Fimm leiðir til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar

Ferðaþjónustan vex og vex. Hagvöxtur mældist 7,2 prósent í fyrra, ekki síst vegna gríðarlegrar aukningar í komu erlendra ferðamanna til landsins. En til þess að bregðast við þessum mikla vexti þarf að styrkja innviði landsins.

7DM_9623_raw_1778.JPG
Auglýsing

Ferða­þjón­ustan er burð­ar­stólp­inn í gjald­eyr­is­sköpun hag­kerf­is­ins eftir gríð­ar­legan vöxt á árunum 2010 og til dags­ins í dag. Í nýrri skýrslu grein­ingar Íslands­banka um stöðu mála í ferða­þjón­ust­unni er dregin upp mynd af ótrú­legum vexti og vaxt­ar­verkjum sömu­leið­is. 

Gangi spáin eftir sem birt­ist í skýrsl­unni, þá verða erlend­ir­ferða­menn 2,3 millj­ónir á þessu ári og verður fimmta hver mann­eskja á land­inu í sumar ferða­mað­ur. Árið 2016 komu 1,8 millj­ónir til lands­ins en árið 2010 voru þeir undir 500 þús­und. 

Óhætt er að segja að þessi veru­leiki sé lyg­inni lík­ast­ur, sé aðeins horft nokkur ár aftur í tím­ann. 

Auglýsing

Hróp­andi þörf er fyrir sterk­ari inn­viði í land­inu til að taka betur á móti ferða­mönn­um, að því er fram hefur komið hjá Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar. Í nýlegum pistli á vef Sam­tak­anna er að því spurt hvort ríkið sé mesti „gull­graf­ari“ ferða­þjón­ust­unn­ar.

Í pistl­inum eru stjórn­völd gagn­rýnd harð­lega fyrir að slá af fram­kvæmd­ir, sem voru á sam­göngu­á­ætl­un. Orð­rétt segir í pistl­inum: „Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar lýsa yfir miklum von­brigðum með boð­aðan nið­ur­skurð í sam­göngu­á­ætl­un. Það er með ólík­indum að þeim nauð­syn­legu sam­göngu­fram­kvæmdum sem ferða­þjón­ustan hefur ítrekað kallað eftir sé nú enn og aftur ýtt út af borð­inu. Sem dæmi má nefna Detti­foss­veg. Þær fram­kvæmdir hafa ítrekað verið slegnar af á sama tíma og með­al­tals­aukn­ing umferðar um svæðið er umtals­vert meiri en gengur og ger­ist á Íslandi. Þá á dreif­ing og álags­stýr­ing ferða­manna á svæð­inu mikið undir að Detti­foss­vegur verði greið­fær allan árs­ins hring.“

Ákvörðun stjórn­valda byggði þó á gömlum syndum rík­is­stjórnar Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, og Alþingis á þeim tíma. Þá var sam­göngu­á­ætlun sam­þykkt sem þó var ekki fjár­mögnuð nema að hluta, líkt og Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Við­reisn­ar, hefur bent á.

Margar hug­myndir hafa verið nefndar þegar kemur að því að efla inn­viði­ferða­þjónstunn­ar. 

Hér verða nefndar fimm leiðir sem gætu styrkt inn­við­ina, einkum hjá rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um.

Ferðamenn koma stundum að tómum kofum, þegar gjaldtaka er annars vegar, en ekki þarna.

1. Sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í VSK-­tekjum

Stærsti tekju­stofn íslenska rík­is­ins er virð­is­auka­skattur en tekjur vegna þess tekju­stofns eru áætlar 186,5 millj­arðar króna. Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eru stór hluti af þeim sem greiða þennan veltu­skatt í hag­kerf­inu. Píratar höfðu þetta sem stefnu­mál fyrir síð­ustu kosn­ingar og meðal sveit­ar­stjórn­ar­manna hefur verið rætt um að það gæti styrkt sveit­ar­stjórn­ar­stigið veru­lega, þegar kemur að ferða­þjón­ustu, að fá hlut­deild í þessum tekj­um. Ef ein­ungi eitt pró­sent færi til sveit­ar­fé­laga þá væru það 1,86 millj­arðar króna, svo dæmi sé tek­ið. Auð­velt er enn fremur að tengja VSK-­tekj­urnar þannig að sveit­ar­fé­lög fái hlut­deild í þeim eftir upp­runa á hverjum stað. Þannig geta þau sveit­ar­fé­lög sem hafa mikil umsvif í ferða­þjón­ustu innan sinna vébanda, fengið tekjur til að standa undir inn­viða­upp­bygg­ing­u. 

2. Gjald­taka á ferða­manna­stöðum

Eitt af því sem ekki tókst að ná sam­stöðu um á síð­asta kjör­tíma­bili var útfærsla á gjald­töku við ferða­manna­staði, til dæmis inn í þjóð­görð­um. Stjórn­völd hafa boðað upp­bygg­ingu á innviðum í ferða­þjón­ustu, og hafa allir flokk­arnir sem eiga aðild að rík­is­stjórn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Björt fram­tíð og Við­reisn, talað fyrir þeim mögu­leika að hefja gjald­töku á fjöl­förnum stöðum til að standa undir upp­bygg­ingu. Lík­lega þarf ekki að bíða lengi eftir því að útfærsla komi fram í þessum efn­um, sem Alþingi mun síðan taka til umfjöll­un­ar.

3. Veg­tollar

Vega­gerðin birti í byrjun árs­ins tölur sem sýndu að umferð­ar­þungi hefur auk­ist stór­kost­lega um land allt vegna þess mikla vaxtar sem hefur verið í ferða­þjón­ust­unni. Í umfjöllun á vef Vega­gerð­ar­innar í byrjun mán­að­ar­ins kemur fram að enn eitt metið í umferð á hring­veg­inum hafi verið sleg­ið. Þannig jókst umferð um 16 lyk­il­telj­ara á hring­veg­inum um 15 pró­sent milli ára, sem telst gríð­ar­lega mikil aukn­ing. Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra hefur talað fyrir veg­tollum, meðal ann­ars á helstu umferð­ar­æðum við höf­uð­borg­ar­svæð­ið, en hug­mynd­irnar hafa fengið blendin við­brögð, svo til alveg þvert á póli­tískar lín­ur. En ef þessi þróun heldur áfram, sem margt bendir til, þá verður hugs­an­lega óhjá­kvæmi­legt að taka upp veg­tolla til að hraða upp­bygg­ingu á vega­kerf­in­u. 

Verða vegtollar teknir upp í náinni framtíð í meira mæli? Það gæti vel farið svo.4. End­ur­skipu­lagn­ing gisti­þjón­ustu

Umfang leigu­í­búða í gegnum vefi eins og Air­bnb er gíf­ur­legt hér á landi, og hafa áhrifin á fast­eigna­markað verið veru­leg, að því er segir í nýrri skýrslu Íslands­banka um ferða­þjón­ust­una. Margar borgir í heim­inum hafa gripið til þess ráðs að tak­marka veru­lega mögu­leika á útleigu íbúða, einkum í mið­borg­um, til að koma í veg fyrir alvar­legar hlið­ar­verk­anir á almennan íbúða- og leigu­mark­að. Má nefna San Francisco og Berlín í því sam­hengi. Þær hafa bannað eða tak­markað veru­lega mögu­leika á útleigu íbúa á ákveðnum svæð­um, ekki síst til að vernda skipu­lags­mark­mið um fjöl­breytt mann­líf og menn­ingu, meðal ann­ars til að vernda það sem helst dregur ferða­menn að borg­un­um, til lengdar lit­ið. Þarf að grípa til rót­tæk­ari aðgerða til að draga úr nei­kvæðum áhrifum af útleigu íbúða til ferða­manna? 

5. Fjölga „hlið­un­um“ og meiri dreif­ing

Rúm­lega 90 pró­sent ferða­manna sem koma til Íslands fara í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl. Þegar umfangið er orðið svona mik­ið, eins og nú, þá felst í þessu nokkur áhætta í því að hafa eitt „hlið“ svo stórt, líkt og bent er á í skýrslu grein­ingar Íslands­banka. Gestum með skemmti­ferða­skipum hefur fjölgað mik­ið, en ef vöxt­ur­inn verður jafn­mik­ill og hann hefur verið árlega und­an­farin sex ár þá er ekki víst að þau miklu upp­bygg­ing­ar­á­form sem þegar eru komin í gang á Kefla­vík­ur­flug­velli, dugi til að anna eft­ir­spurn. Mikil tæki­færi liggja víða á lands­byggð­inni og hugs­an­lega að meiri tæki­færi geti skap­ast til milli­landa­flugs. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None