Þurfa að borga fyrir að losna við hlut sinn í Klakka

Hluthafar sem eiga lítinn hlut í Klakka, áður Exista, þurfa að greiða bandarísku fyrirtæki 2.000 evrur í umsýslugjald fyrir að framselja hluti sína í félaginu. Taki þeir fyrirliggjandi yfirtökutilboði munu þeir þurfa að borga með sölunni.

viðskipti
Auglýsing

Smærri hluthafar Klakka (áður Exista), sem eiga hlut sem er verðmetinn á undir 2.000 evrur, munu skulda bandaríska fyrirtækinu Wilmington Trust fé ef þeir ganga að yfirtökutilboði vogunarsjóðsins Burlington Loan Management í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilmington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hlutabréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evrur, um 248 þúsund krónur, í umsýslugjald fyrir að sjá um framsal á eignarhlutunum. Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, staðfesti í samtali við Kjarnann að umsýslugjaldið væri ófrávíkjanlegt og það yrðu allir að greiða sem tækju yfirtökutilboðinu. Um er að ræða upphæð sem ákveðin var árið 2010 og hafi haldist óbreytt síðan.

Forsvarsmaður eins lítils hluthafa, sem hafði samband við Kjarnann, sagði að sá myndi vera í um 160 þúsund króna skuld við Wilmington Trust ef hann myndi taka yfirtökutilboði Burlington Loan Management í hlut hans í Klakka. Fjölmargir aðrir litlir hluthafar eru í sömu stöðu.

Klakki er móð­­ur­­fé­lag fjár­­­mögn­un­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­­ar, sem sér­­hæfir sig í að fjár­­­magna atvinn­u­tæki, atvinn­u­hús­næði og bif­­reiðar fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­l­inga.

Auglýsing

Burlington einn stærsti kröfuhafi Íslands

Burlington Loan Management, sem er fjármagnaður og stýrt af banda­ríska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­inu Davidson Kempner, hefur verið stærsti erlendi kröf­u­hafi íslensks atvinn­u­lífs á eft­ir­hrunsár­un­um. Á árinu 2013 jók sjóð­­ur­inn til að mynda eignir sínar á Íslandi um 70 pró­­sent og í lok þess árs voru 18 pró­­sent af fjár­­­fest­inga­­eignum hans á Íslandi. Í lok árs 2014 voru íslensku eign­­irnar tíu pró­­sent af fjárfestingaeignum hans, en sjóð­­ur­inn jók mjög umsvif sín á því ári.

Stærsta ein­staka eign hans lengi vel voru kröfur í þrotabú Glitn­is, en Burlington var einn stærsti kröf­u­hafi bús­ins. Nafn­virði krafna Burlington í bú bank­ans var að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­­arð krónaBurlington fékk rúm­­lega 30 pró­­sent af nafn­virði þeirra krafna í kjöl­far þess nauða­­samn­ingur Glitnis var stað­­festur af dóm­stólum í des­em­ber 2015.

Sjóð­­ur­inn var einnig einn stærsti kröf­u­hafi slitabús Kaup­­þings. Í nóv­­em­ber 2012 átti hann kröfur í búið að nafn­virði 109 millj­­arðar króna. Til við­­bótar hefur Burlington átt fullt af öðrum eignum hér­­­lend­­is. Sjóð­­ur­inn átti umtals­verðar kröfu í bú Lands­­bank­ans og er á meðal eig­anda ALMC (áður Straumur fjár­­­fest­inga­­banki).

Þá hefur sjóð­ur­inn átt hlut í Klakka um nokk­urt skeið. Mikla athygli vakti þegar hann keypti 26 millj­­arða króna skuldir Lýs­ingar, helstu eignar Klakka, skömmu fyrir ára­­mót 2013.

Keypti hlut rikisins á hálfan milljarð

Í upphafi árs var hlutur sjóðsins í Klakka 13,2 prósent. Í janúar keypti hann 31,8 pró­­sent hlut Arion banka í félag­inu. Kaupin voru gerð í nafni BLM Fjár­­­fest­inga ehf., íslensks dótt­­ur­­fé­lags Burlington. Nýverið keypti Burlington svo hlut eign­ar­halds­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eignir slitabús Glitnis og átti eftir það 57 prósent hlut. Samþykktir Klakka eru þannig að ef einhver fer yfir 50 prósent eignarhlut í félaginu þá þarf hann að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Á meðal þeirra sem fengu slíkt tilboð var Lindarhvoll, eignarhaldsfélag í íslenska ríkisins sem heldur á stöðugleikaeignum sem það fékk afhent samkvæmt samkomulagi um slit gömlu bankanna. Stjórn Lindarhvols hefur þegar samþykkt að selja hlut sinn, 17,7 prósent, til Burlington.

Á meðal annarra eigenda eru félög í eigu bræðr­anna Ágústar og Lýðs Guð­munds­sona, sem oft­ast eru kenndir við Bakka­vör.  Fé­lögin BBR ehf. og Rask ehf., sem eru í eigu Bakka­vara­bræðra, áttu sam­tals tæp­lega þrjú pró­sent hlut í Klakka í árs­lok 2015 sam­kvæmt hlut­haf­alista í árs­reikn­ingi. Bræðurnir, sem voru stærstu eigendur Exista fyrir hrun, reyndu sjálfir að eignast stóran hlut í Klakka í þeirri lotu sem nú stendur yfir og buðu m.a. 501 milljón króna í hlut ríkisins. Það dugði þó ekki til því að Burlington bauð 505 milljónir króna og hreppti hlutinn. Eftir viðskiptin átti Burlington 75 prósent hlut í Klakka.

Magir litlir hluthafar

Þótt að nokkrir stórir aðilar hafi átt bróðurpart hlutafjár í Klakka eftir að félagið lauk nauðasamningsferli þá áttu líka margir minni aðilar hlut. Alls voru hluthafar í Klakka 178 talsins um síðustu áramót. Þar á meðal einstaklingar sem áttu skuldabréf útgefin af Existu fyrir hrun sem fengust aldrei greidd. Þeir fengu þess í stað hlutabréf og skuldabréf í Klakka. Allir þessir aðilar fengu einnig yfirtökutilboð frá Burlington sem rann út í gær.

Í bréfi þar sem tilboðið er sett fram, og Kjarninn hefur undir höndum, er sérstaklega vakin athygli á því að þeir sem samþykki tilboð Burlington um sölu á hlutum þeirra í félaginu þurfi að greiðast 2.000 evrur, um 248 þúsund krónur, í umsýslukostnað vegna framsals hlutanna. Þar segir einnig að sá kostnaður verði dregin frá kaupverðinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None