Stjórnvöld ættu að vera á bremsunni

Fjármálaráð segir að fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2018 til 2022 feli í sér hagstjórn þar sem frekar sé stigið létt á bensíngjöfina, frekar en að bremsa. Mikill efnahagslegur uppgangur hefur verið undanfarið, og mældist hagvöxtur 7,2 prósent.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
Auglýsing

Fjár­mála­ráð, óháð ráð sér­fræð­inga sem hefur metið fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda fyrir árin 2018 til 2022, segir að stjórn­völd séu frekar að stíga létt á bens­ín­gjöf­ina, með áætl­un­inni, meðan þau ættu í reynd að vera að bremsa. Mik­ill efna­hags­legur upp­gangur hefur verið á und­an­förnum árum en hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 7,2 pró­sent og vöntun er á vinnu­afli í land­inu, sé horft til næstu ára. 

Í fjár­mála­ráði sitja Gunnar Har­alds­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands, sem er for­mað­ur, Arna Olafs­son, lektor í fjár­mála­hag­fræði við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, Axel Hall, lektor við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík, Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor í við­skipta­fræði við Háskóla Íslands, Hjör­dís Dröfn Vil­hjálms­dóttir hag­fræð­ingur og Þóra Helga­dóttir Frost, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi hag­fræð­ingur hjá breska fjár­mála­ráð­inu.

Gagn­rýnt og hrósað

Álit fjár­mála­ráðs er það fyrsta sem það sendir frá sér um fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda.  Meg­in­skatta­breyt­ingin í fjár­mála­á­ætl­un­inni felst í því að færa virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu 1. Júlí á næsta ári úr neðra þrepi, sem er 11%, í það efra, sem er 24%. Í fram­hald­inu á svo að lækka skatt­pró­sent­una í efra þrep­inu niður í 22,5% .

Auglýsing

Sam­tök ferða­þjónstunnar hafa gagn­rýnt þetta harð­lega og sagt að breyt­ingin geti grafið undan ferða­þjón­ust­unni. Í umsögn fjár­mála­ráðs­ins segir hins vegar að erfitt sé að sá hald­bær rök fyrir því að ferða­þjón­ustan búi við annan veru­leika þegar kemur að virð­is­auka­skatti en aðrar atvinnu­grein­ar. 

Almenn lækkun á skatt­þrep virð­is­­auka­skatts, sem á að koma til fram­kvæmda í janú­ar 2019, er hins vegar gagn­rýnd en sú aðgerð er rétt­lætt með því aukna svig­­rúmi sem hækk­­un virð­is­­auka­skatts á ferða­þjón­­ustu skapi. „Sú sér­­tæka aðgerð er lík­­­leg til að ganga gegn grunn­­gild­inu um stöðug­­leika við þær efna­hags­að­stæður sem nú ríkja,“ seg­ir í álits­­gerð­inni.

Ánægður með álitið

Þróun þjóðarskulda, samkvæmt fjármálaáætlun.Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir á Face­book síðu sinni að mörg þau atriði sem nefnd eru í álti fjár­mála­ráðs eigi rétt á sér. Að mörgu sé að hyggja þegar kemur að hag­stjórn­inni og meðal ann­ars þurfi sveit­ar­fé­lög og ríki að huga að því hvernig þau geti stillt saman strengi. Það sem miklu skipti sé að halda áfram á þeirri veg­ferð að greiða niður skuldir hins opin­bera og sam­ræma hag­stjórn eins og kostur er.

Meg­in­at­riði í gagn­rýni snýr að aðhaldi í rík­is­rekstri og ég er sam­mála því aðhaldið má ekki minna vera miðað við þær vænt­ingar sem við höfum til hag­kerf­is­ins næstu árin. Á móti verður auð­vitað að taka til­lit til þess að á árunum eftir hrun hefur við­hald og upp­bygg­ing verið í lág­marki og því nauð­syn­legt að fara í fram­kvæmdir á mörgum svið­um. Rík­is­fjár­mál verða alltaf að feta ein­stigið á milli þess­ara sjón­ar­miða. Gagn­rýnt er að byggt er á tak­mörk­uðu þjóð­hags­lík­ani sem ekki tekur mið af áætl­un­inni sjálfri. Þetta er rétt og nú er að fara í gang vinna við að gera nýtt sjálf­stætt þjóð­hags­líkan sem fjár­mála­ráðu­neytið getur notað við áætl­anir sín­ar. Þá verður auð­veld­ara að gera flókn­ari grein­ingar og leggja fram sviðs­mynd­ir, sem gjarnan mætti gera.

Stefnt er að því að þetta líkan verði komið rek­spöl þegar næsta áætlun verður lögð fram. Um sumt er líka hægt að vera ósam­mála; til dæmis eru hag­fræð­ingar mjög ósam­mála um hvort hag­sveiflu­leið­rétt­ing væri til bóta eða ekki, en fjár­mála­ráð telur að það væri til bóta. Fjár­mála­ráð telur að aðhald í rík­is­rekstri mætti gjarnan vera meiri. Þetta á sér sam­hljóm í gagn­rýni SA og fleiri en ASÍ og aðrir vilja meiri útgjöld og/eða minni skatta­hækk­an­ir. Hér er það hlut­verk áætl­unar að finna bil beggja án þess að ógna stöð­ug­leika,“ segir Bene­dikt.

Arnar Þór aðstoðar Ásmund Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason hefur ráðið sér tvo aðstoðarmenn.
18. janúar 2018
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri kyrrsetti og haldlagði eignir upp á 2,2 milljarða
Embætti skattrannsóknarstjóra vísaði 41 máli til héraðssaksóknara í fyrra. Ætluð undanskot voru frá milljónum króna og upp í sjöunda hundrað milljóna króna í einstökum málum.
18. janúar 2018
Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi
Margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Sameinuðu þjóðanna lýsa þöggunarmenningu og að ferlar til að taka á slíkum málum séu gallaðir og komi niður á þolendum.
18. janúar 2018
Lengja frest í samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið
Áður prýddi stærðarinnar mynd af sjómanni austurvegg hússins, við Skúlagötu 4, en málað var yfir vegginn sem er nú skjannahvítur síðsumars 2017. Ráðuneytið vill fá fleiri umsækjendur í keppnina.
18. janúar 2018
Jón Gunnar Borgþórsson
Eru þjóðarframleiðsla og framleiðni ekki lengur góðir mælikvarðar á þróun hagkerfa?
18. janúar 2018
Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi hættur hjá Íslandsbanka
Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Íslandsbanka er hættur störfum hjá bankanum.
18. janúar 2018
Hismið
Hismið
Hismið – Joe and the Juice væðing grasreykinga
18. janúar 2018
Alda Hrönn Jóhannesdóttir
Niðurfelling LÖKE-málsins staðfest
Bogi Nilsson settur ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í LÖKE-málinu svokallaða, gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, þá aðallögfræðingi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fella niður málið.
18. janúar 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None