Þurfa að borga fyrir að losna við hlut sinn í Klakka

Hluthafar sem eiga lítinn hlut í Klakka, áður Exista, þurfa að greiða bandarísku fyrirtæki 2.000 evrur í umsýslugjald fyrir að framselja hluti sína í félaginu. Taki þeir fyrirliggjandi yfirtökutilboði munu þeir þurfa að borga með sölunni.

viðskipti
Auglýsing

Smærri hlut­hafar Klakka (áð­ur Exista), sem eiga hlut sem er verð­met­inn á undir 2.000 evr­ur, munu skulda banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Wilm­ington Trust fé ef þeir ganga að yfir­tökutil­boði vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilm­ington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hluta­bréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evr­ur, um 248 þús­und krón­ur, í umsýslu­gjald fyrir að sjá um fram­sal á eign­ar­hlut­un­um. Magn­ús Schev­ing Thor­steins­son, for­stjóri Klakka, stað­festi í sam­tali við Kjarn­ann að umsýslu­gjaldið væri ófrá­víkj­an­legt og það yrðu allir að greiða sem tækju yfir­tökutil­boð­inu. Um er að ræða upp­hæð sem ákveðin var árið 2010 og hafi hald­ist óbreytt síð­an.

For­svars­maður eins lít­ils hlut­hafa, sem hafði sam­band við Kjarn­ann, sagði að sá myndi vera í um 160 þús­und króna skuld við Wilm­ington Trust ef hann myndi taka yfir­tökutil­boði Burlington Loan Mana­gement í hlut hans í Klakka. Fjöl­margir aðrir litlir hlut­hafar eru í sömu stöðu.

Klakki er móð­­­ur­­­fé­lag fjár­­­­­mögn­un­­­ar­­­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­­­ar, sem sér­­­hæfir sig í að fjár­­­­­magna atvinn­u­tæki, atvinn­u­hús­næði og bif­­­reiðar fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­l­inga.

Auglýsing

Burlington einn stærsti kröfu­hafi Íslands

Burlington Loan Mana­gement, sem er fjár­magn­aður og stýrt af ­banda­ríska sjóðs­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tæk­inu Dav­id­son Kempner, hefur verið stærsti erlendi kröf­u­hafi íslensks atvinn­u­lífs á eft­ir­hrunsár­un­­um. Á árinu 2013 jók sjóð­­­ur­inn til að mynda eignir sínar á Íslandi um 70 pró­­­sent og í lok þess árs voru 18 pró­­­sent af fjár­­­­­fest­inga­­­eignum hans á Íslandi. Í lok árs 2014 voru íslensku eign­­­irnar tíu pró­­­sent af fjár­fest­inga­eignum hans, en sjóð­­­ur­inn jók mjög umsvif sín á því ári.

Stærsta ein­staka eign hans lengi vel voru kröfur í þrotabú Glitn­is, en Burlington var einn stærsti kröf­u­hafi bús­ins. Nafn­virði krafna Burlington í bú bank­ans var að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­­­arð krónaBurlington fékk rúm­­­lega 30 pró­­­sent af nafn­virði þeirra krafna í kjöl­far þess nauða­­­samn­ingur Glitnis var stað­­­festur af dóm­stólum í des­em­ber 2015.

Sjóð­­­ur­inn var einnig einn stærsti kröf­u­hafi slita­bús Kaup­­­þings. Í nóv­­­em­ber 2012 átti hann kröfur í búið að nafn­virði 109 millj­­­arðar króna. Til við­­­bótar hef­ur Burlington átt fullt af öðrum eignum hér­­­­­lend­­­is. Sjóð­­­ur­inn átti umtals­verðar kröfu í bú Lands­­­bank­ans og er á meðal eig­anda ALMC (áður Straumur fjár­­­­­fest­inga­­­banki).

Þá hefur sjóð­­ur­inn átt hlut í Klakka um nokk­­urt skeið. Mikla athygli vakti þegar hann keypti 26 millj­­­arða króna skuldir Lýs­ing­ar, helstu eignar Klakka, skömmu fyrir ára­­­mót 2013.

Keypti hlut rikis­ins á hálfan millj­arð

Í upp­hafi árs var hlutur sjóðs­ins í Klakka 13,2 pró­sent. Í jan­úar keypti hann 31,8 pró­­­sent hlut Arion banka í félag­inu. Kaupin voru gerð í nafni BLM Fjár­­­­­fest­inga ehf., íslensks dótt­­­ur­­­fé­lags Burlington. Nýverið keypti Burlington svo hlut eign­­ar­halds­­­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eign­ir slita­bús Glitnis og átti eftir það 57 pró­sent hlut. Sam­þykktir Klakka eru þannig að ef ein­hver fer yfir 50 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu þá þarf hann að gera öðrum hlut­höfum yfir­tökutil­boð. Á meðal þeirra sem fengu slíkt til­boð var Lind­ar­hvoll, eign­ar­halds­fé­lag í íslenska rík­is­ins sem heldur á stöð­ug­leika­eignum sem það fékk afhent sam­kvæmt sam­komu­lagi um slit gömlu bank­anna. Stjórn Lind­ar­hvols hefur þegar sam­þykkt að selja hlut sinn, 17,7 pró­sent, til Burlington.

Á meðal ann­arra eig­enda eru félög í eigu bræðr­anna Ágúst­ar og Lýðs Guð­­munds­­sona, sem oft­­ast eru kenndir við Bakka­vör.  Fé­lög­in BBR ehf. og Rask ehf., sem eru í eigu Bakka­vara­bræðra, áttu sam­tals tæp­­lega þrjú pró­­sent hlut í Klakka í árs­­lok 2015 sam­­kvæmt hlut­haf­a­lista í árs­­reikn­ingi. Bræð­urn­ir, sem voru stærstu eig­end­ur Exista fyrir hrun, reyndu sjálfir að eign­ast stóran hlut í Klakka í þeirri lotu sem nú stendur yfir og buðu m.a. 501 milljón króna í hlut rík­is­ins. Það dugði þó ekki til því að Burlington bauð 505 millj­ónir króna og hreppti hlut­inn. Eftir við­skiptin átti Burlington 75 pró­sent hlut í Klakka.

Magir litlir hlut­hafar

Þótt að nokkrir stórir aðilar hafi átt bróð­ur­part hluta­fjár í Klakka eftir að félagið lauk nauða­samn­ings­ferli þá áttu líka margir minni aðilar hlut. Alls voru hlut­hafar í Klakka 178 tals­ins um síð­ustu ára­mót. Þar á meðal ein­stak­lingar sem áttu skulda­bréf útgefin af Existu fyrir hrun sem feng­ust aldrei greidd. Þeir fengu þess í stað hluta­bréf og skulda­bréf í Klakka. Allir þessir aðilar fengu einnig yfir­tökutil­boð frá Burlington sem rann út í gær.

Í bréfi þar sem til­boðið er sett fram, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er sér­stak­lega vakin athygli á því að þeir sem sam­þykki til­boð Burlington um sölu á hlutum þeirra í félag­inu þurfi að greið­ast 2.000 evr­ur, um 248 þús­und krón­ur, í umsýslu­kostnað vegna fram­sals hlut­anna. Þar segir einnig að sá kostn­aður verði dregin frá kaup­verð­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None