Parísarsamkomulagið í uppnámi eftir kjör Trumps

Óvissa er um alþjóðlegt samkomulag um loftslagsmál eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Donald Trump hefur meðal annars kallað hlýnun jarðar „kínverskt gabb“.
Donald Trump hefur meðal annars kallað hlýnun jarðar „kínverskt gabb“.
Auglýsing

Par­ís­ar­sam­komu­lagið um ástand lofts­lags jarðar er í upp­námi eftir að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna á þriðju­dag. Samn­ing­ur­inn sem gerður var í París fyrir tæpu ári síðan á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna tók gildi fyrir fáeinum vikum síð­an, þegar þau lönd sem bera sam­an­lagða ábyrgð á 55 pró­sent af útblæstri mann­kyns höfðu inn­leitt samn­ing­inn. Banda­ríkin og Kína mynd­uðu banda­lag um að inn­leiða samn­ing­inn og var þá lyk­il­þáttur í því að sam­an­lögð ábyrgð meng­ara heims­ins næði 55 pró­sent­um.

Banda­ríkja­þing undir stjórn Repúblik­ana hefur hins vegar lagst gegn lofts­lags­sam­komu­lag­inu svo Barack Obama, frá­far­andi for­seti Banda­ríkj­anna, þurfti að gefa út for­seta­til­skipun til þess að sam­þykkja Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið. Don­ald Trump hefur heitið því að fella úr gildi allar for­seta­til­skip­anir Obama og leggja þannig arf­leið hans sem for­seta í rúst.

Árleg lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna er nú haldin í Marra­kesh í Marokkó. Ráð­stefnan hófst á mánu­dag­inn og á að fjalla um inn­leið­ingu Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins og hver næstu skref skuli vera. Strax á þriðja degi ráð­stefn­unnar er dag­skráin hins vegar í upp­námi. Fjöl­miðlar greina frá því að á göngum ráð­stefnu­hall­ar­innar reyni gest­irnir að grípa í öll strá vonar sem finn­ast. Það sem flestir reyna að sann­færa sig um er að Trump er, þegar öllu er á botn­inn hvolft, ósam­kvæmur sjálfum sér í nær öllu sem hann hefur sagt og vart stendur steinn yfir steini í máli hans. Þar til hægt verður að færa sönnur á annað er lögð áhersla á von­ina um að nýkjör­inn for­seti sé umhverf­is­vænni en hann seg­ist vera.

Auglýsing

Meiri kol og meira gas!

Í maí sagði Trump á fram­boðs­fundi um orku­mál að hann mundi ógilda und­ir­ritun Banda­ríkj­anna við Par­ís­ar­samn­ing­inn. „Allar reglu­gerðir sem eru úrelt­ar, óþarfar, slæmar fyrir vinn­andi menn eða standa gegn hags­munum þjóð­ar­innar verða afnumdar og lagðar að öllu leyti nið­ur,“ lét Trump hafa eftir sér. Um leiða kall­aði hann eftir því að fleiri bor­holur yrðu gerðar eftir olíu og að (hin mjög svo umdeilda) Key­stone XL-ol­íu­leiðslan yrði lögð frá tjörusönd­unum í Kanada til Banda­ríkj­anna. Obama neit­aði að sam­þykkja olíu­leiðsl­una, enda stuðlar hún að frek­ari olíu­námum í Kanada.

Don­ald Trump hefur haft mörg orð um lofts­lags­mál og öll kasta þau rýrð á það að hlýnun jarðar sé raun­veru­lega af manna­völd­um. Hann hefur sagt hlýnun jarðar vera kín­verskt gabb.Hann hefur sagst ætla að afnema reglu­gerðir um nátt­úru­vernd, afnema allan alrík­is­kostnað við hreina orku – þar á meðal rann­sókna- og þró­un­ar­kostnað við beislun vind­orku, sól­ar­orku og raf­knúna bíla.

Ef Trump var alvara með þessar yfir­lýs­ingar sínar er ljóst að Banda­ríkin munu brenna mun meira af kol­um, menga mun meira og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda þaðan mun aukast veru­lega. Það hafa raunar verið gerð líkön af því hver áhrif stefnu Trumps verði í sam­an­burði við stefnu Hill­ary Clinton í lofts­lags­mál­um.

Útblástur Bandaríkjanna, söguleg þróun og framtíðarspá.

Þátt­taka helstu iðn­ríkja mik­il­væg

Áhyggjur þeirra sem fylgst hafa með til­urð Par­ís­ar­samn­ings­ins eru ekki aðeins að Banda­ríkin muni hætta við öll loft­sags­á­form sín, heldur einnig hvað banda­lags­ríkin gera í kjöl­far­ið. Spurn­ingar eins og „mun Kína standa vörð um lofts­lags­sam­komu­lag­ið?“ hafa vakn­að. Í ljósi sög­unnar er stuðn­ingur Banda­ríkj­anna við sam­komu­lög á borð við þetta mjög mik­il­væg­ur. Hvað varðar lofts­lags­málin þá ber helst að nefna Kýótósátt­mál­ann sem Banda­ríkin unnu að í sam­vinnu við flest ríki heims en tóku á end­anum ekki þátt í vegna and­stöðu heima í Was­hington. Þá hættu önnur stór iðn­ríki við þátt­töku, meðal ann­ars vegna þess að Banda­ríkin lögðu ekki sitt af mörk­um.

Full­trúar smá­þjóða sem víst er að munu eiga undir högg að sækja vegna hlýn­unar jarðar hafa lýst von­brigðum sínum með kjör Don­alds Trump. Hilda Heine, for­seti Mars­hall-eyja, benti á að hlýnun jarðar væri einnig ógn við Banda­rík­in. „Ég geri ráð fyrir að Trump átti sig á að lofts­lags­breyt­ingar eru ógn við hans þjóð eins og þær eru ógn við allar þjóðir sem deila haf­inu. Ég hlakka til að sjá Trump takast á við þær áskor­anir sem fylgja því að tryggja öryggi þjóðar sinn­ar,“ segir hún.

Sego­lene Roya­le, umhverf­is­ráð­herra Frakk­lands, hefur hins vegar bent á að Banda­ríkin geti ekki auð­veld­lega sagt sig frá lofts­lags­mark­miðum sín­um. Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn bindi aðild­ar­ríkin í að minnsta kosti þrjú ár auk þess að upp­sagn­ar­frest­ur­inn er eitt ár. Það munu því líða fjögur ár áður en Banda­ríkin geta sagt skilið við skuld­bind­ingar sín­ar.

Bandaríkin brenna enn mikið af kolum til orkuframleiðslu.

Á lofts­lags­ráð­stefn­unni í Marra­kesh hafa þeir sem vilja láta í sér heyra bent á það sama; Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn hefur þegar tekið gildi og það gæti verið flókið fyrir stjórn Repúblik­ana undir for­ystu Trump að tæta samn­ing­inn í sund­ur.

Hags­muna­að­ilar hafa einnig látið í sér heyra. For­svars­maður 350.org, May Boeve, segir að nýi for­set­inn verði að vernda þjóð sína gegn lofts­lags­hörm­ung­um. „Engar per­sónu­legar skoð­anir eða póli­tískir hags­munir geta breytt þeim kalda raun­veru­leika að hver ný olíu­bor­hola og hver ný gasleiðsla færir okkur nær nátt­úru­hörm­ung­um.“

Thoriq Ibra­him, orku­mála­ráð­herra Maldíveyja og for­maður Sam­taka smárra eyríkja, segir að helsta verk­efni Trump sé að takast á við lofts­lags­mál­in. „Í síð­asta mán­uði – í fyrsta sinn í sög­unni – tóku end­ur­nýj­an­legir orku­gjafar fram úr jarð­efna­elds­neyti hvað varðar raf­orku­fram­leiðslu í heim­in­um. Banda­ríkin hafa leitt þessa tækni­bylt­ingu og getur haldið áfram að skapa störf og tæki­færi í þessum geira,“ sagði hann.

Íslensk stjórn­völd taka ekki afstöðu að svo stöddu

Lilja Alfreðs­dóttir utan­rík­is­ráð­herra segir í sam­tali við Kjarn­ann að íslensk stjórn­völd muni ekki aðhaf­ast fyrr en það skýrist betur hver stefna Trump-­stjórn­ar­innar verð­ur. Ótíma­bært sé að draga álykt­anir um slíkt nú, enda kvað við annan tón í sig­ur­ræðu hans í nótt miðað við orð Trump í kosn­inga­bar­átt­unni. Það eigi við um utan­rík­is­mál sem og lofts­lags­mál.

Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð
Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Stefanía G. Halldórsdóttir og Björgvin Ingi Ólafsson
Vinnum við íslenskuslaginn?
Kjarninn 22. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nova prófar 5G og ný Samsung Galaxy S-lína kynnt
Kjarninn 22. febrúar 2019
Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda
Kjarninn 22. febrúar 2019
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn – Smásagnafebrúar
Kjarninn 22. febrúar 2019
Ólafur og Karl Gauti ganga til liðs við Miðflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, sem voru reknir þaðan eftir Klaustursmálið, hafa gengið í Miðflokkinn.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Drífa Snædal,
Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast
Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None