#mið-austurlönd

Hvernig varð Katar að einangruðu ríki?

Viðskiptabann níu Mið-Austurlandaríkja við Katar hefur nú staðið yfir í rúman mánuð. Hvers vegna var því komið á og hverjir bera ábyrgð á því?

Sádí-Arabar eru leiðandi í viðskiptabanni við Katar.
Sádí-Arabar eru leiðandi í viðskiptabanni við Katar.

Við­skipta­bann hefur ríkt milli Katar og níu ann­arra ríkja í Mið-Aust­ur­löndum und­an­farnar vik­ur. Banda­rískir fjöl­miðlar sök­uðu Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin um að hafa leitt til banns­ins með því að hakka sig inn á heima­síður kat­ar­skra yfir­valda, en fursta­dæmin höfn­uðu ásök­un­unum í dag. En um hvað snýst bannið í raun og veru?

Þann fimmta júní síð­ast­lið­inn settu  Sádí Arab­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in, Egypta­land og Bahrain á við­skipta­bann við Kat­ar. Ástæða banns­ins var sögð vera meintur fjár­stuðn­ingur og hýs­ing hryðju­verka­hópa, til dæmis Al-Qu­aeda og Múslímska bræðra­lag­ið. Tveimur dögum seinna settu svo fimm önnur ríki í heims­hlut­anum á við­skipta­bann við land­ið. Katörsk yfir­völd hafa neitað ásök­unum og segja þær raka­laus­ar.

Auglýsing

Vinir Írans

Þótt stuðn­ingur við hryðju­verka­menn sé opin­bera skýr­ing við­skipta­banns­ins hafa stjórn­mála­skýrendur bent á aðrar flókn­ari ástæð­ur, til dæmis meint náið sam­band Katar við óvina­ríki Sádí-­Ar­ab­íu. Tveimur vikum fyrir bannið lok­uðu stóru ríkin í Persaflóa fyrir útsend­ingar kat­ar­skra sjón­varps­stöðva, þeirra á meðal Al Jazeera, vegna vina­legra ummæla í garð Írans og Ísra­els. 

Þar var haft eftir emírnum af Katar, Sjeik Tamin Al Hamad Al Thani, að Íran væri íslamskt veldi og að sam­band Kat­ara við Ísra­ela væri gott. Emírinn af Katar, Sheikh Al-Thani.Í kjöl­far lokun útsend­ing­anna svör­uðu Yfir­völd í Katar að umræddar fréttir væru fals­að­ar, sjón­varps­stöðvar og heima­síður þar í landi hafi orðið fyrir tölvu­árás­um. Þetta stað­festi Was­hington Post svo þann 6. Júní, en í frétt þeirra kemur fram að tölvu­árás hafi verið fram­kvæmd og að Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin hafi staðið að baki þeim.

Í dag neit­uðu svo yfir­völd í  fursta­dæm­unum ásök­unum Was­hington Post en Anwar Gargash, utan­rík­is­ráð­herra þeirra, kall­aði frétt­ina „hrein­lega ranga“ í ræðu sem hann hélt hjá bresku hug­veit­unni Chat­ham House í London í dag. 

Við­brögð Vest­ur­landa

Banda­ríkin hafa löngum verið mik­il­vægur banda­maður Sádí-­Ar­ab­íu, en í nýlegri ræðu sagði Banda­ríkja­for­seti Íran, höf­uð­ó­vin Sáda, vera stærstu ógn Mið-Aust­ur­landa. Í kjöl­far við­skipta­banns­ins vildi hann einnig meina að hann hafi átt óbeinan þátt í því, ef marka má upp­færslu hans á Twitt­er: 

Efna­hags­leg áhrif deil­unnar í Persaflóa hafa hins vegar ekki enn verið greini­leg á Vest­ur­lönd­um, en víða var ótt­ast um að olíu­verð myndi hækka í kjöl­far þeirra. Það hefur ekki ger­st, en frá 5. Júní til 17. Júlí hefur heims­mark­aðs­verð olíu lækkað um 3%.

Herða skrúf­urnar

Óvíst er hvernig fram­haldið verð­ur, en CNN hefur kallað málið eina stærstu stjórn­málakrísu Mið-Aust­ur­landa síð­ustu ára. Fyrir tveimur vikum síðan virt­ist sem vísir að samn­inga­við­ræðum væri að myndast, en þá gáfu Persaflóa­ríkin Katar auka tíma til að verða við kröfum þeirra. Í ræðu sinni hjá Chat­ham House gaf Gargash hins vegar í skyn að vænta mætti frek­ari refsi­að­gerða, mögu­lega brott­vísun úr stjórn­mála­sam­starfi Persaflóa­ríkj­anna.

„Við munum herða skrúf­urnar eitt­hvað meira,“ sagði Gargash í nýlegu við­tali tengdu ræð­unni.Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiErlent