Trúnaðarbrot lykilmanns í Seðlabankanum var fyrnt

Sturla Pálsson viðurkenndi við yfirheyrslur árið 2012 að hann hefði brotið trúnað. Samkvæmt lögum fyrnast slík brot á tveimur árum. Brot Sturlu var framið 2008 og fyrndist því árið 2010.

seðlabankinn
Auglýsing

Trún­að­ar­brot Sturlu Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ­mark­aðsvið­­skipta og fjár­stýr­ingar hjá Seðla­­banka Íslands, sem hann ját­aði við skýrslu­töku hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara árið 2012, var fyrnt. Stur­la, sem hafði stöðu vitnis í mál­inu sem hann var yfir­heyrður út af, við­ur­kenndi brot á trún­aði þegar hann upp­lýsti eig­in­­konu sína, sem þá var lög­­­maður sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, um aðgerðir Seðla­bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­­ar­lag­anna haustið 2008.

Sam­kvæmt 136. grein almennra hegn­ing­ar­laga skal opin­ber starfs­mað­ur, sem „segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vit­neskju um í starfi sínu eða varðar emb­ætti hans eða sýslan[...]­sæta varð­haldi eða fang­elsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings, eða noti hann slíka vit­neskju í því skyni, má beita fang­elsi allt að 3 árum.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að bæði Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) og emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi rann­sakað ítar­lega hvort þeir sem skráðir voru á inn­herj­a­lista hafi átt við­skipti með fjár­mála­gjörn­inga í kringum hrun­ið. Á meðal þeirra sem voru á þeim listum var lyk­il­starfs­fólk Seðla­banka Íslands, meðal ann­ars Sturla. Þær rann­sóknir sýndu ekki fram á að nein óvenju­leg við­skipti hefðu átt sér stað í kringum hann. Þar af leið­andi hafi Sturla ekki brotið trúnað til að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings og refsiramm­inn í máli hans því eitt ár. Í 81. grein almennra hegn­ing­ar­laga segir að sök fyrn­ist á tveimur árum „þegar ekki liggur þyngri refs­ing við broti en 1 árs fang­elsi“. Þar sem Sturla við­ur­kenndi að hafa brotið trúnað árið 2012 í sím­tali sem átti sér stað 2008 var brotið fyrnt árið 2010.

Auglýsing

Þá flækti það málið að Sturla var kall­aður inn sem vitni í mjög stóru máli sem sner­ist um rann­sókn á meint­u­m tug millj­arða króna skila­svik­um. Hann var því ekki með stöðu sak­born­ings við yfir­heyrsl­una og það sem hann sagði við yfir­heyrsl­una og var til þess fallið að fella á hann sök, gat því ekki verið notað gegn Sturlu.

Rann­sókn á meintum tug millj­arða skila­svikum

Málið sem sér­stakur sak­sókn­ari var að rann­saka snérist um greiðslur sem taldar voru hafa átt sér stað neyð­ar­laga­dag­inn 6. októ­ber. Fimm fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá Lands­banka Íslands voru grun­aðir um skila­svik vegna milli­færslu á um 20 millj­arða króna af ­reikn­ingi Lands­bank­ans í Seðla­bank­anum yfir til MP banka og Straums vegna end­ur­hverfra við­skipta við Seðla­bank­ann og kaupa bank­ans á verð­bréfum í sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóð­anna. Dag­inn eftir milli­færsl­urnar tók skila­nefnd yfir Lands­bank­ann.

Sér­stakur sak­sókn­ari sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í jan­úar 2011 þar sem greint var frá hús­leitum vegna rann­sóknar máls­ins. Þar kom meðal ann­ars fram að emb­ættið hefði nálg­ast gögn í Seðla­bank­anum í tengslum við rann­sókn­ina. Málið var síðan rann­sakað að fullu hjá sér­stökum sak­sókn­ara áður en ákvörðun var tekin um að fella það niður í nóv­em­ber 2013 þar sem nið­ur­staða rann­sókn­ar­inn­ar, ásamt gögnum og fram­burðum í mál­inu, var ekki talin lík­leg til að leiða til sak­fell­ing­ar.

Hefði átt að blessa Ísland á sunnu­degi

Í vitna­skýrslu Sturlu kemur fram að hann hafi verið mjög mikið spurður út í sam­skipti sín við stjórn­endur Lands­banka Íslands um hrun­helg­ina. Þar var­aði hann meðal ann­ars sjálfur við því að inn­­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­­ar­lögin voru sett.

Í vitna­­skýrsl­unni seg­ir:„St­urla kvað að Geir H. Haarde hefði átt að stöðva einum sól­­­ar­hring fyrr (Guð blessi Ísland ávarp­ið). Hann [St­ur­la] kvaðst hafa verið áhyggju­­fullur yfir því að bank­­arnir skyldu opn­aðir á mán­u­deg­in­­um. Neyð­­ar­lögin hefðu átt að koma sól­­­ar­hring fyrr. Reiknar með að í bönk­­unum sé að finna hreyf­­ingar sem áttu upp­­runa sinn í því að menn töldu góðar líkur á því að þeir færu á haus­inn. Það hefði átt að sam­­þykkja neyð­­ar­lögin og „Blessa Ísland" á sunn­u­­dags­­kvöld­ið."

Sagði að einn bank­inn væri búinn að kasta inn hand­­klæð­inu

Í vitna­­skýrsl­unni er efni sím­tals sem Sturla átti við eig­in­­konu sína tveimur dögum fyrir setn­ingu neyð­ar­laga rak­ið. Efni sím­tals­ins er svona: „Á bls 1 kemur fram að hugs­an­­legt sé að einum banka verði bjarg­að. Á bls 3 kemur að SÞÁ (Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son banka­­stjóri Lands­­bank­ans) sé hættur að hringja og hann sé búinn að kasta inn hand­­klæð­inu, hann sé búinn að gef­­ast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaup­­þings­­menn núna Lands­­bank­inn sé far­inn og ECB (Evr­­ópski Seðla­­bank­inn) muni trig­gera það."

Heim­ildir Kjarn­ans herma að rann­sóknir hafi síðar leitt í ljós að málið hafi ekki verið svona klippt og skor­ið. Stjórn­endur Lands­bank­ans hafi haldið áfram að reyna að bjarga bank­anum alveg fram að setn­ingu neyð­ar­lag­anna og jafn­vel eftir að þau tóku gild­i. 

Ekki kannað sér­­stak­­lega af hálfu Seðla­­bank­ans

Eig­in­­kona Sturlu var á þessum tíma lög­­fræð­ingur Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, hags­muna­­sam­­taka allra banka og spari­­­sjóða á Íslandi, sem hvort tveggja Lands­­bank­inn og Kaup­­þing áttu aðild að.

Sturlu var kynnt efni sím­tals­ins við skýrslu­tök­una hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara. Í vitna­­skýrsl­unni seg­ir:„St­­urla kvaðst nátt­úru­­lega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við kon­una sína.“

Í svari Seðla­­banka Íslands við fyr­ir­­spurn Kast­­ljóss vegna máls­ins segir að Sturla hafi grein Má Guð­­munds­­syni seðla­­banka­­stjóra frá umræddu sím­tali í lok síð­­­ustu viku. „Það hefur ekki verið kannað sér­­stak­­lega af hálfu Seðla­­bank­ans.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None