Tíu staðreyndir um áfengisfrumvarpið

Hvað felst í því, hversu líklegt er að það verði samþykkt og hver er afstaða þjóðarinnar til að selja áfengi í matvöruverslunum?

Vínbúðin
Auglýsing

  1. Með frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt og að smásala verði að ákveðnu merki frjáls. Samhliða verði ÁTVR breytt í „Tóbaksverslun ríkisins“. Þótt það sé ekki sagt berum orðum í greinargerð frumvarpsins felur afnám einkaleyfisins í sér að ÁTVR hætti sölu á áfengi.
  2. Lagt er til að þeir smásalar sem fái að selja áfengi geymi það afmarkað frá annarri söluvöru. Það þýðir að áfengið þarf annað hvort að vera bakvið afgreiðsluborð eða í sérrými innan verslunar. Sérverslanir sem selja eingöngu áfengi verða hins vegar undanþegnar þessari afmörkun.
  3. Verði frumvarpið að lögum má afgreiða áfengi frá klukkan níu á morgnanna til miðnættis og starfsmenn sem afgreiða áfengi mega ekki vera yngri en 18 ára.
  4. Sveitastjórnum verður gert að setja ákveðin skilyrði fyrir veitingu smásöluleyfis. Þær mega hins vegar ekki veita smásöluleyfi til ísbíla, pylsuvagna og annarra færanlegra veitingavagna og markaðsbása né fyrirtækja sem reka „smásölu matvæla í sjálfsölum“.
  5. Heimilt verður að auglýsa áfengi í íslenskum fjölmiðlum. Það skilyrði fylgir að í öllum auglýsingum skal koma fram viðvörun um skaðsemi áfengis og hvatning um ábyrga neyslu þess. Þá eiga auglýsendur áfengis að setja sér siðareglur um auglýsingar og kynningar og auglýsingar mega aldrei beinast að börnum eða ungmennum.
  6. Gert er ráð fyrir því að óheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði.
  7. Í greinargerð frumvarpsins segir að hægt sé að ná markmiðum um lágmörkun á skaðlegum áhrifum áfengisneyslu með öðrum leiðum en ríkiseinokun á smásölu áfengra drykkja.. Eins og stendur rennur eitt prósent innheimtra áfengisgjalda í Lýðheilsusjóð. Á árinu 2015 var greitt áfengisgjald í ríkissjóð 9.230 milljónir króna. Það þýðir að 92,3 milljónir króna hafi runnið til sjóðsins vegna þess árs. Í frumvarpinu er lagt til að það hlutfall áfengisgjalds sem renni til Lýðheilsusjóðs verði hækkað í fimm prósent. Það myndi þýða að framlagið í sjóðinn, miðað við greidd áfengisgjöld árið 2015, myndu hækka upp í 461,5 milljónir króna. Með því verði „eðlilegt og nauðsynlegt forvarnastarf[...]markvisst eflt bæði faglega og fjárhagslega.“
  8. Frumvarpið felur ekki í sér neinar breytingar á áfengisstefnu hins opinbera, áherslum í tóbaksvörnum eða breytingum á tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði.
  9. Alls standa þingmenn fjögurra flokka að frumvarpinu. Þeir eru Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn, Björt framtíð og Píratar. Þegar frumvarpið var lagt fram taldi Pawel Bartoszek, einn flutningsmanna þess, nokkuð öruggt að meirihluti væri fyrir því. Síðan þá hafa þingmenn úr öllum flutningsflokkunum annað hvort lýst yfir andstöðu eða efasemdum um það auk þess sem restin af stjórnarandstöðunni er á móti því. Meira að segja einn flutningsmanna frumvarpsins, Nicole Leigh Mosty, hefur sagt að hún sé óviss um hvort hún styðji frumvarpið. Líklegt er að atkvæði heilbrigðisráðherra, Óttarrs Proppé, geti ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Hann hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í málinu.
  10. Í könnun sem MMR gerði í síðasta mánuði kom fram að 74,3 prósent landsmanna væru á móti því að sterkt áfengi verði selt í mat­vöru­búðum og 56,9 pró­sent eru mót­fallin sölu á á léttu áfengi og bjór í slíkum búð­um. Aðeins 15,4 pró­sent svar­enda sögð­ust fylgj­andi því að sterkt áfengi væri selt í mat­vöru­búðum en 32,7 pró­sent sögð­ust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór í búð­u­m.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None