Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Hinn klofni fjórflokkur

Það blasir við öllum sem sjá að Framsóknarflokkurinn er klofin í herðar niður. En hann er ekki eini fjórflokkurinn sem glímir við slíkan klofning. Þvert á móti má segja að allir fjórir flokkarnir hafi klofnað með einum eða öðrum hætti á síðustu fimm árum.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur stofnað nýjan póli­tískan vett­vang utan um sjálfan sig. Þótt Fram­fara­fé­lag­ið, sem hann stofn­aði nýver­ið, sé ekki hefð­bund­inn stjórn­mála­flokkur er ljóst að vett­vang­ur­inn er búinn til svo að Sig­mundur Davíð geti verið for­mað­ur, og að hans umdeildu póli­tísku áherslur fái að vera ráð­andi afl.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafn­aði póli­tík Sig­mundar Dav­íðs á flokks­þingi í októ­ber, þegar hann tap­aði fyrir Sig­urði Inga Jóhanns­syni í for­manns­kosn­ing­um. Staða flokks­ins var þá, og er reyndar enn, ekki beys­in. Flokk­ur­inn beið afhroð í síð­ustu þing­kosn­ingum og hlaut sína verstu útreið í 100 ára sögu sinni. Eng­inn flokkur vildi fara í form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður við Fram­sókn þrátt fyrir stjórn­ar­kreppu og fylgi flokks­ins mælist enn mjög lágt í könn­un­um, þrátt fyrir miklar óvin­sældir sitj­andi rík­is­stjórn­ar. 

Sig­mundur Davíð gengur út frá því að staðan sé sitj­andi for­manni, Sig­urði Inga, að kenna. Hann vill meina að hópur sem hann kallar flokks­eig­enda­fé­lag Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi tekið sig saman og ýtt sér til hliðar í flokknum með belli­brögð­um. Þar hefur Sig­mundur Davíð meðal ann­ars nefnt tvo fyrr­ver­andi for­menn flokks­ins, þau Val­gerði Sverr­is­dóttur og Jón Sig­urðs­son. Þau kann­ast hvor­ugt við sam­særið sem Sig­mundur Davíð virð­ist sann­færður um. Til við­bótar má nefna annan for­mann, Guðna Ágústs­son, sem kom fram opin­ber­lega skömmu fyrir flokks­þingið í fyrra og kall­aði eftir því að Sig­mundur Davíð myndi víkja úr for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Aðrir Fram­sókn­ar­menn horfa á stöð­una öðrum aug­um. Þeir telja að aðstæður flokks­ins séu fyrst og síð­ast Sig­mundi Davíð að kenna. Hann beri ábyrgð á Wintris-­mál­inu, því að hann hafi þurft að víkja úr rík­is­stjórn og þar af leið­andi afhroði flokks­ins í kosn­ing­unum í októ­ber 2016. Sig­urður Ingi er þar á með­al. Mörgum stuðn­ings­mönnum hans finnst for­mað­ur­inn hafa sýnt Sig­mundi Davíð mikið lang­lund­ar­geð und­an­farna mán­uði. Sig­mundur Davíð sé sífellt að henda fram hálf­kveðnum vísum um að hann hafi verið beittur miklum órétti af óheið­ar­legu fólki innan flokks þegar hann var settur af sem for­mað­ur. 

Sig­urður Ingi brást loks við á mið­stjórn­ar­fundi fyrr í maí­mán­uði. Í ræðu sinni þar sagði hann: „En það virð­ist ekki öllum gefið að geta sætt sig við það sem  flokks­­menn ákveða með lýð­ræð­is­­legum aðferð­­um. Í Morg­un­­blað­inu í gær mátti lesa hvaða augum sumir líta flokk­inn okkar og ákvarð­­anir okkar flokks­­manna. Þar segir ein­hver að rán hafi átt sér stað í haust og þeir, sem á að hafa verið rænt frá, fyr­ir­­gefi ekki slíkan gjörn­ing, ekki núna, ekki seinna! Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hefur verið við­haft af minna til­­efni. Það sem ég spyr mig að er; er þetta sam­vinn­u­­maður sem talar svona,  þetta er ekki  sér­­­lega fram­­sókn­­ar­­leg nálg­un? Og hvaða fyr­ir­­gefn­ingu er verið að tala um, við hvern á að segja „sor­rí“? Hin almenna fram­­sókn­­ar­­mann, meiri­hluta full­­trúa á flokks­­þingi? Á flokks­­þingi í haust var tek­ist á. Svo virð­ist sem sumir líti á nið­­ur­­stöðu þess þings sem ein­hvers konar svik við hluta flokks­ins. Það er að segja, að meiri­hlut­inn hafi svikið minn­i­hlut­ann. Og nú sé bara spurn­ingin hvenær þau svik verði leið­rétt.“

Eng­inn vafi var um hverjum pillan var ætl­uð. Sig­mundur Davíð var í kjöl­farið spurður hvernig honum hafi þótt ræða for­manns­ins. Hann svar­aði: „Ekk­ert sér­stök“.

Sig­mundur Davíð finnur sig ekki í aft­ur­sæt­inu

Það er því djúp­stæður klofn­ingur í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Áhrifa­fólk innan hans er flest á bandi Sig­urðar Inga en á fram­halds­stofn­fundi Fram­fara­fé­lags Sig­mundar Dav­íðs í lok maí mátti sjá stór númer í flokks­starf­inu á und­an­förnum árum á meðal fund­ar­manna. Þar ber helst að nefna Gunnar Braga Sveins­son, sem enn situr á þingi, og fyrr­ver­andi þing­menn­ina Vig­dísi Hauks­dóttur og Þor­stein Sæmunds­son. Auk þess voru á fund­inum þrír fyrr­ver­andi aðstoð­ar­menn ráð­herra í síð­ustu rík­is­stjórn, þau Jóhannes Þór Skúla­son, Sunna Gunn­ars Mart­eins­dóttir og Matth­ías Ims­land.

Mitt á milli er síðan Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins. Henni hefur tek­ist að taka ekki afstöðu með fylk­ing­unum fram til þessa. Lilja vinnur bæði náið með Sig­urði Inga en var mjög náin sam­starfs­maður Sig­mundar Dav­íðs á síð­asta kjör­tíma­bili. Hún var til að mynda ráð­inn tíma­bundið sem verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu á meðan að Sig­mundur Davíð sat þar. Í því starfi lék Lilja lyk­il­hlut­verk í upp­gjör­inu við kröfu­hafa föllnu bank­anna.

Það er verst geymda leynd­ar­mál íslenskra stjórn­mála að Lilja er að máta sig við for­manns­stól­inn í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Hún hefur þegar gefið það út að hún íhugi fram­boð á næsta flokks­þingi, sem verður lík­lega haldið í jan­úar 2018. Þeir eru ekki margir sem telja að Lilja sé ekki þegar búin að gera upp hug sinn hvað það varð­ar.

Erfitt er að sjá að Sig­urði Inga tak­ist að friða stuðn­ings­menn Sig­mundar Dav­íðs innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Og ómögu­legt verður að telj­ast að Sig­mundur Davíð geti sam­einað flokk­inn að baki sér að nýju tak­ist honum að verða for­maður aft­ur. Það þurfi því annan til að stíga inn og græða sár­in. Þá komi fyrst í ljós hvort fall Fram­sókn­ar­flokks­ins sé ein­ungis bundið við per­són­urnar í for­ystu­sveit flokks­ins eða hvort það hafi líka eitt­hvað að gera með frammi­stöðu hans í rík­is­stjórn og póli­tískar áherslur að gera.

Lilja Alfreðsdóttir var fengin til að gegna stöðu utanríkisráðherra sem utanþingsráðherra eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra. Hún hefur síðan verið kjörin á þing og sem varaformaður Framsóknarflokksins.
Mynd: NATO

Kom­ist Sig­mundur Davíð ekki aftur í áhrifa­stöðu innan Fram­sókn­ar­flokks­ins verður að telj­ast lík­legt að hann muni að minnsta kosti íhuga það gaum­gæfi­lega að breyta hug­mynda­verk­smiðj­unni sinni, Fram­fara­fé­lag­inu, í fram­boð. Og þar með kljúfa Fram­sókn­ar­flokk­inn form­lega.

Klofn­ingur hjá hinum líka

Það ástand sem er innan Fram­sókn­ar­flokks­ins er auð­vitað eitt­hvað sem allir stóru stjórn­mála­flokk­arnir á Íslandi – hinn svo­kall­aði fjór­flokkur – þekkir af eigin raun, þótt klofn­ing­ur­inn þar sé ekki endi­lega jafn per­sónu­legur og jafn víð­feðmur og hjá Fram­sókn nú um stund­ir.

Fjór­flokk­ur­inn (Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn) fékk framan af lýð­veld­is­tím­anum alltaf um og yfir 90 pró­sent allra atkvæða. Þetta breytt­ist þó mjög í kosn­ing­unum 2013 þegar sam­an­lagt fylgi flokk­anna fjög­urra datt niður í 74,9 pró­sent. Í kosn­ing­unum 2016 féll það svo niður í 62 pró­sent. Í þeim kosn­ingum fengu átta flokkar stofn­aðir eftir 2012 38 pró­sent atkvæða.

Sumir þeirra eru ein­stakir og sann­ar­lega nýtt afl. Ber það kannski fyrst og síð­ast að nefna Pírata, sem ekki er hægt að segja að hafi klofnað frá neinum hinna hefð­bundnu stjórn­mála­flokka. En hluti þeirra á sann­ar­lega rætur sínar að rekja til hefð­bundnu flokk­anna.

Und­ir­bún­ingur að stofnun Við­reisnar hófst til að mynda nán­ast sam­hliða því þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að umsókn að Evr­ópu­sam­band­inu yrði dregin til baka var lögð fram. Að hinu nýja póli­tíska afli stóðu Sjálf­stæð­is­menn sem töldu sig frjáls­lynd­ari og alþjóða­sinn­að­ari en ráð­andi öfl í flokkn­um. Þessi hópur taldi sig svik­inn. Honum hafði verið lofað að kosið yrði um áfram­hald við­ræðna í aðdrag­anda kosn­inga 2013. Þegar á hólm­inn var komið sagði Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, það hins vegar vera „póli­tískan ómögu­leika“.

Við­reisn var í kjöl­farið form­lega stofnuð og bauð fram í haust­kosn­ing­unum 2016. Flokknum gekk vel, fékk 10,5 pró­sent fylgi og sjö þing­menn kjörna. Í hópnum sem rataði á þing var til að mynda fyrr­ver­andi vara­for­maður flokks­ins, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins (sem alltaf hafa haft náin tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn), fólk sem hafði verið fyr­ir­ferða­mikið í ung­liða­starfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og auð­vitað for­mað­ur­inn sjálf­ur, Eng­ey­ing­ur­inn Bene­dikt Jóhann­es­son, náfrændi Bjarna Bene­dikts­son­ar. Við blasir að margir sem áður höfðu nær alltaf kosið Sjálf­stæð­is­flokk­inn töldu sig nú vera með annan val­kost. Á end­anum röt­uðu svo móð­ur- og dótt­ur­fé­lagið saman í rík­is­stjórn. Og þar hefur verið barið á Við­reisn fyrir að gefa eftir öll helstu stefnu­mál sín sem aðskildu flokk­inn frá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, nú síð­ast í dóm­ara­mál­inu svokall­aða, þar sem þing­menn Við­reisnar studdu ákvörðun Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra um að skipa dóm­ara í Lands­rétt í and­stöðu við til­lögu dóm­nefnd­ar. 

Flokk­ur­inn sem gleymdi til hvers hann var og Gunnar Smári

Sam­fylk­ingin átti einu sinni að verða turn í íslenskum stjórn­mál­um, og náði að vera það um nokk­urra ára skeið. Í síð­ustu kosn­ingum var flokk­ur­inn hins vegar nán­ast dott­inn út af þingi. Lík­leg­asta skýr­ingin er sú að kjós­endur trúa ekki að flokk­ur­inn standi fyrir jöfnuð og vel­ferð, líkt og sós­í­alde­mókrat­ískir flokkar gefa sig út fyrir að gera. Þvert á móti virt­ust margir afskrifa Sam­fylk­ing­una sem flokk sem gerði sér allt of dælt við auð­valdið og hengdi allar sínar vonir á að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu myndi leysa öll vanda­mál á Íslandi. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn hafði ein­fald­lega gleymt að standa með verka­lýðnum sem bjó hann til.

