Sterkt gengi farið að kæla ferðaþjónustuna

Þrátt fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni þá eru ferðamenn farnir að eyða minnu. Bretar, sem lengi vel voru mikilvægasti hópur ferðamanna, koma nú síður til landsins.

7DM_4140_raw_1609.JPG
Auglýsing

Þrátt fyrir mik­inn vöxt í komu ferða­manna það sem af er þá benda nýj­ustu tölur til þess að umtals­verðar breyt­ingar séu að verða á ferða- og neyslu­venjum ferða­manna hingað til lands, frá því sem hefur verið und­an­farin ár. Margt bendir einnig til þess að tölu­verð styrk­ing krón­unnar und­an­farin miss­eri, gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, sé farin að hafa mikil áhrif á ferða­þjón­ust­una.

Kald­ari maí

Í maí var vöxt­ur­inn í korta­veltu 7,1 pró­sent, miðað við sama mánuð í fyrra, en á fyrstu mán­uðum árs­ins var vöxt­ur­inn á bil­inu 25 til 49 pró­sent, miðað við árið á und­an.

Í umfjöllun Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­innar segir að fast­lega megi búast við því að ástæða minni korta­veltu megi rekja til sterk­ari gengis krón­unn­ar.

Auglýsing

Í maí var sam­dráttur í nokkrum flokkum erlendrar korta­veltu. Í verslun dróst greiðslu­korta­velta versl­unar saman um 4,7% frá fyrra ári, úr 2,3 millj­örðum króna í maí 2016 í 2,2 millj­arða króna í maí á þessu ári. Korta­velta í gjafa- og minja­gripa­verslun dróst saman um 18,9%, fata­verslun dróst saman um 5,9%, toll­frjáls verslun um 7,4% og önnur verslun um 10,9%, að því er fram kemur í umfjöllun Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar.

Kortavelta ferðamanna hefur farið minnkandi.

Bretar koma síður

Nýj­ustu tölur Ferða­mála­stofu sýna að ferða­þjón­ustan er orðin veru­lega háð ferða­mönnum frá Banda­ríkj­un­um, en af um 146 þús­und ferða­mönnum sem komu til lands­ins í maí voru 43 þús­und frá Banda­ríkj­un­um. Næsta land þar á eftir er Bret­land, en þaðan komu 11.400 ferða­menn í maí, sem er 28 pró­sent minnkun frá því árið á und­an. Bret­land var lengi vel stærsta ein­staka landið í komum ferða­manna til lands­ins, en í maí komu næstum fjór­falt fleiri frá Banda­ríkj­un­um.

Mikil breyt­ing hefur orðið á gengi krón­unnar gagn­vart pund­inu á und­an­förnu ári og má segja að lang­sam­lega áhrifa­mesti atburð­ur­inn í þeirri þróun hafi verið Brex­it-­kosn­ingin í fyrra sum­ar, en frá þeim tíma hefur pundið veikst umtals­vert. Það kostar nú tæp­lega 130 krónur en skömmu fyrir kosn­ing­una kost­aði það 206 krón­ur. Þessi mikla verð­hækk­un, í huga ferða­manna, hefur eðli­lega dregið úr eft­ir­spurn, en erfitt er að segja til um hvort þessi þróun er komin til að vera.

Hér má sjá breytingu milli ára, á eyðslu ferðamanna.

Hvað ger­ist á háanna­tím­an­um?

Þrátt fyrir allt, þá hefur fjölg­unin verið mikil á þessu ári, miðað við metárið í fyrra. Sam­tals hafa 752 þús­und erlendir ferða­menn heim­sótt land­ið, en það er meira en allt árið 2011, svo dæmi sé tek­ið. Í fyrra komu 1,8 millj­ónir ferða­manna til lands­ins en spár grein­enda hafa flestar gert ráð fyrir að þeir verði 2,3 millj­ónir á þessu ári.

Það er frekar á lands­byggð­inni sem fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafa fundið fyrir sam­drætti en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en svo virð­ist sem ferða­menn séu að ferð­ast minna um landið nú en áður. Háanna­tím­inn er þó framund­an, í júlí og ágúst, og sést oft eftir þann tíma hvernig staða mála verð­ur.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar