#stjórnmál#efnahagsmál

Málefni Seðlabankans færð til forsætisráðuneytis til að tryggja sjálfstæði hans

Æskilegt þykir að yfirstjórn Seðlabanka Íslands og samþykkt peninga- og gengisstefnu sé í öðru ráðuneyti en því sem fer með fjármál ríkisins. Þess vegna var málaflokkurinn færður milli ráðuneyta.

Málefni Seðlabanka Íslands voru færð frá ráðuneyti Benedikts Jóhannessonar til ráðuneytis Bjarna Benediktssonar.
Málefni Seðlabanka Íslands voru færð frá ráðuneyti Benedikts Jóhannessonar til ráðuneytis Bjarna Benediktssonar.
Mynd: Birgir Þór Harðarson
Þórður Snær Júlíusson

Rökin fyrir flutn­ingi mál­efna Seðla­banka Íslands yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins fel­ast í því að vegna sjálf­stæðis Seðla­bank­ans sé æski­legt að yfir­stjórn hans og sam­þykkt pen­inga- og geng­is­stefnu sé í öðru ráðu­neyti en því sem fer með fjár­mál rík­is­ins. Þetta kemur fram í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Ný rík­is­stjórn ákvað að færa mál­efni Seðla­bank­ans frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins þegar verka­skipt­ing milli ráðu­neyta var ákveð­in. Bjarni Bene­dikts­son, sem færði sig úr fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu yfir í for­sæt­is­ráðu­neytið þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð mynd­uðu rík­is­stjórn í jan­ú­ar, mun því áfram fara með mál­efni Seðla­bank­ans. Mál­efni Seðla­banka Íslands heyrðu undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið frá 2012 til 2017. Þar áður höfðu þau heyrt undir efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyti, for­sæt­is­ráðu­neytið og við­skipta­ráðu­neyt­ið. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um flutn­ing­inn segir að náin tengsl séu milli fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­bank­ans á ýmsum svið­um. „Þar má nefna fjár­hags­leg sam­skipti Seðla­banka og rík­is­sjóðs, geng­is­mál og nú á síð­ustu árum losun fjár­magns­hafta, sam­skipti um efna­hags­mál og sam­skipti við láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki og alþjóða­stofn­an­ir. Rökin fyrir flutn­ingi mál­efna Seðla­bank­ans yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins fel­ast í því að vegna sjálf­stæðis Seðla­bank­ans sé æski­legt að yfir­stjórn hans og sam­þykkt pen­inga- og geng­is­stefnu sé í öðru ráðu­neyti en því sem fer með fjár­mál rík­is­ins.“

Mál­efni Seðla­banka Íslands heyrðu undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið frá 2012 til 2017. Þar áður höfðu þau heyrt undir efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyti, for­sæt­is­ráðu­neytið og við­skipta­ráðu­neyt­ið. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um flutn­ing­inn segir að náin tengsl séu milli fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins og Seðla­bank­ans á ýmsum svið­um. „Þar má nefna fjár­hags­leg sam­skipti Seðla­banka og rík­is­sjóðs, geng­is­mál og nú á síð­ustu árum losun fjár­magns­hafta, sam­skipti um efna­hags­mál og sam­skipti við láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæki og alþjóða­stofn­an­ir. Rökin fyrir flutn­ingi mál­efna Seðla­bank­ans yfir til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins fel­ast í því að vegna sjálf­stæðis Seðla­bank­ans sé æski­legt að yfir­stjórn hans og sam­þykkt pen­inga- og geng­is­stefnu sé í öðru ráðu­neyti en því sem fer með fjár­mál rík­is­ins.“

Auglýsing

Engar breyt­ingar fyr­ir­hug­aðar á stjórn­skipu­lag­inu

Már Guð­munds­son, núver­andi seðla­banka­stjóri, hefur gengt starf­inu frá því að hann var skip­aður 20. ágúst 2009. Þá var Már skip­aður til fimm ára og sum­arið 2014 var starfið aug­lýst til umsókn­ar. Alls sóttu tíu um starfið en Már var á end­anum end­ur­skip­aður.

Nokkrum mán­uðum áður en Már var end­ur­ráð­inn hafði Bjarni Bene­dikts­son skipað starfs­hóp sem ætlað var að gera til­lögur að breyt­ingum á stjórn­skipu­lagi Seðla­bank­ans.

Hóp­ur­inn skil­aði til­lögum í mars 2015 og lagði þar til að seðla­banka­stjórum yrði fjölgað úr einum í þrjá. Einn yrði seðla­banka­stjóri en með honum myndu starfa banka­stjóri pen­inga­mála og banka­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika.

Frétta­blaðið greindi frá því 18. jan­úar síð­ast­lið­inn að allar til­lögur um breyt­ingar á Seðla­bank­anum væru enn á ís. Þar var haft eftir Svan­hildi Hólm Vals­dótt­ur, aðstoð­ar­manni for­sæt­is­ráð­herra, að henni væri ekki kunn­ugt um að stjórn­skipu­lag bank­ans hafi verið rætt sér­stak­lega í við­ræðum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er þessi skiln­ingur stað­fest­ir. Þar segir að engar breyt­ingar á stjórn­skipu­lagi Seðla­bank­ans hafi verið ræddar eða ákveðn­ar.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.

Virði landbúnaðarins eykst milli ára og var 66 milljarðar

Landbúnaður í landinu hefur átt í vök að verjast á síðustu árum. Heildarframleiðsluviði hans jókst milli ára.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 20:55

Sjö reikistjörnur á stærð við jörðina finnast

Stjörnufræðingar finna sjö reikistjörnur á stærð við Jörðina, þar af þrjár sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu, í kringum stjörnuna TRAPPIST-1. Frá þessu greindi NASA rétt í þessu.
Erlent 22. febrúar 2017 kl. 18:30
Guðmundur Ólafsson

Nýjar fréttir – Forsætisráðherra viðurkennir mismunun

22. febrúar 2017 kl. 17:00
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.

Svandís: Í raun og veru hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins við völd

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu þingmenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar harðlega í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í sérstökum umræðum í gær.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 15:57
Kvikan
Kvikan

Einkavæðing af því bara

22. febrúar 2017 kl. 14:58
Markaðsvarpið
Markaðsvarpið

Microsoft á Íslandi og sýndarveruleikinn

22. febrúar 2017 kl. 13:09

Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 13:00

Svanhildur Konráðsdóttir ráðin forstjóri Hörpu

Svanhildur Konráðsdóttir var talin hæfust 38 einstaklinga til að vera forstjóri Hörpu. Hún tekur við 1. maí næstkomandi.
Innlent 22. febrúar 2017 kl. 12:03