Í hvað fer lífeyrinn okkar?

Lífeyrissjóðakerfið hefur stækkað hratt, í hlutfalli við árlega landsframleiðslu Íslands.

Evrur - Gjaldmiðlar
Auglýsing

Á til­tölu­lega skömmum tíma hefur líf­eyr­is­sjóða­kerfi lands­manna breyst mik­ið. Fyrir tæp­lega tutt­ugu árum var nán­ast ekk­ert af eignum líf­eyr­is­sjóð­anna geymt í eignum erlendis en miklar breyt­ingar urðu á ávöxt­un­ar­mark­aðnum í kjöl­far einka­væð­ingar bank­anna og líf­legri mark­aðar á Íslandi, og meiri teng­ingar við alþjóð­lega mark­að­i. 

Á tíu árum fór hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóð­anna úr 5 pró­sent í um 30 pró­sent. Auk þess sem líf­eyr­is­sjóða­kerfið stækk­aði úr um 60 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu í um 140 pró­sent um þessar mund­ir. 

Vöxtur í erlendum eignum

Hlut­fall erlendra eigna er nú um 22 pró­sent, og eins og starfs­hópur stjórn­valda bendir á í skýrslu sinni um fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna erlend­is, þá er enn tölu­vert svig­rúm í lögum fyrir frek­ari fjár­fest­ing­ar. Það sem helst þarf að var­ast í þeim efnum er að geng­is­stöð­ug­leiki hverfi ekki á Íslandi með til­heyr­andi rús­sí­ban­areið fyrir hag­kerf­ið. Því leggur starfs­hóp­ur­inn til að fjár­fest­ingar verði jafnar og nokkuð fyr­ir­sjá­an­legar erlend­is.

Auglýsing

En í hverju er líf­eyrir Íslend­inga geymd­ur, miðað stöðu mála eins og hún var í lok árs í fyrra?

Í skýrslu fyrr­nefnds starfs­hóps sést hvernig skipt­ingin er í grófum drátt­um, en að baki líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu standa á þriðja tug líf­eyr­is­sjóða. 

Eiga miklar skuldir

1. Um 993 millj­arðar króna liggja í skráðum hluta­bréf­um. Á Íslandi eru það félög sem skráð eru í kaup­höll Íslands. Stærstu félögin á mark­aðnum eru Mar­el, Össur og Icelanda­ir, en líf­eyr­is­sjóðir eru eig­endur að minnsta kosti 40 til 50 pró­sent alls hluta­fjár á mark­aðnum í heild, en sautján félög eru skráð á mark­aðn­um. 

Mark­aðsvirði allra skráðra félaga er nú rúm­lega þús­und millj­arðar á íslandi, eins og mál standa nú, en til við­bótar við skráð íslensk hluta­bré eiga sjóð­irnir einnig eignir í skráðum erlendum félög­um.

Oft er þessi eign í gegnum fjár­fest­inga­sjóði en sam­tals voru um 595 millj­arðar króna í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini í sjóð­um.

2. Stærstur hluti eigna líf­eyr­is­sjóð­anna er í mark­aðs­skulda­bréf­um, eða 2.390 millj­arðar króna. Þetta eru meðal ann­ars skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs, rík­is­skulda­bréf, oft verð­tryggð. 

3. Lán til sjóð­fé­laga hafa farið vax­andi að und­an­förnu, enda bjóða líf­eyr­is­sjóðir nú betri lána­kjör heldur en við­skipta­bank­arn­ir. Sam­tals námu lán til sjóð­fé­laga 237 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Inn­lendar eignir voru 2.750 millj­arðar en erlendar eignir 764 millj­arð­ar. Sam­tals námu eign­irnar því 3.514 millj­örðum eða sem nam um 145 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu miðað við stöð­una eins og hún var um síð­ustu ára­mót.

Arnar Þór aðstoðar Ásmund Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn.
18. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna lýsa þöggunarmenningu og að ferlar til að taka á slíkum málum séu gallaðir og komi niður á þolendum.
18. janúar 2018
Lengja frest í samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið
Áður prýddi stærðarinnar mynd af sjómanni austurvegg hússins, við Skúlagötu 4, en málað var yfir vegginn sem er nú skjannahvítur síðsumars 2017. Ráðuneytið vill fá fleiri umsækjendur í keppnina.
18. janúar 2018
Jón Gunnar Borgþórsson
Eru þjóðarframleiðsla og framleiðni ekki lengur góðir mælikvarðar á þróun hagkerfa?
18. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Hismið
Hismið
Hismið – Joe and the Juice væðing grasreykinga
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None