Samstillt átak þarf að til að ná jafnvægi

Auka þarf framboð af íbúðum á fasteignamarkaði til að skapa meira jafnvægi á markaðnum.

Það vantar á bilinu sjö til átta þúsund íbúðir inn á markað til að anna eftirspurn, samkvæmt greiningum á húsnæðismarkaði.
Það vantar á bilinu sjö til átta þúsund íbúðir inn á markað til að anna eftirspurn, samkvæmt greiningum á húsnæðismarkaði.
Auglýsing

Fátt bendir til ann­ars en að þörf sé á miklu upp­bygg­ing­ar­átaki á fast­eigna­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að skapa jafn­vægi á mark­aðnum en sam­kvæmt grein­ingum Þjóð­skrár og Sölva Blön­dal, hag­fræð­ings hjá Gamma, þá vantar á bil­inu 7 til 8 þús­und íbúð­ir, einkum litlar og með­al­stór­ar, inn á markað til að anna eft­ir­spurn­inni. Þrátt fyrir að mikil upp­bygg­ing­ar­á­form séu nú í gangi, þá virð­ist vanta mikið upp á enn­þá.

Kort­lagn­ing og svo aðgerðir

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru stjórn­völd nú að vinna að ítar­legri kort­lagn­ingu á stöðu mála, með það að mark­miði að und­ir­byggja sem best aðgerðir sem eiga að stuðla að því að hraða upp­bygg­ingu og koma á meira jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði. Þor­steinn Víglunds­son, vel­ferð­ar­ráð­herra, hefur talað um að þessi vinna njóti for­gangs hjá stjórn­völd­um.

Í gær var greint frá því að Reykja­vík­ur­borg hafi gengið frá úthlutun lóða til Bjargs íbúða­fé­lags sem rekið er án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, en stofn­endur þess eru ASÍ og BSRB. Félag­inu er ætlað að tryggja tekju­lágum fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að ódýru, öruggu og vönd­uðu íbúð­ar­hús­næði. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri afhenti Gylfa Arn­björns­syni for­seta ASÍ, Elín Björgu Jóns­dóttur for­manni BSRB og Birni Trausta­syni fram­kvæmda­stjóra Bjargs - íbúð­ar­fé­lags lóða­bréf þessu til stað­fest­ingar í Spöng­inni í gær.

Auglýsing

Það er ekki síst ungt fólk sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað, eins og mál standa nú. Mynd: Anton.

Úthlutun á næstu árum

Á þessu ári er gert ráð fyrir að úthlutað verði lóðum fyrir 250 íbúð­ir, árið 2018 verði úthlutað lóðum fyrir 300 íbúðir og árið 2019 verði úthlutað lóðum fyrir 300 íbúð­ir. Í fyrra var fyrsti skammt­ur­inn í þess­ari áætl­un, en þá var 150 lóðum úthlut­að. 

Þetta er svo aðeins dropi í haf­ið, þegar litið er til stöð­unnar á mark­aðnum í dag. Þróun fast­eigna­verðs ber þess glögg merki að mikil eft­ir­spurn sé á mark­aðn­um, miðað við tak­markað fram­boð. Fast­eigna­verð hefur hækkað um 18,6 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum og gera flestar spár ráð fyrir áfram­hald­andi hækk­un, eða um allt að 30 pró­sent á næstu tveimur árum. 

Einn af þeim sem hefur áhyggjur af stöðu mála er Gylfi Gísla­son, vara­for­maður Mann­virkis - félags verk­taka. Í við­tali við RÚV í gær sagði hann að alltof lítið hefði verið um lóða­út­hlut­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að und­an­förnu. Nauð­syn­legt væri að grípa til sam­stilltra aðgerða, milli ríkis og sveit­ar­fé­laga, til að ná meira jafn­vægi og aðstoða ungt fólk við að koma þaki yfir höf­uð­ið. 

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None