Fimm atriði sem allir geta verið sammála um í loftslagsmálum

Það eru ekki allir sammála um að loftslagsbreytingar séu raunverulegar. En það hljóta allir að vera sammála um þessi fimm atriði.

Það verður seint komst hjá því að manneskjan muni menga, en það er hægt að takmarka mengunina sem hlýst af manna völdum.
Það verður seint komst hjá því að manneskjan muni menga, en það er hægt að takmarka mengunina sem hlýst af manna völdum.
Auglýsing

Lofts­lags­mál eru eitt mik­il­væg­asta við­fangs­efni mann­kyns um þessar mund­ir. Lofts­lags­mál fjalla ekki aðeins um byggi­leika afskekktra eyja eða skóg­ar­elda sem ógna heim­ilum millj­óna um heim all­an. Lofts­lags­mál varða til­veru mann­kyns á jörð­inni.

Lofts­lags­mál eru þess vegna ekki aðeins verk­efni stjórn­mála­manna eða veð­ur­fræð­inga heldur verk­efni alls mann­kyns. Það er mik­il­vægt að allir sem hafa til þess ein­hver efni leggi hönd á plóg.

Enn eru þó þeir sem telja lofts­lags­vand­ann ekki vera raun­veru­leg­an. Efa­semda­fólk skipt­ist raunar í tvo hópa: Þau sem hafna því að hlýnun lofts­lags sé að eiga sér stað og þau sem segja vanda­málið raun­veru­legt en halda því fram að það sé ekki af manna­völd­um.

Sann­fær­ing fólks, hvort sem það er um að lofts­lags­vand­inn sé raun­veru­legur eða ekki, byggir oftar en ekki á því sem okkur er sagt. Meiri­hluti mann­kyns mun ekki finna fyrir lofts­lags­vand­anum á eigin skinni fyrr en eftir mörg ár eða ára­tugi.

Auglýsing

Fólk verður því að taka afstöðu til þess sem vís­inda­menn hafa sýnt fram á og bera sig eftir skýr­ingum á því sem það skilur ekki. Það getur reynst erfitt að kynna sér allar mögu­legar birt­ing­ar­myndir lofts­lags­breyt­inga.

Hér á eftir fara fimm atriði sem allir ættu að geta verið sam­mála um að séu raun­veru­lega til marks um að lofts­lags­breyt­ingar séu þegar farnar að hafa áhrif á ver­öld­ina okkar og lífs­við­ur­væri.

Mengun er slæm

Það er aug­ljóst að súr­efni og loft­gæði eru lífs­nauð­syn­legir þættir fyrir allt líf á jörð­inni. Það liggur í augum uppi að lífs­gæði fólks skerð­ast veru­lega ef loft­gæðin eru slæm, enda eykur það lík­urnar á önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um, eykur óþæg­indi og getur dregið fólk til dauða ef aðstæð­urnar eru sér­stak­lega slæmar í lengri tíma.

Í drögum að nýrri áætlun um loft­gæði á Íslandi til 12 ára, sem birt var á vef Umhverf­is­stofn­unar á fimmtu­dag, kemur fram að nærri 80 ótíma­bær dauðs­föll megi rekja til útsetn­ingar svifryks á Íslandi á hverju ári.

Ísland er hins vegar mun betur statt en mörg önnur ríki heims. Það þekkja eflaust flestir myndir úr stærstu borgum Kína þar sem mengun innan borg­anna er svo mikil að ekki sést á milli húsa.

Loftgæði eru víða mjög slæm í stórum iðnborgum.

Mann­eskjan mengar

Það vefst eng­inn í vafa um að með auknum umsvifum mann­fólks á jörð­inni þá hefur mann­fólk­inu tek­ist að menga vist­ar­verur sínar í nátt­úr­unni. Við röskum heilu vist­kerf­unum með áhrifum okk­ar, hvort sem það er við upp­gröft nátt­úru­legra efna eða við notkun þeirra.

Þegar hvað verst hefur farið hafa heilu land­svæðin orðið óbyggi­leg vegna umsvifa manns­ins. Þekktasta dæmið um þetta er kannski kjarn­orku­slysið í Cherno­byl í Úkra­ínu, þar sem geislun er svo mikil að engu lif­andi er hætt að vera þar nema hljóta var­an­legan skaða af.

Allt mann­fólk mengar líka á hverjum ein­asta degi, hjá því verður ekki kom­ist. Sumir menga hins vegar mun meira en aðrir og má nær und­an­tekn­ing­ar­laust skipta mann­kyni í hópa eftir búsetu á jörð­inni hvað þetta varð­ar. Þar sem vel­megun er meiri mengar fólk meira.

Hvers konar mengun er gríðarlega slæm fyrir náttúruna og lífsgæði mannfólks.

Það verður óhjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur mann­fólks að það meng­ar. Lausnin er hins vegar að draga úr þess­ari mengun þar sem það er hægt.

Á Íslandi geta ein­stak­lingar brugð­ist við með því að keyra minna, nýta sér vist­vænni sam­göng­ur, flokka rusl, versla vist­vænni vörur og taka fjöl­nota poka með í inn­kaupa­ferð­ir. Svona mætti lengi telja upp lausn­ir.

Hægt er að kynna sér betur hvernig þú getur brugð­ist við á sér­stökum vef Umhverf­is­stofn­unar fyrir ein­stak­linga.

Ofsa­veður

Hnatt­rænt hita­stig hefur hækkað hratt und­an­farna ára­tugi. Hita­met á árs­grund­velli hafa fallið oft á síð­ustu árum. Árið 2016 var til dæmis lang heitasta ár að jafn­aði síðan nútíma­mæl­ingar hófust á síð­ari hluta 19. ald­ar.

Þurrkar ógna stórum landsvæðum þar sem hægt hefur verið að stunda búskap í árhundruð.

Sveifl­urnar eru hins vegar ekk­ert ofboðs­lega miklar á hverjum stað fyrir sig, en þær geta haft gríð­ar­leg áhrif á veðra­kerfi. Mun fleiri ofsa­veður víða um heim eru rakin til hækk­unar með­al­hita­stigs um fáeinar gráð­ur.

Breytt veð­ur­mynstur hafa einnig haft breyt­ingar á úrkomu­mynstri í för með sér. Stór hluti mann­kyns reiðir sig sér­stak­lega á árs­tíða­bundin úrkomu­tíma­bil sem hafa raskast. Á stórum svæðum rignir orðið lítið sem ekk­ert allan árs­ins hring sem ógnað hefur vatns­bú­skap og neyslu­vatn­stöðu fjöl­mennra svæða. Fjöl­menn­asta ríki Banda­ríkj­anna, Kali­forn­ía, hefur glímt við þetta vanda­mál und­an­farin ár.

Ísinn hverfur

Hlýnun jarðar hefur það í för með sér að ísbreiður heims­ins, hvort sem það er í sjó eða á landi, bráðna. Það liggja ekki flókin vís­indi að baki þess­ari stað­reynd; Ís bráðnar og verður að vatni ef hita­stigið umhverfis hann er hærra en 0 gráð­ur.

Stórar ísbreiður á norð­ur- og suð­ur­hveli jarðar gegna mik­il­vægu hlut­verki í temprun hita­stigs á jörð­inni. Það er hlut­verk sem vís­inda­menn eru sífellt að skilja bet­ur, eftir því sem ísbreið­urn­ar, sér­stak­lega á norð­ur­skaut­inu, bráðna meira.

Bráðnun hafíss og jökla er ein helsta, og myndrænasta, birtingarmynd loftslagsbreytinga.

Hvítur ísinn end­ur­kastar geislum sólar aftur út í geim. Sól­ar­orkan bind­ist þess vegna ekki innan loft­hjúps jarðar eða í höf­un­um. Eðli máls­ins sam­kvæmt end­ur­kast­ast færri sól­ar­geisl­ar, því minni sem ísbreiðan er.

Bráð­inn ísinn, vatn­ið, rennur á end­anum allur til sjáv­ar. Aukið magn ferskvatns og mun kald­ara vatn hefur áhrif á haf­strauma og þar af leið­andi mann­vist á jörð­inni. Heitir haf­straumar sem ber­ast til Íslands flytur einnig hlýrra loft hingað (hvort sem við kunnum að meta lægð­irnar eða ekki) og skapa skil­yrði fyrir fiski­teg­undir í höf­unum umhverfis land­ið.

Lofts­lags­flótti

Mann­eskjan er mjög háð nátt­úr­unni og á allt undir því komið að nátt­úru­legar aðstæður breyt­ist ekki í umhverfi sínu. Vegna lofts­lags­breyt­inga hafa nátt­úru­legar aðstæður hins vegar verið að breyt­ast þannig að fólk þarf að yfir­gefa heim­kynni sín.

Breyt­ing­arnar geta verið vegna þurk­ka, eyði­merk­ur­mynd­un­ar, hækk­unar sjáv­ar­borðs eða breyt­ingar á árs­tíða­bund­inni úrkomu. Vegna þurrka er hættan á gróð­ur­eldum mun meiri en ella, vegna mik­illa svæð­is­bund­inna hita­breyt­inga mynd­ast eyði­merkur því engar plöntur geta gróið í þurrum hit­anum og bráðnun heim­skauta­íss veldur hækkun á yfir­borði sjávar sem gengur á land og hrifsar með sér allt sem í vegi verð­ur.

Allt eru þetta vanda­mál sem fólk víða í heim­inum glímir við í dag.

Skógareldar geysa nú í Súmötru.

Stjórn­völd í eyrík­inu Kírí­bati hafa til dæmis fest kaup á land­svæði á Fiji-eyjum til þess að tryggja fólki sínu stað í ver­öld­inni eftir að eyj­urnar sökkva í sæ.

Mongólar berj­ast við Gobi-eyði­mörk­ina sem étur sífellt stærri svæði af Mongólíu og ógnar efna­hags­legri afkomu sam­fé­lags­ins.

Talið er að fólks­flótti vegna lofts­lags­breyt­inga muni verða ein helsta ástæða stríðs og átaka í fram­tíð­inni, þegar nátt­úran hristir upp í gæðum jarðar og bar­áttan um lífs­nauð­synjar hefst fyrir alvöru.

Þessi spá kann að hafa ræst nú þeg­ar. Vís­inda­menn hafa fært rök fyrir (sjá td. hér og hér) því að upp­reisnin í Araba­heim­inum í byrjun þessa ára­tugs, oft kölluð arab­íska vorið, hafi verið hrundið að hluta til vegna lofts­lags­breyt­inga. Fæðu­skortur hafi aukið á þá óánægju sem var fyrir í þessum sam­fé­lög­um. Enn er barist á bana­spjótum í Sýr­landi, jafn­vel þó ástæður átak­anna séu aðrar nú.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar