Trúnaðarbrot lykilmanns í Seðlabankanum var fyrnt

Sturla Pálsson viðurkenndi við yfirheyrslur árið 2012 að hann hefði brotið trúnað. Samkvæmt lögum fyrnast slík brot á tveimur árum. Brot Sturlu var framið 2008 og fyrndist því árið 2010.

seðlabankinn
Auglýsing

Trún­að­ar­brot Sturlu Páls­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ­mark­aðsvið­­skipta og fjár­stýr­ingar hjá Seðla­­banka Íslands, sem hann ját­aði við skýrslu­töku hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara árið 2012, var fyrnt. Stur­la, sem hafði stöðu vitnis í mál­inu sem hann var yfir­heyrður út af, við­ur­kenndi brot á trún­aði þegar hann upp­lýsti eig­in­­konu sína, sem þá var lög­­­maður sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, um aðgerðir Seðla­bank­ans í aðdrag­anda setn­ingu neyð­­ar­lag­anna haustið 2008.

Sam­kvæmt 136. grein almennra hegn­ing­ar­laga skal opin­ber starfs­mað­ur, sem „segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vit­neskju um í starfi sínu eða varðar emb­ætti hans eða sýslan[...]­sæta varð­haldi eða fang­elsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings, eða noti hann slíka vit­neskju í því skyni, má beita fang­elsi allt að 3 árum.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að bæði Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) og emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi rann­sakað ítar­lega hvort þeir sem skráðir voru á inn­herj­a­lista hafi átt við­skipti með fjár­mála­gjörn­inga í kringum hrun­ið. Á meðal þeirra sem voru á þeim listum var lyk­il­starfs­fólk Seðla­banka Íslands, meðal ann­ars Sturla. Þær rann­sóknir sýndu ekki fram á að nein óvenju­leg við­skipti hefðu átt sér stað í kringum hann. Þar af leið­andi hafi Sturla ekki brotið trúnað til að afla sér eða öðrum órétt­mæts ávinn­ings og refsiramm­inn í máli hans því eitt ár. Í 81. grein almennra hegn­ing­ar­laga segir að sök fyrn­ist á tveimur árum „þegar ekki liggur þyngri refs­ing við broti en 1 árs fang­elsi“. Þar sem Sturla við­ur­kenndi að hafa brotið trúnað árið 2012 í sím­tali sem átti sér stað 2008 var brotið fyrnt árið 2010.

Auglýsing

Þá flækti það málið að Sturla var kall­aður inn sem vitni í mjög stóru máli sem sner­ist um rann­sókn á meint­u­m tug millj­arða króna skila­svik­um. Hann var því ekki með stöðu sak­born­ings við yfir­heyrsl­una og það sem hann sagði við yfir­heyrsl­una og var til þess fallið að fella á hann sök, gat því ekki verið notað gegn Sturlu.

Rann­sókn á meintum tug millj­arða skila­svikum

Málið sem sér­stakur sak­sókn­ari var að rann­saka snérist um greiðslur sem taldar voru hafa átt sér stað neyð­ar­laga­dag­inn 6. októ­ber. Fimm fyrr­ver­andi stjórn­endur hjá Lands­banka Íslands voru grun­aðir um skila­svik vegna milli­færslu á um 20 millj­arða króna af ­reikn­ingi Lands­bank­ans í Seðla­bank­anum yfir til MP banka og Straums vegna end­ur­hverfra við­skipta við Seðla­bank­ann og kaupa bank­ans á verð­bréfum í sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóð­anna. Dag­inn eftir milli­færsl­urnar tók skila­nefnd yfir Lands­bank­ann.

