#efnahagsmál#stjórnmál

Stjórnvöld ættu að vera á bremsunni

Fjármálaráð segir að fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2018 til 2022 feli í sér hagstjórn þar sem frekar sé stigið létt á bensíngjöfina, frekar en að bremsa. Mikill efnahagslegur uppgangur hefur verið undanfarið, og mældist hagvöxtur 7,2 prósent.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Fjár­mála­ráð, óháð ráð sér­fræð­inga sem hefur metið fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda fyrir árin 2018 til 2022, segir að stjórn­völd séu frekar að stíga létt á bens­ín­gjöf­ina, með áætl­un­inni, meðan þau ættu í reynd að vera að bremsa. Mik­ill efna­hags­legur upp­gangur hefur verið á und­an­förnum árum en hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 7,2 pró­sent og vöntun er á vinnu­afli í land­inu, sé horft til næstu ára. 

Í fjár­mála­ráði sitja Gunnar Har­alds­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands, sem er for­mað­ur, Arna Olafs­son, lektor í fjár­mála­hag­fræði við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, Axel Hall, lektor við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík, Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor í við­skipta­fræði við Háskóla Íslands, Hjör­dís Dröfn Vil­hjálms­dóttir hag­fræð­ingur og Þóra Helga­dóttir Frost, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi hag­fræð­ingur hjá breska fjár­mála­ráð­inu.

Gagn­rýnt og hrósað

Álit fjár­mála­ráðs er það fyrsta sem það sendir frá sér um fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda.  Meg­in­skatta­breyt­ingin í fjár­mála­á­ætl­un­inni felst í því að færa virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu 1. Júlí á næsta ári úr neðra þrepi, sem er 11%, í það efra, sem er 24%. Í fram­hald­inu á svo að lækka skatt­pró­sent­una í efra þrep­inu niður í 22,5% .

Auglýsing

Sam­tök ferða­þjónstunnar hafa gagn­rýnt þetta harð­lega og sagt að breyt­ingin geti grafið undan ferða­þjón­ust­unni. Í umsögn fjár­mála­ráðs­ins segir hins vegar að erfitt sé að sá hald­bær rök fyrir því að ferða­þjón­ustan búi við annan veru­leika þegar kemur að virð­is­auka­skatti en aðrar atvinnu­grein­ar. 

Almenn lækkun á skatt­þrep virð­is­­auka­skatts, sem á að koma til fram­kvæmda í janú­ar 2019, er hins vegar gagn­rýnd en sú aðgerð er rétt­lætt með því aukna svig­­rúmi sem hækk­­un virð­is­­auka­skatts á ferða­þjón­­ustu skapi. „Sú sér­­tæka aðgerð er lík­­­leg til að ganga gegn grunn­­gild­inu um stöðug­­leika við þær efna­hags­að­stæður sem nú ríkja,“ seg­ir í álits­­gerð­inni.

Ánægður með álitið

Þróun þjóðarskulda, samkvæmt fjármálaáætlun.Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir á Face­book síðu sinni að mörg þau atriði sem nefnd eru í álti fjár­mála­ráðs eigi rétt á sér. Að mörgu sé að hyggja þegar kemur að hag­stjórn­inni og meðal ann­ars þurfi sveit­ar­fé­lög og ríki að huga að því hvernig þau geti stillt saman strengi. Það sem miklu skipti sé að halda áfram á þeirri veg­ferð að greiða niður skuldir hins opin­bera og sam­ræma hag­stjórn eins og kostur er.

Meg­in­at­riði í gagn­rýni snýr að aðhaldi í rík­is­rekstri og ég er sam­mála því aðhaldið má ekki minna vera miðað við þær vænt­ingar sem við höfum til hag­kerf­is­ins næstu árin. Á móti verður auð­vitað að taka til­lit til þess að á árunum eftir hrun hefur við­hald og upp­bygg­ing verið í lág­marki og því nauð­syn­legt að fara í fram­kvæmdir á mörgum svið­um. Rík­is­fjár­mál verða alltaf að feta ein­stigið á milli þess­ara sjón­ar­miða. Gagn­rýnt er að byggt er á tak­mörk­uðu þjóð­hags­lík­ani sem ekki tekur mið af áætl­un­inni sjálfri. Þetta er rétt og nú er að fara í gang vinna við að gera nýtt sjálf­stætt þjóð­hags­líkan sem fjár­mála­ráðu­neytið getur notað við áætl­anir sín­ar. Þá verður auð­veld­ara að gera flókn­ari grein­ingar og leggja fram sviðs­mynd­ir, sem gjarnan mætti gera.

Stefnt er að því að þetta líkan verði komið rek­spöl þegar næsta áætlun verður lögð fram. Um sumt er líka hægt að vera ósam­mála; til dæmis eru hag­fræð­ingar mjög ósam­mála um hvort hag­sveiflu­leið­rétt­ing væri til bóta eða ekki, en fjár­mála­ráð telur að það væri til bóta. Fjár­mála­ráð telur að aðhald í rík­is­rekstri mætti gjarnan vera meiri. Þetta á sér sam­hljóm í gagn­rýni SA og fleiri en ASÍ og aðrir vilja meiri útgjöld og/eða minni skatta­hækk­an­ir. Hér er það hlut­verk áætl­unar að finna bil beggja án þess að ógna stöð­ug­leika,“ segir Bene­dikt.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja ekki hafa fund með Ólafi opinn
Brynjar Níelsson víkur úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í Búnaðarbankamálinu, en tjáir sig um það við Fréttablaðið í dag. Hann er þeirrar skoðunar að fundur með Ólafi Ólafssyni ætti ekki að vera opinn almenningi og fjölmiðlum.
28. apríl 2017 kl. 15:01
Gunnar Smári Egilsson
Ingi Freyr: Gunnar Smári gaf starfsfólki ranga mynd af stöðu Fréttatímans
Gunnar Smári Egilsson sannfærði starfsfólk um það í febrúar síðastliðnum að rekstur Fréttatímans væri tryggður, og talaði fólk ofan af því að taka öðrum starfstilboðum. Á þeim tíma hafði ekki verið greitt í lífeyrissjóði fyrir starfsfólk í nokkra mánuði.
28. apríl 2017 kl. 13:45
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Manndráp í beinni á Facebook Live
28. apríl 2017 kl. 13:00
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna
Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.
28. apríl 2017 kl. 11:37
Ari Trausti Guðmundsson
Ríkisfjármálaáætlun fellur á loftslagsprófi
28. apríl 2017 kl. 10:07
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt hlut Glitnis í Stoðum.
Ekkert gefið upp um sölu á hlut Glitnis í Stoðum
Forstjóri Glitnis HoldCo var ekki tilbúinn að svara spurningum um sölu á hlut félagsins í Stoðum.
28. apríl 2017 kl. 9:00
Verðmiðinn á stoðtækjafyrirtækinu Össuri er nú tæplega 220 milljarðar króna. Össur er, ásamt Marel, langsamlega vinsælasta fyrirtækið á íslenska markaðinum.
Rekstur Össurar heldur áfram að vaxa og dafna
Forstjóri Össurar segir reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa gengið vel.
28. apríl 2017 kl. 8:00
Ármann Þorvaldsson tekur við af Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku.
Ármann sagður taka við stjórnartaumunum hjá Kviku
Sigurður Atli Jónsson er hættur störfum hjá Kviku banka og Ármann Þorvaldsson, hefur verið stjórnandi hjá Virðingu, er sagður vera að taka við sem forstjóri, samkvæmt fréttum Vísis og Viðskiptablaðsins.
27. apríl 2017 kl. 23:04
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar