Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða rýmkaðar - Fá að eiga 20 prósent í félögum

Hámarksheimild lífeyrissjóða til að eiga í félögum, fyrirtækjum og sjóðum verður hækkuð úr 15 í 20 prósent verði breytingartillaga nefndar að lögum. Fyrri tillaga um að meina sjóðunum að fjárfesta beint í fasteignum verður felld út.

Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
Lífeyrissjóðir landsins eiga 3.319 milljarða króna í hreinni eign. Sjóðirnir eru langumsvifamesti fjárfestir íslensks atvinnulífs og eru í eigu sjóðsfélaga sinna, almennings í landinu.
AuglýsingEfna­hags- og við­skipta­nefnd leggur til að heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að eiga í félög­um, fyr­ir­tækj­um, hlut­deild­ar­skír­teinum eða sjóðum verði hækkuð úr 15 í 20 pró­sent. Nefndin leggur til þessa hækkun þótt hún telji rétt­mætt að vinna gegn óhóf­legri sam­þjöppun áhrifa­valds í íslensku við­skipta­lífi, en líf­eyr­is­sjóðir eru lang­um­svifa­mestu fjár­fest­arnir innan þess. Þetta kemur fram í áliti nefnd­ar­innar og í breyt­ing­ar­til­lögu frum­varps um breyt­ingu á lögum um starf­semi líf­eyr­is­sjóða.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga með beinum hætti yfir 40 pró­sent af heild­ar­hlutafé á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði. Sé eign­ar­að­ild þeirra í ýmsum sjóðum sem fjár­festa í skráðum hluta­bréfum talin með fer það hlut­fall yfir 50 pró­sent. Þeir eiga auk þess, beint og óbeint, mikið af eignum í óskráðum hluta­bréf­um.

Verða farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­vél­ar“

Hrein eign líf­eyr­is­sjóða lands­ins nam 3.319 millj­örðum króna í lok júlí síð­ast­lið­ins. Það jafn­ast á við eina og hálfa lands­fram­leiðslu. Sjóð­irnir hafa að mestu verið bundnir við að kaupa eignir innan fjár­magns­hafta frá banka­hruni, þótt að þeir hafi fengið und­an­þágur til að fjár­festa erlend­is. Frá miðju ári í fyrra og fram til loka júní­mán­aðar 2016 fengu þeir heim­ild til að fjár­festa sam­tals fyrir 40 millj­arða króna erlend­is, í þremur skref­um. Frá 1. júlí síð­ast­liðnum og út sept­em­ber fengu þeir und­an­þágu frá Seðla­bank­anum til að versla fyrir 40 millj­arða króna til við­bót­ar. 80 millj­arðar á rúmu einu ári er þó ekki stór fjár­hæð í ljósi heild­ar­eigna sjóð­anna og ljóst að stjórn­endur þeirra horfa mjög til frek­ari til­slak­ana sam­hliða skrefum í átt að losun hafta, en frum­varp þess efnis er nú til með­ferðar hjá Alþingi.

Auglýsing

Á umræðu­fundi um eign­ar­hald á atvinnu­fyr­ir­tækj­um, hlut­verki líf­eyr­is­sjóða og áhrif á sam­keppni sem hald­inn var í lok maí sú staða sem líf­eyr­is­sjóð­irnir eru í vegna haft­anna mikið rædd. Þar sagði Flóki Hall­­dór­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri ­sjóð­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Stefnis sem er í eigu Arion banka, það mjög ein­falt að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins þyrftu að kom­­ast út úr höftum vegna stærð­­ar­ ­sinn­­ar. Ef það myndi ekki ger­ast bráðum þá verði þeir farnir að kaupa „sjón­vörp og þvotta­­vél­­ar“ eftir nokkur mis­s­eri. Allir aðrir fjár­­­fest­inga­­kostir verð­i ­upp­­­urn­­ir.

Tak­mörkun sætti gagn­rýni

Við þess­ari stöðu er verið að bregð­ast með því að rýmka fjár­fest­ing­ar­heim­ildir líf­eyr­is­sjóð­anna. Þar skiptir mestu að þeir munu fá, verði breyt­ing­ar­til­laga efna­hags- og við­skipta­nefndar að lög­um, fá að eiga 20 pró­sent í fyr­ir­tækjum í stað þess að hámarks­eign­ar­hluti sé 15 pró­sent líkt og áður var. Í áliti nefnd­ar­innar segir að gild­andi tak­mörkun hafi sætt tölu­verðri gagn­rýni. „Bent var á að svo lágt hlut­fall tor­veld­aði fjár­­­mögnun líf­eyr­is­sjóða á verk­efn­um, einkum í ljósi við­var­andi fækk­unar líf­eyr­is­sjóða. Þannig þyrftu að minnsta kosti sjö líf­eyr­is­sjóðir að fjár­magna verk­efni ef ekki kæmi til önnur fjár­­­mögn­un.

Þótt tak­mörk­unin sé felld undir ákvæði frum­varps­ins um mót­að­ila­á­hættu snýr hún í reynd fremur að því að vinna gegn sam­þjöppun valds í íslensku efna­hags­lífi með því að koma í veg fyrir að ráð­andi hlutir í félögum safn­ist á of fáar hend­ur. Líf­eyr­is­sjóðir eru umsvifa­mestu fjár­festar í íslensku við­skipta­lífi. Ef stakir líf­eyr­is­sjóðir héldu utan um ráð­andi hluti í mörg­um félögum er hætt við því að það kæmi niður á eðli­legri sam­keppni milli atvinnu­fyr­ir­tækja. Þótt nefndin telji rétt­mætt að vinna gegn óhóf­legri sam­þjöppun áhrifa­valds í íslensku við­­skipta­lífi telur nefndin það ekki girða fyrir að hlut­fallið verði hærra en 15 pró­sent, enda fjarri því að vera ráð­andi hlut­ur.“

Mega kaupa fast­eignir

Fjár­fest­ing­ar­heim­ildir líf­eyr­is­sjóða í ýmsum öðrum fjár­mála­gjörn­ingum og eignum verða líka víkk­aðar sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni. Svig­rúm sjóð­anna til að fjár­festa í sér­tryggðum skulda­bréfum aukið og til að lána út verð­bréf.

Í upp­haf­lega frum­varp­inu var heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í íbúð­ar­hús­næði fellt á brott og þess í stað lagt til að þeir gætu fjár­fest í félögum um rekstur fast­eigna. Í nefnd­ar­á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar segir að fjár­fest­ingar í fast­eignum hafi ýmsa kosti fyrir líf­eyr­is­sjóði. „Fjölgun fjár­fest­ing­ar­kosta auð­veldar áhættu­dreif­ingu. Fast­eignir gefa gjarnan af sér fyr­ir­sjá­an­legan tekju­straum til langs tíma sem hentar vel fyrir líf­eyr­is­sjóði sem þurfa að mæta lang­tíma­skuld­bind­ingum um greiðslu líf­eyr­is. Þá geta fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða í fast­eignum þjónað því sam­fé­lags­lega hlut­verki að ýta undir upp­bygg­ingu íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis og inn­viða. Nefndin telur því æski­legt að heim­ila líf­eyr­is­sjóðum að fjár­festa í fast­eignum og telur ónauð­syn­legt að áskilja aðkomu milli­göngu­að­ila.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None