Lagt til að fjárfestingarleið Seðlabankans verði rannsökuð

Þingsályktunartillaga um að gerð verði rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hefur verið birt á vef Alþingis. Þriggja manna nefnd á að upplýsa um hverjir komu með fé í gegnum leiðina og hvaða það fé kom.

Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Auglýsing

Tíu þing­menn Pírata hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að gerð verð rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Sam­kvæmt til­lög­unni á þriggja manna nefnd sem for­seti Alþingis skipar að fara með rann­sókn­ina og hún á að starfa í sam­ræmi við lög um rann­sókn­ar­nefnd­ir.

Nefnd­in, verði hún skip­uð, á að leggja mat „hvernig til hafi tek­ist þegar fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands var komið á fót, m.a. fram­kvæmd hennar og efna­hags­leg áhrif.“ Í þessu skyni geri nefndin grein fyr­ir: 

  • fjár­magn­inu sem flutt var til lands­ins með fjár­fest­ing­ar­leið­inni;

  • hvaðan fjár­magnið kom;

  • hvaða ein­stak­lingar voru skráðir fyrir fjár­magn­inu sem flutt var til lands­ins eða hvaða félög og eign­ar­haldi; þeirra;

  • hvernig fénu sem fært var inn til lands­ins var var­ið, þ.e. til hvaða fjár­fest­inga það var notað og hvaða áhrif þær fjár­fest­ingar hafa haft á íslenskt efna­hags­líf;

  • hvort rík­is­sjóður hafi orðið af skatt­tekjum vegna þessa og þá hversu stórt umfang slíks taps hafi ver­ið.

Farið er fram á að nefndin skili nið­ur­stöðum sínum í skýrslu­formi svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 31. jan­úar 2018.

Gríð­ar­lega umdeild leið

Fjár­­­fest­inga­­leið Seðla­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­ar­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­hengju, krón­u­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­ari losun þeirra hafta. Sam­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­stæð­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. Mun hag­­stæð­­ara gengi.

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­ast út úr íslenska hag­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­festa fyrir hann. Seðla­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­skiptin mög­u­­leg.  Líkt og verslun sem leiddi heild­­sala og neyt­endur sam­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­fest­inga­­leið­inni frá því í febr­­úar 2012 til febr­­úar 2015, þegar síð­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­örðum króna.

Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­bank­ans, líkt og venju­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­fest­inga­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­fest­inga­­kost­­um. Því má segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

Margir inn­lendir aðilar nýttu sér leið­ina

794 inn­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar Seðla­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­sent þeirrar fjár­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi.

Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna.

Seðla­­bank­inn segir að sér sé ekki heim­ilt að greina frá nöfnum þátt­tak­enda í gjald­eyr­is­út­­­boðum sínum vegna þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæðis í lögum um Seðla­­banka Íslands.

Auglýsing

Á meðal þeirra sem fjöl­miðlar hafa greint frá að hafi nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­munds­­sona, Hreið­­ars Más Sig­­urðs­­son­­ar, Jóns Ólafs­­son­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­spyrn­u­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­urðs­­son­­ar, Ólafs Ólafs­­son­­ar, Hjör­­leifs Jak­obs­­son­­ar, Ármanns Þor­­valds­­son­­ar, Kjart­ans Gunn­­ar­s­­son­­ar, Skúla Mog­en­sen, rekstr­ar­fé­lags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­ar.

Gagn­rýnt í aflandseigna­skýrslu

Skýrslu um aflandseignir og skattaund­an­­skot Íslend­inga, sem birt var snemma á þessu ári, er fjallað um fjár­­­­­fest­inga­­­leið Seðla­­­banka Íslands og því meðal ann­­­ars velt upp, hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­magn­inu frá aflandseyj­unum hafi skilað sér Íslands, með geng­is­af­slætti, í gegnum fjár­­­­­fest­inga­­­leið­ina.

Orð­rétt seg­ir: „Miðlun upp­­­lýs­inga um fjár­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­taka í fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­leið Seðla­­­bank­ans er ekki til stað­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­bank­ans þegar um grun­­­sam­­­legar fjár­­­­­magnstil­­­færslur er að ræða. Æski­­­legt má telja að sam­­­starf væri um miðlun upp­­­lýs­inga á milli þess­­­ara stofn­ana.“ Sam­­kvæmt þessu gat því fé sem orðið hafði til vegna skattaund­an­­skota kom­ist aftur „heim“ til Íslands í gegnum fjár­­­fest­inga­­leið­ina og eig­endur þess notað hið illa fengna fé til að kaupa eignir hér­­­lendis með afslætti.

Mik­il­væg mál sem varðar almenn­ing

Í grein­ar­gerð sem fylgir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Pírata segir að á und­an­förnum árum hafi gagn­rýni á fjár­fest­ing­ar­leið­ina verið hávær, en mis­miklum rökum studd.

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar.Sú gagn­rýni hafi fengið byr undir báða vængi þegar skýrsla fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is, Eignir Íslend­inga á aflands­svæð­um, var birt í byrjun jan­ú­ar. 

„Segja má að sú rann­sókn sem hér er stefnt að sé að ein­hverju leyti svar við ofan­greindri skýrslu og að hún muni, síð­ast en ekki síst, varpa ljósi á hul­inn hluta íslensks fjár­mála­lífs und­an­far­inna ára og ára­tuga.“

„Lög um rann­sókn­ar­nefndir gera ráð fyrir því að Alþingi geti látið fara fram rann­sókn á mik­il­vægu máli sem varðar almenn­ing. Mik­il­vægi máls þessa felst í því að upp­lýsa um fram­kvæmd fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­banka Íslands, sem var liður í losun gjald­eyr­is­hafta hér­lend­is. Fjár­fest­ing­ar­leiðin hefur verið gagn­rýnd af ýmsum ástæð­um, en telja verður sér­stak­lega mik­il­vægt í ljósi umræðu um aflandseignir og skattaund­an­skot á síð­ustu miss­erum að leit­ast verði við að rann­saka og fjalla um hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi stuðlað að því að fjár­magn vegna skattaund­an­skota, sem geymt var í skjóli á aflandseyj­um, hafi verið fært til lands­ins í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina með afslætt­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None