Fékk nöfn þeirra sem fóru fjárfestingarleiðina í apríl í fyrra

Skattrannsóknarstjóri er með upplýsingar um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands til að fá krónur með 20 prósent afslætti. Kallað var eftir gögnunum í kjölfar umfjöllunar um Panamaskjölin í apríl 2016, en ekki hefur verið unnið úr þeim.

Auglýsing

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri óskaði eftir upp­lýs­ingum um og gögnum frá Seðla­banka Íslands um þá aðila sem nýttu sér hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið hans í apríl í fyrra. Það gerð­ist í kjöl­far þess að Panama­skjölin sýndu 800 aflands­fé­lög sem tengd­ust að minnsta kosti 600 Íslend­ingum og umfjöllun þeirra fjöl­miðla sem fjöll­uðu um þau sýndi að mörg þeirra félaga voru full af fé sem rök­studdur grunur væri um að hefði orðið til á Íslandi. Mörg aflands­fé­lag­anna hafa verið að fjár­festa það fé á Íslandi eftir hrun.

Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri segir að enn sé ekki búið að vinna úr gögn­un­um. Önnur vinna hafi ein­fald­lega verið í for­gangi hjá emb­ætt­inu, meðal ann­ars vinna úr Pana­ma­gögn­unum sem íslensk stjórn­völd keyptu árið 2015. Alls koma 349 Íslend­ingar og 61 aflands­­­fé­lög með íslenska kenn­i­­­tölu fyrir í þeim gögn­um, sem keypt voru fyrir 37 millj­ónir króna. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur tekið 34 mál til rann­sóknar á grund­velli gagn­anna og nú þegar krafið fjóra ein­stak­linga um 82 millj­ónir króna vegna meinta skattsvika þeirra, sem er næstum þre­föld sú upp­hæð sem greitt var fyrir gögn­in. Rann­sókn er ein­ungis lokið í þremur málum og tveimur af þeim hefur verið vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna gruns um refsi­verða hátt­semi. Þá er rann­sókn í sjö málum á loka­stigi.

Bryn­dís segir að öll önnur mál úr skjöl­un­um, utan þeirra 34 sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri tók til rann­sókn­ar, hafi verið send til Rík­is­skatt­stjóra til frek­ari með­ferð­ar. Það emb­ætti muni senda út fyr­ir­spurn­ar­bréf á þá sem koma fram í gögn­unum og til­efni þykir til að fá frek­ari upp­lýs­ingar hjá.

48,7 millj­arða króna virð­is­aukn­ing

Panama­skjölin sýndu að fjöl­margir Íslend­ingar eiga digra sjóði í aflands­fé­lög­um. Um er að ræða fjár­muni sem að minnsta kosti að hluta urðu til á Íslandi og ættu því að skatt­leggj­ast hér­lend­is, en sem komið var í var í aflands­fé­lögum áður en fjár­magns­höft tóku gildi hér síðla árs 2008. Þar hafa þeir fjár­munir legið án þess að skatt­yf­ir­völd, eða eftir atvikum kröfu­hafar þeirra ein­stak­linga sem eiga aflands­fé­lög­in, hafa getað aflað sér upp­lýs­inga um til­vist þeirra.

Auglýsing

Ljóst er að aflandsfé Íslend­inga hefur streymt aftur til Íslands eftir hrun í fjár­fest­ing­ar. Auð­veldasta leiðin til að gera það var í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Hún var leið sem sett var upp til að minnka hina svoköll­uðu snjó­hengju, krónu­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­magns­hafta. Seðla­bank­inn von­að­ist til að losna við skamm­tíma­fjár­festa og fá í stað­inn lang­tíma­fjár­festa í krónu­eign­um. Hann bauð því eig­endum gjald­eyris að koma með hann til Íslands og skipta í krónur og fá um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu með í kaup­un­um. Það þýddi að sá sem hefði fengið einn millj­arð króna ef hann hefði skipt evr­unum sínum í krónur á sama gengi og venju­legum Íslend­ingum bauðst hefði fengið 200 millj­ónir króna til við­bótar ofan á millj­arð­inn sinn. Á móti skipti krónu­eig­andi, sem oft hafði keypt sína krónu­eign með afföllum á eft­ir­mark­aði, á henni fyrir erlendan gjald­eyri með afslætti. Þannig gátu báðir aðilar grætt, fyrir milli­göngu Seðla­bank­ans.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­fest­inga­­leið­inni frá því í febr­­úar 2012 til febr­­úar 2015, þegar síð­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­örðum króna. Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­bank­ans, líkt og venju­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­fest­inga­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­fest­inga­­kost­­um. Því má, líkt og áður sagði, segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

Gagn­rýnt í aflandseigna­­skýrslu

Skýrslu um aflandseignir og skattaund­an­­­skot Íslend­inga, sem birt var snemma á þessu ári, er fjallað um fjár­­­­­­­fest­inga­­­­leið Seðla­­­­banka Íslands og því meðal ann­­­­ars velt upp, hvort hún hafi orðið til þess að hluti af fjár­­­­­­­magn­inu frá aflandseyj­unum hafi skilað sér Íslands, með geng­is­af­slætti, í gegnum fjár­­­­­­­fest­inga­­­­leið­ina.

Orð­rétt seg­ir: „Miðlun upp­­­­lýs­inga um fjár­­­­­­­magns­flæði inn og út úr land­inu, t.d. aflandskrónur sem fluttar hafa verið til lands­ins og eins þátt­­­­taka í fjár­­­­­­­fest­ing­­­­ar­­­­leið Seðla­­­­bank­ans er ekki til stað­­­­ar. Sér í lagi hefur skatt­yf­­­­ir­völdum ekki verið gert við­vart af hálfu Seðla­­­­bank­ans þegar um grun­­­­sam­­­­legar fjár­­­­­­­magnstil­­­­færslur er að ræða. Æski­­­­legt má telja að sam­­­­starf væri um miðlun upp­­­­lýs­inga á milli þess­­­­ara stofn­ana.“ Sam­­­kvæmt þessu gat því fé sem orðið hafði til vegna skattaund­an­­­skota kom­ist aftur „heim“ til Íslands í gegnum fjár­­­­­fest­inga­­­leið­ina og eig­endur þess notað hið illa fengna fé til að kaupa eignir hér­­­­­lendis með afslætti.

Einar Brynjólfsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rannsókn á fjárfestingarleiðinni.Tíu þing­menn Pírata lögðu fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í mars um að gerð verði rann­sókn á fjár­fest­ing­ar­leið­inni. Bæði Seðla­bank­inn og skatt­rann­sókn­ar­stjóri skil­uðu í síð­ustu viku umsögn um til­lög­una. Í umsögn Seðla­bank­ans segir að fram­kvæmd leið­ar­innar hafi verið „skipu­leg og gagnsæ og upp­lýs­ingar hafa verið veittar um hana“. Það hafi síð­ast verið gert í ítar­legu svari við fyr­ir­spurn á Alþingi sem lagt verði fram á næstu dög­um. Um er að ræða svar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Leví Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata. Kjarn­inn hefur fengið stað­fest að svar ráðu­neyt­is­ins verði lagt fram á næstu dög­um.

Seðla­bank­inn segir einnig að í sam­ræmi við beiðnir hafi hann veitt bæði rík­is­skatt­stjóra og skatt­rann­sókn­ar­stjóra „upp­lýs­ingar um þátt­tak­endur í fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka íslands.“

Í umsögn skatt­rann­sókn­ar­stjóra er þetta stað­fest. Þar segir að emb­ætt­inu þyki „rétt að upp­lýsa nefnd­ina um að emb­ættið hefur óskað eftir og fengið gögn og upp­lýs­ingar frá Seðla­banka íslands um þá aðila sem nýttu sér nefnda fjár­fest­inga­leið. Kann grein­ing og frek­ari úrvinnsla þeirra gagna eftir atvikum að leiða til frek­ari aðgerða af hálfu emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra, vakni grunur um skatt­und­an­skot í tengslum við nefnda leið“. Bryn­dís segir í sam­tali við Kjarn­ann að óskað hafi verið eftir upp­lýs­ingum um þá sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina í kjöl­far þess að fjöl­miðlar fjöll­uðu um Panama­skjölin í byrjun apríl 2016. En hafi ekki verið unnið úr þeim gögnum sem afhent voru um þátt­tak­endur í fjár­fest­ing­ar­leið­inni þar sem önnur mál hafi notið for­gangs hjá emb­ætt­inu. Þar er sér­stak­lega átt við vinnslu mála tengdum þeim gögnum sem keypt voru árið 2015.

Íslendingar græddu 17 milljarða á leiðinni

Fjöl­margir Íslend­ingar nýttu sér leið­ina. Alls komu 794 inn­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar Seðla­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­sent þeirrar fjár­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­ari leið. Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­kvæmt skil­­málum útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­­ar­inn­­ar. Afslátt­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­bank­ans er um 17 millj­­arðar króna. Seðla­­bank­inn segir að sér sé ekki heim­ilt að greina frá nöfnum þátt­tak­enda í gjald­eyr­is­út­­­boðum sínum vegna þagn­­ar­­skyld­u­á­­kvæðis í lögum um Seðla­­banka Íslands.

Á meðal þeirra sem fjöl­miðlar hafa greint frá að hafi nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­­munds­­­sona, Hreið­­­ars Más Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Jóns Ólafs­­­son­­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­­spyrn­u­­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Ólafs Ólafs­­­son­­­ar, Hjör­­­leifs Jak­obs­­­son­­­ar, Ármanns Þor­­­valds­­­son­­­ar, Kjart­ans Gunn­­­ar­s­­­son­­­ar, Skúla Mog­en­senrekstr­ar­fé­lags Iceland FoodsAlvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­­ar. Í þessum hópi eru fimm ein­stak­lingar sem hlotið hafa refsi­dóma fyrir efna­hags­brot.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar