Gömlu bílarisarnir í kröppum dansi með nýju, flottu krökkunum

Hvað eiga rótgrónu bílarisarnir að gera í nýjum og kúl bílaframleiðendum? Hallgrímur Oddsson fjallar um framtíð samgangna á vefnum Framgöngur.

Tesla er eitt þeirra nýju fyrirtækja sem framleiða eingöngu rafbíla.
Tesla er eitt þeirra nýju fyrirtækja sem framleiða eingöngu rafbíla.
Auglýsing

Fram­­göng­­ur.is er nýr vefur þar sem fjallað er um fram­­tíð sam­­göng­u­­mála og reynt að dýpka og auðga umræð­una um fram­­tíð­­ar­horfur í sam­­göng­u­­málum og ferða­mát­­um. Greinin birt­ist fyrst á vef Fram­­gangna.

Schumpet­er, einn nafn­lausra skoð­ana­dálka í the Economist tíma­rit­inu, fjall­aði nýlega um bar­áttu rót­grónu bíla­fram­leið­end­anna í Detroit-­borg í Banda­ríkj­unum við að halda í við tækni­fyr­ir­tækin í Sílíkon­dal. Umfjöll­un­ar­efni Schumpeter var sögu­lega lágt hluta­bréfa­gengi gömlu risanna í Ford og General Motors, á sama tíma og fjár­festar á Wall Street sýna nýjum fyr­ir­tækjum sem starfa í sam­göngu­geir­anum mik­inn áhuga: fyr­ir­tækj­unum sem nú leiða þróun raf­magn­s­væð­ingar bíla­flot­ans, deili­bíla og sjálf­keyr­andi bíla.

Schumpeter segir bílaris­ana í Detroit standa frammi fyrir klass­ískri klemmu þeirra sem fyrir eru á mark­að­i. „Und­ir­liggj­andi breyt­ingar í bíla­iðn­að­inum eru raun­veru­leg­ar: það hvernig bílar eru búnir til og þeir not­aðir er að breyt­ast. En þró­unin er umlukin öfg­um. Félögin í Detroit standa frammi fyrir klass­ískri klemmu þeirra sem fyrir eru á mark­aði (e. classic incum­bent’s dilemma). Þau verða að sýna að þau geti dansað með flottu krökk­un­um, án þess að tapa vesk­inu eða virð­ingu sinn­i.“

Auglýsing

Brekka hjá GM og Ford

Þrátt fyrir að Detroit borg, sem stundum er kölluð Motor City vegna umfangs­mik­ils bíla­iðn­aðar á svæð­inu, rétti þessi miss­erin úr kútnum eftir erf­iðan ára­tug í kjöl­far efna­hags­hruns­ins, þá hefur tveimur stærstu bíla­fram­leið­end­unum GM og Ford gengið illa að heilla fjár­festa á nýjan leik. Hlut­fall mark­aðsvirðis félag­anna af hagn­aði (Price-Earn­ing hlut­fall) er í lægstu lægð­um, og meðal þess lægsta sem sést hjá skráðum félögum í S&P 500 vísi­töl­unni.

Þetta telur Schumpeter óheilla­merki. „Lágt P/E hlut­fall er leið mark­að­ar­ins til að segja þér að rekst­ur­inn eins og þú þekkir hann er búinn að ver­a.“ Þrátt fyrir að félögin tvö hafi sam­an­lagt hagn­ast um 18 millj­arða doll­ara á síð­asta ári, þá er mark­aðsvirði þeirra aðeins 98 millj­arðar doll­ara. „Þetta hlut­fall bendir til að hagn­aður félag­anna muni helm­ing­ast eða þaðan af verra, og hratt,“ segir í Schumpet­er-­dálk­in­um, sem nefndur er í höf­uðið á hag­fræð­ingnum þekkta.

Er verð­lagn­ingin sann­gjörn?

