Karlar stýra peningum og halda á völdum á Íslandi

Glerþakið sem heldur konum frá stjórnun peninga á Íslandi er hnausþykkt og fáar sprungur sjáanlegar. Rúmlega níu af hverjum tíu æðstu stjórnenda sem stýra peningum eru karlar. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á hlutfallinu árum saman.

Á Íslandi búa 167.330 kon­ur. Þær eru 49,4 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Framan af lýð­veld­is­tím­anum hall­aði mjög á hlut kvenna að flestu leyti. Þeirra hlut­verk var talið vera á heim­il­inu og stjórn­kerfi sam­fé­lags­ins gerðu bein­línis ráð fyrir því. Með vit­und­ar­vakn­ingu og ötulli jafn­rétt­is­bar­áttu hefur þessi staða breyst mikið á und­an­förnum ára­tug­um. Konum hefur fjölgað mikið á vinnu­mark­aði og í áhrifa­stöðum í völdum geir­um. Nú sitja til að mynda 30 konur á Alþingi og hafa aldrei verið fleiri. Ef jafn­ræði hefði verið á milli kynja á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins, stærsta flokks lands­ins, væru konur í meiri­hluta á Alþingi. Af 21 þing­manni flokks­ins eru hins vegar ein­ungis sjö kon­ur. Sterk staða kvenna á þingi er þó ekki end­ur­spegluð við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Af ell­efu ráð­herrum eru sjö karlar en fjórar kon­ur.

Tregðu hefur gætt á fleiri sviðum en í stjórn­málum að veita konum aukið braut­ar­gengi og völd til að hafa áhrif. Íslenskt við­skipta­líf hefur lengi verið mik­ill karla­klúbb­ur. Sett voru sér­stök lög árið 2013 til að þrýsta á að kynja­hlut­fall í stjórnum stærri fyr­ir­tækja yrði með þeim hætti að hlut­fall hvors kyns yrði að minnsta kosti 40 pró­sent. Ný rík­is­stjórn ætlar að inn­leiða í lög jafn­launa­vottun fyrir öll fyr­ir­tæki sem eru með fleiri en 25 starfs­menn.

En er nóg gert, og hvar eru helstu bar­áttu­vígin sem á eftir að fella í veg­ferð­inni að því að valda­stig­inn í sam­fé­lag­inu end­ur­spegli sam­setn­ingu þess?

Eitt þeirra víga er íslenskur fjár­mála­geiri. Fyrir hverja níu karla sem stýra pen­ingum á Íslandi er ein­ungis ein kona. Og þannig hefur staðan verið árum sam­an.

80 karl­ar, átta konur

Kjarn­inn hefur síð­ast­liðin fjögur ár gert úttekt á stöðu kvenna á meðal æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Úttektin nær til æðsta stjórn­anda hvers fyr­ir­tækis eða sjóðs. Nið­ur­staðan í ár, sam­kvæmt úttekt sem fram­kvæmd var í febr­úar 2017, er sú að æðstu stjórn­endur í ofan­greindum fyr­ir­tækjum séu 88 tals­ins. Af þeim eru 80 karlar en átta kon­ur. Það þýðir að 91 pró­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi eru karlar en níu pró­sent kon­ur.

Þegar Kjarn­inn fram­kvæmdi úttekt­ina fyrst, í febr­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­ur. Hlut­falls­lega skipt­ingin var því þannig að karlar voru 93 pró­sent stjórn­enda en konur sjö pró­sent. Árið 2015 voru störfin 87, karl­arnir 80 og kon­urnar sjö. Hlut­fallið hafði því „lagast“ en var samt þannig að 92 pró­sent stjórn­enda voru karlar en átta pró­sent kon­ur. Í fyrra var hlut­fallið það sama og árið áður. 92 pró­sent þeirra sem stýrðu pen­ingum hér­lendis voru karl­ar. Hlut­fallið hefur því nán­ast ekk­ert breyst á síð­ustu fjórum árum.

Ástæða þess að stör­f­unum fækkar á milli ára er tví­þætt. Ann­ars vegar eru ekki taldir með stjórn­endur fyr­ir­tækja sem höfðu til­kynnt að þau stefndu á markað á árinu 2016, en hafa ekki látið verða af því. Um er að ræða 365, Ölgerð­ina og Advania, sem er öllum stýrt af körl­um. Hins vegar hafa átt sér stað sam­ein­ingar í geir­anum sem hafa fækkað stjórn­enda­stöð­um.

Kona í Lands­bank­ann

Sú breyt­ing verður um miðjan næsta mánuð að tvær konur munu stýra við­skipta­banka á Íslandi. Þá tekur Lilja Björk Ein­ars­dóttir við sem banka­stjóri Lands­bank­ans. Hún er talin með í úttekt Kjarn­ans yfir konur í stjórn­un­ar­stöðum í fjár­mála­geir­an­um. Áður sat í því starfi Stein­þór Páls­son. Mik­ill styr geis­aði um hann vegna Borg­un­ar­máls­ins svo­kall­aða og þrýst­ingur var til staðar um að Stein­þór yrði lát­inn hætta allt frá því að Kjarn­inn upp­lýsti um málið seint í nóv­em­ber 2014. Tveimur árum síðar var svört skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um eigna­sölu Lands­bank­ans birt.

Lilja Björk Einarsdóttir tekur við starfi bankastjóra Landsbankans 15. mars. Þá verða tvær konur bankastjórar á Ísland, hún og Birna Einarsdóttir hjá Íslandsbanka.

Nið­ur­staða hennar var að fjöl­margar sölur bank­ans hafi verið aðfinnslu­verðar og með þeim hefði bank­inn stefnt trausti og trú­verð­ug­leika bank­ans í hættu. Stofn­unin beindi því til banka­ráðs Lands­­bank­ans að gripið yrði til ráð­staf­ana til að end­­ur­reisa orð­­spor Lands­­bank­ans. Þegar skýrslan kom út neit­aði Stein­þór því alfarið að ætla að segja af sér vegna nið­ur­stöðu henn­ar. Viku síðar lét hann af störfum „sam­kvæmt sam­komu­lag­i“. Utan banka­stjóra eru sex í fram­kvæmda­stjórn Lands­bank­ans, þrjár konur og þrír karl­ar.

Hin konan sem gengt hefur banka­stjóra­stöðu er Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka. Með henni í fram­kvæmda­stjórn sitja fimm karlar og þrjár kon­ur.

Þriðji stóri við­skipta­bank­inn er Arion banki og banka­stjóri hans er Hösk­uldur H. Ólafs­son. Auk Hösk­uldar sitja níu í fram­kvæmda­stjórn bank­ans, fimm karlar en fjórar kon­ur.

Fjórði við­skipta­bank­inn er Kvika banki. For­stjóri Kviku er Sig­urður Atli Jóns­son. Fyrir utan hann eru fimm aðrir í fram­kvæmda­stjórn bank­ans, allt karl­ar. Þá er ótal­inn Íbúða­lána­sjóð­ur, sem stýrt er af karl­mann­inum Her­manni Jónassyni.

Af æðstu stjórn­endum íslenskra banka, og Íbúða­lána­sjóðs, eru því þrír karlar en tvær kon­ur. 

Verð­bréfa­heim­inum nær ein­vörð­ungu stýrt af körlum

Á Íslandi eru fjórir spari­sjóðir enn starf­andi. Þremur þeirra er stýrt af körlum en einum af konu. Það er Spari­sjóður Suð­ur­-­Þing­ey­inga sem er stýrt af spari­sjóðs­stjór­anum Gerði Sig­tryggs­dótt­ur.

Alls eru fimm lána­fyr­ir­tæki eða -stofn­anir reknar hér­lend­is. Þau eru Borg­un, Valitor, Lýs­ing, Byggða­stofnun og Lána­sjóður sveit­ar­fé­laga. Fjórum þeirra er stýrt af körlum en einu af konu. Það er fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lýs­ing sem stýrt er af Lilju Dóru Hall­dórs­dótt­ur.

Staða kvenna er verst þegar kemur að verð­bréfa­fyr­ir­tækjum og rekstr­ar­fé­lögum verð­bréfa­sjóða. Til að átta sig á um hvers konar fyr­ir­tæki sé að ræða þá eru þetta milli­liðir sem taka við hund­ruð millj­arða króna frá fjár­fest­um, aðal­lega líf­eyr­is­sjóð­um, og fjár­festa fyrir þá. Fyrir þetta taka þessir aðilar þókn­an­ir. Rekstr­ar­fé­lög verð­bréfa- og fjár­fest­ing­ar­sjóða eru mörg hver í eigu við­skipta­bank­anna og heita nöfnum eins og Stefn­ir, Íslands­sjóð­ir, Lands­bréf, Gamma, Júpít­er, Alda og Summa. Af þeim tíu svona félögum sem eru með starfs­leyfi sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er engu stýrt af konu. Tíu karlar halda um þræð­ina í þeim. Og lang­flestir starfs­manna þeirra eru líka karl­ar. Þannig hefur staðan verið árum sam­an.

Á þessari mynd sést fjöldi þeirra kvenna sem stýra verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélagi verðbréfasjóða á Íslandi. Þær eru núll.
Mynd: Pexels

Tíu verð­bréfa­fyr­ir­tæki eru skráð sem eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þau heita nöfnum eins og Virð­ing, Arct­ica Fin­ance, Centra, Foss­ar, ALM Verð­bréf og Jökl­ar. Öllum tíu er stýrt af körl­u­m. 

Karl stýrir líka einu eft­ir­lits­skyldu verð­bréfa­miðlun lands­ins og einu inn­láns­deild sam­vinnu­fé­lags (Hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga) sem starf­rækt er á land­inu.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir ráða mestu og karlar ráða líf­eyr­is­sjóð­unum

Áhrifa­mestu leik­end­urnir á íslenskum fjár­mála­mark­aði eru líf­eyr­is­sjóð­irnir okk­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu hag­tölum Seðla­banka Íslands var hrein eign þeirra 3.509 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sem eru nú 25 tals­ins sam­kvæmt yfir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um eft­ir­lits­skyldra aðila, eru allt um lykj­andi í íslensku við­skipta­lífi. Þeir eiga meira en helm­ing skráðra hluta­bréfa annað hvort beint eða óbeint í gegnum sjóði sem þeir hafa fjár­fest í. Sjóð­irnir hafa líka fjár­fest mikið í óskráðum eignum og eru að sækja mikið á í útlánum til fast­eigna­kaupa, þar sem þeir geta boðið betri kjör en við­skipta­bank­arn­ir. Þá eru þeir helstu eig­endur skulda­bréfa á Íslandi.

Áhrif og völd þeirra sem stýra líf­eyr­is­sjóð­unum eru því gríð­ar­leg. Sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­in, verð­bréfa­fyr­ir­tækin og fjár­fest­inga­hluti banka­starf­sem­innar sækja þorra sinna þókn­ana­tekna, og kraft til við­skipta, til líf­eyr­is­sjóð­anna. Því má segja að stjórn­endur þeirra, og helstu sam­starfs­menn, deili og drottni yfir íslensku við­skipta­lífi.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru mjög mis­mun­andi að stærð og það tíðkast að fleiri en einum sjóði sé stýrt af sama fólk­inu. Þannig stýrir Haukur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR), líka líf­eyr­is­sjóði hjúkr­un­ar­fræð­inga. Saman eru sjóð­irnir stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. Úttekt Kjarn­ans nær að þessu sinni til 17 stjórn­enda líf­eyr­is­sjóða sem sumir hverjir stýra fleiri en einum sjóði. Af þessum 17 eru 15 karlar en tvær kon­ur.

Níu stærstu sjóð­irnir stýra um 80 pró­sent af fjár­magn­inu sem er til staðar í íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Um er að ræða rúm­lega 2.800 millj­arða króna. Þeim er öllu stýrt af körl­um.

Herdís Dröfn Fjelsted er framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hún er líka stjórnarformaður VÍS, sem sagði upp einu konunni sem stýrði skráðu félagi á Íslandi.
Mynd: Háskóli Íslands

Sú kona sem stýrir stærstum líf­eyr­is­sjóði hér­lend­is, og raunar ein­ungis ein af tveimur konum sem það ger­ir, heitir Gerður Guð­jóns­dóttir og stýrir Brú líf­eyr­is­sjóði, sem tók upp það nafn um mitt ár 2016. Brú er líf­eyr­is­sjóður fyrir fólk sem starfar hjá sveit­ar­fé­lögum á Íslandi. Hin konan sem stýrir líf­eyr­is­sjóði á Íslandi er Snæ­dís Ögn Flosa­dótt­ir, sem tók við sem fram­kvæmda­stjóri Eft­ir­launa­sjóðs íslenskra atvinnu­flug­manna sum­arið 2015. Snæ­dís vinnur hjá eigna­stýr­ingu Arion banka sem heldur á nokkrum líf­eyr­is­sjóð­u­m. 

Við þetta má bæta að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga saman Fram­taks­sjóð Íslands og honum er stýrt af konu, Her­dísi Dröfn Fjeld­sted. Þá er Þórey S. Þórð­ar­dóttir fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en þau fjár­festa auð­vitað ekki.

Allir for­stjórar orku­fyr­ir­tækja lands­ins; Lands­virkj­un­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, ON, HS Orku, Orku­bús Vest­fjarða, Lands­nets og Orku­söl­unnar eru líka allt karl­ar.

Engin kona stýrir skráðu félagi

Sam­eig­in­legt mark­aðsvirði þeirra 17 félaga sem skráð eru í Kaup­höll Íslands er tæp­lega eitt þús­und millj­arðar króna. Frá því að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn var end­ur­reistur eftir hrun hefur ein­ungis ein kona stýrt skráð félagi á Íslandi. Það var Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, sem var for­stjóri VÍS. Henni var sagt upp störfum í fyrra og Jakob Sig­urðs­son ráð­inn í hennar stað. Því er öllum skráðum félögum á Íslandi nú stýrt af körl­um. Auk þess er for­stjóri Kaup­hall­ar­innar karl­inn Páll Harð­ar­son.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir var eina konan sem stýrði skráðu félagi á Íslandi. Nú stýra karlar öllum 17 félögunum sem skráð eru í Kauphöll.
Mynd: Nasdaq OMX

Félögin eru mörg stærstu fyr­ir­tæki lands­ins. Þar er að finna stærsta smá­sala lands­ins, þrjú trygg­inga­fé­lög, öll stærstu fast­eigna­fé­lög­in, eina af stærstu útgerðum lands­ins, tvö stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, tvo af stærstu olíu­fé­lög­unum og svo auð­vitað fyr­ir­tækin tvö sem tengja okkur helst við umheim­inn, Icelandair og Eim­skip.

Þá vantar ein­ungis trygg­inga­fé­lögin Okkar og Vörð og tvær greiðslu­stofn­an­ir. Öllum fjórum er stýrt af körl­um. Sam­tals gera þetta 87 stjórn­enda­störf sem eru skipuð 79 körlum og átta kon­um.

Til við­bótar má nefna að þrír æðstu yfir­menn Seðla­banka Íslands eru karl­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra er karl og það er for­sæt­is­ráð­herra líka. Nýkjör­inn for­seti okkar er auk þess karl.

Lög sett til að reyna að laga stöð­una

Ýmis­legt hefur verið gert til að reyna að breyta þeirri land­lægu karllægni sem ríkir í íslensku við­skipta­lífi. Þar ber helst að nefna að í sept­em­ber 2013 tóku gildi lög hér­lendis sem gerðu þær kröfur að hlut­fall hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent. Þetta leiddi til þess að ansi mörg fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir þurftu að ráð­ast í miklar breyt­ingar á sam­setn­ingu stjórna sinna, enda var hlut­fall kvenna í stjórnum sem féllu undir lög­gjöf­ina ein­ungis 20 pró­sent í árs­lok 2009.

Í árs­lok 2013, eftir að lögin tóku gildi, voru konur orðnar 31 pró­sent stjórn­ar­manna í þeim félögum sem þau náðu yfir. Ein­ungis um helm­ingur fyr­ir­tækj­anna sem falla undir lögin upp­fylltu skil­yrðin á þessum tíma. Konum hefur fjölgað í stjórnum stærri fyr­ir­tækja und­an­farin ár og voru 33,2 pró­sent stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 starfs­menn eða fleiri í lok árs 2014. Ári síðar hafði hlut­fallið lækkað og mæld­ist 32,8 pró­sent.

Þegar öll fyr­ir­tæki sem greiða laun og voru skráð í hluta­fé­laga­skrá voru skoðuð kom í ljós, sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands, að hlut­fall kvenna í stjórnum var 25,9 pró­sent í lok árs 2015. Hlut­fallið hafið verið á bil­inu 21,3 til 22,3 pró­sent á árunum 1999 til 2006 og því hefur það farið hækk­andi frá árinu 2007. En samt sem áður er ein­ungis um einn af hverjum fjórum stjórn­ar­mönnum í íslenskum fyr­ir­tækjum kon­ur.

Mark­að­ur­inn, fylgi­blað Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, fékk Credit­info nýverið til að taka saman upp­lýs­ingar um hlut­fall kvenna í fram­kvæmda­stjóra­stöðum stórra fyr­ir­tækja, sem áttu eignir yfir einn millj­arð króna. Í nið­ur­stöð­unum kom fram að hlut­fall þeirra hafi lækkað á milli áranna 2014 og 2016. Um þrettán pró­sent stjórn­ar­for­manna fyr­ir­tækj­anna voru kon­ur. Til stórra fyr­ir­tækja telj­ast alls 857 félög.

Á fyrra árinu voru konur tíu pró­sent fram­kvæmda­stjóra stórra fyr­ir­tækja en tveimur árum síðar ein­ungis níu. Hjá með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, sem áttu eignir frá 200 millj­ónum króna og upp í millj­arð króna, var hlut­fall kvenna sem stýrðu tólf pró­sent. Alls voru átján pró­sent stjórn­ar­for­manna milli­stórra fyr­ir­tækja kon­ur. Til þeirra töld­ust alls 1.866 félög.

Það er því ljóst, sama hvert er lit­ið, að íslenski pen­inga­heim­ur­inn er karla­heim­ur. Og hann er að breyt­ast mjög, mjög hægt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar