Ríkið og bændur með átta af tólf fulltrúum í hóp um endurskoðun búvörusamninga

Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur verið skipaður, mánuði síðar en til stóð. Fulltrúum í hópnum hefur verið fjölgað úr sjö í tólf. Launþegar, atvinnulífið og neytendur eiga fjóra fulltrúa. Ávísun á engar breytingar, segir Ólafur Stephensen.

Lamb
Auglýsing

Af þeim tólf full­trúum sem skip­aðir hafa verið í sam­ráðs­hóp um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga eru átta full­trúar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytis eða Bænda­sam­taka Íslands. Laun­þeg­ar, atvinnu­lífið og neyt­endur eiga sam­tals fjóra full­trúa. Til­kynnt var um skipan hóps­ins fyrr í dag. Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir sam­setn­ingu hóps­ins sýna að stefnt sé að því að gera engar breyt­ingar á búvöru­samn­ing­un­um.

Ögmundur Jón­as­son skip­aður af Gunn­ari Braga

Til­kynnt var í dag að Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, hafi lokið við skipun á sam­ráðs­hópi um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga. Upp­haf­lega áttu sjö manns að vera í hópnum og skipan hans átti að liggja fyrir 18. októ­ber. Nú eru full­trú­arnir sem í honum sitja orðnir tólf og skipan hóps­ins lauk mán­uði síðar en lagt var upp með.

Af þeim tólf sem sitja í hópnum eru átta skip­aðir af ráðu­neyti Gunn­ars Braga eða Bænda­sam­tökum Íslands, þeim hinum sömu og gerðu búvöru­samn­ing­anna í febr­úar sem á að end­ur­skoða. Á meðal þeirra sem skip­aður var í hóp­inn af ráðu­neyt­inu er Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna.

Auglýsing

Auk þeirra átta sitja í hópnum einn full­trúi Neyt­enda­sam­taka Íslands, einn full­trúi Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, einn full­trúi frá Alþýðu­sam­bandi Íslands (ASÍ) og einn frá BSRB. Ríkið á því fimm full­trúa í hópn­um, bændur þrjá, laun­þegar tvo, atvinnu­lífið einn og neyt­endur einn.Í sam­ráðs­hópnum eiga sæti:  

 • Guð­rún Rósa Þór­steins­dóttir for­mað­ur, skipuð af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti

 • Róbert Farest­veit, til­nefndur af Alþýðu­sam­bandi Íslands

 • Helga Jóns­dótt­ir, til­nefnd af Banda­lagi starfs­manna ríkis og bæja

 • Sindri Sig­ur­geirs­son, til­nefndur af Bænda­sam­tökum Íslands

 • Björg­vin Jón Bjarna­son, til­nefndur af Bænda­sam­tökum Íslands

 • Elín Heiða Vals­dótt­ir, til­nefnd af Bænda­sam­tökum Íslands

 • Ólafur Arn­ar­son, til­nefndur af Neyt­enda­sam­tök­unum

 • Andrés Magn­ús­son, til­nefndur af Sam­tökum atvinnu­lífs­ins

 • Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir, skipuð af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti

 • Jóna Björg Hlöðvers­dótt­ir, skipuð af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti

 • Björg Bjarna­dótt­ir, skipuð af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti

 • Ögmundur Jón­as­son, skip­aður af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti

Stefnir í engar breyt­ingar

Heim­ildir Kjarn­ans herma að ein helsta ástæða þess að dreg­ist hafi að skipa hóp­inn sé sú að ASÍ og BSRB, sem upp­haf­lega áttu ein­ungis að fá einn full­trúa sam­an, hafi kraf­ist þess að fá sitt hvorn full­trú­ann. Látið var undan þeirri kröfu en sam­hliða var þeim full­trúum sem skip­aðir voru af sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu fjölgað úr einum í fjóra.

Búvörusamningarnir voru undirritaðir 19. febrúar og samþykktir á Alþingi í september.Félag atvinnu­rek­enda sem hafa verið mjög gagn­rýnin á búvöru­samn­ing­anna mót­mælti því harð­lega að vera haldið utan við sam­ráðs­hóp­inn og sendi Gunn­ari Braga bréf þar sem óskað var eftir því að sú afstaða hans yrði end­ur­skoð­uð. Allir aðrir lög­bundnir umsagn­ar­að­ilar hafi verið skip­aðir í hóp­inn utan þeirra, en Félag atvinnu­rek­enda gætir hags­muna inn­flytj­enda búvara. Bréfið breytti hins vegar ekki afstöðu ráð­herr­ans og Félag atvinnu­rek­enda er ekki með full­trúa í hópn­um.

Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segir að sú skipan hóps­ins sem nú liggi fyrir sé ekki það þjóð­ar­sam­tal um breyt­ingar sem lagt hafi verið upp með. Til að bregð­ast við kröfum ASÍ og BSRB um að fá sitt hvorn full­trú­ann hafi Gunnar Bragi brugð­ist við með því að fjölga full­trúum ríkis og bænda í hópnum til að tryggja þeim áfram­hald­andi meiri­hluta í hon­um. „Það er aug­ljóst hvert stefn­ir. Það stefnir í að gera engar breyt­ing­ar.“

30 pró­sent þing­manna sam­þykktu

Ein­ungis 19 þing­­­menn, eða 30 pró­­­sent allra þing­­­manna, greiddu atkvæði með búvöru­samn­ing­unum þegar þeir voru sam­­þykktir á Alþingi á í sept­em­ber. Sjö sögðu nei en aðrir sátu hjá eða voru ekki við­staddir atkvæða­greiðsl­una sem mun móta eitt af lyk­il­­­kerfum íslensks sam­­­fé­lags, hið rík­­­is­­­styrkta land­­­bún­­­að­­­ar­­­kerfi, næsta ára­tug­inn. Eng­inn þing­­maður Pírata, Sam­­fylk­ingar eða Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn samn­ingn­­um. Þeir sjö þing­­menn sem það gerðu voru allir þing­­menn Bjartrar fram­­tíðar og Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Auk þess sátu fjórir þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks sem voru við­staddir atkvæða­greiðsl­una hjá við hana. Aðrir þing­­menn stjórn­­­ar­­flokka sem voru við­staddir sam­­þykktu samn­ing­anna.

Nýj­­­ustu samn­ing­­­arnir voru und­ir­­­rit­aðir 19. febr­­­úar síð­­­ast­lið­inn af full­­­trúum bænda ann­­­ars vegar og full­­­trúum rík­­­is­ins. Fyrir hönd rík­­­is­ins skrif­uðu Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, þáver­andi land­­­bún­­­að­­­ar­ráð­herra og nú for­­­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­­­son, fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, undir samn­ing­anna.

Lof­uðu end­­ur­­skoðun eftir þrjú árÍ lok ágúst lagði meiri­hluti atvinn­u­­­vega­­­nefndar fram breyt­ing­­­ar­til­lögur á samn­ing­un­­­um. Þegar þær voru kynntar var látið að því liggja að í til­­lög­unum væri skýrt kveðið á um end­­­ur­­­skoð­un­­­ar­á­­­kvæði innan þriggja ára. Engar frek­­ari breyt­ingar voru gerðar á lögum sem gera samn­ing­anna gild­andi eftir þær breyt­inga­til­lög­­ur.Ákvæðið um end­­ur­­skoðun samn­ing­anna er þó ekki mjög skýrt. Í áliti meiri­hluta­­nefndar atvinn­u­­vega­­nefndar sagði: „Meiri hlut­inn leggur áherslu á að við sam­­þykkt frum­varps­ins nú eru fyrstu þrjú ár samn­ing­anna stað­­fest og mörkuð fram­­tíð­­ar­­sýn til tíu ára. Meiri hlut­inn leggur til ákveðna aðferða­fræði fyrir end­­ur­­skoðun samn­ing­anna árið 2019 og skal ráð­herra þegar hefj­­ast handa við að end­­ur­­meta ákveðin atriði og nýtt fyr­ir­komu­lag gæti mög­u­­lega tekið gildi í árs­­byrjun 2020. Meiri hlut­inn leggur til að end­­ur­­skoð­unin bygg­ist á aðferða­fræði sem feli í sér víð­tæka sam­still­ingu um land­­bún­­að­inn, atkvæða­greiðslu um end­­ur­­skoð­aða samn­inga meðal bænda og afgreiðslu Alþingis á laga­breyt­ingum sem sú end­­ur­­skoðun kann að kalla á.“Í breyt­ing­­ar­til­lög­unni sjálfri sagði: „Eigi síðar en 18. októ­ber 2016 skal sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra skipa sam­ráðs­hóp um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga. Tryggja skal aðkomu afurða­­stöðva, atvinn­u­lífs, bænda, laun­þega og neyt­enda að end­­ur­­skoð­un­inni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019. Skulu bændur eiga þess kost að kjósa um nýjan búvöru­­samn­ing eða við­bætur við fyrri samn­inga.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­­spurn til sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyt­is­ins um hvort að það bæri að skilja lögin þannig að bændur myndu alltaf fá að kjósa um þá end­­ur­­skoðun sem muni eiga sér stað eigi síður en árið 2019. Svar ráðu­­neyt­is­ins var já.

Þegar spurt var hvað myndi ger­­ast ef bændur myndu hafna þeirri end­­ur­­skoðun í atkvæða­greiðslu var svar­ið: „Ef bændur hafna þeim breyt­ingum sem hugs­an­­lega verða gerðar við end­­ur­­skoð­un­ina 2019 verður aftur sest niður og leitað frek­­ari samn­inga.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None