#efnahagsmál#stjórnmál

Málefni Seðlabankans færð til forsætisráðuneytis til að tryggja sjálfstæði hans

Æskilegt þykir að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og samþykkt peninga- og gengisstefnu sé í öðru ráðuneyti en því sem fer með fjármál ríkisins. Þess vegna var málaflokkurinn færður milli ráðuneyta.

Málefni Seðlabanka Íslands voru færð frá ráðuneyti Benedikts Jóhannessonar til ráðuneytis Bjarna Benediktssonar.
Málefni Seðlabanka Íslands voru færð frá ráðuneyti Benedikts Jóhannessonar til ráðuneytis Bjarna Benediktssonar.

Rökin fyrir flutn­ingi mál­efna Seðla­banka Íslands yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins fel­ast í því að vegna sjálf­stæðis Seðla­bank­ans sé æski­legt að yfir­stjórn hans og sam­þykkt pen­inga- og geng­is­stefnu sé í öðru ráðu­neyti en því sem fer með fjár­mál rík­is­ins. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Ný rík­is­stjórn ákvað að færa mál­efni Seðla­bank­ans frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins þegar verka­skipt­ing milli ráðu­neyta var ákveð­in. Bjarni Bene­dikts­son, sem færði sig úr fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu yfir í for­sæt­is­ráðu­neytið þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð mynd­uðu rík­is­stjórn í jan­ú­ar, mun því áfram fara með mál­efni Seðla­bank­ans. 

Mál­efni Seðla­banka Íslands heyrðu undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið frá 2012 til 2017. Þar áður höfðu þau heyrt undir efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyti, for­sæt­is­ráðu­neytið og við­skipta­ráðu­neyt­ið. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um flutn­ing­inn segir að náin tengsl séu milli fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­bank­ans á ýmsum svið­um. „Þar má nefna fjár­hags­leg sam­skipti Seðla­banka og rík­is­sjóðs, geng­is­mál og nú á síð­ustu árum losun fjár­magns­hafta, sam­skipti um efna­hags­mál og sam­skipti við láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki og alþjóða­stofn­an­ir. Rökin fyrir flutn­ingi mál­efna Seðla­bank­ans yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins fel­ast í því að vegna sjálf­stæðis Seðla­bank­ans sé æski­legt að yfir­stjórn hans og sam­þykkt pen­inga- og geng­is­stefnu sé í öðru ráðu­neyti en því sem fer með fjár­mál rík­is­ins.“

Auglýsing

Engar breyt­ingar fyr­ir­hug­aðar á stjórn­skipu­lag­inu

Már Guð­munds­son, núver­andi seðla­banka­stjóri, hefur gengt starf­inu frá því að hann var skip­aður 20. ágúst 2009. Þá var Már skip­aður til fimm ára og sum­arið 2014 var starfið aug­lýst til umsókn­ar. Alls sóttu tíu um starfið en Már var á end­anum end­ur­skip­aður.

Nokkrum mán­uðum áður en Már var end­ur­ráð­inn hafði Bjarni Bene­dikts­son skipað starfs­hóp sem ætlað var að gera til­lögur að breyt­ingum á stjórn­skipu­lagi Seðla­bank­ans.

Hóp­ur­inn skil­aði til­lögum í mars 2015 og lagði þar til að seðla­banka­stjórum yrði fjölgað úr einum í þrjá. Einn yrði seðla­banka­stjóri en með honum myndu starfa banka­stjóri pen­inga­mála og banka­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika.

Frétta­blaðið greindi frá því 18. jan­úar síð­ast­lið­inn að allar til­lögur um breyt­ingar á Seðla­bank­anum væru enn á ís. Þar var haft eftir Svan­hildi Hólm Vals­dótt­ur, aðstoð­ar­manni for­sæt­is­ráð­herra, að henni væri ekki kunn­ugt um að stjórn­skipu­lag bank­ans hafi verið rætt sér­stak­lega í við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er þessi skiln­ingur stað­fest­ir. Þar segir að engar breyt­ingar á stjórn­skipu­lagi Seðla­bank­ans hafi verið ræddar eða ákveðn­ar.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None