Birgir Þór Harðarson

Ný ríkisstjórn að fæðast

Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð hafa náð saman um meginatriði í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þegar hefur náðst málamiðlun í sjávarútvegsmálum. Vinstri græn vilja ekki vera fjórða hjólið þótt það standi til boða.

Ný rík­is­stjórn virð­ist vera að mynd­ast. Hún mun sam­an­standa af Sjálf­stæð­is­flokki, Við­reisn og Bjartri fram­tíð og for­sæt­is­ráð­herra verður Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ólík­legt virð­ist sem stendur að til tak­ist að bæta fjórða hjól­inu undir þennan rík­is­stjórn­ar­vagn. Ef af verður mun hin nýja rík­is­stjórn því vera með minnsta mögu­lega þing­meiri­hluta. Og miklir umróta­tímar eru fram undan þar sem veru­lega mun reyna á sam­stöðu innan rík­is­stjórn­ar.

Flokk­arnir þrír fóru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður fyrr í þessum mán­uði eftir að Bjarna hafði verið fært stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð af for­seta Íslands. Hann stöðv­aði þær við­ræður 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn vegna þess að flokkur hans gat ekki sætt sig við að hluti afla­heim­ilda, 3-4 pró­sent, yrði boð­inn upp á mark­aði til tekju­öfl­unar fyrir rík­is­sjóðs. Auk þess var and­staða við mála­miðlun í Evr­ópu­sam­bands­málum innan flokks­ins, en Við­reisn og Björt fram­tíð vilja láta kjósa um áfram­hald­andi við­ræður við sam­band­ið.

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að við­ræður milli flokk­anna þriggja hafi farið á fullt aftur um helg­ina og fyrir liggja mála­miðl­un­ar­til­lögur í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­málum sem allir virð­ast geta sætt sig við. Lítið fæst upp­gefið um útfærslur þeirra mála­miðl­ana utan þess að í þeim muni fel­ast að minnsta kosti tákn­rænar aðgerðir í átt að meira frelsi í verslun með land­bún­að­ar­vörur og að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki muni þurfa að greiða hærri gjöld fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni.

Skatt­kerf­is­breyt­ingar í far­vatn­inu

Auk þess er vilji til að hrinda í fram­kvæmd ein­földun á skatta­kerf­inu. Þær til­lögur byggja á vinnu Sam­ráðs­vett­vangs um aukna hag­sæld, sem birti skýrslu í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­inn með 27 til­lögum um breyt­ingar á skatt­kerf­inu. Því til við­bótar má búast við að ýmis frjáls­lynd mál á borð við frjáls­ari sala á áfengi í versl­unum muni fá braut­ar­gengi hjá þess­ari rík­is­stjórn.

Verk­efna­stjórnin sem vann skatta­til­lög­urnar var skipuð sex sér­fræð­ingum í skatta­mál­um. Á meðal þess sem hún lagði til var að sam­sköttun verði hætt, að tveimur skatt­þrepum – 25 og 43 pró­sent – verði komið á, að per­sónu­af­sláttur byrji í 0 og hækki krónu fyrir krónu upp í 970 þús­und krón­ur, vaxta­bóta­kerfið verði fellt niður og sparn­aði þess í stað beint til lág­tekju­hópa með útborg­an­legum per­sónu­af­slætti, barna­bætur verði réttur barns og verði hækk­aðar umtals­vert. Þessar breyt­ingar eiga að flytja ábata frá efstu lög­un­um, þeim sem þéna mest, yfir til lág- og milli­tekju­hópa. Því felur kerfið í sér jöfn­un.

Þá var lagt til að tekið yrði upp eitt virð­is­auka­skatts­þrep, fjár­magnstekjur verði mið­aðar við raun­á­vöxtun í stað nafn­á­vöxt­unar og fjöld­inn allur af auð­linda­gjöldum fyrir nýt­ingu á nátt­úru­auð­lind­um. Meðal þess sem var lagt til var að bíla­stæða­gjald yrði tekið upp fyrir að leggja við helstu ferða­manna­staði, að gistin­átta­gjald yrði hækk­að, að sam­ræmd yrði auð­lind­arenta fyrir nýt­ingu í sjáv­ar­út­vegi og orku­fram­leiðslu til að Ísland fái hærri skatt­greiðslur fyrir nýt­ingu á auð­lindum þjóð­ar­inn­ar.

Hægri­s­inn­að­asta rík­is­stjórn lýð­veld­is­sög­unn­ar?

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gafst loks upp á því að reyna að mynda rík­is­stjórn sem inni­heldur Fram­sókn­ar­flokk­inn undir lok síð­ustu viku. Ljóst var að hvor­ugur þeirra mögu­leika sem flokk­ur­inn átti í myndun rík­is­stjórn­ar, Vinstri græn eða miðju­banda­lag Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, tók slíkt sam­starf í mál. 

Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins var einnig búið að úti­loka að mynda rík­is­stjórn með Fram­sókn og Sam­fylk­ingu, bæði vegna þess að mikil andúð ríkir gagn­vart Sam­fylk­ing­unni hjá ákveðnum kreðsum innan flokks­ins og slík rík­is­stjórn væri bara með 32 þing­menn. Einn þeirra yrði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem hefur verið ein­angr­aður af for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins í við­leitni hennar til að kom­ast í rík­is­stjórn.

Óttarr Proppé, Benedikt Jóhannesson og Bjarni Benediktsson hafa reynt einu sinni áður að mynda ríkisstjórn. Þeim viðræðum var slitið 15. nóvember síðastliðinn.

Eftir að óform­legar við­ræður um myndun þess sem kallað hefur verið hægri­s­inn­að­asta rík­is­stjórn lýð­veld­is­sög­unnar hófust aftur um liðna helgi hafa sum þeirra ágrein­ings­mála sem gerðu það að verkum að upp úr slitn­aði milli Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar/­Bjartrar fram­tíðar um miðjan nóv­em­ber verið afgreidd. For­menn flokk­anna þriggja, Bjarni Bene­dikts­son, Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé, hitt­ust á laug­ar­dag og sam­töl milli lyk­il­fólks í flokk­unum héldu svo áfram um helg­ina. 

Á sunnu­dags­kvöld stóð til að for­menn­irnir hitt­ust aftur en því var frestað, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vildi gera loka­til­raun til að fá Vinstri græn um borð í rík­is­stjórn­ina. Bjarni Bene­dikts­son til­tók það enda sér­stak­lega, í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér þegar við­ræðum flokk­anna þriggja var slitið síð­ast, að aðstæður á Íslandi „kalli á rík­is­stjórn með breið­ari skírskotun og sterk­ari meiri­hluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boð­ið.“

Vinstri græn föst á afstöðu sinni

Það mun hins veg­ar, að öllum lík­ind­um, ekki ganga eft­ir. Vinstri græn eru mjög stað­föst í þeirri afstöðu sinni að taka ein­ungis þátt í rík­is­stjórn sem eykur sjálf­bærar tekjur rík­is­sjóðs veru­lega til að hægt verði að ráð­ast stór­tæka sókn í heil­brigð­is-, vel­ferð­ar- og mennta­mál­um. Það ger­ist ekki nema með hærri skött­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Við­reisn og Björt fram­tíð séu ekki að fara að fall­ast á slíkar breyt­ing­ar.

Bent er á að um 20 millj­arða króna gatsé á rekstri rík­is­sjóðs án ein­skipt­isliða og stöð­ug­leika­fram­laga á þessu ári og að halla­leysi síð­ustu ára hafi ætið verið brúað með tíma­bundnum sér­tekjum á borð við sér­tæka banka­skatta, bók­halds­æf­ingum á borð við þær að breyta skuld við Seðla­bankaog bók­færa hana sem arð eða ein­skipt­isliðum á borð við arð­greiðslur úr fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Katrín Jakobsdóttir og flokksfólk hennar virðist ekki vilja verða fjórða hjólið undir þeirri ríkisstjórn sem er í mótun.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Til að ráð­ast í þá sókn sem Vinstri græn setja sem for­sendu þess að taka þátt í rík­is­stjórn þurfi að hækka fram­lög til mála­flokk­anna veru­lega og það sé ekki hægt að nota stöð­ug­leika­fram­lög til þess, enda séu það pen­ingar sem ein­ungis sé hægt að nota einu sinni. Auk þess liggur fyrir skuld­bind­ing um að nota stöð­ug­leika­eign­irnar til að greiða niður skuldir hins opin­bera.

Þá er sú skoðun ríkj­andi innan Vinstri grænna að flokk­arnir þrír: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð, séu allir með ríkar hægri áhersl­ur. Í ljósi þess að þeir þrír eru með meiri­hluta þing­manna á Alþingi þá hræð­ast Vinstri græn að hægri hlið rík­is­stjórn­ar­innar myndi keyra yfir vinstri hlið­ina ef á reyndi.

Ekki slæmt hlut­skipti að sitja í stjórn­ar­and­stöðu

Auk þess eru mörg átaka­mál fram undan í íslensku sam­fé­lagi. Í ljósi þess að vinstri flokkum gekk ekki sér­stak­lega vel heilt yfir í síð­ustu kosn­ingum þá telja þeir ekki svo slæman kost að vera í sterkri stjórn­ar­and­stöðu gegn mjög veikri rík­is­stjórn miðju- og hægri­flokk­anna sem hefur ein­ungis eins manns meiri­hluta.

Sér­stak­lega er horft til þeirra deilna sem fram undan eru á vinnu­mark­aði vegna fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu og við­haldi SALEK-­sam­komu­lags­ins. Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar verður alltaf álitin rík­is­stjórn atvinnu­lífs­ins, m.a. í ljósi þess að fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Þor­steinn Víglunds­son, verður að öllum lík­indum ráð­herra í rík­is­stjórn­inni, verði hún að veru­leika.

Vinstri­vængur stjórn­mál­anna telur nær öruggt að vinnu­mark­aðs­deil­urnar sem fram undan eru, meðal ann­ars vegna þess að kenn­arar virð­ast ekki ætla að beygja sig undir SALEK-­sam­komu­lagið og stefna í verk­fall, muni reyna mjög á rík­is­stjórn­ina og hversu sam­heldin hún verði. Á móti verði mjög sterk stjórn­ar­and­staða Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks og Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar