Yfir 900 á biðlista eftir félagslegu húsnæði í borginni

Yfir 900 manns eru nú á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, en í upphafi síðasta árs voru rúmlega 700 á listanum. Langstærsti hópurinn eru einhleypir karlmenn, og flestir bíða húsnæðis miðsvæðis.

img_3127_raw_1807130189_10016328124_o.jpg
Auglýsing

914 ein­stak­lingar voru á biðlista eftir félags­legu hús­næði í Reykja­vík­ur­borg í byrjun þessa mán­að­ar. Þetta má lesa út úr gagna­safni vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, sem hefur verið birt á net­inu. Biðlisti eftir félags­legu hús­næði hefur lengst um tæp­lega 200 manns frá upp­hafi síð­asta árs.

Langstærsti hóp­ur­inn sem er á biðlista eft­ir félags­legu leigu­hús­næði í Reykja­vík eru ein­hleypir karl­menn. Meira en helm­ingur þeirra sem eru á biðlista eftir slíku hús­næði til­heyra þessum hópi, eða 483 tals­ins af 914. 

Næst­stærsti hóp­ur­inn sem bíður eftir félags­legu leigu­hús­næði eru ein­hleypar kon­ur, 221 tals­ins. Þriðji stærsti hóp­ur­inn sem bíður eftir íbúð eru ein­stæðar mæð­ur, en þær eru 157. 25 hjón eða sam­býl­is­fólk með börn bíða félags­legs leigu­hús­næðis og 16 barn­laus hjón eða sam­býl­is­fólk. Tólf ein­stæðir feður eru á biðlista eftir félags­legu leigu­hús­næð­i. 

Auglýsing

Biðlistar eftir félags­legu hús­næði hafa lengst í borg­inni frá árinu 2013, en gagna­safn borg­ar­innar nær aftur til byrj­unar árs­ins 2013 hvað þetta varð­ar. Nú eru sem fyrr segir 914 á biðlista eftir félags­legu hús­næði í borg­inni, en fjöld­inn fór fyrst yfir 900 í febr­úar síð­ast­liðn­um, líkt og sjá má á mynd­inni hér að neð­an. Mest er eft­ir­spurnin eftir eins til tveggja her­bergja íbúð­um, en 696 eru á biðlista eftir slíkum íbúð­um. 141 er að bíða eftir þriggja her­bergja íbúð og 77 bíða eftir fjög­urra her­bergja íbúð eða stærri. 

Biðlist­inn eftir íbúðum er lang­lengstur í Vest­ur­bæ, mið­borg og Hlíð­um, þar sem 305 mans eru á biðlista eftir íbúðum í þeim hverf­um. 201 er á biðlista eftir íbúð í Laug­ar­dal og Háa­leiti og 158 í Breið­holti. 135 eru á biðlista eftir íbúð í Árbæ og Graf­ar­holti og 115 í Graf­ar­vogi og á Kjal­ar­nes­i. 

Biðlist­arnir eru flokk­aðir niður eftir þjón­ustu­mið­stöðvum borg­ar­inn­ar. Lengdin á biðlist­unum hefur breyst nokkuð frá því árið 2013, en þá voru fleiri á biðlista eftir íbúðum í Breið­holti en í Vest­ur­bæ, mið­borg og Hlíð­u­m. 

Árið 2014 fækk­aði á biðlista eftir félags­legu hús­næði í Breið­holti úr 230 í upp­hafi árs í 160 í lok árs, á meðan biðlist­inn í Vest­ur­bæ, mið­borg og Hlíðum lengd­ist.

Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None