Tíu staðreyndir um áfengisfrumvarpið

Hvað felst í því, hversu líklegt er að það verði samþykkt og hver er afstaða þjóðarinnar til að selja áfengi í matvöruverslunum?

Vínbúðin
Auglýsing

  1. Með frum­varp­inu er lagt til að einka­leyfi Áfeng­is- og tóbaks­versl­unar rík­is­ins (ÁTVR) á smá­sölu áfengis verði aflagt og að smá­sala verði að ákveðnu merki frjáls. Sam­hliða verði ÁTVR breytt í „Tó­baks­verslun rík­is­ins“. Þótt það sé ekki sagt berum orðum í grein­ar­gerð frum­varps­ins felur afnám einka­leyf­is­ins í sér að ÁTVR hætti sölu á áfengi.

  2. Lagt er til að þeir smá­salar sem fái að selja áfengi geymi það afmarkað frá annarri sölu­vöru. Það þýðir að áfengið þarf annað hvort að vera bak­við afgreiðslu­borð eða í sér­rými innan versl­un­ar. Sér­versl­anir sem selja ein­göngu áfengi verða hins vegar und­an­þegnar þess­ari afmörk­un.

  3. Verði frum­varpið að lögum má afgreiða áfengi frá klukkan níu á morgn­anna til mið­nættis og starfs­menn sem afgreiða áfengi mega ekki vera yngri en 18 ára.

  4. Sveita­stjórnum verður gert að setja ákveðin skil­yrði fyrir veit­ingu smá­sölu­leyf­is. Þær mega hins vegar ekki veita smá­sölu­leyfi til ísbíla, pylsu­vagna og ann­arra fær­an­legra veit­inga­vagna og mark­aðs­bása né fyr­ir­tækja sem reka „smá­sölu mat­væla í sjálf­söl­u­m“.

  5. Heim­ilt verður að aug­lýsa áfengi í íslenskum fjöl­miðl­um. Það skil­yrði fylgir að í öllum aug­lýs­ingum skal koma fram við­vörun um skað­semi áfengis og hvatn­ing um ábyrga neyslu þess. Þá eiga aug­lýsendur áfengis að setja sér siða­reglur um aug­lýs­ingar og kynn­ingar og aug­lýs­ingar mega aldrei bein­ast að börnum eða ung­menn­um.

  6. Gert er ráð fyrir því að óheim­ilt verði að selja áfengi undir kostn­að­ar­verði.

  7. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að hægt sé að ná mark­miðum um lág­mörkun á skað­legum áhrifum áfeng­is­neyslu með öðrum leiðum en rík­is­ein­okun á smá­sölu áfengra drykkja.. Eins og stendur rennur eitt pró­sent inn­heimtra áfeng­is­gjalda í Lýð­heilsu­sjóð. Á árinu 2015 var greitt áfeng­is­gjald í rík­is­sjóð 9.230 millj­ónir króna. Það þýðir að 92,3 millj­ónir króna hafi runnið til sjóðs­ins vegna þess árs. Í frum­varp­inu er lagt til að það hlut­fall áfeng­is­gjalds sem renni til Lýð­heilsu­sjóðs verði hækkað í fimm pró­sent. Það myndi þýða að fram­lagið í sjóð­inn, miðað við greidd áfeng­is­gjöld árið 2015, myndu hækka upp í 461,5 millj­ónir króna. Með því verði „eðli­legt og nauð­syn­legt for­varna­starf[...]­mark­visst eflt bæði fag­lega og fjár­hags­lega.“

  8. Frum­varpið felur ekki í sér neinar breyt­ingar á áfeng­is­stefnu hins opin­bera, áherslum í tóbaks­vörnum eða breyt­ingum á tekju­öfl­un­ar­kerfi rík­is­ins á þessu sviði.

  9. Alls standa þing­menn fjög­urra flokka að frum­varp­inu. Þeir eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn, Björt fram­tíð og Pírat­ar. Þegar frum­varpið var lagt fram taldi Pawel Bar­toszek, einn flutn­ings­manna þess, nokkuð öruggt að meiri­hluti væri fyrir því. Síðan þá hafa þing­menn úr öllum flutn­ings­flokk­unum annað hvort lýst yfir and­stöðu eða efa­semdum um það auk þess sem restin af stjórn­ar­and­stöð­unni er á móti því. Meira að segja einn flutn­ings­manna frum­varps­ins, Nicole Leigh Mosty, hefur sagt að hún sé óviss um hvort hún styðji frum­varp­ið. Lík­legt er að atkvæði heil­brigð­is­ráð­herra, Ótt­arrs Proppé, geti ráðið úrslitum í atkvæða­greiðsl­unni. Hann hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í mál­inu.

  10. Í könnun sem MMR gerði í síð­asta mán­uði kom fram að 74,3 pró­sent lands­manna væru á móti því að sterkt áfengi verði selt í mat­vöru­­búðum og 56,9 pró­­sent eru mót­­fallin sölu á á léttu áfengi og bjór í slíkum búð­­um. Aðeins 15,4 pró­­sent svar­enda sögð­ust fylgj­andi því að sterkt áfengi væri selt í mat­vöru­­búðum en 32,7 pró­­sent sögð­ust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór í búð­u­m.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None