Ríkið og bændur með átta af tólf fulltrúum í hóp um endurskoðun búvörusamninga

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið skipaður, mánuði síðar en til stóð. Fulltrúum í hópnum hefur verið fjölgað úr sjö í tólf. Launþegar, atvinnulífið og neytendur eiga fjóra fulltrúa. Ávísun á engar breytingar, segir Ólafur Stephensen.

Lamb
Auglýsing

Af þeim tólf fulltrúum sem skipaðir hafa verið í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga eru átta fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis eða Bændasamtaka Íslands. Launþegar, atvinnulífið og neytendur eiga samtals fjóra fulltrúa. Tilkynnt var um skipan hópsins fyrr í dag. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir samsetningu hópsins sýna að stefnt sé að því að gera engar breytingar á búvörusamningunum.

Ögmundur Jónasson skipaður af Gunnari Braga

Tilkynnt var í dag að Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi lokið við skipun á samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga. Upphaflega áttu sjö manns að vera í hópnum og skipan hans átti að liggja fyrir 18. október. Nú eru fulltrúarnir sem í honum sitja orðnir tólf og skipan hópsins lauk mánuði síðar en lagt var upp með.

Af þeim tólf sem sitja í hópnum eru átta skipaðir af ráðuneyti Gunnars Braga eða Bændasamtökum Íslands, þeim hinum sömu og gerðu búvörusamninganna í febrúar sem á að endurskoða. Á meðal þeirra sem skipaður var í hópinn af ráðuneytinu er Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.

Auglýsing

Auk þeirra átta sitja í hópnum einn fulltrúi Neytendasamtaka Íslands, einn fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, einn fulltrúi frá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og einn frá BSRB. Ríkið á því fimm fulltrúa í hópnum, bændur þrjá, launþegar tvo, atvinnulífið einn og neytendur einn.


Í samráðshópnum eiga sæti:  

 • Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Róbert Farestveit, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
 • Helga Jónsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
 • Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
 • Björgvin Jón Bjarnason, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
 • Elín Heiða Valsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
 • Ólafur Arnarson, tilnefndur af Neytendasamtökunum
 • Andrés Magnússon, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
 • Elín Margrét Stefánsdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Jóna Björg Hlöðversdóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Björg Bjarnadóttir, skipuð af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Ögmundur Jónasson, skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Stefnir í engar breytingar

Heimildir Kjarnans herma að ein helsta ástæða þess að dregist hafi að skipa hópinn sé sú að ASÍ og BSRB, sem upphaflega áttu einungis að fá einn fulltrúa saman, hafi krafist þess að fá sitt hvorn fulltrúann. Látið var undan þeirri kröfu en samhliða var þeim fulltrúum sem skipaðir voru af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu fjölgað úr einum í fjóra.

Búvörusamningarnir voru undirritaðir 19. febrúar og samþykktir á Alþingi í september.Félag atvinnurekenda sem hafa verið mjög gagnrýnin á búvörusamninganna mótmælti því harðlega að vera haldið utan við samráðshópinn og sendi Gunnari Braga bréf þar sem óskað var eftir því að sú afstaða hans yrði endurskoðuð. Allir aðrir lögbundnir umsagnaraðilar hafi verið skipaðir í hópinn utan þeirra, en Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna innflytjenda búvara. Bréfið breytti hins vegar ekki afstöðu ráðherrans og Félag atvinnurekenda er ekki með fulltrúa í hópnum.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að sú skipan hópsins sem nú liggi fyrir sé ekki það þjóðarsamtal um breytingar sem lagt hafi verið upp með. Til að bregðast við kröfum ASÍ og BSRB um að fá sitt hvorn fulltrúann hafi Gunnar Bragi brugðist við með því að fjölga fulltrúum ríkis og bænda í hópnum til að tryggja þeim áframhaldandi meirihluta í honum. „Það er augljóst hvert stefnir. Það stefnir í að gera engar breytingar.“

30 prósent þingmanna samþykktu

Ein­ungis 19 þing­­menn, eða 30 pró­­sent allra þing­­manna, greiddu atkvæði með búvörusamn­ing­unum þegar þeir voru sam­þykktir á Alþingi á í september. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir atkvæða­greiðsluna sem mun móta eitt af lyk­il­­kerfum íslensks sam­­fé­lags, hið rík­­is­­styrkta land­­bún­­að­­ar­­kerfi, næsta ára­tug­inn. Eng­inn þing­maður Pírata, Sam­fylk­ingar eða Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn samn­ingn­um. Þeir sjö þing­menn sem það gerðu voru allir þing­menn Bjartrar fram­tíðar og Sig­ríður Á. Andersen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Auk þess sátu fjórir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una hjá við hana. Aðrir þing­menn stjórn­ar­flokka sem voru við­staddir sam­þykktu samn­ing­anna.

Nýj­­ustu samn­ing­­arnir voru und­ir­­rit­aðir 19. febr­­úar síð­­ast­lið­inn af full­­trúum bænda ann­­ars vegar og full­­trúum rík­­is­ins. Fyrir hönd rík­­is­ins skrif­uðu Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, þáver­andi land­­bún­­að­­ar­ráð­herra og nú for­­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Lof­uðu end­ur­skoðun eftir þrjú ár


Í lok ágúst lagði meiri­hluti atvinn­u­­vega­­nefndar fram breyt­ing­­ar­til­lögur á samn­ing­un­­um. Þegar þær voru kynntar var látið að því liggja að í til­lög­unum væri skýrt kveðið á um end­­ur­­skoð­un­­ar­á­­kvæði innan þriggja ára. Engar frek­ari breyt­ingar voru gerðar á lögum sem gera samn­ing­anna gild­andi eftir þær breyt­inga­til­lög­ur.

Ákvæðið um end­ur­skoðun samn­ing­anna er þó ekki mjög skýrt. Í áliti meiri­hluta­nefndar atvinnu­vega­nefndar sagði: „Meiri hlut­inn leggur áherslu á að við sam­þykkt frum­varps­ins nú eru fyrstu þrjú ár samn­ing­anna stað­fest og mörkuð fram­tíð­ar­sýn til tíu ára. Meiri hlut­inn leggur til ákveðna aðferða­fræði fyrir end­ur­skoðun samn­ing­anna árið 2019 og skal ráð­herra þegar hefj­ast handa við að end­ur­meta ákveðin atriði og nýtt fyr­ir­komu­lag gæti mögu­lega tekið gildi í árs­byrjun 2020. Meiri hlut­inn leggur til að end­ur­skoð­unin bygg­ist á aðferða­fræði sem feli í sér víð­tæka sam­still­ingu um land­bún­að­inn, atkvæða­greiðslu um end­ur­skoð­aða samn­inga meðal bænda og afgreiðslu Alþingis á laga­breyt­ingum sem sú end­ur­skoðun kann að kalla á.“

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni sjálfri sagði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skipa sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurða­stöðva, atvinnu­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­ur­skoð­un­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins um hvort að það bæri að skilja lögin þannig að bændur myndu alltaf fá að kjósa um þá end­ur­skoðun sem muni eiga sér stað eigi síður en árið 2019. Svar ráðu­neyt­is­ins var já.

Þegar spurt var hvað myndi ger­ast ef bændur myndu hafna þeirri end­ur­skoðun í atkvæða­greiðslu var svar­ið: „Ef bændur hafna þeim breyt­ingum sem hugs­an­lega verða gerðar við end­ur­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­ari samn­inga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None