Logi Einarsson tók við sem formaður Samfylkingarinnar þegar flokkurinn var í sárum. Hans bíður afar erfitt uppbyggingarstarf.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Hnignun Sam­fylk­ing­ar­innar hefur haft marg­vís­leg áhrif. Ein þau skýr­ustu er til­urð Bjartrar fram­tíð­ar. Sá flokkur er reyndar frjáls­lynd­ari og lík­lega mark­aðs­sinn­aðri en uppi­staðan í Sam­fylk­ing­in, að minnsta kosti í orði. En hann fiskar sann­ar­lega í sömu tjörn og gamli jafn­að­ar­mannaris­inn og margir fyrr­ver­andi Sam­fylk­ing­ar­menn hafa verið áber­andi í flokks­starfi Bjartrar fram­tíð­ar, t.d. Guð­mund Stein­gríms­son (fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra) og Róbert Mars­hall, sem sat á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una. Flokk­ur­inn hef­ur, ásamt fyr­ir­renn­ara sínum Besta flokkn­um, átt þátt í gera nán­ast út af við Sam­fylk­ing­una. Eða að minnsta kosti ýta henni í þá nafla­skoðun sem nú virð­ist eiga sér stað, og hefur skilað sér í nýjum for­manni og smá­vægi­lega auknu fylgi. Staðan er þó þannig að Sam­fylk­ingin hefur ein­ungis þrjá þing­menn og er minnsti flokk­ur­inn á Alþingi. Staða sem hefði þótt óhugs­andi fyrir örfáum árum síð­an. 

En það er gjörn­inga­veður að mynd­ast vinstra megin við Sam­fylk­ing­una líka. Vinstri græn hafa getað átt það svæði án mik­illa vand­kvæða hingað til og til­raunir til stofn­unar nýrra vinstri flokka hafa flestar ekki gengið mjög vel. Flokkar á borð við Alþýðu­fylk­ing­una (0,3 pró­sent atkvæða 2016) og Dögun (1,7 pró­sent atkvæða 2016) hafa ekki ruggað bátnum mik­ið. Það er helst að Flokkur fólks­ins (3,5 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2016) hafi aðeins náð að hrista búrið í villtasta vinstr­inu. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að oft örli meira á Fram­sókn­ar­stefnu og íhalds­semi en hreinni vinstri­mennsku í verkum Vinstri grænna. Þá ber að minn­ast á að á kjör­tíma­bil­inu 2009-2013 yfir­gáfu nokkrir þing­menn Vinstri græna og einn þeirra, Lilja Mós­es­dótt­ir, stofn­aði stjórn­mála­aflið Sam­stöðu sem mæld­ist um tíma með yfir 20 pró­sent fylgi. Fljótt fjar­aði hins vegar undan því fram­boði.

Nú er hins vegar mögu­lega kom­inn aðili sem gæti hrært upp í vinstr­inu, Sós­í­alista­flokkur Íslands. Hann var stofn­aður 1. maí síð­ast­lið­inn. Í grófum dráttum ætlar flokk­ur­inn sér að koma sér fyrir í því tóma­rúmi sem hann telur Vinstri græn og Sam­fylk­ing­una ekki vera sinna, og verða flokkur launa­fólks­ins í land­inu. Í stefnu­skrá Sós­í­alista­flokks­ins eru sett fram fimm skýr bar­áttu­mál: mann­sæm­andi kjör fyrir alla lands­menn, aðgengi að öruggu og ódýru hús­næði, aðgengi að gjald­frjálsu heil­brigð­is­kerfi, að gjald­frjálsri menntun á öllum skóla­stigum og að gjald­frjálsu vel­ferð­ar­kerfi sem mætir ólíkum þörfum fólks­ins í land­inu, stytt­ing vinnu­vik­unnar og end­ur­upp­bygg­ing skatt­heimt­unnar með það fyrir augum að „auð­stéttin greiði eðli­legan skerf til sam­neysl­unnar en álögum sé létt af öðrum“.

Á stofn­fund Sós­í­alista­flokks­ins mættu nokkur hund­ruð manns en það velk­ist eng­inn í vafa um að flokk­ur­inn hverf­ist fyrst og síð­ast um hvata­mann­inn að stofnun hans, Gunnar Smára Egils­son. Hann hafði áður verið rit­stjóri og einn aðal­eig­andi Frétta­tím­ans, sem sigldi í rekstr­ar­legt strand snemma á þessu ári án þess að til væri fé til að gera upp laun við alla starfs­menn.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur ekki verið mældur í neinum opin­berum mæl­ingum og athyglin á flokknum hefur dreg­ist saman sam­hliða því að nýja­brumið hefur skol­ast af. En það verður athygl­is­vert að sjá hvort hann muni ná að kroppa umtals­vert fylgi af Vinstri græn­um. Þar er nefni­lega eftir miklu að slægj­ast. VG hefur mælst með allt að fjórð­ungs fylgi í könn­unum á und­an­förnum mán­uð­um, og er því að mæl­ast mjög svip­aður að stærð og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem hefur nær alltaf verið stærsti flokkur lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar