Borgarstjóri vill losna við dósafólkið

Kaupmannahöfn
Auglýsing

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar vill breyta núgild­andi lögum um end­ur­greiðslu drykkj­ar­um­búða. Heim­il­is­lausum útlend­ingum sem draga fram lífið með dósa-og flösku­söfnun hefur fjölgað mikið í borg­inni á síð­ustu árum. Borg­ar­stjór­inn vill losna við dósa­fólk­ið.

Þær tug­þús­undir Íslend­inga sem hafa komið til Kaup­manna­hafnar muna sjálf­sagt vel gömlu bjór­flösk­urn­ar, sem Danir kalla reyndar ölflasker. Í lag­inu eins og Pilsner­flösk­urnar sem Íslend­ingar drukku úr í ára­tugi. Grænar flöskur voru algengastar (þetta var löngu fyrir daga dósa og plasts) enda not­aðar undir „Hof“ og „Grön“ eins og Danir köll­uðu tvær lang­vin­sæl­ustu bjór­teg­und­irn­ar, sú fyrr­nefnda frá Carls­berg, Grön frá Tuborg. Margir íslenskir náms­menn muna líka vel eftir því að rog­ast með bjór­kass­ana heim úr búð­inni og svo til baka með sömu kass­ana og sömu flösk­urn­ar, tóm­ar, aftur út í búð. Og svo kannski aftur heim með „nýja áfyll­ing­u“. Ástæðan fyrir þess­ari hringrás flaskn­anna var auð­vitað sú að á þeim var skila­gjald, til­tölu­lega hátt. Ef það hefði ekki verið til staðar hefðu flösk­urnar senni­lega endað í rusla­tunn­unn­i. 

Skila­gjaldið var tekið upp í stríð­inu

Árið 1942, í miðri síð­ari heims­styrj­öld, ákváðu dönsk stjórn­völd að taka upp skila­gjald á bjór­flösk­ur. Til­gang­ur­inn auð­vitað sá að nýta flösk­urnar bet­ur, henda þeim ekki frá sér þegar síð­asta drop­anum var kyngt. Og spara orku því gler­fram­leiðsla er mjög orku­frek.Haft var eftir dönskum stjórn­mála­manni að nauð­syn­legt væri að hafa skila­gjaldið hátt. Það reynd­ist rétt, Danir urðu strax mjög skilaglaðir og athug­anir bjór­fram­leið­end­anna sýndu, nokkrum árum eftir að skila­gjaldið var tekið upp að flösk­urnar fóru að með­al­tali 15 sinnum í gegnum áfyll­ing­ar­vél­arn­ar. Dæmi reyndar til um mun fleiri skipti.

Auglýsing

Síðar kom skila­gjald á plast­flöskur og árið 2002 á dós­ir. 



Þeir sem selja dósir og flöskur verða líka að taka við þeim tómu

Allt frá því að skila­gjaldið var tekið upp hafa gilt um það ákveðnar regl­ur. Allir sem selja gos­drykkja- og öldósir verða að taka við umbúðum og borga þeim sem skilar „pant­ið“. Ein­ungis 33 cl. bjór­flöskur og 50 cl. gos­drykkjaflöskur eru í dag þvegnar og not­aðar aftur undir „aðra umferð“. Annað gler, dósir og plast er end­ur­unnið og þannig end­ur­nýtt. Í því felst mik­ill orku­sparn­aður miðað við að fram­leiða nýtt gler, ál og plast frá grunni. Fólk er þess vegna ein­dregið hvatt til að skila öllum flöskum, eða dósum sem ekki eru seldar með skila­gjaldi, í sér­staka end­ur­vinnslugáma, sem alls staðar má finna.   

Sá sem skilar skila­gjalds­skyldum umbúðum fær ávísun sem hann getur ann­að­hvort notað til vöru­kaupa í við­kom­andi verslun eða fengið greitt í reiðu­fé.



Millj­ónir dósa og flaskna fara í ruslið

Þrátt fyrir að Danir séu mjög dug­legir að skila umbúðum er þó gríð­ar­legur fjöldi flaskna og dósa sem enda í rusl­inu. Fólk sem er „úti á líf­inu“ t.d. í Kaup­manna­höfn ber ekki tómu dós­irnar eða flösk­urnar með sér heim, það lætur umbúð­irnar ein­fald­lega flakka í rusla­dall­ana. Allur sá mikli fjöldi ferða­fólks sem röltir um götur borg­ar­innar er heldur ekki að velta fyrir sér skila­gjald­in­u. 

Hirðu­samir ein­stak­lingar gera sér svo mat úr öllum þessum ara­grúa umbúða og nán­ast hvert sem farið er um í borg­inni má sjá áhuga­sama flösku­safn­ara á ferð, kíkj­andi í ruslið og hirða svo þær umbúðir sem hægt er að breyta í pen­inga. 



Útlendir flösku- og dósa­safn­arar áber­andi í borg­inni

Þótt margir hinna hirðu­sömu séu Danir hefur þeim útlend­ingum fjölgað sem bein­línis koma til Kaup­manna­hafnar til að safna umbúðum og afla þannig fjár. Stór hluti þessa hóps kemur frá Aust­ur-­Evr­ópu og er að flýja fátækt­ina heima fyr­ir. Flestir blá­fá­tækir og hafa hvergi húsa­skjól og haf­ast við víðs­vegar í borg­inni, iðu­lega í almenn­ings­görð­um. Blaða­maður dag­blaðs­ins Politi­ken ræddi nýlega við tvo rúm­enska flösku­safn­ara sem búa í tjaldi á afviknum stað í borg­inni. Þeir sögð­ust hafa komið til Kaup­manna­hafnar því þeir hefðu heyrt að þar væri hægt að skrapa saman aurum með því að safna flöskum og dós­um. Þessir menn sögð­ust eiga fjöl­skyldur heima í Rúm­eníu og pen­ing­arnir sem þeir söfn­uðu færu að mestu leyti þang­að. Ekki er nákvæm­lega vitað hvað þeir útlend­ingar sem stunda þessa dósa- og flösku­söfnun eru margir en þeim hefur fjölgað mjög að und­an­förnu. Borg­ar­yf­ir­völdum til lít­illar ánægju.



Yfir­borg­ar­stjóri vill breyt­ingar á skila­gjalds­lög­unum

Frank Jen­sen yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafnar er ósáttur við þessa miklu fjölgun erlendra dósa- og flösku­safn­ara.  Hann vill gera breyt­ingar á skila­gjalds­lög­unum og hefur skrifað ráð­herrum dóms- og umhverf­is­mála bréf þess efn­is. Hann vill að ekki verði hægt að fá reiðufé fyrir umbúðir sem skilað er, heldur verði ein­ungis hægt að nota inn­eign­arnót­una til vöru­kaupa í við­kom­andi versl­un. Inn­eign­ar­nótan gildi ein­ungis í mjög tak­mark­aðan tíma, t.d klukku­stund. Það á að tryggja að ekki verði hægt að gera inn­eign­arnót­una að versl­un­ar­vöru. Þetta eru ekki flóknar reglur og borg­ar­stjór­inn telur að þær myndu verða til þess að heim­il­is­lausir útlend­ingar sæju sér ekki hag í að koma til Kaup­manna­hafnar og afla tekna með dósa- og flösku­söfn­un. Frank Jen­sen segir að þetta myndi ekki breyta neinu fyrir þá Dani sem safna umbúð­um, þeir noti inn­eign­ina und­an­tekn­inga­lítið til kaupa á mat og drykk.   

Skiptar skoð­anir eru um þessar til­lögur borg­ar­stjór­ans sem ekki hafa verið teknar til skoð­unar og afgreiðslu í ráðu­neytum dóms- og umhverf­is­mála. Þar hefur und­an­farið verið í mörg önnur horn að líta, ekki síst vegna breyt­inga á rík­is­stjórn lands­ins.    

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None