut­verki líf­eyr­is­sjóða og áhrif á sam­keppni sem hald­inn var í lok maí sú staða sem líf­eyr­is­sjóð­irnir eru í vegna haft­anna mikið rædd. Þar sagði Flóki Hall­­dór­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri ­sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Stefnis sem er í eigu Arion banka, það mjög ein­falt að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins þyrftu að kom­­ast út úr höftum vegna stærð­­ar­ ­sinn­­ar. Ef það myndi ekki ger­ast bráðum þá verði þeir farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­­vél­­ar“ eftir nokkur mis­s­eri. Allir aðrir fjár­­­fest­inga­­kostir verð­i ­upp­­­urn­­ir.

Tak­mörkun sætti gagn­rýni

Við þess­ari stöðu er verið að bregð­ast með því að rýmka fjár­fest­ing­ar­heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna. Þar skiptir mestu að þeir munu fá, verði breyt­ing­ar­til­laga efna­hags- og við­skipta­nefndar að lög­um, fá að eiga 20 pró­sent í fyr­ir­tækjum í stað þess að hámarks­eign­ar­hluti sé 15 pró­sent líkt og áður var. Í áliti nefnd­ar­innar segir að gild­andi tak­mörkun hafi sætt tölu­verðri gagn­rýni. „Bent var á að svo lágt hlut­fall tor­veld­aði fjár­­­mögnun líf­eyr­is­sjóða á verk­efn­um, einkum í ljósi við­var­andi fækk­unar líf­eyr­is­sjóða. Þannig þyrftu að minnsta kosti sjö líf­eyr­is­sjóðir að fjár­magna verk­efni ef ekki kæmi til önnur fjár­­­mögn­un.

Þótt tak­mörk­unin sé felld undir ákvæði frum­varps­ins um mót­að­ila­á­hættu snýr hún í reynd fremur að því að vinna gegn sam­þjöppun valds í íslensku efna­hags­lífi með því að koma í veg fyrir að ráð­andi hlutir í félögum safn­ist á of fáar hend­ur. Líf­eyr­is­sjóðir eru umsvifa­mestu fjár­festar í íslensku við­skipta­lífi. Ef stakir líf­eyr­is­sjóðir héldu utan um ráð­andi hluti í mörg­um félögum er hætt við því að það kæmi niður á eðli­legri sam­keppni milli atvinnu­fyr­ir­tækja. Þótt nefndin telji rétt­mætt að vinna gegn óhóf­legri sam­þjöppun áhrifa­valds í íslensku við­­skipta­lífi telur nefndin það ekki girða fyrir að hlut­fallið verði hærra en 15 pró­sent, enda fjarri því að vera ráð­andi hlut­ur.“

Mega kaupa fast­eignir

Fjár­fest­ing­ar­heim­ildir líf­eyr­is­sjóða í ýmsum öðrum fjár­mála­gjörn­ingum og eignum verða líka víkk­aðar sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni. Svig­rúm sjóð­anna til að fjár­festa í sér­tryggðum skulda­bréfum aukið og til að lána út verð­bréf.

Í upp­haf­lega frum­varp­inu var heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í íbúð­ar­hús­næði fellt á brott og þess í stað lagt til að þeir gætu fjár­fest í félögum um rekstur fast­eigna. Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar segir að fjár­fest­ingar í fast­eignum hafi ýmsa kosti fyrir líf­eyr­is­sjóði. „Fjölgun fjár­fest­ing­ar­kosta auð­veldar áhættu­dreif­ingu. Fast­eignir gefa gjarnan af sér fyr­ir­sjá­an­legan tekju­straum til langs tíma sem hentar vel fyrir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að mæta lang­tíma­skuld­bind­ingum um greiðslu líf­eyr­is. Þá geta fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða í fast­eignum þjónað því sam­fé­lags­lega hlut­verki að ýta undir upp­bygg­ingu íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis og inn­viða. Nefndin telur því æski­legt að heim­ila líf­eyr­is­sjóðum að fjár­festa í fast­eignum og telur ónauð­syn­legt að áskilja aðkomu milli­göngu­að­ila.“

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None