Sterkt gengi farið að kæla ferðaþjónustuna

Þrátt fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni þá eru ferðamenn farnir að eyða minnu. Bretar, sem lengi vel voru mikilvægasti hópur ferðamanna, koma nú síður til landsins.

7DM_4140_raw_1609.JPG
Auglýsing

Þrátt fyrir mik­inn vöxt í komu ferða­manna það sem af er þá benda nýj­ustu tölur til þess að umtals­verðar breyt­ingar séu að verða á ferða- og neyslu­venjum ferða­manna hingað til lands, frá því sem hefur verið und­an­farin ár. Margt bendir einnig til þess að tölu­verð styrk­ing krón­unnar und­an­farin miss­eri, gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, sé farin að hafa mikil áhrif á ferða­þjón­ust­una.

Kald­ari maí

Í maí var vöxt­ur­inn í korta­veltu 7,1 pró­sent, miðað við sama mánuð í fyrra, en á fyrstu mán­uðum árs­ins var vöxt­ur­inn á bil­inu 25 til 49 pró­sent, miðað við árið á und­an.

Í umfjöllun Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­innar segir að fast­lega megi búast við því að ástæða minni korta­veltu megi rekja til sterk­ari gengis krón­unn­ar.

Auglýsing

Í maí var sam­dráttur í nokkrum flokkum erlendrar korta­veltu. Í verslun dróst greiðslu­korta­velta versl­unar saman um 4,7% frá fyrra ári, úr 2,3 millj­örðum króna í maí 2016 í 2,2 millj­arða króna í maí á þessu ári. Korta­velta í gjafa- og minja­gripa­verslun dróst saman um 18,9%, fata­verslun dróst saman um 5,9%, toll­frjáls verslun um 7,4% og önnur verslun um 10,9%, að því er fram kemur í umfjöllun Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar.

Kortavelta ferðamanna hefur farið minnkandi.

Bretar koma síður

Nýj­ustu tölur Ferða­mála­stofu sýna að ferða­þjón­ustan er orðin veru­lega háð ferða­mönnum frá Banda­ríkj­un­um, en af um 146 þús­und ferða­mönnum sem komu til lands­ins í maí voru 43 þús­und frá Banda­ríkj­un­um. Næsta land þar á eftir er Bret­land, en þaðan komu 11.400 ferða­menn í maí, sem er 28 pró­sent minnkun frá því árið á und­an. Bret­land var lengi vel stærsta ein­staka landið í komum ferða­manna til lands­ins, en í maí komu næstum fjór­falt fleiri frá Banda­ríkj­un­um.

Mikil breyt­ing hefur orðið á gengi krón­unnar gagn­vart pund­inu á und­an­förnu ári og má segja að lang­sam­lega áhrifa­mesti atburð­ur­inn í þeirri þróun hafi verið Brex­it-­kosn­ingin í fyrra sum­ar, en frá þeim tíma hefur pundið veikst umtals­vert. Það kostar nú tæp­lega 130 krónur en skömmu fyrir kosn­ing­una kost­aði það 206 krón­ur. Þessi mikla verð­hækk­un, í huga ferða­manna, hefur eðli­lega dregið úr eft­ir­spurn, en erfitt er að segja til um hvort þessi þróun er komin til að vera.

Hér má sjá breytingu milli ára, á eyðslu ferðamanna.

Hvað ger­ist á háanna­tím­an­um?

Þrátt fyrir allt, þá hefur fjölg­unin verið mikil á þessu ári, miðað við metárið í fyrra. Sam­tals hafa 752 þús­und erlendir ferða­menn heim­sótt land­ið, en það er meira en allt árið 2011, svo dæmi sé tek­ið. Í fyrra komu 1,8 millj­ónir ferða­manna til lands­ins en spár grein­enda hafa flestar gert ráð fyrir að þeir verði 2,3 millj­ónir á þessu ári.

Það er frekar á lands­byggð­inni sem fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafa fundið fyrir sam­drætti en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en svo virð­ist sem ferða­menn séu að ferð­ast minna um landið nú en áður. Háanna­tím­inn er þó framund­an, í júlí og ágúst, og sést oft eftir þann tíma hvernig staða mála verð­ur.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar