Þurfa að borga fyrir að losna við hlut sinn í Klakka

Hluthafar sem eiga lítinn hlut í Klakka, áður Exista, þurfa að greiða bandarísku fyrirtæki 2.000 evrur í umsýslugjald fyrir að framselja hluti sína í félaginu. Taki þeir fyrirliggjandi yfirtökutilboði munu þeir þurfa að borga með sölunni.

viðskipti
Auglýsing

Smærri hlut­hafar Klakka (áð­ur Exista), sem eiga hlut sem er verð­met­inn á undir 2.000 evr­ur, munu skulda banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Wilm­ington Trust fé ef þeir ganga að yfir­tökutil­boði vog­un­ar­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­gement í hluti þeirra. Ástæðan er sú að Wilm­ington Trust, sem sér um umsýslu á kröfum og hluta­bréfum fyrir Klakka, rukkar 2000 evr­ur, um 248 þús­und krón­ur, í umsýslu­gjald fyrir að sjá um fram­sal á eign­ar­hlut­un­um. Magn­ús Schev­ing Thor­steins­son, for­stjóri Klakka, stað­festi í sam­tali við Kjarn­ann að umsýslu­gjaldið væri ófrá­víkj­an­legt og það yrðu allir að greiða sem tækju yfir­tökutil­boð­inu. Um er að ræða upp­hæð sem ákveðin var árið 2010 og hafi hald­ist óbreytt síð­an.

For­svars­maður eins lít­ils hlut­hafa, sem hafði sam­band við Kjarn­ann, sagði að sá myndi vera í um 160 þús­und króna skuld við Wilm­ington Trust ef hann myndi taka yfir­tökutil­boði Burlington Loan Mana­gement í hlut hans í Klakka. Fjöl­margir aðrir litlir hlut­hafar eru í sömu stöðu.

Klakki er móð­­­ur­­­fé­lag fjár­­­­­mögn­un­­­ar­­­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­­­ar, sem sér­­­hæfir sig í að fjár­­­­­magna atvinn­u­tæki, atvinn­u­hús­næði og bif­­­reiðar fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­l­inga.

Auglýsing

Burlington einn stærsti kröfu­hafi Íslands

Burlington Loan Mana­gement, sem er fjár­magn­aður og stýrt af ­banda­ríska sjóðs­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tæk­inu Dav­id­son Kempner, hefur verið stærsti erlendi kröf­u­hafi íslensks atvinn­u­lífs á eft­ir­hrunsár­un­­um. Á árinu 2013 jók sjóð­­­ur­inn til að mynda eignir sínar á Íslandi um 70 pró­­­sent og í lok þess árs voru 18 pró­­­sent af fjár­­­­­fest­inga­­­eignum hans á Íslandi. Í lok árs 2014 voru íslensku eign­­­irnar tíu pró­­­sent af fjár­fest­inga­eignum hans, en sjóð­­­ur­inn jók mjög umsvif sín á því ári.

Stærsta ein­staka eign hans lengi vel voru kröfur í þrotabú Glitn­is, en Burlington var einn stærsti kröf­u­hafi bús­ins. Nafn­virði krafna Burlington í bú bank­ans var að minnsta kosti vel á þriðja hund­rað millj­­­arð krónaBurlington fékk rúm­­­lega 30 pró­­­sent af nafn­virði þeirra krafna í kjöl­far þess nauða­­­samn­ingur Glitnis var stað­­­festur af dóm­stólum í des­em­ber 2015.

Sjóð­­­ur­inn var einnig einn stærsti kröf­u­hafi slita­bús Kaup­­­þings. Í nóv­­­em­ber 2012 átti hann kröfur í búið að nafn­virði 109 millj­­­arðar króna. Til við­­­bótar hef­ur Burlington átt fullt af öðrum eignum hér­­­­­lend­­­is. Sjóð­­­ur­inn átti umtals­verðar kröfu í bú Lands­­­bank­ans og er á meðal eig­anda ALMC (áður Straumur fjár­­­­­fest­inga­­­banki).

Þá hefur sjóð­­ur­inn átt hlut í Klakka um nokk­­urt skeið. Mikla athygli vakti þegar hann keypti 26 millj­­­arða króna skuldir Lýs­ing­ar, helstu eignar Klakka, skömmu fyrir ára­­­mót 2013.

Keypti hlut rikis­ins á hálfan millj­arð

Í upp­hafi árs var hlutur sjóðs­ins í Klakka 13,2 pró­sent. Í jan­úar keypti hann 31,8 pró­­­sent hlut Arion banka í félag­inu. Kaupin voru gerð í nafni BLM Fjár­­­­­fest­inga ehf., íslensks dótt­­­ur­­­fé­lags Burlington. Nýverið keypti Burlington svo hlut eign­­ar­halds­­­fé­lags utan um eft­ir­stand­andi eign­ir slita­bús Glitnis og átti eftir það 57 pró­sent hlut. Sam­þykktir Klakka eru þannig að ef ein­hver fer yfir 50 pró­sent eign­ar­hlut í félag­inu þá þarf hann að gera öðrum hlut­höfum yfir­tökutil­boð. Á meðal þeirra sem fengu slíkt til­boð var Lind­ar­hvoll, eign­ar­halds­fé­lag í íslenska rík­is­ins sem heldur á stöð­ug­leika­eignum sem það fékk afhent sam­kvæmt sam­komu­lagi um slit gömlu bank­anna. Stjórn Lind­ar­hvols hefur þegar sam­þykkt að selja hlut sinn, 17,7 pró­sent, til Burlington.

Á meðal ann­arra eig­enda eru félög í eigu bræðr­anna Ágúst­ar og Lýðs Guð­­munds­­sona, sem oft­­ast eru kenndir við Bakka­vör.  Fé­lög­in BBR ehf. og Rask ehf., sem eru í eigu Bakka­vara­bræðra, áttu sam­tals tæp­­lega þrjú pró­­sent hlut í Klakka í árs­­lok 2015 sam­­kvæmt hlut­haf­a­lista í árs­­reikn­ingi. Bræð­urn­ir, sem voru stærstu eig­end­ur Exista fyrir hrun, reyndu sjálfir að eign­ast stóran hlut í Klakka í þeirri lotu sem nú stendur yfir og buðu m.a. 501 milljón króna í hlut rík­is­ins. Það dugði þó ekki til því að Burlington bauð 505 millj­ónir króna og hreppti hlut­inn. Eftir við­skiptin átti Burlington 75 pró­sent hlut í Klakka.

Magir litlir hlut­hafar

Þótt að nokkrir stórir aðilar hafi átt bróð­ur­part hluta­fjár í Klakka eftir að félagið lauk nauða­samn­ings­ferli þá áttu líka margir minni aðilar hlut. Alls voru hlut­hafar í Klakka 178 tals­ins um síð­ustu ára­mót. Þar á meðal ein­stak­lingar sem áttu skulda­bréf útgefin af Existu fyrir hrun sem feng­ust aldrei greidd. Þeir fengu þess í stað hluta­bréf og skulda­bréf í Klakka. Allir þessir aðilar fengu einnig yfir­tökutil­boð frá Burlington sem rann út í gær.

Í bréfi þar sem til­boðið er sett fram, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er sér­stak­lega vakin athygli á því að þeir sem sam­þykki til­boð Burlington um sölu á hlutum þeirra í félag­inu þurfi að greið­ast 2.000 evr­ur, um 248 þús­und krón­ur, í umsýslu­kostnað vegna fram­sals hlut­anna. Þar segir einnig að sá kostn­aður verði dregin frá kaup­verð­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None