Sér­stakur sak­sókn­ari sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í jan­úar 2011 þar sem greint var frá hús­leitum vegna rann­sóknar máls­ins. Þar kom meðal ann­ars fram að emb­ættið hefði nálg­ast gögn í Seðla­bank­anum í tengslum við rann­sókn­ina. Málið var síðan rann­sakað að fullu hjá sér­stökum sak­sókn­ara áður en ákvörðun var tekin um að fella það niður í nóv­em­ber 2013 þar sem nið­ur­staða rann­sókn­ar­inn­ar, ásamt gögnum og fram­burðum í mál­inu, var ekki talin lík­leg til að leiða til sak­fell­ing­ar.

Hefði átt að blessa Ísland á sunnu­degi

Í vitna­skýrslu Sturlu kemur fram að hann hafi verið mjög mikið spurður út í sam­skipti sín við stjórn­endur Lands­banka Íslands um hrun­helg­ina. Þar var­aði hann meðal ann­ars sjálfur við því að inn­­herjar gætu nýtt sér það hversu seint neyð­­ar­lögin voru sett.

Í vitna­­skýrsl­unni seg­ir:„St­urla kvað að Geir H. Haarde hefði átt að stöðva einum sól­­­ar­hring fyrr (Guð blessi Ísland ávarp­ið). Hann [St­ur­la] kvaðst hafa verið áhyggju­­fullur yfir því að bank­­arnir skyldu opn­aðir á mán­u­deg­in­­um. Neyð­­ar­lögin hefðu átt að koma sól­­­ar­hring fyrr. Reiknar með að í bönk­­unum sé að finna hreyf­­ingar sem áttu upp­­runa sinn í því að menn töldu góðar líkur á því að þeir færu á haus­inn. Það hefði átt að sam­­þykkja neyð­­ar­lögin og „Blessa Ísland" á sunn­u­­dags­­kvöld­ið."

Sagði að einn bank­inn væri búinn að kasta inn hand­­klæð­inu

Í vitna­­skýrsl­unni er efni sím­tals sem Sturla átti við eig­in­­konu sína tveimur dögum fyrir setn­ingu neyð­ar­laga rak­ið. Efni sím­tals­ins er svona: „Á bls 1 kemur fram að hugs­an­­legt sé að einum banka verði bjarg­að. Á bls 3 kemur að SÞÁ (Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son banka­­stjóri Lands­­bank­ans) sé hættur að hringja og hann sé búinn að kasta inn hand­­klæð­inu, hann sé búinn að gef­­ast upp. Einnig kemur fram að það séu bara Kaup­­þings­­menn núna Lands­­bank­inn sé far­inn og ECB (Evr­­ópski Seðla­­bank­inn) muni trig­gera það."

Heim­ildir Kjarn­ans herma að rann­sóknir hafi síðar leitt í ljós að málið hafi ekki verið svona klippt og skor­ið. Stjórn­endur Lands­bank­ans hafi haldið áfram að reyna að bjarga bank­anum alveg fram að setn­ingu neyð­ar­lag­anna og jafn­vel eftir að þau tóku gild­i. 

Ekki kannað sér­­stak­­lega af hálfu Seðla­­bank­ans

Eig­in­­kona Sturlu var á þessum tíma lög­­fræð­ingur Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, hags­muna­­sam­­taka allra banka og spari­­­sjóða á Íslandi, sem hvort tveggja Lands­­bank­inn og Kaup­­þing áttu aðild að.

Sturlu var kynnt efni sím­tals­ins við skýrslu­tök­una hjá sér­­­stökum sak­­sókn­­ara. Í vitna­­skýrsl­unni seg­ir:„St­­urla kvaðst nátt­úru­­lega vera að brjóta trúnað með því að ræða þetta við kon­una sína.“

Í svari Seðla­­banka Íslands við fyr­ir­­spurn Kast­­ljóss vegna máls­ins segir að Sturla hafi grein Má Guð­­munds­­syni seðla­­banka­­stjóra frá umræddu sím­tali í lok síð­­­ustu viku. „Það hefur ekki verið kannað sér­­stak­­lega af hálfu Seðla­­bank­ans.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None