#efnahagsmál#stjórnmál

Stjórnvöld ættu að vera á bremsunni

Fjármálaráð segir að fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2018 til 2022 feli í sér hagstjórn þar sem frekar sé stigið létt á bensíngjöfina, frekar en að bremsa. Mikill efnahagslegur uppgangur hefur verið undanfarið, og mældist hagvöxtur 7,2 prósent.

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Fjár­mála­ráð, óháð ráð sér­fræð­inga sem hefur metið fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda fyrir árin 2018 til 2022, segir að stjórn­völd séu frekar að stíga létt á bens­ín­gjöf­ina, með áætl­un­inni, meðan þau ættu í reynd að vera að bremsa. Mik­ill efna­hags­legur upp­gangur hefur verið á und­an­förnum árum en hag­vöxtur í fyrra mæld­ist 7,2 pró­sent og vöntun er á vinnu­afli í land­inu, sé horft til næstu ára. 

Í fjár­mála­ráði sitja Gunnar Har­alds­son, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands, sem er for­mað­ur, Arna Olafs­son, lektor í fjár­mála­hag­fræði við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, Axel Hall, lektor við við­skipta­deild Háskól­ans í Reykja­vík, Ásgeir Brynjar Torfa­son, lektor í við­skipta­fræði við Háskóla Íslands, Hjör­dís Dröfn Vil­hjálms­dóttir hag­fræð­ingur og Þóra Helga­dóttir Frost, ráð­gjafi og fyrr­ver­andi hag­fræð­ingur hjá breska fjár­mála­ráð­inu.

Gagn­rýnt og hrósað

Álit fjár­mála­ráðs er það fyrsta sem það sendir frá sér um fjár­mála­á­ætlun stjórn­valda.  Meg­in­skatta­breyt­ingin í fjár­mála­á­ætl­un­inni felst í því að færa virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu 1. Júlí á næsta ári úr neðra þrepi, sem er 11%, í það efra, sem er 24%. Í fram­hald­inu á svo að lækka skatt­pró­sent­una í efra þrep­inu niður í 22,5% .

Auglýsing

Sam­tök ferða­þjónstunnar hafa gagn­rýnt þetta harð­lega og sagt að breyt­ingin geti grafið undan ferða­þjón­ust­unni. Í umsögn fjár­mála­ráðs­ins segir hins vegar að erfitt sé að sá hald­bær rök fyrir því að ferða­þjón­ustan búi við annan veru­leika þegar kemur að virð­is­auka­skatti en aðrar atvinnu­grein­ar. 

Almenn lækkun á skatt­þrep virð­is­­auka­skatts, sem á að koma til fram­kvæmda í janú­ar 2019, er hins vegar gagn­rýnd en sú aðgerð er rétt­lætt með því aukna svig­­rúmi sem hækk­­un virð­is­­auka­skatts á ferða­þjón­­ustu skapi. „Sú sér­­tæka aðgerð er lík­­­leg til að ganga gegn grunn­­gild­inu um stöðug­­leika við þær efna­hags­að­stæður sem nú ríkja,“ seg­ir í álits­­gerð­inni.

Ánægður með álitið

Þróun þjóðarskulda, samkvæmt fjármálaáætlun.Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir á Face­book síðu sinni að mörg þau atriði sem nefnd eru í álti fjár­mála­ráðs eigi rétt á sér. Að mörgu sé að hyggja þegar kemur að hag­stjórn­inni og meðal ann­ars þurfi sveit­ar­fé­lög og ríki að huga að því hvernig þau geti stillt saman strengi. Það sem miklu skipti sé að halda áfram á þeirri veg­ferð að greiða niður skuldir hins opin­bera og sam­ræma hag­stjórn eins og kostur er.

Meg­in­at­riði í gagn­rýni snýr að aðhaldi í rík­is­rekstri og ég er sam­mála því aðhaldið má ekki minna vera miðað við þær vænt­ingar sem við höfum til hag­kerf­is­ins næstu árin. Á móti verður auð­vitað að taka til­lit til þess að á árunum eftir hrun hefur við­hald og upp­bygg­ing verið í lág­marki og því nauð­syn­legt að fara í fram­kvæmdir á mörgum svið­um. Rík­is­fjár­mál verða alltaf að feta ein­stigið á milli þess­ara sjón­ar­miða. Gagn­rýnt er að byggt er á tak­mörk­uðu þjóð­hags­lík­ani sem ekki tekur mið af áætl­un­inni sjálfri. Þetta er rétt og nú er að fara í gang vinna við að gera nýtt sjálf­stætt þjóð­hags­líkan sem fjár­mála­ráðu­neytið getur notað við áætl­anir sín­ar. Þá verður auð­veld­ara að gera flókn­ari grein­ingar og leggja fram sviðs­mynd­ir, sem gjarnan mætti gera.

Stefnt er að því að þetta líkan verði komið rek­spöl þegar næsta áætlun verður lögð fram. Um sumt er líka hægt að vera ósam­mála; til dæmis eru hag­fræð­ingar mjög ósam­mála um hvort hag­sveiflu­leið­rétt­ing væri til bóta eða ekki, en fjár­mála­ráð telur að það væri til bóta. Fjár­mála­ráð telur að aðhald í rík­is­rekstri mætti gjarnan vera meiri. Þetta á sér sam­hljóm í gagn­rýni SA og fleiri en ASÍ og aðrir vilja meiri útgjöld og/eða minni skatta­hækk­an­ir. Hér er það hlut­verk áætl­unar að finna bil beggja án þess að ógna stöð­ug­leika,“ segir Bene­dikt.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Andrzej Duda, forseti Póllands.
Forseti Póllands staðfestir ekki umdeild lög
Umdeild lög um skipan dómara verða ekki staðfest af forseta Póllands.
24. júlí 2017
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None