Birgir Þór Harðarson

Vilja að ríkið greiði hluta af launum sjómanna

Útgerðarfyrirtæki vilja að íslenska ríkið taki þátt í launakostnaði sjómanna. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja hefur aukist um 300 milljarða á örfáum árum og þau eru örlát á styrki til valdra stjórnmálaflokka.

Mik­ill þrýst­ingur er frá útgerð­ar­fyr­ir­tækjum um að ríkið beiti sér í kjara­deilu milli þeirra og sjó­manna. Þau vilja að ríkið stígi inn í annað hvort með laga­setn­ingu á deil­una eða með því að taka með ein­hverjum hætti þátt í þeim við­bót­ar­kostn­aði sem samn­ingar við sjó­menn munu kosta. Sjó­menn áætla að við­bót­ar­kostn­að­ur­inn sé um þrír millj­arðar króna á ári en útgerðin telur að hann sé nærri fjórum millj­örðum króna. Helst birt­ist sú krafa í því að sjó­manna­af­slátt­ur, eða sam­bæri­legt fyr­ir­komu­lag, verði tek­inn aftur upp og að rík­is­sjóður taki þannig þátt í með beinum hætti að greiða laun sjó­manna.

Þessi skoðun kom til að mynda fram í við­tali við Guð­mund Krist­jáns­son, for­stjóra Brims, á Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morg­un. Þar sagði Guð­mund­ur, sem stýrir einu stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins, að hann vilji að sjó­menn njóti dag­pen­inga­greiðslna en skatta­frá­dráttur er heim­ill á móti slíkum greiðsl­um.

Rík­is­stjórnin úti­lokar sér­tækar aðgerðir

Afstaða rík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart kjara­deilu sjó­manna hefur verið skýr. Sér­tækar aðgerðir af hálfu hins opin­bera koma ekki til greina. Það þýðir að hvorki stendur til að setja lög á verk­fall sjó­manna né að láta rík­is­sjóð borga hluta af þeim kostn­aði sem sam­þykkt krafna sjó­manna myndi þýða.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra kom því skýrt á fram­færi í Silfr­inu á RÚV á sunnu­dag að það væri ekki til umræðu að taka upp sjó­manna­af­slátt­inn á ný.

En hvað er þessi sjó­manna­af­slátt­ur? Hann var skatta­af­sláttur sem sjó­menn fengu í 60 ár. Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur ákvað árið 2009 að afnema afslátt­inn í skrefum og var hann að fullu afnum­inn í byrjun árs 2014. Árið 2008 var sjó­manna­af­slátt­ur­inn um 1,1 millj­arður króna á þávirði og dreifð­ist á um sex þús­und sjó­menn. Síðan þá hafa ýmsir stjórn­mála­menn kallað eftir því að afslátt­ur­inn verði end­ur­vak­inn.

Ótrú­leg staða íslensks sjáv­ar­út­vegs

Ástæða þess að sjó­manna­af­slátt­ur­inn var afnum­inn á sínum tíma var sá að ekki þótti rétt­læt­an­legt að íslenska ríkið væri að nið­ur­greiða laun í einka­reknum atvinnu­geira sem stæði ákaf­lega vel.

Það er erfitt að sjá á tölum að sú rök­semd­ar­færsla eigi ekki enn við. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur aldrei verið jafn vel stæð­ur. Hreinn hagn­aður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja var 45 millj­arðar króna árið 2015 og eigið fé hans í lok þess árs rúmir 220 millj­arðar króna. Eigið féð hafði verið nei­kvætt um 80 millj­arða króna í lok árs 2008 og því hefur það auk­ist um rúm­lega 300 millj­arða króna frá lokum hrunsárs­ins og til loka árs 2015. Þá á eftir að taka til­lit til þeirra 54,3 millj­arða króna sem eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja greiddu sér í arð frá byrjun árs 2010 og til loka árs 2015. Þeir pen­ingar hafa verið teknir út úr rekstr­inum og eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna notað þá til ann­arra fjár­fest­inga. Mestur voru arð­greiðsl­urnar á þriggja ára tíma­bili, 2013-2015, þegar þær voru sam­tals 38,2 millj­arðar króna.

Þegar arð­greiðsl­urnar eru lagðar saman við eigið féð hefur hagur sjáv­ar­út­veg­ar­ins vænkast um rúm­lega 354 millj­arða króna á örfáum árum. Inn í þessar tölur vantar árið 2016 en Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) gera ráð fyrir að fram­legð hafi verið 61,5 millj­arðar króna (var 70 millj­arðar króna árið 2015) og að hún verði 43 millj­arðar króna árið 2017. Ástæður þess að hún dregst saman eru fyrst og fremst vegna ytri aðstæðna (hækkun olíu­verðs og Brex­it) og hins vegar vegna styrk­ingar krón­unn­ar. Þrátt fyrir versn­andi skil­yrði mun geir­inn samt sem áður skila mjög mik­illi fram­legð og hag­ur, að minnsta kosti stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna, halda áfram að vænkast hratt.

Veiði­gjöld dreg­ist mikið saman

Sam­hliða þessu for­dæma­lausa hagn­að­ar­skeiði sjáv­ar­út­vegs á Íslandi hafa veiði­gjöld sem atvinnu­greinin greiðir í rík­is­sjóð lækkað mik­ið. Veiði­gjald útgerð­ar­innar fór úr 9,2 millj­örðum fisk­veiði­árið 2013/2014 í 7,7 millj­arða fisk­veiði­árið 2014/2015. Í reikn­ingum fyr­ir­tækj­anna er veiði­gjaldið talið með öðrum rekstr­ar­kostn­aði og því er búið að taka til­lit til þess þegar hreinn hagn­aður er reikn­aður út.

Á fisk­veiði­ár­inu 2015/2016 voru þau áætluð 7,4 millj­arðar króna og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári eru gjöldin áætluð 4,8 millj­arðar króna. Það er um átta millj­örðum króna minna en þau voru fisk­veiði­árið 2012/2013, þegar þau voru 12,8 millj­arðar króna. Til við­bótar við veiði­gjöld greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins einnig umtals­vert í tekju­skatt og trygg­ing­ar­gjald. Sam­tals námu bein opin­ber útgjöld sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna – veiði­gjöld, tekju­skattur og trygg­ing­ar­gjald – 22,6 millj­örðum króna árið 2015, sem er nákvæm­lega sama upp­hæð og greidd var af þeim árið 2014 en um tveimur millj­örðum minna en greitt var á árinu 2013.

Vilja inn­grip rík­is­ins

Þrátt fyrir þetta er uppi mjög hávær krafa um að ríkið stígi inn í deil­una með ein­hverjum hætti. Páll Magn­ús­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í Suð­ur­kjör­dæmi og for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, sagði í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun að hann vildi „ekki úti­loka það að ríkið kunni að þurfa að grípa inn í þetta með ein­hverjum hætti og það er hægt með öðrum hætti en með laga­setn­ingu. Stjórn­völd geta ekki látið þessa auð­lind þjóð­ar­innar liggja óbætta hjá garði. Það er bara óraun­sæi og ég veit svo sem ekki hvern menn eru að blekkja með því ef þeir eru að halda því fram að það sé hægt eða að stað­hæfa það að það verði ekki undir neinum kring­um­stæðum gripið inn í þessa kjara­deilu.“ Páll bætti við að hann væri ekki tals­maður þess að sjó­manna­af­slátt­ur­inn yrði tek­inn upp á ný í þeirri mynd sem hann var en að honum fynd­ist koma til greina að „skoða þann hluta af fæð­is­pen­ingum sjó­manna sem má líta á eins og dag­pen­inga ann­arra stétta, þ.e.a.s. kostn­aður sjó­manna sem hlýst af því að þeir geta ekki borðað heima hjá sér og þurfa að borga fyrir fæðið ann­ars stað­ar. Aðrar stétt­ir, þ.m.t. opin­berir starfsmenn, hafa dag­pen­inga sem eru skatt­lausir að þessu leyt­i.“

Mikill þrýstingur er á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að grípa inn í kjaradeilu sjómanna með einhverjum hætti.
Mynd:Birgir Þór Harðarson

Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók undir með Páli og sagði að það væri hægt að stíga inn í deil­una með því að nota skatt­kerfið til að „liðka fyr­ir“. Þegar Gunnar Bragi var spurður hvort hann væri að tala um sjó­manna­af­slátt eða eitt­hvað slíkt, svar­aði hann:

„Já til dæmis eitt­hvað slíkt.“

87 pró­sent styrkja úr sjáv­ar­út­vegi til Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar

Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hafa lengi verið mjög áber­andi á meðal þeirra sem styrkja stjórn­mála­starf­semi á Íslandi. Eng­inn einn atvinnu­vegur styður meira við starf­semi íslenskra stjórn­mála­flokka en útveg­ur­inn. En það er mjög mis­mun­andi hversu vel hann styður við flokka, og helg­ast það af mjög ólíkri afstöðu íslenskra stjórn­mála­flokka til þess hvernig kerfi er utan um íslenskan sjáv­ar­út­veg og hvað hann eigi að greiða hátt gjald til sam­neysl­unnar fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Og það eru fyrst og síð­ast þing­menn þeirra flokka sem fá hæstu fram­lögin frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum sem eru að kalla eftir að ríkið beiti sér í kjara­deilu útgerð­ar­fyr­ir­tækja og sjó­manna.

Rík­is­end­ur­skoðun heldur utan um upp­lýs­ingar um fjár­mál stjórn­mála­flokka og próf­kjörs­þátt­tak­enda. Í útdrætti úr árs­reikn­ingi Sjálf­stæð­is­flokks vegna árs­ins 2015 sem er að finna á vef stofn­un­ar­innar kemur til að mynda í ljós að fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi styrktu flokk­inn um tæp­lega 7,6 millj­ónir króna á því ári. Um er að ræða 40 pró­sent af öllum styrkjum sem flokk­ur­inn fékk frá lög­að­ilum á því ári.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur einnig notið góðs af styrkjum frá sjáv­ar­út­vegn­um. Á árinu 2015 kom um helm­ingur allra styrkja lög­að­ila til flokks­ins, alls um 5,2 millj­ónir króna, frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um.

Sam­fylk­ingin fékk einnig sinn skerf af sjáv­ar­út­vegs­styrkj­um. Sam­tals sjö lög­að­ilar tengdir sjáv­ar­út­vegi gáfu flokknum tæpar tvær millj­ónir króna á árinu 2015. Það er um 40 pró­sent af öllum styrkjum sem flokk­ur­inn fékk á því ári. Pírat­ar, Vinstri græn og Björt fram­tíð þáðu ekki styrki frá lög­að­ilum á árinu 2015, og fengu þar af leið­andi enga slíka frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi.

Sam­kvæmt þessum tölum fengu Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sam­tals um 87 pró­sent af öllum styrkjum sem fyr­ir­tæki tengd sjáv­ar­út­vegi gáfu stjórn­mála­flokkum á árinu 2015.

Mikið af styrkjum í Suð­ur­kjör­dæmi

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki styrkja líka ein­stak­linga í bar­áttu þeirra um að ná sem hæst á fram­boðs­listum flokka sinna. Í próf­kjörs­bar­áttu fyrir síð­ustu kosn­ingar þurftu allir fram­bjóð­endur sem eyddu yfir 400 þús­und krónum að skila inn upp­gjöri. Þeir sem eyddu undir þeirri fjár­hæð þurftu ein­ungis að skila yfir­lýs­ingu þess efnis til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Níu þátt­tak­endur í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­innar hafa þegar skilað inn yfir­lýs­ingum um að þeir hafi eytt minna en 400 þús­und krónum í sína bar­áttu. Eng­inn fram­bjóð­andi flokks­ins hefur skilað útdrætti úr upp­gjöri og enn vantar upp­lýs­ingar um marga fram­bjóð­endur flokks­ins. Allir fram­bjóð­endur í próf­kjöri Pírata hafa skilað inn yfir­lýs­ingu um að hafa ekki eytt meira en 400 þús­und krón­um. Fjórir þing­menn Fram­sóknar hafa gert slíkt hið sama en enn vantar upp­lýs­ingar um kostnað ann­arra fram­bjóð­enda flokks­ins. Vinstri græn, Við­reisn og Björt fram­tíð röð­uðu á lista og fram­bjóð­endur lögðu því ekki út í próf­kjörs­kostn­að.

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að ríkið grípi inn í kjaradeilu sjómanna.

Alls eyddu 15 fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins meira en 400 þús­und krónum í próf­kjörs­bar­áttu sína. Þar af vörðu níu fram­bjóð­endur meira en milljón krónum í bar­áttu sína fyrir sæti á lista. Mestu eyddi Páll Magn­ús­son, sem var í fyrsta sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi. Próf­kjörs­bar­átta hans kost­aði ríf­lega 3,4 millj­ónir króna. Þar af komu rúmar 2,2 millj­ónir króna frá lög­að­ilum og ein milljón króna af þeim styrkjum kom frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi. Nokkrir fram­bjóð­endur flokks­ins fengu áber­andi hærri styrki frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum en aðr­ir.

Ásmundur Frið­riks­son, sem sat í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna í sama kjör­dæmi, fékk fjórðu hæstu fram­lögin af fram­bjóð­endum flokks­ins. Hann fékk tæp­lega 2,7 millj­ónir króna. Þar af komu 2,4 millj­ónir króna frá lög­að­ilum og 1,1 milljón króna af þeirri upp­hæð frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi.

Vil­hjálmur Árna­son, lenti í þriðja sæti í Suð­ur­kjör­dæmi og eyddi alls 850 þús­und krónum í próf­kjörs­bar­áttu sína. Þar af komu 620 þús­und krónur frá lög­að­ilum og af þeirri tölu komu næstum tvær af hverjum þremur krón­um, sam­tals 400 þús­und krón­ur, frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi.

Jón Gunn­ars­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, eyddi sam­tals tæp­lega 1,4 millj­ónum króna í próf­kjörs­bar­áttu sína. Þar af kom 1,3 millj­ónir króna frá lög­að­ilum og 700 þús­und krónur af þeirri upp­hæð kom frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi, eða rúm­lega helm­ingur henn­ar.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar