Barið á ríkisstjórninni

Eins og við mátti búast gagnrýndi stjórnarandstaðan ríkisstjórnina harðlega í eldhúsdagsumræðum. Greindi mátti meiningarmun hjá stjornarflokkunum, þá glögglega kæmi fram að samstarfið hefði gengið vel til þessa.

Bjarni, Óttarr og Benedikt
Auglýsing

Eld­hús­dags­um­ræð­urnar í gær­kvöldi voru um margt fyr­ir­sjá­an­leg­ar. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir skutu á rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, og drógu fram það sem blasir við mörg­um: meiri­hlut­inn hangir á blá­þræði, eins manns meiri­hluta og mein­ing­ar­mun­ur­inn í mörgum málum er aug­ljós öll­um. Segja má að stjórn­ar­and­staðan hafi barið á rík­is­stjórn­inni, eins og oft er gert í umræðum sem þessum, en for­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tal­aði fyrir því góða sem náðst hefði fram, og spenn­andi tíma framund­an.

En hvað stóð upp úr? Hvað má lesa út úr þessum umræð­um? Hver var boð­skapur for­ystu­fólks flokk­anna?

Helstu atriðin sem blaða­maður punktaði hjá sér, við umræð­urn­ar, voru þessi eft­ir­far­andi:

Auglýsing

1. Fyrst tók til máls Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sem er aug­ljós leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Hún líkti rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu við dæmi­gert „eft­irpartý“ þar sem áhuga­leysið og þreytan væri alls­ráð­andi og hús­ráð­and­inn ekki heima. Skila­boðin eru skýr: rík­is­stjórnin stendur höllum fæti og anda­vana fædd, í reynd. Katrín sagði áherslur rík­is­stjórn­ar­innar sjást greini­lega í rík­is­fjár­mála­á­ætlun sem gerði ráð fyrir nið­ur­skurði, á nær öllum innviðum sam­fé­lags­ins þegar horft væri til hlut­falls sam­neysl­unnar af lands­fram­leiðslu. Þetta sagði hún sýna að jöfn­uður væri ekki í for­gangi hjá rík­is­stjórn­inni, heldur „frjáls­hyggju­kredd­ur“. Hún sagði fólkið í land­inu hafa marg­sýnt það að það hefði engan áhuga á einka­rekstri í heil­brigð­is­þjón­ustu og að fjársvelti frama­halds­skóla­stigs­ins væri til marks um að ein­beittan vilja rík­is­stjórn­ar­innar til að skera niður inn­viði en ekki byggja þá upp. Lín­urnar væru nokkuð skýr­ar, þegar kæmi að stjórn og stjórn­ar­and­stöðu í þessum efn­um. Svan­dís Svav­ars­dóttir og Bjarkey Gunn­ars­dóttir hömr­uðu þetta sama járn. Svan­dís sagði nið­ur­læg­ingu Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar algjöra. Flokkur væru ekki að ná neinu fram sem lofað hefði verið fyrir kosn­ing­ar. Akkúrat engu.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er nú helsti leiðtogi stjórnarandstöðuflokkanna á þingi.

2. Jón Gunn­ars­son, sam­göngu­ráð­herra, tal­aði fyrstur máli rík­is­stjórnar og lagði áherslu á að staða efna­hags­mála í land­inu væri þannig, að sjaldan eða aldrei hefði verið betri staða í land­inu. Kaup­mátt­ar­aukn­ing hefði verið mikil og stöðug, og sterk staða rík­is­sjóðs - ekki síst vegna þess hve vel var haldið á rík­is­fjár­málum á síð­asta kjör­tíma­bili (Þegar Bjarni Bene­dikts­son var fjár­mála­ráð­herra, hann var ekki meðal ræðu­manna) - væri und­ir­staðan fyrir kom­andi upp­bygg­ingu. Hann lagði áherslu á meg­in­lín­urnar í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins; mik­il­vægi einka­fram­taks­ins, íhalds­sama hag­stjórn en um leið „skyn­sama“ auð­linda­nýt­ingu, þar á meðal upp­bygg­ingu stór­iðju og nýt­ingu sjáv­ar­auð­linda. Hildur Sverr­is­dóttir tal­aði fyrir umbyrða­lyndi í sinni ræðu og sagði að umræða um heil­brigð­is­mál væri of oft byggð á mis­skildum hug­tök­um. Einka­rekstur ætti að vera sjálf­sagður hluti af heil­brigð­is­kerf­inu, líkt og væri raunin í mörgum löndum sem við berum okkur saman við. 

3. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, var harð­orður í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og var sér­stak­lega umhugað um stöðu gengis krón­unnar og þá miklu styrk­ingu sem komið hefði fram að und­an­förnu (Banda­ríkja­dalur kostar nú 100 krón­ur). Hann sagði aug­ljósan mein­ing­ar­mun hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum grafa undan efna­hags­stefn­unni, þar sem óljóst væri í raun hvernig hún væri. Hvað vill rík­is­stjórn­in? spurði Sig­urður Ingi. Þá gagn­rýndi hann einnig Seðla­banka Íslands fyrir að halda vöxtum of háum. Vaxta­muna­við­skipti væru nú orðin sýni­leg aftur og það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þau hefðu átt sinn þátt í hrun­inu.

4. Birgitta Jóns­dóttir frá Pírötum tal­aði um sam­taka­mátt fólks­ins. Hún sagði það sjást vel á umræðum fólks á Face­book - ekki síst í 60 þús­und manna grúppu um Costco - að fólkið væri til­búið að taka mál í sínar hendur og þrýsta á um breyt­ingar sem þyrfti að ná í gegn. Þetta ætti ekki aðeins við um verð­lags­eft­ir­lit og sam­keppn­is­mál, heldur mætti vel hugsa sér við­líka umræðu um launa­málin sem framundan væru. „Lýð­ræðið krefst hug­­sjóna, alúðar og bí­ræfni, eng­inn fékk nokkru sinni rétt­indi upp í hend­­urn­­ar, al­vöru mann­rétt­indi kröfð­ust bar­áttu og sam­­stöðu. Við Pírat­ar vilj­um nýj­an jarð­veg, því það er ekki hægt að upp­­ræta spill­ing­­ar­rót­ina með því að krafsa bara í yf­ir­­borð­ið,“ sagði Birgitta meðal ann­ars.

Birgitta sagði fólk vel geta tekið málin í sínar hendur, og þrýst á um breytingar.

5. Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var harð­orður í garð rík­is­stjórn­innar og sagði hana hafa svikið kjós­end­ur. Þar væri hægt að nefna margt til sög­unn­ar, en inn­viða­upp­bygg­ingin væri það sem helst mætti nefna. „Þegar horft er um öxl yfir vet­­ur­inn eru stærstu von­brigðin þau að hafa horft upp á full­komið skiln­ings­­leysi rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar gagn­vart þeim sem minnst hafa á milli hand­anna, svik á stór­­felldri upp­­­bygg­ingu inn­viða og al­­gjört metn­að­ar­leysi þegar kem­ur að því að búa okk­ur und­ir þær stór­­kost­­legu breyt­ing­ar sem hand­an eru við horn­ið,“ sagði Logi. Hann sagði rík­is­stjórn­ina vera upp­tekna af því að hugsa um ein­hvern annan en almenn­ing í land­inu.

6. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tal­aði fyrir því að Ísland mark­aði sér stefnu í alþjóða­væddum heimi. Hann sagð­ist ekki vera í nokkrum vafa um að íslenskt sam­fé­lag myndi njóta góðs af því að tengja krón­una við gengi evr­unn­ar. Hann sagði einnig að það væru oft frammi raddir sem ótt­uð­ust allar breyt­ing­ar. Hann sagði breyt­ingar vera nauð­syn og að þær væru drif­kraft­ur­inn í því starfi að laga sam­fé­lagið að óhjá­kvæmi­legri þró­un. „Núna segj­um við: Freki karl­inn ræð­ur. Freki karl­inn sem engu vill breyta og allt þyk­ist vita. Hann seg­ir: „Þó að allt stefni í óefni skul­um við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt.“ Svo ítrek­aði hann rauða þráð­inn í starfi Við­reisn­ar: að taka almanna­hags­muni fram yfir sér­hags­muni í öllum mál­um.

Benedikt Jóhannesson talaði fyrir því að Ísland lagaði sig að alþjóðavæddum heimi með auknu samstarfi við Evrópuþjóðir. Bandaríkjamenn hefðu áður lokað á Ísland, líkt og gerðist í hruninu.

7. Ótt­arr Proppé, heil­brigð­is­ráð­herra og for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði stjórn­málin vera mála­miðl­un­ar­vinnu, að sú rík­is­stjórn sem nú sæti hefði orðið til upp úr erf­iðum við­ræðum flokk­anna. Björt fram­tíð hefði mik­il­vægu hlut­verki að gegna í rík­is­stjórn­inni, og að hún legði áherslu á ábyrga fram­göngu. Það væri ekki hægt að gera kröfu um að ná fram öllu því flokk­ur­inn vildi, en sam­starfið væri gott og það væri ekki sjálf­sagt mál. „Það er stund­um sagt að það þurfti tvo til að dansa tangó, en það þarf fleiri en tvo til að dansa á þingi. Það er hins veg­ar stund­um erfitt að halda takt­i.“ Þá sagði hann Ísland geta lagt mikið af mörkum á ýmsum sviðu til alþjóða­sam­starfs, og nefndi sér­stak­lega heil­brigð­is­mál­in. Þetta hefði hann reynt sjálfur á fundi Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (WHO). Þrátt fyrir allt, þá hefðum við margt gott fram að færa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar