Samstillt átak þarf að til að ná jafnvægi

Auka þarf framboð af íbúðum á fasteignamarkaði til að skapa meira jafnvægi á markaðnum.

Það vantar á bilinu sjö til átta þúsund íbúðir inn á markað til að anna eftirspurn, samkvæmt greiningum á húsnæðismarkaði.
Það vantar á bilinu sjö til átta þúsund íbúðir inn á markað til að anna eftirspurn, samkvæmt greiningum á húsnæðismarkaði.
Auglýsing

Fátt bendir til ann­ars en að þörf sé á miklu upp­bygg­ing­ar­átaki á fast­eigna­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að skapa jafn­vægi á mark­aðnum en sam­kvæmt grein­ingum Þjóð­skrár og Sölva Blön­dal, hag­fræð­ings hjá Gamma, þá vantar á bil­inu 7 til 8 þús­und íbúð­ir, einkum litlar og með­al­stór­ar, inn á markað til að anna eft­ir­spurn­inni. Þrátt fyrir að mikil upp­bygg­ing­ar­á­form séu nú í gangi, þá virð­ist vanta mikið upp á enn­þá.

Kort­lagn­ing og svo aðgerðir

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru stjórn­völd nú að vinna að ítar­legri kort­lagn­ingu á stöðu mála, með það að mark­miði að und­ir­byggja sem best aðgerðir sem eiga að stuðla að því að hraða upp­bygg­ingu og koma á meira jafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði. Þor­steinn Víglunds­son, vel­ferð­ar­ráð­herra, hefur talað um að þessi vinna njóti for­gangs hjá stjórn­völd­um.

Í gær var greint frá því að Reykja­vík­ur­borg hafi gengið frá úthlutun lóða til Bjargs íbúða­fé­lags sem rekið er án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, en stofn­endur þess eru ASÍ og BSRB. Félag­inu er ætlað að tryggja tekju­lágum fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að ódýru, öruggu og vönd­uðu íbúð­ar­hús­næði. Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri afhenti Gylfa Arn­björns­syni for­seta ASÍ, Elín Björgu Jóns­dóttur for­manni BSRB og Birni Trausta­syni fram­kvæmda­stjóra Bjargs - íbúð­ar­fé­lags lóða­bréf þessu til stað­fest­ingar í Spöng­inni í gær.

Auglýsing

Það er ekki síst ungt fólk sem á í erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkað, eins og mál standa nú. Mynd: Anton.

Úthlutun á næstu árum

Á þessu ári er gert ráð fyrir að úthlutað verði lóðum fyrir 250 íbúð­ir, árið 2018 verði úthlutað lóðum fyrir 300 íbúðir og árið 2019 verði úthlutað lóðum fyrir 300 íbúð­ir. Í fyrra var fyrsti skammt­ur­inn í þess­ari áætl­un, en þá var 150 lóðum úthlut­að. 

Þetta er svo aðeins dropi í haf­ið, þegar litið er til stöð­unnar á mark­aðnum í dag. Þróun fast­eigna­verðs ber þess glögg merki að mikil eft­ir­spurn sé á mark­aðn­um, miðað við tak­markað fram­boð. Fast­eigna­verð hefur hækkað um 18,6 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uðum og gera flestar spár ráð fyrir áfram­hald­andi hækk­un, eða um allt að 30 pró­sent á næstu tveimur árum. 

Einn af þeim sem hefur áhyggjur af stöðu mála er Gylfi Gísla­son, vara­for­maður Mann­virkis - félags verk­taka. Í við­tali við RÚV í gær sagði hann að alltof lítið hefði verið um lóða­út­hlut­anir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að und­an­förnu. Nauð­syn­legt væri að grípa til sam­stilltra aðgerða, milli ríkis og sveit­ar­fé­laga, til að ná meira jafn­vægi og aðstoða ungt fólk við að koma þaki yfir höf­uð­ið. 

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None