#efnahagsmál#viðskipti

Í hvað fer lífeyrinn okkar?

Lífeyrissjóðakerfið hefur stækkað hratt, í hlutfalli við árlega landsframleiðslu Íslands.

Á til­tölu­lega skömmum tíma hefur líf­eyr­is­sjóða­kerfi lands­manna breyst mik­ið. Fyrir tæp­lega tutt­ugu árum var nán­ast ekk­ert af eignum líf­eyr­is­sjóð­anna geymt í eignum erlendis en miklar breyt­ingar urðu á ávöxt­un­ar­mark­aðnum í kjöl­far einka­væð­ingar bank­anna og líf­legri mark­aðar á Íslandi, og meiri teng­ingar við alþjóð­lega mark­að­i. 

Á tíu árum fór hlut­fall erlendra eigna líf­eyr­is­sjóð­anna úr 5 pró­sent í um 30 pró­sent. Auk þess sem líf­eyr­is­sjóða­kerfið stækk­aði úr um 60 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu í um 140 pró­sent um þessar mund­ir. 

Vöxtur í erlendum eignum

Hlut­fall erlendra eigna er nú um 22 pró­sent, og eins og starfs­hópur stjórn­valda bendir á í skýrslu sinni um fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna erlend­is, þá er enn tölu­vert svig­rúm í lögum fyrir frek­ari fjár­fest­ing­ar. Það sem helst þarf að var­ast í þeim efnum er að geng­is­stöð­ug­leiki hverfi ekki á Íslandi með til­heyr­andi rús­sí­ban­areið fyrir hag­kerf­ið. Því leggur starfs­hóp­ur­inn til að fjár­fest­ingar verði jafnar og nokkuð fyr­ir­sjá­an­legar erlend­is.

Auglýsing

En í hverju er líf­eyrir Íslend­inga geymd­ur, miðað stöðu mála eins og hún var í lok árs í fyrra?

Í skýrslu fyrr­nefnds starfs­hóps sést hvernig skipt­ingin er í grófum drátt­um, en að baki líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu standa á þriðja tug líf­eyr­is­sjóða. 

Eiga miklar skuldir

1. Um 993 millj­arðar króna liggja í skráðum hluta­bréf­um. Á Íslandi eru það félög sem skráð eru í kaup­höll Íslands. Stærstu félögin á mark­aðnum eru Mar­el, Össur og Icelanda­ir, en líf­eyr­is­sjóðir eru eig­endur að minnsta kosti 40 til 50 pró­sent alls hluta­fjár á mark­aðnum í heild, en sautján félög eru skráð á mark­aðn­um. 

Mark­aðsvirði allra skráðra félaga er nú rúm­lega þús­und millj­arðar á íslandi, eins og mál standa nú, en til við­bótar við skráð íslensk hluta­bré eiga sjóð­irnir einnig eignir í skráðum erlendum félög­um.

Oft er þessi eign í gegnum fjár­fest­inga­sjóði en sam­tals voru um 595 millj­arðar króna í gegnum hlut­deild­ar­skír­teini í sjóð­um.

2. Stærstur hluti eigna líf­eyr­is­sjóð­anna er í mark­aðs­skulda­bréf­um, eða 2.390 millj­arðar króna. Þetta eru meðal ann­ars skulda­bréf Íbúða­lána­sjóðs, rík­is­skulda­bréf, oft verð­tryggð. 

3. Lán til sjóð­fé­laga hafa farið vax­andi að und­an­förnu, enda bjóða líf­eyr­is­sjóðir nú betri lána­kjör heldur en við­skipta­bank­arn­ir. Sam­tals námu lán til sjóð­fé­laga 237 millj­örðum króna í lok árs í fyrra. 

Inn­lendar eignir voru 2.750 millj­arðar en erlendar eignir 764 millj­arð­ar. Sam­tals námu eign­irnar því 3.514 millj­örðum eða sem nam um 145 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu miðað við stöð­una eins og hún var um síð­ustu ára­mót.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar