Sterkt gengi farið að kæla ferðaþjónustuna

Þrátt fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni þá eru ferðamenn farnir að eyða minnu. Bretar, sem lengi vel voru mikilvægasti hópur ferðamanna, koma nú síður til landsins.

7DM_4140_raw_1609.JPG
Auglýsing

Þrátt fyrir mik­inn vöxt í komu ferða­manna það sem af er þá benda nýj­ustu tölur til þess að umtals­verðar breyt­ingar séu að verða á ferða- og neyslu­venjum ferða­manna hingað til lands, frá því sem hefur verið und­an­farin ár. Margt bendir einnig til þess að tölu­verð styrk­ing krón­unnar und­an­farin miss­eri, gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um, sé farin að hafa mikil áhrif á ferða­þjón­ust­una.

Kald­ari maí

Í maí var vöxt­ur­inn í korta­veltu 7,1 pró­sent, miðað við sama mánuð í fyrra, en á fyrstu mán­uðum árs­ins var vöxt­ur­inn á bil­inu 25 til 49 pró­sent, miðað við árið á und­an.

Í umfjöllun Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­innar segir að fast­lega megi búast við því að ástæða minni korta­veltu megi rekja til sterk­ari gengis krón­unn­ar.

Auglýsing

Í maí var sam­dráttur í nokkrum flokkum erlendrar korta­veltu. Í verslun dróst greiðslu­korta­velta versl­unar saman um 4,7% frá fyrra ári, úr 2,3 millj­örðum króna í maí 2016 í 2,2 millj­arða króna í maí á þessu ári. Korta­velta í gjafa- og minja­gripa­verslun dróst saman um 18,9%, fata­verslun dróst saman um 5,9%, toll­frjáls verslun um 7,4% og önnur verslun um 10,9%, að því er fram kemur í umfjöllun Rann­sókn­ar­set­urs versl­un­ar­inn­ar.

Kortavelta ferðamanna hefur farið minnkandi.

Bretar koma síður

Nýj­ustu tölur Ferða­mála­stofu sýna að ferða­þjón­ustan er orðin veru­lega háð ferða­mönnum frá Banda­ríkj­un­um, en af um 146 þús­und ferða­mönnum sem komu til lands­ins í maí voru 43 þús­und frá Banda­ríkj­un­um. Næsta land þar á eftir er Bret­land, en þaðan komu 11.400 ferða­menn í maí, sem er 28 pró­sent minnkun frá því árið á und­an. Bret­land var lengi vel stærsta ein­staka landið í komum ferða­manna til lands­ins, en í maí komu næstum fjór­falt fleiri frá Banda­ríkj­un­um.

Mikil breyt­ing hefur orðið á gengi krón­unnar gagn­vart pund­inu á und­an­förnu ári og má segja að lang­sam­lega áhrifa­mesti atburð­ur­inn í þeirri þróun hafi verið Brex­it-­kosn­ingin í fyrra sum­ar, en frá þeim tíma hefur pundið veikst umtals­vert. Það kostar nú tæp­lega 130 krónur en skömmu fyrir kosn­ing­una kost­aði það 206 krón­ur. Þessi mikla verð­hækk­un, í huga ferða­manna, hefur eðli­lega dregið úr eft­ir­spurn, en erfitt er að segja til um hvort þessi þróun er komin til að vera.

Hér má sjá breytingu milli ára, á eyðslu ferðamanna.

Hvað ger­ist á háanna­tím­an­um?

Þrátt fyrir allt, þá hefur fjölg­unin verið mikil á þessu ári, miðað við metárið í fyrra. Sam­tals hafa 752 þús­und erlendir ferða­menn heim­sótt land­ið, en það er meira en allt árið 2011, svo dæmi sé tek­ið. Í fyrra komu 1,8 millj­ónir ferða­manna til lands­ins en spár grein­enda hafa flestar gert ráð fyrir að þeir verði 2,3 millj­ónir á þessu ári.

Það er frekar á lands­byggð­inni sem fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu hafa fundið fyrir sam­drætti en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en svo virð­ist sem ferða­menn séu að ferð­ast minna um landið nú en áður. Háanna­tím­inn er þó framund­an, í júlí og ágúst, og sést oft eftir þann tíma hvernig staða mála verð­ur.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar