Tíu staðreyndir um áfengisfrumvarpið

Hvað felst í því, hversu líklegt er að það verði samþykkt og hver er afstaða þjóðarinnar til að selja áfengi í matvöruverslunum?

Vínbúðin
Auglýsing

  1. Með frum­varp­inu er lagt til að einka­leyfi Áfeng­is- og tóbaks­versl­unar rík­is­ins (ÁTVR) á smá­sölu áfengis verði aflagt og að smá­sala verði að ákveðnu merki frjáls. Sam­hliða verði ÁTVR breytt í „Tó­baks­verslun rík­is­ins“. Þótt það sé ekki sagt berum orðum í grein­ar­gerð frum­varps­ins felur afnám einka­leyf­is­ins í sér að ÁTVR hætti sölu á áfengi.

  2. Lagt er til að þeir smá­salar sem fái að selja áfengi geymi það afmarkað frá annarri sölu­vöru. Það þýðir að áfengið þarf annað hvort að vera bak­við afgreiðslu­borð eða í sér­rými innan versl­un­ar. Sér­versl­anir sem selja ein­göngu áfengi verða hins vegar und­an­þegnar þess­ari afmörk­un.

  3. Verði frum­varpið að lögum má afgreiða áfengi frá klukkan níu á morgn­anna til mið­nættis og starfs­menn sem afgreiða áfengi mega ekki vera yngri en 18 ára.

  4. Sveita­stjórnum verður gert að setja ákveðin skil­yrði fyrir veit­ingu smá­sölu­leyf­is. Þær mega hins vegar ekki veita smá­sölu­leyfi til ísbíla, pylsu­vagna og ann­arra fær­an­legra veit­inga­vagna og mark­aðs­bása né fyr­ir­tækja sem reka „smá­sölu mat­væla í sjálf­söl­u­m“.

  5. Heim­ilt verður að aug­lýsa áfengi í íslenskum fjöl­miðl­um. Það skil­yrði fylgir að í öllum aug­lýs­ingum skal koma fram við­vörun um skað­semi áfengis og hvatn­ing um ábyrga neyslu þess. Þá eiga aug­lýsendur áfengis að setja sér siða­reglur um aug­lýs­ingar og kynn­ingar og aug­lýs­ingar mega aldrei bein­ast að börnum eða ung­menn­um.

  6. Gert er ráð fyrir því að óheim­ilt verði að selja áfengi undir kostn­að­ar­verði.

  7. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að hægt sé að ná mark­miðum um lág­mörkun á skað­legum áhrifum áfeng­is­neyslu með öðrum leiðum en rík­is­ein­okun á smá­sölu áfengra drykkja.. Eins og stendur rennur eitt pró­sent inn­heimtra áfeng­is­gjalda í Lýð­heilsu­sjóð. Á árinu 2015 var greitt áfeng­is­gjald í rík­is­sjóð 9.230 millj­ónir króna. Það þýðir að 92,3 millj­ónir króna hafi runnið til sjóðs­ins vegna þess árs. Í frum­varp­inu er lagt til að það hlut­fall áfeng­is­gjalds sem renni til Lýð­heilsu­sjóðs verði hækkað í fimm pró­sent. Það myndi þýða að fram­lagið í sjóð­inn, miðað við greidd áfeng­is­gjöld árið 2015, myndu hækka upp í 461,5 millj­ónir króna. Með því verði „eðli­legt og nauð­syn­legt for­varna­starf[...]­mark­visst eflt bæði fag­lega og fjár­hags­lega.“

  8. Frum­varpið felur ekki í sér neinar breyt­ingar á áfeng­is­stefnu hins opin­bera, áherslum í tóbaks­vörnum eða breyt­ingum á tekju­öfl­un­ar­kerfi rík­is­ins á þessu sviði.

  9. Alls standa þing­menn fjög­urra flokka að frum­varp­inu. Þeir eru Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn, Björt fram­tíð og Pírat­ar. Þegar frum­varpið var lagt fram taldi Pawel Bar­toszek, einn flutn­ings­manna þess, nokkuð öruggt að meiri­hluti væri fyrir því. Síðan þá hafa þing­menn úr öllum flutn­ings­flokk­unum annað hvort lýst yfir and­stöðu eða efa­semdum um það auk þess sem restin af stjórn­ar­and­stöð­unni er á móti því. Meira að segja einn flutn­ings­manna frum­varps­ins, Nicole Leigh Mosty, hefur sagt að hún sé óviss um hvort hún styðji frum­varp­ið. Lík­legt er að atkvæði heil­brigð­is­ráð­herra, Ótt­arrs Proppé, geti ráðið úrslitum í atkvæða­greiðsl­unni. Hann hefur ekki viljað gefa upp afstöðu sína í mál­inu.

  10. Í könnun sem MMR gerði í síð­asta mán­uði kom fram að 74,3 pró­sent lands­manna væru á móti því að sterkt áfengi verði selt í mat­vöru­­búðum og 56,9 pró­­sent eru mót­­fallin sölu á á léttu áfengi og bjór í slíkum búð­­um. Aðeins 15,4 pró­­sent svar­enda sögð­ust fylgj­andi því að sterkt áfengi væri selt í mat­vöru­­búðum en 32,7 pró­­sent sögð­ust hlynnt sölu á léttu áfengi og bjór í búð­u­m.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None