Tíu stærstu íslensku málin í Panamaskjölunum

Panamaskjölin eru stærsti gagnaleki sögunnar. Þar var að finna upplýsingar úr gagnasafni lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Í skjölunum kemur fram að 600 Íslendingar hafi átt um 800 félög.

Panamaskjölin
Auglýsing

1. Wintris-málið er líkast til stærsta frétt Panamaskjalananna allra. Í því var opinberað að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þá forsætisráðherra Íslands, hefði ásamt eiginkonu sinni átt aflandsfélagið Wintris sem er með heimilisfesti í skattaskjólinu Tortóla á Bresku Jómfrúareyjunum. Sigmundur Davíð hefur ekki viljað upplýsa um hvaða eignir séu í félaginu en gefið hefur verið út að virði þeirra sé á annan milljarð króna. Wintris var auk þess kröfuhafi í bú föllnu íslensku bankanna, sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs samdi um að hleypa út úr íslensku hagkerfi á árinu 2015. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð sagði ekki samherjum innan Framsóknarflokks, samstarfsflokknum Sjálfstæðisflokki eða almenningi frá því að hann hefði átt þessar eignir né að hann hefði verið kröfuhafi í bú bankanna. Þegar tilvist Wintris var borin upp á Sigmund Davíð í viðtali sem birt var 3. apríl, og var sýnt út um allan heim, laug hann, neitaði síðan að svara frekari spurningum og rauk út úr viðtalinu. Wintris-málið leiddi til þess að Sigmundur Davíð þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra Íslands 5. apríl 2016.

2. Í Panamaskjölunum var að finna upplýsingar um félagið Guru Invest, sem skráð er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og hefur fjármagnað fjölmörg verkefni í Bretlandi og á Íslandi eftir hrun. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, var skráður með prókúru í félaginu og tengist mörgum verkefnanna sem það hefur fjármagnað.

Jón Ásgeir og Ingibjörg voru í Panamaskjölunum.Í skjölunum kom einnig fram félagið kom að því að greiða 2,4 milljarða króna skuld tveggja félaga í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs á árinu 2010. Skuldin var greidd í reiðufé og með skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í skuldauppgjörinu fékk Guru Invest heimild frá Seðlabankanum til að nota skuldabréfin til að greiða upp skuldina.

Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað svara því af hverju félag frá Panama fékk leyfi til að nota innlendar eignir í skuldauppgjöri með þessum hætti þegar aðrir erlendir eigendur íslenskra eigna sátu fastir innan hafta með þær, né hvort að dæmi séu um að aðrir erlendir eigendur skuldabréfa útgefnum af Íbúðarlánasjóði hafi fengið að nota þau með sama hætti.

Auglýsing

3. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, áttu að minnsta kosti sex félög sem skráð eru til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum. Eitt þeirra félaga var á meðal kröfuhafa í bú Kaupþings. Félagið, New Ortland II Equities Ltd., gerði samtals kröfu upp á 2,9 milljarða króna í búið. Um var að ræða skaðabótakröfu. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi ehf., sem stofnað er á grunni slitabús Kaupþings, var skaðabótakröfunni hafnað með endanlegum hætti við slitameðferð Kaupþings. Bræðurnir voru stærstu einstöku eigendur Kaupþings fyrir fall bankans í gegnum fjárfestingarfélagið Exista

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður þeirra, sat í stjórn bankans fyrir þeirra hönd og félög bræðranna voru á meðal stærstu skuldara Kaupþings. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis skuldaði Exista og tengd félög Kaupþingi, sem breyttist í Arion banka við kennitöluflakk í hruninu, 239 milljarða króna. Eitthvað hefur fengist upp í þær kröfur vegna nauðasamninga Existu og Bakkavarar, og sölu á hlut í Bakkavör, en ljóst er að sú upphæð er fjarri þeirri fjárhæð sem Kaupþing lánaði samstæðunni. 

Það átti ekki að koma mörgum á óvart að Ágúst og Lýður ættu mikla fjármuni erlendis. Fyrir hrun var hollenskt félag í þeirra eigu, Bakkabræður Holding B.V., aðaleigandi fjárfestingafélagsins Existu sem hélt meðal annars á eignarhlut þeirra í Bakkavör auk þess að vera stærsti eigandi Kaupþings. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arðgreiðslur á uppgangsárunum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2005 til 2007.

4. Skjölin sýndu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, hefði átt þriðjungshlut í félaginu Falson&Co. sem skráð var á Seychelles-eyj­um. Þær eyjar eru þekkt skattaskjól. Bjarni átti hlut í félaginu vegna fasteignaviðskipta í Dubai sem hann tók þátt í árið 2006. Falson-hópurinn gekk út úr viðskiptunum árið 2008 og ári seinna var félagið gert upp með tapi og Falson sett í afskráningarferli. 

Bjarni Benediktsson.Bjarni hafði verið spurður að því í Kastljósi 11. febrúar 2015 hvort hann hafi ekki átt eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Bjarni neitaði því en sagði síðar að hann hafi talið Falson vera skráð í Lúxemborg og því hafi svör hans verið gefin eftir bestu vitund. Síðar birti Bjarni skattaupplýsingar sínar og sagði við það tækifæri að honum fyndist „bæði eðli­legt og skilj­an­legt að gerðar séu miklar kröfur til for­ystu­manna í stjórn­mál­um. Hér fylgir því jafn­framt yfir­lit yfir allar skatt­skyldar tekjur þau ár sem ég hef gegnt ráð­herra­emb­ætt­i.“

Staða Bjarna var samt sem áður í lausu lofti í byrjun apríl, eftir að fyrstu fréttir úr Panamaskjölunum voru sagðar. Í könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í byrjun apríl 2016, kom fram að 60 prósent landsmanna vildu að Bjarni segði af sér ráðherraembætti vegna aflandsfélagaeignar sinnar.

5. Bjarni var ekki eini forystumaður Sjálfstæðisflokksins sem var í Panamaskjölunum. Þar var einnig að finna upplýsingar um aflandsfélagatengsl Ólafar Nordal, varaformanns flokksins og innanríkisráðherra. Hún og eiginmaður hennar, Tómas Sigurðsson, þáverandi forstjóri Alcoa á Íslandi, voru skráð sem próf­kúru­hafar Dooley Securities á Tortóla-eyju tveimur dögum eftir að hún tók þátt í prófkjöri flokks síns árið 2006. Ólöf Nordal.Tilgangur félagsins var að halda utan um ætlaðan ávinning af kauprétti eiginmanns hennar. Til þess kom aldrei að Tómas nýtt félagið undir kauprétti sína, og því var Dooley aldrei notað. Ólöf taldi að félaginu hefði verið slitið 2008 en það var ekki afskráð fyrr en 2012. Ólöf skráði aðild sína að Dooley aldrei í hagsmunaskrá þingmanna.

6. Þá var Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, til umfjöll­unar vegna vörslu­sjóðs sem hann á í Panama. Júl­íus gaf út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins þar sem hann sagði að sjóð­ur­inn hafi verið stofn­aður í sviss­neskum banka til að mynda eft­ir­launa­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfseignarstofnun. Aflands­fé­lagið heitir Silwood Foundation. Júlíus Vífill sagði af sér sem borgarfulltrúi í kjölfarið

Sveinbjörg Birna og Júlíus Vífill.Í maí greindu tvö systkin Júlíusar Vífils frá því að hann hefði við­ur­kennt fyrir þeim að í aflands­fé­lagi hans í Panama hafi verið pen­ingar upprunnir frá for­eldrum þeirra. Pen­ing­anna hafði móðir þeirra ásamt hluta fjöl­skyld­unnar leitað í rúman ára­tug. Um var að ræða sjóð í erlendum banka sem faðir þeirra, Ingvar Helga­son, hafði safnað umboðs­launum frá erlendum bíla­fram­leið­endum inn á alla tíð. Júlíus Vífill hefur sjálfur sagt að ásakanir systkina hans væru algjör ósannindi og ómerkileg illmælgi. Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sóknar og flug­valla­vina, var einnig til umfjöll­un­ar. Svein­björg átti hlut­deild í aflands­fé­lagi sem var í fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni í Panama.

7. Í gögnum Mossack Fonseca var einnig að finna upplýsingar um félag í eigu fjöl­skyldu Dorritar Moussaieff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, þáverandi for­seta Íslands, sem ­skráð var á Bresku Jóm­frú­areyj­unum frá árinu 1999 til árs­ins 2005. Félag­ið Lasca Finance Limited.  Árið 2005 seld­i ­fjöl­skyldu­fyr­ir­tækið Moussaieff Jewellers Ltd. tíu pró­senta hlut sinn í Lasca Finance til hinna tveggja eig­enda þess. Þeir voru S. Moussaieff og „Mrs." Moussaieff.

Dorrit Moussaeiff.Kjarninn og Reykjavík Grapevine opinberuðu þetta 25. apríl 2016. Nokkrum dögum áður hafði Ólafur Ragnar farið í við­tal til Christiane Amanpour á banda­rísku ­sjón­varps­stöð­inni CNN. Amanpour spurði Ólaf Ragnar um Panama­skjölin og hreint út hvort hann eða fjöl­skylda hans væri tengd aflands­fé­lög­um: „Átt þú ein­hverja aflands­reikn­inga? Á eig­in­kona þín ein­hverja aflands­reikn­inga? Á eitt­hvað eftir að koma í ljós varð­andi þig og fjöl­skyld­u þína?” spurði hún. Ólafur var afdrátt­ar­laus í svörum: „Nei, nei, nei, nei, ­nei. Það verður ekki þannig.”

Síðar var greint frá því að Dorrit hafi tengst minnst fimm banka­­reikn­ingum í Sviss í gegnum fjöl­­skyldu sína og að minnsta kosti tveim aflands­­fé­lög­­um. Hún var auk þess skráð án lög­heim­ilis eða heim­il­is­festu í Bret­landi vegna skatta­mála.

8. Félög í eigu Finns Ing­ólfs­son­ar, Helga S. Guð­munds­sonar og Hrólfs Ölv­is­sonar voru á meðal þeirra sem fundust í Panama­skjöl­unum sem lekið var frá Mossack Fonseca. Félag Finns og Helga, sem skráð var í Pana­ma, keypti meðal ann­ars hlut í Lands­bank­anum á árinu 2007 með láni frá bank­anum sjálf­um. 

Menn­irnir þrír hafa allir verið áhrifa­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins á und­an­förnum ára­tugum og Hrólfur var fram­kvæmda­stjóri flokks­ins þegar lekinn var gerður opinber. Hann sagði af sér því starfi í lok apríl vegna umfjöllunar um aflandsfélagaeign hans.

Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson og Hrólfur Ölvisson.9. Aflandsfélagaeign var ekki bara bundin við fólk með pólitísk tengsl eða umsvifamikla viðskiptajöfra. Félög í eigu tveggja fram­kvæmda­stjóra íslenskra líf­eyr­is­sjóða var einnig að finna í skjölum Mossack Fonseca

Um var að ræða Kára Arnór Kára­son, þá fram­kvæmda­stjóri Stapa - líf­eyr­is­sjóðs, og þá fram­kvæmda­stjóra Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins, Krist­ján Örn Sig­urðs­son. Kári Arnór sagði starfi sínu lausu eftir að Kast­ljós spurði hann spurn­inga vegna Panama­skjal­anna. Kristján Örn gerði slíkt hið sama nokkrum dögum síðar.

10. Þá kom fram í gögnunum að Vil­hjálmur Þor­steins­son, fjár­fest­ir, fyrrverandi gjald­ker­i ­Sam­fylk­ing­ar­innar og hlut­hafi í Kjarn­anum hafi átt félag sem skráð var til heim­il­is á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félag­ið, sem hét M-Trade, var stofnað árið 2001 en ­form­lega afskráð árið 2012. Það fjár­festi m.a. í afleiðu­við­skiptum og var í eigna­stýr­ingu hjá Kaup­þingi í Lúxemborg. Nafn félags­ins M-Trade kom fyrir í skjölum sem lekið var frá Mossack Fonseca. ­Nafn Vil­hjálms sjálfs er þó ekki í skjöl­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None