Barið á ríkisstjórninni

Eins og við mátti búast gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum. Greindi mátti meiningarmun hjá stjornarflokkunum, þá glögglega kæmi fram að samstarfið hefði gengið vel til þessa.

Bjarni, Óttarr og Benedikt
Auglýsing

Eld­hús­dags­um­ræð­urnar í gær­kvöldi voru um margt fyr­ir­sjá­an­leg­ar. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir skutu á rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, og drógu fram það sem blasir við mörg­um: meiri­hlut­inn hangir á blá­þræði, eins manns meiri­hluta og mein­ing­ar­mun­ur­inn í mörgum málum er aug­ljós öll­um. Segja má að stjórn­ar­and­staðan hafi barið á rík­is­stjórn­inni, eins og oft er gert í umræðum sem þessum, en for­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tal­aði fyrir því góða sem náðst hefði fram, og spenn­andi tíma framund­an.

En hvað stóð upp úr? Hvað má lesa út úr þessum umræð­um? Hver var boð­skapur for­ystu­fólks flokk­anna?

Helstu atriðin sem blaða­maður punktaði hjá sér, við umræð­urn­ar, voru þessi eft­ir­far­andi:

Auglýsing

1. Fyrst tók til máls Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sem er aug­ljós leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Hún líkti rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu við dæmi­gert „eft­irpartý“ þar sem áhuga­leysið og þreytan væri alls­ráð­andi og hús­ráð­and­inn ekki heima. Skila­boðin eru skýr: rík­is­stjórnin stendur höllum fæti og anda­vana fædd, í reynd. Katrín sagði áherslur rík­is­stjórn­ar­innar sjást greini­lega í rík­is­fjár­mála­á­ætlun sem gerði ráð fyrir nið­ur­skurði, á nær öllum innviðum sam­fé­lags­ins þegar horft væri til hlut­falls sam­neysl­unnar af lands­fram­leiðslu. Þetta sagði hún sýna að jöfn­uður væri ekki í for­gangi hjá rík­is­stjórn­inni, heldur „frjáls­hyggju­kredd­ur“. Hún sagði fólkið í land­inu hafa marg­sýnt það að það hefði engan áhuga á einka­rekstri í heil­brigð­is­þjón­ustu og að fjársvelti frama­halds­skóla­stigs­ins væri til marks um að ein­beittan vilja rík­is­stjórn­ar­innar til að skera niður inn­viði en ekki byggja þá upp. Lín­urnar væru nokkuð skýr­ar, þegar kæmi að stjórn og stjórn­ar­and­stöðu í þessum efn­um. Svan­dís Svav­ars­dóttir og Bjarkey Gunn­ars­dóttir hömr­uðu þetta sama járn. Svan­dís sagði nið­ur­læg­ingu Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar algjöra. Flokkur væru ekki að ná neinu fram sem lofað hefði verið fyrir kosn­ing­ar. Akkúrat engu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er nú helsti leiðtogi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi.

2. Jón Gunn­ars­son, sam­göngu­ráð­herra, tal­aði fyrstur máli rík­is­stjórnar og lagði áherslu á að staða efna­hags­mála í land­inu væri þannig, að sjaldan eða aldrei hefði verið betri staða í land­inu. Kaup­mátt­ar­aukn­ing hefði verið mikil og stöðug, og sterk staða rík­is­sjóðs - ekki síst vegna þess hve vel var haldið á rík­is­fjár­málum á síð­asta kjör­tíma­bili (Þegar Bjarni Bene­dikts­son var fjár­mála­ráð­herra, hann var ekki meðal ræðu­manna) - væri und­ir­staðan fyrir kom­andi upp­bygg­ingu. Hann lagði áherslu á meg­in­lín­urnar í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins; mik­il­vægi einka­fram­taks­ins, íhalds­sama hag­stjórn en um leið „skyn­sama“ auð­linda­nýt­ingu, þar á meðal upp­bygg­ingu stór­iðju og nýt­ingu sjáv­ar­auð­linda. Hildur Sverr­is­dóttir tal­aði fyrir umbyrða­lyndi í sinni ræðu og sagði að umræða um heil­brigð­is­mál væri of oft byggð á mis­skildum hug­tök­um. Einka­rekstur ætti að vera sjálf­sagður hluti af heil­brigð­is­kerf­inu, líkt og væri raunin í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. 

3. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, var harð­orður í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og var sér­stak­lega umhugað um stöðu gengis krón­unnar og þá miklu styrk­ingu sem komið hefði fram að und­an­förnu (Banda­ríkja­dalur kostar nú 100 krón­ur). Hann sagði aug­ljósan mein­ing­ar­mun hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum grafa undan efna­hags­stefn­unni, þar sem óljóst væri í raun hvernig hún væri. Hvað vill rík­is­stjórn­in? spurði Sig­urður Ingi. Þá gagn­rýndi hann einnig Seðla­banka Íslands fyrir að halda vöxtum of háum. Vaxta­muna­við­skipti væru nú orðin sýni­leg aftur og það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þau hefðu átt sinn þátt í hrun­inu.

4. Birgitta Jóns­dóttir frá Pírötum tal­aði um sam­taka­mátt fólks­ins. Hún sagði það sjást vel á umræðum fólks á Face­book - ekki síst í 60 þús­und manna grúppu um Costco - að fólkið væri til­búið að taka mál í sínar hendur og þrýsta á um breyt­ingar sem þyrfti að ná í gegn. Þetta ætti ekki aðeins við um verð­lags­eft­ir­lit og sam­keppn­is­mál, heldur mætti vel hugsa sér við­líka umræðu um launa­málin sem framundan væru. „Lýð­ræðið krefst hug­­sjóna, alúðar og bí­ræfni, eng­inn fékk nokkru sinni rétt­indi upp í hend­­urn­­ar, al­vöru mann­rétt­indi kröfð­ust bar­áttu og sam­­stöðu. Við Pírat­ar vilj­um nýj­an jarð­veg, því það er ekki hægt að upp­­ræta spill­ing­­ar­rót­ina með því að krafsa bara í yf­ir­­borð­ið,“ sagði Birgitta meðal ann­ars.

Birgitta sagði fólk vel geta tekið málin í sínar hendur, og þrýst á um breytingar.

5. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var harð­orður í garð rík­is­stjórn­innar og sagði hana hafa svikið kjós­end­ur. Þar væri hægt að nefna margt til sög­unn­ar, en inn­viða­upp­bygg­ingin væri það sem helst mætti nefna. „Þegar horft er um öxl yfir vet­­ur­inn eru stærstu von­brigðin þau að hafa horft upp á full­komið skiln­ings­­leysi rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar gagn­vart þeim sem minnst hafa á milli hand­anna, svik á stór­­felldri upp­­­bygg­ingu inn­viða og al­­gjört metn­að­ar­leysi þegar kem­ur að því að búa okk­ur und­ir þær stór­­kost­­legu breyt­ing­ar sem hand­an eru við horn­ið,“ sagði Logi. Hann sagði rík­is­stjórn­ina vera upp­tekna af því að hugsa um ein­hvern annan en almenn­ing í land­inu.

6. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tal­aði fyrir því að Ísland mark­aði sér stefnu í alþjóða­væddum heimi. Hann sagð­ist ekki vera í nokkrum vafa um að íslenskt sam­fé­lag myndi njóta góðs af því að tengja krón­una við gengi evr­unn­ar. Hann sagði einnig að það væru oft frammi raddir sem ótt­uð­ust allar breyt­ing­ar. Hann sagði breyt­ingar vera nauð­syn og að þær væru drif­kraft­ur­inn í því starfi að laga sam­fé­lagið að óhjá­kvæmi­legri þró­un. „Núna segj­um við: Freki karl­inn ræð­ur. Freki karl­inn sem engu vill breyta og allt þyk­ist vita. Hann seg­ir: „Þó að allt stefni í óefni skul­um við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt.“ Svo ítrek­aði hann rauða þráð­inn í starfi Við­reisn­ar: að taka almanna­hags­muni fram yfir sér­hags­muni í öllum mál­um.

Benedikt Jóhannesson talaði fyrir því að Ísland lagaði sig að alþjóðavæddum heimi með auknu samstarfi við Evrópuþjóðir. Bandaríkjamenn hefðu áður lokað á Ísland, líkt og gerðist í hruninu.

7. Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra og for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði stjórn­málin vera mála­miðl­un­ar­vinnu, að sú rík­is­stjórn sem nú sæti hefði orðið til upp úr erf­iðum við­ræðum flokk­anna. Björt fram­tíð hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna í rík­is­stjórn­inni, og að hún legði áherslu á ábyrga fram­göngu. Það væri ekki hægt að gera kröfu um að ná fram öllu því flokk­ur­inn vildi, en sam­starfið væri gott og það væri ekki sjálf­sagt mál. „Það er stund­um sagt að það þurfti tvo til að dansa tangó, en það þarf fleiri en tvo til að dansa á þingi. Það er hins veg­ar stund­um erfitt að halda takt­i.“ Þá sagði hann Ísland geta lagt mikið af mörkum á ýmsum sviðu til alþjóða­sam­starfs, og nefndi sér­stak­lega heil­brigð­is­mál­in. Þetta hefði hann reynt sjálfur á fundi Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (WHO). Þrátt fyrir allt, þá hefðum við margt gott fram að færa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar