Mikilvægt kosningaár framundan

Pólitískur glundroði. Heimurinn á tímamótum. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér hið pólitíska landslag.

Kristinn Haukur Guðnason
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Auglýsing

Árið 2016 var árið þar sem skoð­ana­kann­anir virt­ust alger­lega marklaus­ar. Fæstir höfðu reiknað með að Bretar kysu með því að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu og sigur Don­ald Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum kom eins og vatns­gusa framan í flesta stjórn­mála­skýrend­ur. Meira að segja hér á Íslandi voru úrslitin tölu­vert frá því sem búist var við. Pópúl­ismi er í upp­sveiflu víða um heim og erfitt að reiða hendur á hann þar sem fylgið mælist illa í könn­un­um. Frjáls­lynt og alþjóða­sinnað fólk er því með í mag­anum yfir flestum kosn­ingum sem haldnar eru. Hér verður farið yfir nokkrar af þýð­ing­ar­mestu kosn­ingum sem haldnar verða á árinu 2017.

Þing­kosn­ingar í Hollandi

Þann 15. mars ganga Hol­lend­ingar að kjör­borð­inu. Allra augu munu bein­ast að Frels­is­flokknum (PVV) og leið­toga hans Geert Wild­ers. Flokk­ur­inn er af meiði þjóð­ern­ispópúl­isma og Wild­ers hefur verið einn umdeild­asti stjórn­mála­maður Evr­ópu um nokk­urt skeið þá sér­sta­kelga fyrir fram­göngu sína gegn islam. Wild­ers vill banna kór­an­inn, koma í veg fyrir moskubygg­inar og sekta konur fyir að ganga með höf­uð­klúta. Hann komst í frétt­irnar fyrir meið­andi ummæli um Marokk­ó­búa á fram­boðs­fundi árið 2014 og var dæmdur fyrir þau nú í des­em­ber, en án refs­ingar þó. Wild­ers hefur notað þennan dóm til að gera sig að písl­ar­vætti tján­ing­ar­frels­is­ins og það virð­ist virka. 

Frels­is­flokk­ur­inn sem fékk 10% í sein­ustu þing­kosn­ingum árið 2012 er nú að mæl­ast með um 30% í skoð­ana­könn­unum sem myndi að öllum lík­indum gera hann að stærsta þing­flokki lands­ins. Stjórn­mála­skýr­and­inn Tom Jan-­Meus telur að kosn­ing Don­ald Trump muni hafa tölu­verð áhrif á hol­lensku þing­kosn­ing­arn­ar. Fyrir kosn­ing­arnar sagði hann:

Auglýsing

„Hol­lend­ingar munu senni­lega taka harka­lega hægri­beygju í mars. Hversu langt til hægri þeir fara er í höndum banda­rískra kjós­enda.“

Wild­ers hefur heitið því að draga Hol­land út úr Evr­ópu­sam­band­inu ef flokk­ur­inn sigrar kosn­ing­arnar og kemst í rík­is­stjórn. Talað hefur verið um Nexit í því sam­hengi og yrði mikið áfall fyrir sam­band­ið. Hol­land er öfl­ugt versl­un­ar­land og 17. stærsta hag­kerfi heims þrátt fyrir að þar búi ein­ungis um 17 millj­ónir íbúa. Hol­lend­ingar hafa einnig verið dygg­ustu stuðn­ings­menn Evr­ópu­sam­bands­ins hingað til, ásamt Belgum og Lúx­em­borg­ur­um. Ef þetta vígi fellur gæti það haft dómínó-á­hrif um álf­una. Aðrir flokkar gætu þó reynt að mynda banda­lag gegn Frels­is­flokknum

Nú sitja tveir stærstu flokkar lands­ins til hægri og vinstri saman í stjórn. Flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans Mark Rutte, Frelsis og lýð­ræð­is­flokkur fólks­ins (VVD), mun að öllum lík­indum halda sjó að mestu leyti en búist er við afhroði hjá Verka­manna­flokknum (PvdA). Það er því ljóst að Rutte mun þurfa að leita til fleiri flokka ef takast á að halda Wild­ers frá stjórn­ar­taumun­um. Það er þó ekki víst að Wild­ers nái að koma Hollandi úr Evr­ópu­sam­band­inu þó að hann sigri kosn­ing­arn­ar. Stuðn­ingur við úrsögn er ekki mikið hærri en það fylgi sem PVV mælist með í könn­un­um. Brexit kenndi okkur þó að treysta könn­unum tæp­lega.

For­seta­kosn­ingar í Frakk­landi

For­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi eru tví­skipt­ar. Fyrri umferðin fer fram 23. apríl og sú seinni milli tveggja efstu fram­bjóð­and­anna 7. maí. Í síð­ustu kosn­ing­um, árið 2012, sigr­aði Sós­í­alist­inn Francois Hollande sitj­andi for­seta Nicolas Sar­kozy með mjög naumum mun. Þá fékk Mar­ine Le Pen, fram­bjóð­andi Þjóð­fylk­ing­ar­innar (Front Nationa­le) tæp­lega 18% atkvæða. Nú er hún talin lík­leg til að kom­ast í aðra umferð kosn­ing­anna þar sem fylgið við hana mælist nú um 25-27% og hefur verið á upp­leið. Í öðru sæti kann­ana er Repúblík­an­inn Francois Fillon sem talið er að kom­ist nær örugg­lega í aðra umferð kosn­ing­anna. Sós­í­alistar eru aftur á móti í miklum vand­ræð­u­m. 

Þann 29. jan­úar mun það ráð­ast hvort að Ben­oit Hamon eða Manuel Valls verður fram­bjóð­andi þeirra en talið er nær óhugs­andi að annar hvor þeirra kom­ist áfram. Helsta ástæða þess eru miklar óvin­sældir Hollande for­seta. Von vinstri manna er því bundin við fyrrum við­skipta­ráð­herr­ann Emmanuel Macron sem klauf Sós­í­alista­flokk­inn og stofn­aði Hreyf­ing­una! (En Marche!) árið 2016. Hann hefur verið að mæl­ast með tæp­lega 20% fylgi und­an­far­ið.

Það hefur áður gerst að fram­bjóð­andi hinnar þjóð­ern­ispópúl­ísku Þjóð­fylk­ingar kom­ist í aðra umferð, þ.e. árið 2002. Þá náði Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine, mjög óvænt inn með tæp­lega 17% fylgi en atkvæði í þeim kosn­ingum dreifð­ust mjög víða. Frökkum var mjög brugðið og fylktu sér bak­við for­set­ann Jacques Chirac sem var þó mjög óvin­sæll á þessum tíma. Chirac fékk aðeins tæp 20% í fyrri umferð­inni en rúm­lega 82% í þeirri seinni. Le Pen hækk­aði hins vegar aðeins um tæpt pró­sentu­stig milli umferða. Ef Francois Fillon og Mar­ine Le Pen mæt­ast í annarri umferð í þessum kosn­ingum er ólík­legt að bilið verði jafn mikið og ekki loku fyrir því skotið að Le Pen gæti unn­ið. Bylgja þjóð­ern­ispópu­l­isma í Evr­ópu hefur gert boð­skap Þjóð­fylk­ing­ar­innar mun ásætt­an­legri í augum almenn­ings en hann var árið 2002. Mar­ine er einnig mun fág­aðri fram­bjóð­andi en faðir hennar sem hefur látið mörg stæk ummæli falla um aðra kyn­þætti og útlend­inga í gegnum tíð­ina. Ef Mar­ine Le Pen vinnur er ljóst að eitt mál kemst á odd­inn í frönskum stjórn­mál­um, útganga Frakk­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu eða Frex­it. Hvort sam­bandið lifi það af er stór spurn­ing.



Þing­kosn­ingar í Þýska­landi

Kosn­ingar til þýska sam­bands­þings­ins verða haldnar þann 24. sept­em­ber. Reyndar eru einnig for­seta­kosn­ingar í land­inu strax 12. febr­úar sem skipta mun minna máli en gætu gefið ein­hverja vís­bend­ingu um hvernig þing­kosn­ing­arnar fara. Ang­ela Merkel, leið­togi Kristi­legra demókrata, hefur verið kansl­ari síðan árið 2005 og hyggst verða það áfram en staða hennar hefur sjaldan eða aldrei verið jafn veik. Hún hefur tekið afdrátt­ar­lausa afstöðu með flótta­fólki og hleypt um einni milljón inn í landið á und­an­förnum árum. Hún hefur skapað sér stöðu sem óum­deildur leið­togi evr­ópskrar frjáls­lynd­is­stefnu og eftir að Trump tók við að Obama sem for­seti Banda­ríkj­anna þá á það við um heim­inn allan líka. Þjóð­ern­ispópúl­ism­inn hefur fest rætur í Þýska­landi og birt­ist það helst í auknu fylgi við flokk­inn Val­kost fyrir Þýska­land (Af­D). 

Flokk­ur­inn sem stofn­aður var fyrir þing­kosn­ing­arnar 2013 fékk þá tæp­lega 5% fylgi og náði ekki inn mönnum en þar er sama fyr­ir­komu­lag og hér á Íslandi með 5% þrösk­uld. Nú mælist flokk­ur­inn með um 10-15% sem er ekki jafn hátt og í mörgum öðrum Evr­ópu­löndum en engu að síður er öruggt að þeir fái þó nokkuð marga þing­menn. Eftir kosn­ing­arnar 2013 mynd­uðu tveir stærstu flokkar Þýska­lands, Kristi­legir demókratar og Sós­í­alde­mókratar, rík­is­stjórn. Þá vann Merkel stór­sigur með 41,5% fylgi en sam­starfs­flokk­ur­inn fékk 25,7%. Það er búist við að báðir flokk­arnir tapi fylgi í kosn­ing­unum í sept­em­ber en ólík­legt þykir að þeir tapi meiri­hlut­an­um. Spurn­ingin er aftur á móti hvort þeir hafi áhuga á að starfa áfram saman í breið­fylk­ingu ef tapið verður stórt fyrir báða flokka. 

Búist er við því að kosn­inga­bar­áttan verið mjög sóða­leg, sér­stak­lega miðað við Þýska­land, og að stefna Merkel í flótta­manna­málum og vand­ræði Evr­ópu­sam­bands­ins verði helstu deilu­mál­in. Telja verður þó lík­legt að Merkel verði í þeirri stöðu að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­arnar því það er eng­inn annar leið­togi í sjón­máli til að taka við af henni. Helstu tíð­indi kosn­ing­anna verða hins vegar inn­koma AfD. Stjórn­mála­skýr­and­inn Nina Schick orðar þetta svo:

„Ég held að aðal­fréttin úr kosn­ing­unum verði sú að AfD, öfga-hægri pópúlista­flokk­ur, mun kom­ast yfir þrösk­uld­inn til að kom­ast inn á sam­bands­þing­ið. Að það skuli ger­ast í þýskum stjórn­málum hræðir fólk.“

Ólíkt ástand­inu í Hollandi og Frakk­landi þá er ekk­ert í spil­unum sem bendir til þess að Þýska­land, stærsta hag­kerfi Evr­ópu, yfir­gefi Evr­ópu­sam­bandið í bráð. Hins vegar gæti Evr­ópu­sam­bandið yfir­gefið Þýska­land ef Nexit og Frexit verða að veru­leika.

Aðrar athygl­is­verðar kosn­ing­ar:

Þing­kosn­ingar í Hong Kong

Íbúar Hong Kong ganga til kosn­inga þann 26. mars. Mik­ill hiti hefur verið í stjórn­málum borg­ar­innar á und­an­förnum árum eftir að kín­verskt stjórn­völd breyttu kosn­inga­kerf­inu og stúd­entar mót­mæltu kröft­ug­lega. Við afhend­ingu Hong Kong frá Bret­landi til Kína árið 1997 var komið á kerfi sem á að tryggja sjálf­ræði borg­ar­inn­ar. En kín­versk stjórn­völd hafa alla tíð síðan beitt sér gegn því og öllum þeim sem vilja auka sjálf­stæði Hong Kong á nokkurn hátt. Stúd­entar og ungt fólk styður flest sjálf­stæði borg­ar­innar og er ugg­andi um stöð­una og sjálf­ræð­ið. Nið­ur­stöður kosn­ing­anna munu að miklu leyti velta á því hversu góð kosn­inga­þát­taka ungs fólks verður

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í Bret­landi

Íhalds­flokk­ur­inn hefur um 13% for­skot á Verka­manna­flokk­inn í skoð­ana­könn­unum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar sem haldnar verða 4. maí. Því hafa margir velt því fyrir sér hvort boðað verði til þing­kosn­inga í Bret­landi á þessu ári til að styrkja umboð Ther­esu May til að koma útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í gegn. En sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar að þessu sinni munu að miklu leyti snú­ast um Skotland. 

Skoski Þjóð­ern­is­flokk­ur­inn hefur yfir­burða­stöðu á skoska þing­inu og nán­ast alla skosku þing­menn­ina á breska þing­inu. Þá kaus hver ein­asta sýsla lands­ins með áfram­hald­andi við­veru Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu. Búist er við því að sér­staða Skotlands styrk­ist enn frekar með sigri Þjóð­ern­is­flokks­ins í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og að í kjöl­farið verði boðað til nýrrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði lands­ins.

For­seta­kosn­ingar í Suður Kóreu

Í des­em­ber síð­ast­liðnum var Park Geun-hye for­seti lands­ins sett af tíma­bundið eftir spill­ing­ar­mál. Park ólst upp í sér­trú­ar­söfn­uði og talið er að Choi Soon-il, reglu­bróðir henn­ar, hafi haft of mikil áhrif á stjórn lands­ins og jafn­vel stjórnað því alfarið bak við tjöld­in. Ef dóm­stólar fall­ast á að Park verði vikið úr emb­ætti verður kosið 1-2 mán­uðum seinna. Ann­ars verður kosið 20. des­em­ber og ljóst að for­set­inn gengur löskuð inn í þær kosn­ing­ar. Park situr fyrir hægri­flokk­inn Saen­uri en hjá stærsta vinstri­flokkn­um, Demókra­ta­flokknum, lítur út fyrir að Lee Jae-­myung verði fram­bjóð­and­inn. Lee er fyr­ir­ferð­ar­mik­ill pópúlisti sem hefur lýst aðdáun sinni á bæði Don­ald Trump og Bernie Sand­ers. Hann þykir lík­legur til að sigra og ef svo fer seg­ist hann ætla að hefja eig­in­legt sam­tal við Norður Kóreu og koma Park Geun-hye bak við lás og slá. 



19. Lands­þing Kína

Kína er ekki lýð­ræð­is­ríki og því ekki kosið til æðstu emb­ætta lands­ins. Æðstu menn Komm­ún­ista­flokksins koma hins vegar reglu­lega saman og velja full­trúa í mið-og fasta­nefndir sem stýra land­inu. Þetta val mun næst eiga sér stað á haust­mán­uðum 2017. Xi Jin­p­ing hefur verið aðal­rit­ari síðan 2012 og það lítur allt út fyrir það að hann haldi þeirri stöðu. Spurn­ingin er aftur á móti sú hvort að hann nái að koma banda­mönnum sínum og vænt­an­legum arf­taka að í nefnd­irnar eða hvort að valdi milli fylk­inga flokks­ins verður dreift eins og svo oft áður. Árið 2017 verður mjög mik­il­vægt ár í kín­verskum stjórn­málum þar sem óvenju mörgum nefnd­ar­mönnum verður skipt út vegna ald­urs, þ.e. um helm­ing í mið­nefnd­inni og 5 af 7 í fasta­nefnd­inni. Það hefur hægst á kín­verskum efna­hag und­an­farið og búist er við því að það muni ráða úrslitum um val á mönnum í nefnd­ir. Ólíkt því sem við eigum að venj­ast þá fer umræðan þó aðal­lega fram í reyk­fylltum bak­her­bergjum en ekki í fjöl­miðl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None