Aflandskrónueigendur sem neita að fara

Hluti þeirra sjóða sem eiga aflandskrónur hérlendis hafa staðið af sér afarkosti íslenskra stjórnvalda. Og þeir hafa mokgrætt á því. Nú bíða þeir eftir því að höftum á aflandskrónum verði lyft, og allt lítur út fyrir að það verði gert á þessu ári.

Ríkir
Auglýsing

Föstu­dag­inn 23. júní til­kynnti Seðla­banki Íslands um loka­upp­gjör um kaup á aflandskrón­um. Nið­ur­staðan var sú að eig­endur alls 88 millj­arða króna í slíkum krónum sögðu nei takk við til­boði Seðla­bank­ans. Þeir vilja frekar geyma krón­urnar hér­lend­is.

Þann 12. mars til­kynnti Seðla­bank­inn að hann hefði náð sam­komu­lagi við hluta aflandskrónu­eig­enda um að kaupa krón­urnar af þeim á geng­inu 137,5 krónur fyrir hverja evru. Eig­endur um 90 millj­arða króna tóku því til­boði en eig­endur um 110 millj­arða kóna höfn­uðu því. Seðla­bank­inn bauð þá eft­ir­legukind­unum sömu kjör og ítrek­aði það boð tví­veg­is, þann 4. apríl og 5. maí. Frest­ur­inn til að ganga að til­boð­inu rann út 15. júní og þá kom í ljós að Seðla­bank­anum hafði ein­ungis tek­ist að kaupa 22,4 millj­arða króna í við­bót. Eig­endur þorra þeirra aflandskróna sem enn eru í íslensku hag­kerfi, alls 88 millj­arða króna, höfn­uðu til­boð­inu.

Afar­kostir sem ekki var staðið við

Spólum enn lengra til baka. Þegar íslensk stjórn­völd til­kynntu um stór skref í átt að losun hafta sum­arið 2016 var dig­ur­barka­lega sagt að meðal ann­ars ætti að leysa aflandskrónu­vand­ann. Hann var þá um 319 millj­arðar króna. Þeir afar­kostir voru þannig að annað hvort myndu þeir sætta sig við það gengi sem Seðla­banki Íslands bauð þeim fyrir krón­urnar þeirra eða að eignir þeirra yrðu settar inn á nær vaxta­lausa reikn­inga í refs­ing­ar­skyni og þeim færu aft­ast í röð­ina þegar kæmi að því að fá að yfir­gefa íslenskt efna­hags­kerfi eftir losun hafta.

Auglýsing

Í kjöl­farið var hlaðið í aflandskrón­u­út­boð þar sem eig­endum krón­anna, sem voru að mestu banda­rískir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir, bauðst að selja þær á 190 krónur fyrir hverja evru. Skráð gengi evru var á þeim tíma 138,6 krónur og því var ljóst að ríkið ætl­að­ist til þess að við­kom­andi sjóðir myndu taka á sig tölu­vert högg gegn því að fá að fara út með krón­urn­ar.

Skemmst er frá því að segja að flestir aflandskrónu­eig­end­urnir neit­uðu að taka þátt. Líkt og sagt er á póker­máli þá „köll­uðu“ þeir hótun íslenskra stjórn­valda og ákváðu frekar að spila áfram til að sjá hverju það myndi skila þeim. Fjár­­hæð sam­­þykktra til­­­boða í báðum útboð­unum var 83 millj­­arðar króna sem þýddi að þorri eig­enda krón­anna fannst til­boðið ekki ásætt­an­legt.

Ákvörðun sem marg­borg­aði sig

Þann 12. mars 2017 var svo blásið til blaða­manna­fund­ar. For­ingjar nýrrar rík­is­stjórn­ar, sem hafði tekið við völdum tveimur mán­uðum áður, til­kynntu hróð­ugir að þeir ætl­uðu að afnema höft. Það var var reyndar aðeins ofsögum sagt, þótt höft hafi verið losuð að mestu þá eru slík enn við lýði, t.d. tak­mark­anir á ráð­stöfun aflandskróna.Leiðtogar ríkisstjórnarinnar og seðlabankastjóri kynna skref í átt að frekari losun hafta 12. mars 2017. Á meðal þess sem þeir kynntu var samkomulag við hluta aflandskrónueigenda.

Sam­tímis var til­kynnt um að samið hefði verið við hluta aflandskrónu­eig­enda um að kaupa krónur þeirra á 137,5 krónur á hverja evru. Um var að ræða eig­endur um 90 millj­arða króna. Ljóst var að ákvörðun þeirra um að hafna þátt­töku í útboð­unum sem fram fóru sum­arið 2016 hafði marg­borgað sig. Ávinn­ingur þeirra í evrum talið var 38 pró­sent. Þ.e. þeir fengu um 38 pró­sent fleiri evrur fyrir krón­urnar sínar en þeir hefðu fengið ef sjóð­irnir hefðu tekið til­boði Seðla­banka Íslands í fyrra­sum­ar. Þeir höfðu þegar mok­grætt á því að hafna til­boð­inu.

Raunar hefur krónan styrkst svo mikið síðan þá að skráð gengi Seðla­banka Íslands á þeim tíma sem útboðið fór fram, sem var 16. júní 2016, var 138,6 krónur gagn­vart evru. Það þýddi að vog­un­ar­sjóð­irnir sem eiga þessar krónu­eignir fengu fleiri evrur fyrir krón­urnar sínar en ef þeir hefðu fengið að skipta þeim í banka síð­ast­liðið sum­ar.

Lík­lega eitt­hvað til­kynnt á þessu ári

Ekki voru þó allir til­búnir til að taka þessu til­boði. Eig­endur um 105 millj­arða króna sögðu áfram beint út nei, við munum ekki semja um að gefa afslátt af eignum okk­ar. Krónan hafði enda styrkst mikið og vænt­ingar eru til þess að sú styrk­ing haldi áfram. Erfitt er að sjá hvar í heim­inum þessir fjár­festar gætu fengið betri ávöxtun á pen­ing­anna sína og þess vegna voru þeir bara til­búnir til að bíða áfram. Sjá hvað myndi gerst. Í versta falli tækju þeir út meiri geng­is­styrk­ingu.

Á blaða­manna­fund­inum hróð­uga þann 12. mars var greint frá því að þeim aflandskrónu­eig­endum sem ekki höfðu tekið til­boði stjórn­valda stæði til boða að taka því í tvær vikur til við­bót­ar. Þeir gætu sem sagt selt krón­urnar sínar á geng­inu 137,5 krónur á hverja evru.

Þegar þær tvær vikur voru liðnar var tíma­frest­ur­inn lengd­ur. Og á end­anum varði hann til 15. júní, eða í rúma þrjá mán­uði. Þessi skortur á stað­festu var ekki til að auka trú­verð­ug­leika Seðla­banka Íslands í mál­inu. Á end­anum skil­aði þessi bið litlu. Flestir aflandskrónu­eig­end­urnir sem ósamið var við sögðu áfram nei takk. Enn standa eftir 88 millj­arðar króna af aflandskrónum og eru ekk­ert að flýta sér út úr íslenskri efna­hags­lög­sögu.

Og þeir fengu ágætis stað­fest­ingu á því að þeir þyrftu ekk­ert að vera að hugsa um til­boð stjórn­valda, og það að gefa eftir hluta eigna sinna, þann 9. maí þegar Guð­rún Þor­leifs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sagði í sam­tali við Reuters að það væri nauð­syn­legt að breyta lögum til að losa um þær aflandskrónur sem enn sitja eft­ir. „Lík­lega mun rík­is­stjórnin til­kynna um eitt­hvað síðar á þessu ári,“ sagði Guð­rún. Í ljósi þess að skráð gengi evru hjá Seðla­banka Íslands er um 118 krónur er ólík­legt að aflandskrónu­eig­endur sam­þykki til­boð um að gefa 16,5 pró­sent af eignum sínum eftir þegar fyrir liggur að stjórn­völd ætli að losa um hömlur á þær síðar á þessu ári.

Póli­tískt mál

Aflandskrónu­með­ferðin er líka hápóli­tískt mál. Dag­inn eftir hafta­los­un­ar­blaða­manna­fund­inn, þann 13. mars 2017, hélt Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræðu á Alþingi. Þar sagði hann að mög­u­­­legt hefði verið að þurrka upp aflandskrón­u­vand­ann í kringum útboðið sem Seðla­­­bank­inn hélt um mitt síð­­­asta ár, með því að lækka gengið aðeins. Það hafi ekki verið gert og nú sé hægt að sjá það glöggt að skyn­­­sam­­­legt hefði verið að gera það. „Í ráðu­­­neyt­inu heyri ég að lík­­­­­legt sé að á þeim tíma hefði verið hægt að þurrka snjó­­­hengj­una svo­­­nefndu upp að mestu leyti ef gengið hefði verið á milli 165 og 170 krónur á evru. Nú sjáum við glöggt að skyn­­­sam­­­legt hefði verið að ljúka við­­­skipt­unum á því gengi.  Þá­ver­andi stjórn­­­völd ákváðu að gera það ekki. Kannski vegna þess sjón­­­­­ar­miðs að með því  hefði verið gert allt of vel við aflandskrón­u­eig­end­­­ur.  Eftir á sjá allir að Íslend­ingar hefðu grætt mjög mikið á því að ljúka dæm­inu þá, en menn misstu af því tæki­­­færi.“

Þetta er póli­tískt við­kvæmt í ljósi þess að fyr­ir­renn­ari Bene­dikts í starfi er Bjarni Bene­dikts­son, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra og sá sem leiðir rík­is­stjórn­ina ásamt Bene­dikt.

Björn Valur Gísla­son, vara­for­maður Vinstri grænna, lagði skrif­lega fyr­ir­spurn fyrir Bene­dikt um málið sem hann svar­aði í byrjun maí. Þar sagði hann enga rann­­sókn vera hafna á því af hverju Bjarni hafi ekki „nýtt tæki­­færið“ í fyrra til að leysa vand­ann á þeim for­­sendum sem Bene­dikt tal­aði um í ræðu sinni 13. mars. Hann sagði enga slíka rann­­sókn heldur vera í far­vatn­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar