Hvar er best að stilla af gengið?

Hugmyndir um fastgengisstefnu og myntráð eru nú til alvarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum, eftir að stór skref voru stigin í átt að fullu afnámi hafta.

flugvél
Auglýsing

Gengi krón­unnar gagn­vart erlendum myntum hefur mikið verið í umræð­unni að und­an­förnu, bæði hjá stjórn­mála­mönnum og einnig hjá almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um. Gengið hefur styrkst tölu­vert gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, einkum á und­an­förnum sex mán­uð­um, og margt sem bendir til þess að það geti haldið áfram að styrkj­ast ef ekki kemur til mik­illa inn­gripa frá Seðla­banka Íslands.

Mikið inn­streymi

Gjald­eyr­is­inn­streymi frá erlendum ferða­mönnum er mikið og stöðugt en því er spáð, í nýrri skýrslu grein­ing­ar­deildar Íslands­banka, að það verði meira en 530 millj­arðar króna á þessu ári, sam­an­borið við ríf­lega 460 millj­arða í fyrra. 

Stjórn­völd hafa nú skipað verk­efn­is­stjórn til að end­ur­skoða pen­inga­mála­stefn­una en þau dr. Ásgeir Jóns­son, hag­fræð­ingur við Háskóla Íslands, Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, hag­fræð­ingur á efna­hags­sviði Sam­taka atvinnu­lífs­ins, og Ill­ugi Gunn­ars­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra, eru í verk­efna­stjórn­inn­i. 

Auglýsing

Eitt af því sem er verið að skoða eru hug­myndir um fast­geng­is­stefnu og mynt­ráð, en Við­reisn tal­aði mikið fyrir þess­ari hug­mynd í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber og í til­kynn­ingu um skipun verk­efna­stjórn­ar­innar er á það minnst þetta verði skoðað sér­stak­lega. 

Krónan og sveifl­urnar

Svona var staðan á gengi krónunnar gagnvart helstu myntum, samkvæmt Keldunni, í lok dags í dag.Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins og setn­ingu fjár­magns­hafta í nóv­em­ber 2008 hefur efna­hags­lífið í land­inu verið end­ur­reist í allt öðrum geng­is­veru­leika en var áður fyrir hendi. Gengi krón­unnar hrundi, og það lagði grunn­inn að sterk­ari stöðu útflutn­ings­hliðar hag­kerf­is­ins, ekki síst ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­vegs. 

Þegar gengið var sem sterkast þá kost­aði Banda­ríkja­dalur 58 krón­ur, árið 2007, en eftir hrunið hefur allt annar veru­leiki verið fyrir hendi. Eftir styrk­ing­ar­þróun síð­ustu mán­aða er Banda­ríkja­dal­ur­inn nú á 109 krónur og evran á 116 krón­ur, en fyrir rúm­lega ári kost­aði dal­ur­inn 135 krónur og evran tæp­lega 140. Styrk­ingin hefur því verið mikil á skömmum tíma, þrátt fyrir gjald­eyr­is­kaup Seðla­banka Íslands sem drógu úr styrk­ing­unni.

Rík­is­stjórn Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar kall­aði eftir mati ýmissa aðila á því hvaða áhrif áfram­hald­andi styrk­ing krón­unnar gæti haft á þjóð­ar­búið og hinar ýmsu atvinnu­grein­ar. Flestir voru sam­mála um að ef krónan myndi halda áfram að styrkjast, þá myndi smátt og smátt fjara undan rekstri útflutn­ings­fyr­ir­tækja. Þá kom fram hávær krafa um að hag­stjórnin þyrfti að ýta undir meiri stöð­ug­leika. 

Ólíkir hags­munir

Í sam­tölum blaða­manns við fólk sem rekur fyr­ir­tæki í tækni- og iðn­tækni­geir­an­um, þar sem tekjur eru í erlendri mynt og tekjur í krón­um, kom fram að krónan mætti ekki styrkj­ast mikið frá því sem nú er, þannig að það færi að bitna veru­lega á sam­keppn­is­hæfni gagn­vart helstu keppi­nautum erlend­is. Eftir hrunið hefur það verið einn helsti kostur tækni­fyr­ir­tækja á Íslandi, og ann­arra útflutn­ings­fyr­ir­tækja, að tekj­urnar hafa verið í erlendri mynt, en kostn­aður að miklu leyti í krón­um, og ýtti veik staða krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum undir meiri sam­keppn­is­hæfni hvað þetta snert­ir.

Svip­aða sögu var að segja úr sjáv­ar­út­vegi, en þó má heyra miklar áhyggjur þar af stöðu mála á mörk­uðum erlend­is. Geng­is­styrk­ingin kemur illa við fyr­ir­tæki, á sama tíma og þau þurfa að hafa meira fyrir því en áður að koma vörum til kaup­enda. 

Sjávarútvegurinn finnur fyrir styrkingu krónunnar, en krefjandi markaðsaðstæður, meðal annars í Austur-Evrópu, Nígeríu og Bretlandi, eru einnig að valda áhyggjum í greininni.

Í ferða­þjón­ust­unni hafa hags­muna­sam­tök­in, Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega fyrir að huga ekki nægi­lega að innviðum í grein­inni, eins og sam­göngum og fleiru, sem styrkir stoð­irnar til lengdar lit­ið. Áhyggjur af styrk­ingu krón­unnar eru tölu­verð­ar, enda algengt að við­skipti fari fram með miklum fyr­ir­vara, þar sem ferðir eru pant­aðar langt fram í tím­ann. Við­var­andi geng­is­styrk­ing kemur sér því illa. 

Hin hliðin

Á sama tíma þarf að huga að hinni hlið­inni, sem er sú að geng­is­styrk­ingin getur fært almenn­ingi auk­inn kaup­mátt og hún dregur úr verð­bólgu­þrýst­ingi. Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent mark­miði Seðla­banka Íslands í meira en þrjú ár, og mælist nú 1,9 pró­sent.

En það eru sárs­auka­mörk í þessum örhag­kerfi þar sem sveiflur hafa verið tíð­ar, með innan við 200 þús­und ein­stak­linga á vinnu­mark­aði. Til lengdar eru hags­munir almenn­ings þeir, að staðan í þjóð­ar­bú­inu sé sjálf­bær og sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins þurfi að fara saman við hags­muni fyr­ir­tækja, og þar með almenn­ings á end­an­um. Þessum boð­skap er auð­velt að koma á fram­færi en sagan sýnir að það er snúið að ástunda hag­stjórn­ina með þeim hætti að allir kraftar verki í rétta ár.

Hug­mynd­irnar um fast­geng­is­stefnu og mynt­ráð byggja á því að meta hvar æski­legt sé að hafa gengi krón­unn­ar, með til­liti til rekstur fyr­ir­tækja og stöðu hag­kerf­is­ins. Hinn mikli vöxtur í ferða­þjón­ust­unni, sem hefur aukið á inn­streymi gjald­eyris svo um mun­ar, hefur haft við­tæk áhrif í öllum geirum, eins og í versl­un, bíla­við­skipt­um, veit­inga­starf­semi og ýmsu fleiru. Það er því að mörgu að huga þegar skoða þarf, hvernig best sé að koma á geng­is­stöð­ug­leika og fyrir hvaða fórn­ar­kostn­að.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None