Kubbaframleiðandi kljáist við Kínverja

LEPIN er kínverska eftirmynd LEGO en er alls ekki á vegum LEGO-fyrirtækisins danska. LEGO ætlar að höfða mál gegn LEPIN.

Ekki er allt sem sýnist. Umbúðir og útlit LEPIN-kubba eru nær alveg eins og af LEGO-kubbum.
Ekki er allt sem sýnist. Umbúðir og útlit LEPIN-kubba eru nær alveg eins og af LEGO-kubbum.
Auglýsing

Kín­verskur auð­maður lætur fram­leiða, og selur í stórum stíl, kubba sem eru nákvæm eft­ir­lík­ing hinna heims­þekktu dönsku LEGO kubba. Kín­versku kub­b­arnir heita LEPIN og kubbak­ass­arnir eru nákvæm­lega eins og LEGO-­kass­arn­ir, gulir og rauð­ir. LEGO hefur stefnt auð­mann­in­um, mála­ferlin hófust fyrir nokkrum dög­um.

LEGO-­fyr­ir­tækið er næst stærsti leik­fanga­fram­leið­andi heims, aðeins Mattel fyr­ir­tækið er stærra. Vöru­merki LEGO er sömu­leiðis eitt hið þekktasta í heimi, „allir þekkja LEGO“ er slag­orð sem fyr­ir­tækið notar iðu­lega. LEGO-kub­b­arnir komu á mark­að­inn 1949 og hafa verið fram­leiddir nær óbreyttir allar götur síð­an. Kub­b­arnir eru ein­hver vin­sæl­ustu leik­föng barna um víða ver­öld og þótt sífellt komi ný leik­föng á mark­að­inn er alltaf jafn gaman „að kubba”. Vöru­úr­valið hjá LEGO er marg­falt meira en var í upp­hafi en grunn­hug­myndin er alltaf sú sama, að raða saman kubbum og mögu­leik­arnir nær ótelj­andi. Starfs­menn LEGO eru tæp­lega 16 þús­und.

Margir hafa reynt að fram­leiða eft­ir­lík­ingar

Árið 1958 fékk LEGO einka­leyfi á því sem fyr­ir­tækið kall­aði „kassa­laga ein­ingar sem hægt er að raða sam­an”. LEGO hefur alla tíð notað gæða­plast í kubbana og fram­leiðslan ætíð verið á hendi fyr­ir­tæk­is­ins sjálfs, eina und­an­tekn­ingin er verk­smiðjan á Reykja­lundi sem fékk sér­stakt fram­leiðslu­leyfi um nokk­urra ára skeið (þeir kubbar eru safn­grip­ir!).

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hafa margir reynt að fram­leiða eft­ir­lík­ingar af LEGO-kubb­un­um. LEGO-­fyr­ir­tækið hefur fylgst nákvæm­lega með öllum slíkum til­raunum og hefur beitt öllum til­tækum ráðum til að stöðva, eða koma í veg fyr­ir, fram­leiðsl­una og höfðað tugi mála til að verja einka­leyf­ið. Margir hafa líka reynt að tengja vörur sín­ar, jafn­vel bari og kaffi­hús, með ein­hverjum hætti við LEGO en þá hafa lög­menn fyr­ir­tæk­is­ins brugð­ist hart við. Og nær alltaf haft bet­ur.

LEGO í Kína

Á árs­fundi LEGO 2013 var greint frá því að fyr­ir­tækið hygði á mikla sókn í Asíu, einkum Kína. LEGO myndi reisa verk­smiðju skammt frá Shang­hai. Áætl­aður starfs­manna­fjöldi tvö þús­und manns, til að byrja með. Miklu púðri hefur verið eytt í kynn­ing­ar­starf­semi í Kína og á árs­fundi LEGO á síð­asta ári kom fram að kynn­ing­ar­starfið væri farið að skila sér, salan í Kína hefði marg­fald­ast.

Ma Yun eða Jack Ma

Kannski hljóma þessi tvö nöfn ekki kunn­ug­lega. Þau til­heyra reyndar bæði sama mann­in­um. Kín­verskum auð­manni sem stofn­aði fyr­ir­tækið Ali­baba og síðar net­sölu­fyr­ir­tækið Ali­Ex­press, sem er hið stærsta sinnar teg­undar í heim­inum í dag. Ma Yun er 52 ára, fæddur og upp­al­inn í borg­inni Hangzhou í austur Kína. Hann lærði ensku með því að umgang­ast erlenda ferða­menn, þeir áttu erfitt með kín­verska fram­burð­inn á nafni hans og því kall­aði hann sig Jack Ma sem var auð­veld­ara. Það er nú við­skipta­nafn hans.

Jack Ma gerir grín. Hann er orðinn mjög ríkur af vefverslun sinni Alibaba og nú selur hann mikið af LEPIN-kubbum, meðal annars á Alibaba.

Ma Yun, eða Jack Ma sagði frá því í við­tali að sem ungum manni hefði sér gengið illa að fá vinnu. Sem dæmi um þetta nefndi hann að löggan hefði ekki viljað sig, sagt að hann væri von­laus. Hann fékk heldur ekki vinnu hjá Kent­ucky Fried Chic­ken-­fyr­ir­tæk­inu, hinir tutt­ugu og þrír umsækj­end­urnir voru allir ráðn­ir. En hann kom undir sig fót­un­um, eins og sagt er, og er nú í hópi rík­ustu manna heims.

LEPIN eða LEGO

Áhugi Kín­verja á LEGO fór ekki fram­hjá Jack Ma. Honum þótti verðið á kubb­unum frekar hátt og sá í hendi sér að hægt væri að fram­leiða þá og selja á mun lægra verði en LEGO-kubbana. Jack Ma var ekki í vand­ræðum með að finna kín­verska fram­leið­endur sem upp­fylltu gæða­kröfur hans og gátu fram­leitt kubbana á við­un­andi verði. Jack Ma vissi að hann gæti ekki kallað sína kubba LEGO en það var nú ekki stór­mál, bara að kub­b­arnir væru sem lík­astir fyr­ir­mynd­inni og umbúð­irnar líka. Og kub­b­arnir eru mjög lík­ir, nán­ast alveg eins að sögn kubbasér­fræð­inga. Þetta með nafnið þvæld­ist heldur ekki fyrir Jack Ma, eða Ma Yun. Kub­b­arnir fengu nafnið LEP­IN, letrið á umbúð­unum er nákvæm­lega eins og á LEGO köss­un­um. Og LEP­IN-kub­b­arnir kosta helm­ingi minna en LEGO og hafa selst vel. En hafi Jack Ma haldið að LEGO myndi ekki haf­ast að skjátl­að­ist honum illi­lega. Þar á bæ biðu menn ekki átekta.

Mála­ferli

Í júní síð­ast­liðnum byrj­uðu lög­fræð­ingar LEGO að und­ir­búa mála­ferl­in. Þeir eru ekki nýgræð­ingar á þessu sviði og þekkja vel til í kín­verskum laga­frum­skóg­um. Sjálf mála­ferlin hófust fyrir nokkrum dögum en ekki er búist við að nið­ur­staða fáist fyrr en seint á næsta ári, jafn­vel enn síð­ar. Þangað til getur Jack Ma selt LEP­IN-kubbana án þess að LEGO-­fyr­ir­tækið fái nokkuð að gert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None