#efnahagsmál#stjórnmál#viðskipti

Hvar er best að stilla af gengið?

Hugmyndir um fastgengisstefnu og myntráð eru nú til alvarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum, eftir að stór skref voru stigin í átt að fullu afnámi hafta.

Gengi krón­unnar gagn­vart erlendum myntum hefur mikið verið í umræð­unni að und­an­förnu, bæði hjá stjórn­mála­mönnum og einnig hjá almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um. Gengið hefur styrkst tölu­vert gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, einkum á und­an­förnum sex mán­uð­um, og margt sem bendir til þess að það geti haldið áfram að styrkj­ast ef ekki kemur til mik­illa inn­gripa frá Seðla­banka Íslands.

Mikið inn­streymi

Gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum er mikið og stöðugt en því er spáð, í nýrri skýrslu grein­ing­ar­deildar Íslands­banka, að það verði meira en 530 millj­arðar króna á þessu ári, sam­an­borið við ríf­lega 460 millj­arða í fyrra. 

Stjórn­völd hafa nú skipað verk­efn­is­stjórn til að end­ur­skoða pen­inga­mála­stefn­una en þau dr. Ásgeir Jóns­son, hag­fræð­ingur við Háskóla Íslands, Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, hag­fræð­ingur á efna­hags­sviði Sam­taka atvinnu­lífs­ins, og Ill­ugi Gunn­ars­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra, eru í verk­efna­stjórn­inn­i. 

Auglýsing

Eitt af því sem er verið að skoða eru hug­myndir um fast­geng­is­stefnu og mynt­ráð, en Við­reisn tal­aði mikið fyrir þess­ari hug­mynd í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber og í til­kynn­ingu um skipun verk­efna­stjórn­ar­innar er á það minnst þetta verði skoðað sér­stak­lega. 

Krónan og sveifl­urnar

Svona var staðan á gengi krónunnar gagnvart helstu myntum, samkvæmt Keldunni, í lok dags í dag.Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og setn­ingu fjár­magns­hafta í nóv­em­ber 2008 hefur efna­hags­lífið í land­inu verið end­ur­reist í allt öðrum geng­is­veru­leika en var áður fyrir hendi. Gengi krón­unnar hrundi, og það lagði grunn­inn að sterk­ari stöðu útflutn­ings­hliðar hag­kerf­is­ins, ekki síst ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­vegs. 

Þegar gengið var sem sterkast þá kost­aði Banda­ríkja­dalur 58 krón­ur, árið 2007, en eftir hrunið hefur allt annar veru­leiki verið fyrir hendi. Eftir styrk­ing­ar­þróun síð­ustu mán­aða er Banda­ríkja­dal­ur­inn nú á 109 krónur og evran á 116 krón­ur, en fyrir rúm­lega ári kost­aði dal­ur­inn 135 krónur og evran tæp­lega 140. Styrk­ingin hefur því verið mikil á skömmum tíma, þrátt fyrir gjald­eyr­is­kaup Seðla­banka Íslands sem drógu úr styrk­ing­unni.

Rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar kall­aði eftir mati ýmissa aðila á því hvaða áhrif áfram­hald­andi styrk­ing krón­unnar gæti haft á þjóð­ar­búið og hinar ýmsu atvinnu­grein­ar. Flestir voru sam­mála um að ef krónan myndi halda áfram að styrkjast, þá myndi smátt og smátt fjara undan rekstri útflutn­ings­fyr­ir­tækja. Þá kom fram hávær krafa um að hag­stjórnin þyrfti að ýta undir meiri stöð­ug­leika. 

Ólíkir hags­munir

Í sam­tölum blaða­manns við fólk sem rekur fyr­ir­tæki í tækni- og iðn­tækni­geir­an­um, þar sem tekjur eru í erlendri mynt og tekjur í krón­um, kom fram að krónan mætti ekki styrkj­ast mikið frá því sem nú er, þannig að það færi að bitna veru­lega á sam­keppn­is­hæfni gagn­vart helstu keppi­nautum erlend­is. Eftir hrunið hefur það verið einn helsti kostur tækni­fyr­ir­tækja á Íslandi, og ann­arra útflutn­ings­fyr­ir­tækja, að tekj­urnar hafa verið í erlendri mynt, en kostn­aður að miklu leyti í krón­um, og ýtti veik staða krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum undir meiri sam­keppn­is­hæfni hvað þetta snert­ir.

Svip­aða sögu var að segja úr sjáv­ar­út­vegi, en þó má heyra miklar áhyggjur þar af stöðu mála á mörk­uðum erlend­is. Geng­is­styrk­ingin kemur illa við fyr­ir­tæki, á sama tíma og þau þurfa að hafa meira fyrir því en áður að koma vörum til kaup­enda. 

Sjávarútvegurinn finnur fyrir styrkingu krónunnar, en krefjandi markaðsaðstæður, meðal annars í Austur-Evrópu, Nígeríu og Bretlandi, eru einnig að valda áhyggjum í greininni.

Í ferða­þjón­ust­unni hafa hags­muna­sam­tök­in, Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir að huga ekki nægi­lega að innviðum í grein­inni, eins og sam­göngum og fleiru, sem styrkir stoð­irnar til lengdar lit­ið. Áhyggjur af styrk­ingu krón­unnar eru tölu­verð­ar, enda algengt að við­skipti fari fram með miklum fyr­ir­vara, þar sem ferðir eru pant­aðar langt fram í tím­ann. Við­var­andi geng­is­styrk­ing kemur sér því illa. 

Hin hliðin

Á sama tíma þarf að huga að hinni hlið­inni, sem er sú að geng­is­styrk­ingin getur fært almenn­ingi auk­inn kaup­mátt og hún dregur úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands í meira en þrjú ár, og mælist nú 1,9 pró­sent.

En það eru sárs­auka­mörk í þessum örhag­kerfi þar sem sveiflur hafa verið tíð­ar, með innan við 200 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði. Til lengdar eru hags­munir almenn­ings þeir, að staðan í þjóð­ar­bú­inu sé sjálf­bær og sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins þurfi að fara saman við hags­muni fyr­ir­tækja, og þar með almenn­ings á end­an­um. Þessum boð­skap er auð­velt að koma á fram­færi en sagan sýnir að það er snúið að ástunda hag­stjórn­ina með þeim hætti að allir kraftar verki í rétta ár.

Hug­mynd­irnar um fast­geng­is­stefnu og mynt­ráð byggja á því að meta hvar æski­legt sé að hafa gengi krón­unn­ar, með til­liti til rekstur fyr­ir­tækja og stöðu hag­kerf­is­ins. Hinn mikli vöxtur í ferða­þjón­ust­unni, sem hefur aukið á inn­streymi gjald­eyris svo um mun­ar, hefur haft við­tæk áhrif í öllum geirum, eins og í versl­un, bíla­við­skipt­um, veit­inga­starf­semi og ýmsu fleiru. Það er því að mörgu að huga þegar skoða þarf, hvernig best sé að koma á geng­is­stöð­ug­leika og fyrir hvaða fórn­ar­kostn­að.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None