Virði Uber, Tesla og Waymo (dótt­ur­fé­lags Alp­habet, sem áður hét Goog­le), er í öllum til­vikum hærra en mark­aðsvirði gömlu bílarisanna. Þrátt fyrir tap­rekstur þeirra í dag og mun minni sölu en hjá GM og Ford, þá eru vænt­ingar til fram­tíðar miklar sem end­ur­spegl­ast í fjár­hags­mati á félög­un­um. Til dæmis telja grein­endur Morgan Stanley bank­ans að Waymo, sem nú vinnur að þróun sjálf­keyr­andi tækni, muni selja fyrir meira en 200 millj­arða doll­ara fyrir árið 2030. Það myndi gera Waymo eitt og sér að fimmta stærsta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. „Ekki slæmt, að því gefnu að fyr­ir­tækið hefur engar vörur til sölu,“ segir Schumpeter háðs­lega.

Hér má sjá markaðsvirði Tesla, GM og Ford í apríl 2017, tekjur félaganna á árinu 2016, framleiðslu og rekstrarafkomu. Stjórnendur bílarisanna telja verðlagningu ekki í samræmi við undirliggjandi rekstur.

Stjórn­endur Ford og GM telja verð­lagn­ingu á sínum félögum ósann­gjarna og ekki end­ur­spegla raun­veru­leik­ann. Þeir telja fjár­festa í dag gera tvenn mis­tök. Í fyrsta lagi van­meti fjár­festar hversu erfitt það er að fjölda­fram­leiða bíla. Stjórn­end­urnir benda á að Tesla fram­leiðir í dag 1% af þeim fjölda sem GM fram­leiðir á ári. Í öðru lagi van­meti fjár­festar lík­urnar á að innan bílarisanna séu fyr­ir­tæki eða rekstr­ar­ein­ingar jafn­góðar og Tesla, Uber eða Waymo. Bíla­fram­leið­end­urnir vinni nefni­lega sjálfir að nýrri tækni auk þess sem þeir eiga hlut­deild í „fram­tíð­ar­fé­lög­un­um“. Þannig á GM 9% hlut í Lyft, helsta keppi­naut Uber, í fyrra keypti GM fyr­ir­tækið Cru­ise sem þróar sjálf­keyr­andi tækni, og fram­leiðir auk þess raf­magns­bíl­inn Chevr­o­let Bolt. Ford áætlar að 20 mis­mun­andi raf­magns­öku­tæki frá félag­inu verði á götum úti fyrir árið 2020, nýlega var skipt um for­stjóra og sá leiddi áður tækni­þróun Ford, og ákveðið hefur verið að fjár­festa fyrir einn millj­arð doll­ara á næstu fimm árum í gervi­greind­ar-­fyr­ir­tæk­inu Argo, fyr­ir­tæki sem þróar hug­búnað fyrir sjálf­keyr­andi öku­tæki.

En fjár­festum virð­ist nokk sama. Þeir meta áhættu rekst­urs­ins í dag ofar mögu­leikum til fram­tíð­ar, og ótt­ast t.a.m. að bíla­sala í Banda­ríkj­unum standi nú í hæstu hæð­um.

Svarið að búa til sér­stök félög?

Í her­búðum Ford og GM er það til skoð­unar að búa til sér­stök dótt­ur­fé­lög utan um tækni- og fram­tíð­ar­rekst­ur, og búa þannig til félög sem hægt væri að aug­lýsa sem „hið nýja Ford“ og „hið nýja GM“. Þannig væri hægt að keppa við Tesla, Uber og Waymo um hylli fjár­festa, og mögu­lega rífa upp mark­aðsvirði móð­ur­fé­lag­anna Ford og GM.

Schumpeter telur þetta þó áhættu­samt. „Bíla­fram­leið­end­urnir gætu hafið ferli sem ekki er hægt að stjórna. Wall Street gæti orðið spennt og kraf­ist þess að nýju dótt­ur­fé­lögin verði seld, og þannig rænt bestu eign­unum af Detroit,“ segir í grein­inni. Risar á fjar­skipta­mark­aði hafi reynt svip­aða stra­tegíu með far­síma­þjón­ustu á 10. ára­tug­inum og eftir alda­mót, en sam­einað félögin að nýju nokkrum árum síð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar