Borgarstjóri vill losna við dósafólkið

Kaupmannahöfn
Auglýsing

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar vill breyta núgild­andi lögum um end­ur­greiðslu drykkj­ar­um­búða. Heim­il­is­lausum útlend­ingum sem draga fram lífið með dósa-og flösku­söfnun hefur fjölgað mikið í borg­inni á síð­ustu árum. Borg­ar­stjór­inn vill losna við dósa­fólk­ið.

Þær tug­þús­undir Íslend­inga sem hafa komið til Kaup­manna­hafnar muna sjálf­sagt vel gömlu bjór­flösk­urn­ar, sem Danir kalla reyndar ölflasker. Í lag­inu eins og Pilsner­flösk­urnar sem Íslend­ingar drukku úr í ára­tugi. Grænar flöskur voru algengastar (þetta var löngu fyrir daga dósa og plasts) enda not­aðar undir „Hof“ og „Grön“ eins og Danir köll­uðu tvær lang­vin­sæl­ustu bjór­teg­und­irn­ar, sú fyrr­nefnda frá Carls­berg, Grön frá Tuborg. Margir íslenskir náms­menn muna líka vel eftir því að rog­ast með bjór­kass­ana heim úr búð­inni og svo til baka með sömu kass­ana og sömu flösk­urn­ar, tóm­ar, aftur út í búð. Og svo kannski aftur heim með „nýja áfyll­ing­u“. Ástæðan fyrir þess­ari hringrás flaskn­anna var auð­vitað sú að á þeim var skila­gjald, til­tölu­lega hátt. Ef það hefði ekki verið til staðar hefðu flösk­urnar senni­lega endað í rusla­tunn­unn­i. 

Skila­gjaldið var tekið upp í stríð­inu

Árið 1942, í miðri síð­ari heims­styrj­öld, ákváðu dönsk stjórn­völd að taka upp skila­gjald á bjór­flösk­ur. Til­gang­ur­inn auð­vitað sá að nýta flösk­urnar bet­ur, henda þeim ekki frá sér þegar síð­asta drop­anum var kyngt. Og spara orku því gler­fram­leiðsla er mjög orku­frek.Haft var eftir dönskum stjórn­mála­manni að nauð­syn­legt væri að hafa skila­gjaldið hátt. Það reynd­ist rétt, Danir urðu strax mjög skilaglaðir og athug­anir bjór­fram­leið­end­anna sýndu, nokkrum árum eftir að skila­gjaldið var tekið upp að flösk­urnar fóru að með­al­tali 15 sinnum í gegnum áfyll­ing­ar­vél­arn­ar. Dæmi reyndar til um mun fleiri skipti.

Auglýsing

Síðar kom skila­gjald á plast­flöskur og árið 2002 á dós­ir. Þeir sem selja dósir og flöskur verða líka að taka við þeim tómu

Allt frá því að skila­gjaldið var tekið upp hafa gilt um það ákveðnar regl­ur. Allir sem selja gos­drykkja- og öldósir verða að taka við umbúðum og borga þeim sem skilar „pant­ið“. Ein­ungis 33 cl. bjór­flöskur og 50 cl. gos­drykkjaflöskur eru í dag þvegnar og not­aðar aftur undir „aðra umferð“. Annað gler, dósir og plast er end­ur­unnið og þannig end­ur­nýtt. Í því felst mik­ill orku­sparn­aður miðað við að fram­leiða nýtt gler, ál og plast frá grunni. Fólk er þess vegna ein­dregið hvatt til að skila öllum flöskum, eða dósum sem ekki eru seldar með skila­gjaldi, í sér­staka end­ur­vinnslugáma, sem alls staðar má finna.   

Sá sem skilar skila­gjalds­skyldum umbúðum fær ávísun sem hann getur ann­að­hvort notað til vöru­kaupa í við­kom­andi verslun eða fengið greitt í reiðu­fé.Millj­ónir dósa og flaskna fara í ruslið

Þrátt fyrir að Danir séu mjög dug­legir að skila umbúðum er þó gríð­ar­legur fjöldi flaskna og dósa sem enda í rusl­inu. Fólk sem er „úti á líf­inu“ t.d. í Kaup­manna­höfn ber ekki tómu dós­irnar eða flösk­urnar með sér heim, það lætur umbúð­irnar ein­fald­lega flakka í rusla­dall­ana. Allur sá mikli fjöldi ferða­fólks sem röltir um götur borg­ar­innar er heldur ekki að velta fyrir sér skila­gjald­in­u. 

Hirðu­samir ein­stak­lingar gera sér svo mat úr öllum þessum ara­grúa umbúða og nán­ast hvert sem farið er um í borg­inni má sjá áhuga­sama flösku­safn­ara á ferð, kíkj­andi í ruslið og hirða svo þær umbúðir sem hægt er að breyta í pen­inga. Útlendir flösku- og dósa­safn­arar áber­andi í borg­inni

Þótt margir hinna hirðu­sömu séu Danir hefur þeim útlend­ingum fjölgað sem bein­línis koma til Kaup­manna­hafnar til að safna umbúðum og afla þannig fjár. Stór hluti þessa hóps kemur frá Aust­ur-­Evr­ópu og er að flýja fátækt­ina heima fyr­ir. Flestir blá­fá­tækir og hafa hvergi húsa­skjól og haf­ast við víðs­vegar í borg­inni, iðu­lega í almenn­ings­görð­um. Blaða­maður dag­blaðs­ins Politi­ken ræddi nýlega við tvo rúm­enska flösku­safn­ara sem búa í tjaldi á afviknum stað í borg­inni. Þeir sögð­ust hafa komið til Kaup­manna­hafnar því þeir hefðu heyrt að þar væri hægt að skrapa saman aurum með því að safna flöskum og dós­um. Þessir menn sögð­ust eiga fjöl­skyldur heima í Rúm­eníu og pen­ing­arnir sem þeir söfn­uðu færu að mestu leyti þang­að. Ekki er nákvæm­lega vitað hvað þeir útlend­ingar sem stunda þessa dósa- og flösku­söfnun eru margir en þeim hefur fjölgað mjög að und­an­förnu. Borg­ar­yf­ir­völdum til lít­illar ánægju.Yfir­borg­ar­stjóri vill breyt­ingar á skila­gjalds­lög­unum

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar er ósáttur við þessa miklu fjölgun erlendra dósa- og flösku­safn­ara.  Hann vill gera breyt­ingar á skila­gjalds­lög­unum og hefur skrifað ráð­herrum dóms- og umhverf­is­mála bréf þess efn­is. Hann vill að ekki verði hægt að fá reiðufé fyrir umbúðir sem skilað er, heldur verði ein­ungis hægt að nota inn­eign­arnót­una til vöru­kaupa í við­kom­andi versl­un. Inn­eign­ar­nótan gildi ein­ungis í mjög tak­mark­aðan tíma, t.d klukku­stund. Það á að tryggja að ekki verði hægt að gera inn­eign­arnót­una að versl­un­ar­vöru. Þetta eru ekki flóknar reglur og borg­ar­stjór­inn telur að þær myndu verða til þess að heim­il­is­lausir útlend­ingar sæju sér ekki hag í að koma til Kaup­manna­hafnar og afla tekna með dósa- og flösku­söfn­un. Frank Jen­sen segir að þetta myndi ekki breyta neinu fyrir þá Dani sem safna umbúð­um, þeir noti inn­eign­ina und­an­tekn­inga­lítið til kaupa á mat og drykk.   

Skiptar skoð­anir eru um þessar til­lögur borg­ar­stjór­ans sem ekki hafa verið teknar til skoð­unar og afgreiðslu í ráðu­neytum dóms- og umhverf­is­mála. Þar hefur und­an­farið verið í mörg önnur horn að líta, ekki síst vegna breyt­inga á rík­is­stjórn lands­ins.    

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None